Víðir


Víðir - 07.04.1948, Blaðsíða 4

Víðir - 07.04.1948, Blaðsíða 4
4 V í Ð I R Glatað tækifæri M á 1 v e r k a s ý n i n g Matfhías Sigfússon heldur málverkasýningu í húsi Helga Benediktssonar við Strandveg. Sýningin verður opnuð iöstudaginn 9. apríl kl. 2 og verður síðan opin næstu daga trá kl. 2—10 e. h. A u g 1 ý s i n g Viðskiptanefndin hefur falið Búnáðarfélagi Vestmannaeyja dreifingu fóðurvara nreð hliðsjón til sparnaðar og eru því allir gripaeigendur vinsamlega beðnir að gefa sig fram við Hannes Sig- urðsson fyrir 10. apríl þ. á. sem gefur nánari upplýsingar. STJÓRNIN Vesfrmcmnaeyjum Ferðafólk Vesfrmannaeyjum ATHUGIÐ Fóanlegir farseðlar sem gilda fró Eyjum fril ýmissa borga í Evrópu og Ameríku, bóðar leiðir. Nónari upplýsingar í AFGREIÐSLUNN1. Flesta rekur minni til að fyrir nokkru héldu kaupstaðirnir aust' an og norðanlands ráðstefnu í Reykjavík til að ræða og ráða bót á því fyrirkomulagi, sem nú er í siglingar- og verzlunarmál- um þjóðarinnar. Samtök þau sem þarna voru rnynduð eru í fyllsta rnáta athyglisverð og sprottin upp úr jarðvegi mikillar nauðsynjar. Öllum sem búa utan Reykjavíkur a. m. k. er ljós sú hætta sem stöðunum út á landi er búin al því fyrirkomulagi, senr nú er, sem sé að öll innflutn ingsverzlun og siglingar lands- manna sé að mestu í höndum Reykvíkinga og þeim á þann h'átt gefinn kostur á að skatt- leggja aðra landsmenn að ó- þörfu. Á þessari ráðstefnu áður greindra staða voru þessi mál rækilega rædd og kröfur gerðar til hlutaðeigandi yfirvalda um úrbætur. Og ekki nóg með það, heldur var ákveðnum hópi þing- manna fengin málin í hendur. Árangurinn varð svo m. a. sá, að Alþingi samþykkti þá kröfu fundarins að gjaldeyrisleyfum yrði úthlutað til landsljórðung- anna í hlutfalli við fólksfjölda, iðnað o. fl. á hverjum stað. Nú þó ekki hafi náðst fullur árang- ur af þessari ráðstefnu, þá er hér spor stigið til þess að sækja aftur BÍLL til sölu ÞORSTEINN LOFTSSON eitthvaéj af því valdi sem Reykja- vík hefur tekið sér á kostnáð stað anna úti á landi. Og víst nrá telja að þeir sem að þessari ráðstefnu stóðu gefist ekki upp fyrr lreldur en fullar úrbætur eru fengnar. — Gera má ráð fyrir að Vest- mannaeyingar geti með góðri samvi/.ku tekið undir þær kröfur sem ráðstefna kaupstaðanna aust an og norðan gerði til valdhaf- anna í innflutnings og siglinga- máíum. Því að fullvíst er að við sem aðrir staðir úti á landi erunr mjög afskipt á mörgum sviðum, svo sem í úthlutun gjaldeyris og innflutningsleyfa, þó hér sé fram leitt tíundi hluti af gjaldeyri þjóðarinnar. Þá er t. d. áð skip Eimskipafélagsins eru alveg hætt að koma hér við á upp og útleið til Norðurlanda, og áfleiðingarn ar af slíku siglingabanni eru hverjum manni augljósar. Með tilliti til alls þessa er næsta furðu legt og ber vott um algert sinnu- leysi um hag byggðarlagsins að bæjarst jórnarmeirihlutinn skuli ekkert hafa gert til að gjörast áðil ji að þessari ráðstefnu austan og norðan staðanna. Hefði sýnst lítill vandi að setja sig í samband við forráðamenn þessarar ráð- stefnu og æskja þáttöku og víst er að hlutur okkar hér er það rýr að full þörf hefði verið á að okk ar hefði verið að einhverju getið í þessu sambandi. Verður að krefjast þess að bæj- arstjórnarmeirhlutinn láti ekki oftar tækifæri sem þessi renna sér úr greipum, og að tekin verði upp við fyrsta tækifæri samvinna við aðra kaupstaði um sameigin- lcg hagsmunamál. niðursuðuvörur eru viðurkenndar um allfr land fyrii' gæði. Fósfr í ölium mafrvöruverzlunum hvaf vefrna ó landinu. Niðuriuðuverksmiðjan á Bíldudal A \ VÍÐIR Klippist úr blaðinu og geymist Auglýsing nr. 6 1948 frá skömmiunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreilingu og afhendingu vara hefir viðskiptanefndin ákveðið, að skömmtunarreitir í skömmtunar- bók nr. 1 skuli vera lögleg innkaupaheinrild fyrir skömmtunarvör- um á tímabilinu írá 1. apríl til 1. júlí 1948, sem hér segir: Reitirnir kornvörur 26—35 (báðir méðtaldir) gildi fyrir 500 g. af kornvörum, hver reitur. Reitirnir kornvörur 46—55 (báðir nreðtaldir) gildi fyrir 250 g. af kornvörum hver reitur. Reitirnir kornvörur 66—75 (báðir meðtaldir ásamt fimm þar meðfylgjandi ótölusettum reiturn, gildi fyrir 200 g. af kornvörum, hver reitur. Við kaup á skömmtuðum rúgbrauðum og hveitibrauðum frá brauðgerðarhúsum ber að skila 1000 g. vegna rúgbrauðsins, sem veg- ur 1500 g., en 200 g. vegna hveitibrauðsins, sem vegur 250 g. Reitirnir sykur 19—27 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 g. af sykri, hver reitur. Reitirnir M. 9—12 (báðir meðtaldir) gildi fyrir þessunr hrein- lætisvörum: 1/, kg. blautsápa, eða 2 pk. þvottaefni, eða 1 stk. hand- sápa, eða 1 stk. stangasápa, lrver reitur. Reitirnir kaffi 12—14 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 250 g. ai: brenndu kaffi, éða 300 g. af óbrenndu kafli, hver reitur. Reitirnir vefnaðarvara 51 — 150 (báðir meðtaldir) gildi til kaupa á vefnaðarvörum, öðrum en ytri fatnaði, sem seldur er gegn stofn- auka nr. 13, svo og búsáhöldum, eftir ósk kaupenda, og skal gildi hvers þessa reits (einingar) vera tvær krónur, nriðað við smásöluverð varanna. Með þessu er framlengt gildi þessara reita, sem giltu fyrstu þrjá mánúði þ. árs. Einnig er hægt að nota þessa reiti við kaup ;i innlendum fatnaði samkvæmt einingakerfi því, er um ræðir í aug- lýsingu skömmtunarstjóra nr. 1/1948 frá 16. jan. þessa árs. Allir ofangreindir skömmtunarreitir, sem bera önnur númer, en þau, er að ofan greinir, ganga úr gildi 31. mars þessa árs. Aðrir skönnntunarreitir eru í gildi, sem hér segir: Stofnauki nr. 11 (skófatnaður) gildir til 30. apríl n.k. Stofnauki nr. 14. (smjör) af skönnntunarSeðlinum, sem gilti upphaflega til síðustu áramóta og skammtur 1 (smjör) í skömnrtun- arbók 1, gilda báðir, þar til annað verður auglýst. Stofnauki nr. 13 (ytri fatnaður) gildir til 31. des. 1948. Allir aðrir reitir en hér hafa verið taldir, í skömmtunarbók nr. 1 þ.e. reitirnir S. H. L. E, G og R, ennfremur skömmtunarreitirnir 3—9 (báðir meðtaldir) eru enn gildislausir. Eólk er alvarlega minnt á að glata ekki skömmtunarbókinni né neinurn reitum úr hénrii. Reykjavík, 24. marz 1948. SKÖMMTU NASTJORIN N A u g 1 ý s i n g nr. 8 1948 frá skömmtunarstjóra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947 um vöruskömmtun, takmörkun ;i sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir viðskiptanefndin ákveðið, að frá og með 3. apríl 1948 skuli tek- in upp skömmtun á öllu því smjöri, sem framleitt er í mjólkur- eða rjómabúum hér á landi. Sala og afhending á slíku srnjöri er því ó- heimil eftirleiðis, nema gegn löglegum innkaupaheimildum.. Mjólkurbúum og rjómabúum er óheimilt að afhenda nokkurt íslenzkt smjör, nema eftir nánari fyrirmælum. Reykjavík, 2. apríl 1948. SKÖMMTU NARSTJÓRI A/S HUNDESTED MOTORFABRIK 2 CYL. HUNDESTED MálSNEiOTÖR „Nutidens mest. moderne og bedst konslruerede Motor.“ HUNDESTED mótorvélin hefur hlotið Irægð lyrir gæði og vandaðan frágang, enda er HIJNDESTED tvímælalaust ein hin bezta fiskibátafél, sem smíðuð hefir verið fram að þessu. — Einkenni góðra véla er öryggi — sparneytni — afl. Alla þessa tæknislegu eig- inleika hefur HUNDESTED, auk þess er vélin talin véla þýðust í gangi. Það skal tekið frarn, að sökum mikillar eftirspurnar af HUNDE- S I ED vélum er afgreiðslutíminn lengri en ella. Er það því vinsam- leg tilmæli vor til kaupenda af HUNDESTED að hafa þetta hug- fast og gera sínar ráðstafanir tímanlega. HUNDESTED í öllum stærðum frá 10 til 220 hestöfl. Virðingarfyllst f.h. HUNDESTED MOTORFABRIK A.S. Friðrik Mafrfrhíasson.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.