Víðir


Víðir - 21.04.1948, Blaðsíða 2

Víðir - 21.04.1948, Blaðsíða 2
V I Ð I R kemur út vikulega. Riutjóri: EINAR SIGURÐSSON ♦ Sími 11 Auglýsingastjóri: ÁGÚST MATl niASSON Sími 103 Prenumiðjan Eyrún h.I. Betuv má ef duga skal Fjárhagsáætlun bæjarins var endanlega samþykkt s.l. íimmtu- dag. Niðurjöfnun útsvara er 2V2 millj. króna (kr. 2483400,00) og lækka útsvörin því um 9% frá því í fyrra, en eru samt enn um 30% hærri en síðasta árið, sem sjálfstæðismenn fóru með meiri- hlutann. hað er virðingarvert af meirihlutanum núna að gera til raun til að klífa niður stigann, enda ekki seinna vænna, þegar fólkið og einkurn þeirra eigin kjósendur flýja bæinn unnvörp- um vegna drápsklifja þeirra, sem þessir menn hafa lagt á almenn- ing. En hætt er við, að jretta stoði lítið, því að einhversstaðar þarf áð taka gjöld þeirra 5% íbúanna, sem fluttu liéðan á s.l. ári, svo að almenningur má víst, þykjast góður, ef hann kemst hjá því að fá hækkun, þrátt fyrir þessa lækkun heildarútsvaranna. Tekjur manna munu líka senni- lega hafa ver.ið rýrari s.l. ár en undanfarið. Og árið í ár verður erfitt til að greiða mikil gjöld, þar sem vertíðin hefur verið lé- leg, samanber það að rneira en helmingi minni afli var kominn hér á land 5. apríl en á sama tíma í fyrra og hittið fyrra, og voru það þó mjög lélegar ver- tíðir. Landvinna hefur verið lítil í vetur. Meirihlutinn mun líka hafa komizt að raun um, að erfitt hef- ur verið að innheimta þessi gífur legu útsvör, sem voru í fyrra, því að urn áramót var óinnheimt 1 milljón króna af útsvörunum frá í fyrra og 180 þusundir af eldri útsvörum. Gjöldin eru áætluð lítið annað en fyrir beinum rekstrarútgjöld- um bæjarsjóðs, sem búið er að spenna upp úr öllu valdi. Áætlað er 100 þús. krónur til gagnfræða- Sundlaugin Sundkennsla skólabarna hefur nú hafizt fyrir nokkru í laug- inni. Vatn er aðeins haft í djúpu lauginni, og helzt hún þannig 25 —27 stiga C. heit, og er það á- gætt. Klefarnir eru vel heitir, hitaðir upp ineð olíukyntri mið- stöð. hegar ritstj. blaðsins leit þang- að austur eftir, var Friðrik Jes- son leikfimiskennari þar að kenna nemendum efstu bekkja barnaskólans, sem þó eru allir búnir að ljúka lullnaðarprófi í sundi. Þeir syntu þar björgunar- sund og léku allskonar vanda- samar listir á sundir. Svo að segja allir nemendur barnaskól- ans og S. D. Aðventista, um 400 sækja nú kennslu hjá Friðriki í laugina. Nemendum gagnfræða skiilans kennir Sig. Finnsson leikfimiskennari. „Nemendur stunda vel laug- ina, allt niður í lægstu bekki skólans" — segir Friðrik. — „Eg læt aðstandendur barnanna sjálf ráða um, hvort þeir láta þau koma, þar sem þetta er svona snemma árs, en sé um, áð þau séu ekki of lengi ofan í, og ef þau eru kvefuð, þá læt ég þau vera heima. Ennþá er enginn al- mennur tími í lauginni.“ skcilans, 50 þús. kr. til elliheim- ilis sem hvorugu er fengið fjár- festingarleyfi fyrir og getur því orðið eyðslueyrir einn hjá meiri- hlutanum. og 100 þús. til togara- anna. f sambandi við afgreiðslu fjár liagsáætlunarinnar kom jrað fram, að greiddar hafa verið á s.l. ári 562 þúsundir króna minna úr bæjarsjóði en áætlað var, og eru J)arna m. a. skyldu- framlag bæjarsjóðs til almennra trygginga 300 |)ús., sem hann er í vanskilum með. Vanrækt var að greiða til byggingar elliheim- ilis 50 þús. krónur, til gagnfræða skólans tæpar 100 j)ús. kr. og afborganir af lánum tæpar 100 J)ús. Tölur, sem aðeins eru til að sýnast og skapa ástæðu til að geta náð þessu fé al borgurunum í út- svörum. Aftur á móti hefur ver ið greitt 1Ö2 þús. kr. meira en áætlað var og mest af því eða tæp 100 þús. er falið undir liðnum ýmis útgjöld, sem nema alls 188 þús. og sem almenningur veit engin frekari skil á, þó að hann sjái reikningana. Betur má vera haldið á fjár- reiðum bæjarsjóðs, ef almenn- ingur á að fá traust á fjármála- st jórn þeirra manna, sem mestu ráða nú um bæjarkassann. „Sú nýlunda hefur verið tekin upp, — segir Friðrik, — að börn- um innan 15 ára aldurs, sem lokið hafa lullnaðarprófi i sundi, hefur verið gefinn kostur á að keppa um afreksmerki — sels- rnerkið, — sem er gert eftir sænskri fyrrimynd að frumkvæði Þorsteins Einarssonar íþróttafull trúa. Þegar í fyrra haust unnu þetta merki 30—40 börn og má það heita gott, því að það sem kralizt er, myndi mörgum full- tíðamanninum, þó sæmilegur sundmaður væri, veitast full- erfitt, en J)að er: Synda 200 m. á bringunni, 50 m. baksund, synda í kafi 15 m., björgunar- sund með jafningja 40 m„ stinga sér úr 1 m. hæð, synda í fötunum 25 m„ ein lífgunartilraun og nokkur leysitök við björgun.“ „Og hváð segirðu svo um sund málin yfirleitt og hvernig líst þér á að byggja yfir laugina? Það verður nokkuð dýrt.“ Sitt af hverju A síðasta bæjarstjórnarfundi voru reikningar bæjarsjóðs fyrir fyrsta ár núverandi meirihluta, 1946, endanlega afgreiddir. Þeg- ar Jressi reikningur er borinn saman við reikninga bæjarsjóðs árið áður, kemur ýmislegt at- hyglisvert í 1 jós..' Það er nú fyrst, áð hver einasti gjaldaliður fer Iram úr því, sem var árið áður hjá Sjálfstæðis- mönnum, nema til menntamála, sem stendur í stað, og verklegar framkvæmdir eru. tæpri 14 millj. króna eða helmingi minni en ár- ið áður. Hin auknu útgjöld og eyðsla frá árinu áður nema hvorki meira né minna en um 400 krónur. Vel að verið á einu ári J)áð. En allt hefði þetta verið skiljanlegt hjá J)essum „alj)ýðu“- meirihluta, ef Jressu hefði nú ver ið varið til |)ess að veita þurfandi verkalýð atvinnu. En því er nú ekki aldeilis að heilsa. Verklegar framkvæmdir voru árið áður hjá sjálfstæðismönnum 475 þús. kr„ en hjá „alþýðu“-vinunum |)etta fyrsta ár þeirra 237 ])ús. krónur. Þetta er beiskur sannleikur fyr- ir þá verkamenn, sem við síð- ustu kosningar létu glepjast af tylliloforðum þessara manna um aukna atvinnu, er þeir næðu völd um. Nokkrir menn unnu við og við að viðhaldi gatna, enginn nýr Vegarspotti, engin menning- Fyrir stríð var gert tilboð um yfirbyggingu laugarinnar með járnsperrum og töluvert rniklu af gleri í Jrakinu, og átti það að kosta 15 þús. krónur. Ég held. að bezta og skemmtilegasta leið- in sé, eins og oft hefur verið rætt um áður, að veita héita sjóntim frá nýju rafstöðinni í ;-oraUt raf- stöðina, þegar hún veiður lögð niður. Leiðslan er fvrir hendit og húsið mætti nota alveg eins og það er, aðeins gera búningsklefa cg er J)á komin góð sundhöll. Sundlaugina mætti svo nota á- fram á suinrin sem útilaug.“ Sjálfsagt gætu mörg ménning- arfyrirtæki notað gömlu rafstöð- ina, en enginn vali er á ])ví, að starfsorka og heilsa bæjarbúa væri ekki á annan hátt betur styrkt en með því að láta heitt kælivatnið af nýju rafstöðvarvél- unum renna í gömlu stöðina í stað Jress að renna í klóakið. Þáð væri samboðið lortíð hennar, sem hefur sent ljós og yl í híbýli Eyjabúa um aldarþriðjung, að breyta henni þannig í heilsu- gjafa þegar hún hættir að gégna sínu fyrra hlutverki. arstofnun, þrátt fyrir Ijárhagsá- ætlun og framlög bæjarbúa tí 1 þeirra, ekkert nema úrræðaleysi, sofandaháttur og fálm; en þó bruðl á fé bæjarins, sem nemúr hundruðum þúsu'naa króna. — o — Sá sögulegi atburður gerðist á síðasta bæjarstjórnarfundi, að reikni n gar bæj ar ú tgerðar i n nar sálugu fengust ekki afgreiddir. 4 greiddu atkvæði með þeim. Einn fulltrúinn var ekki atkvæð- isbær (reikningshaldari). Sjálf- stæðismenn sátu hjá. Það eru nú komin tvö ár, síð- an þetta fjáraflaplan meirihlut- ans lognaðist útal' eltir aðeins tveggja, ])t iggja mánaða starf- rækslu. Minna varð úr en lil stóð með hinn mikla gróða á útflutn- ingi ísfiskjar, sem Jtessir inenn höfðu belgt sig út með á kjós- endafundum. Hallinn varð ])ó ekki meiri en um 20 þúsund krónur eftir því, sem forstjórinn telur, Jvegar búið var að velta öllu klabbinu yfir á ríkið. End- ttrskoðendur reikninganna benda þó á, eftir upplýsingum frá forstjóranum, að Fiskimála- nefnd telji 22 þúsund krónur meira til skuldar, en reikningarn ir bera með sér. Á tveggja ára afmæli þessa ást- fósturs kommanna er enn ekki lengra komið reikningunum en svo, að „botninn er suður í Borg- 1 arlirði."

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.