Víðir


Víðir - 22.05.1948, Blaðsíða 2

Víðir - 22.05.1948, Blaðsíða 2
V I Ð I R ekkert á og framburður þeirra og eiðar — þegar til þeirra kem- ur — er dýrari en sjókarlanna, eða það þykjast þeir á þeim skilja. En sjókarlar tef jast frá veiðum þeim er tíminn dýrmætur þegar á sjóinn gefur og mega ekki tefja, þeir hafa svo marga munna að fæða, ef rétt er álitið, og meðal þeirra eru einmitt klagararnir á- samt álitlegum hópum menning- arrýrra menningarfrömuða á landi hér, einkum í Reykjavík, segja sumir. Réttarrannsóknirnar halda á- fram, allar árangurslausar, að því er virðist. Það lítur lang helzt út fyrir að allar kærurnar séu rang- ar, þó að ekki hefðu allir sömu varnir fyrir sig að bera. Loks þann 15. apríl, snemma dags, komst þetta að leiðarenda og ekkert eða lítið annað eftir en eiðar kærendanna. Þeir fylgja svona málum eins og nóttin deg- inum, og eru nú 15 dagar liðnir frá því að þeir létu útvarpi'ð til- kynna, að þeir hefðu staðið 6 báta úr Vestmannaeyjum, að ó- löglegri veiði í landhelgi. Allir þessir 6 bátar hafa mót- rnælt framburði kærendanna og nú verða þeir annáðhvort að gera, taka kærurnar aftur og all- an frambuíð um sínar eigin loftmælingar eða þá að herða sig upp, eins og fyrr, og staðfesta bæði kærur og allan framburð rheð eiði. Þeir eru „vanir starfinu" og þeir tóku sí'ðari kost- inn, og eiðarnir byrja. Dómarinn brýnir enn fyrir eiðamönnum að fylgja sannleik- anum og að sjálfsögðu fylgja tveir eiðar hverri klögun, hverj- um báti. Jón, sennilega fyrst, hann gefur Eyjólfi tóninn, lær- lingnum, sem átti það eftir að verða meistaranum fremri. Viðstaddir hafa risi'ð úr sæt- um sínum áður en eiðatökúrnar byrja og kyrrð ríkir í réttarsaln- um. Ef vitni, að gefnu tilefni, lýsir því fyrir dómaranum að hann trúi á Guð, þá skal það lyfta upp hægri hendi sinni og hafa upp eftir dómaranum þessi orð: „Ég sver það og vitna til Guðs míns, a'ð ég hefi sagt satt eitt og ekkert undan dregið." Ef vitni er ekki í neinu kristi- legu trúarfélagi eða ekki viður- kennir kristna trú þá er fylgt sömu fyrirmælum að öðru leyti en því, að honum er þannig stíl- aður eiðstafurinn: „Ég lýsi yfir og legg þar við drengskap minn og heiður, að ég hefi satt eitt sagt og ekkert undan dregi'ð." Þannig ætla ég að það hafi gengið með eiðana á annanhvorn veginn eða báða, hafiþeir ekki báðir játað sömu trú. Þarna hafa þá verið, eins og fyrr er sagt 6 eiðar handa hvorum, standandi frammi fyrir dómaranum méð hægri liönd upprétta og hafandi jafn oft upp eiðstafinn, sem dóm arinn les þeim fyrir. Er þetta met í eiðavinningum? Spyr sá sem ekki veit, eða eru þessir eiðar ekki snöggsoðnir? Eru þeir eiðamenn í fullu gildi, sem áður hafa svarið ósannar sak ir á menn eða sakir, sem ósann- ar reyndust? Elestu fólki eru þessar athafnir ókunnar, og er þeirra því aðeins lauslega getið hér í því skyni að gefa því hugmynd um hvernig þetta gengur. Ég var ekki viðstaddur réttar- höld þessi, en þannig segja þeir frá, sem viðstaddir voru, og svipað þessu gengur það að ein- hverju leyti í þvílíkum málum. Það sögðu viðstaddir, þeir sem ég heyrði um ei'ðana tala, að heldur muni hafa dregið af for- ingjanum eftir því sem eiðarnir fjölguðu. Hann sór hér fullar sektir í fyrra á m.b. Metu og m. b. Kára, og mundi landinu og landhelgisgæzlunni gott að eiga fleiri þvílíka Jóna. En hinn, þ. e. Eyjólfur lærlingur Jóns og með- hjálpari í landhelgisgæzlunni og eiðunum á „Metu" og Kára í fyrra, svo sem fyrr getur, reynd- ist öruggari, sögðu þeir, sem á- hlýddu. En þó gaf hann sig eitt- hvað eins og hinn þegar að síð- asta bátnum kom. Þáð var .Kári' annar eiðabáturinn frá í fyrra, er þeir höfðu svarið sektirnar á. Nú þurftu þeir eitthvað að leiðrétta hið áður sagða, hann mundi þeg- ar betur var aðgætt, hafa verið innan iandhelgislínunnar, mdð veiðarfærin í ólagi, það ætti þá að hafa verið afsláttur vegna fyrri viðskipta. Þetta heyrði ég þá segja, er við staddir höfðu verið í réttinum, jafnt hinu að lærlingurinn hefði við eiðana orðið meistaranum fremri. Þarna er sjálfsagt upp-' rennandi stjarna við landhelgis- gæsluna sögðu þeir, sem fram- sýnastir voru. Þannig er fram- sókn til í þessu ekki síður en öðru. Margt var talað og margt er enn talað um þessa svonefndu „eiðamenn landhelgisgæzlunn- ar". Eitthvað er að sjálfsögðu málum blandað, þáð getur tæp- lega hjá því farið. En því trúa all ir, sem alveg er augum uppi, að menn þessir, sem ekki gátu, þegar þeir voru á varðbátnum „Finnbirni" í fyrra, mælt fjar- lægðír trollbátanna „Kára" og „Metu" frá landi, gætu ekki á fleygiferð einhversstaðar milli himins og jarðar, mælt eða reynt að mæla fjarlægð þeirra 6 báta frá landi, sem þeir nú hafa kært og svari'ð seka um landhelgis- brot. Þetta og þvílíkt varðar ekki eingöngu báta þá, sem hér voru fyrir sökum hafðir. Það varðar alla þjóðina og hún verður að gera þær kröfur til landstjórnar- innar og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst til dómsmálaráðuneytis- ins, að það þe*gar í stað taki menn þessa „úr umferð" við land helgisgæzluna, og aðra þeim líka ef nokkrir eru þar enn í umferð. Gæzla landhelginnar er íslend- ingum mjög nauðsynleg. Bæði landsmenn sjálfir og aðrar þjóðir sækja mjög á hin aflasælu fiski- mið innan landhelginnar. Að vísu hefir þjóðin ekki lengi ann ast landhelgisgæzluna, en þó nógu lengi til þess að sýna mis- tökin, sem á henni hafa orðið af völdum ríkisstjórnarinnar, bæði beint og óbeint. — o — Þegar Vestmannaeyingar keyptu björgunarskipið „Þór", sem kom hingað á vertíðinni 1920, þá var því fyrst og fremst ædað að gæta fiskiflotans, vera úti á fiskimiðum í vondum ve'ðt- um og hjálpa bátum, ef að þeir á einn eða annan hátt voru hjálparþurfandi. „Þór" skyldi einnig -gæta veiðarfæra bátanna, þannig að erlendir eða innlendir trollarar næðu ekki að spilla þeim. Þetta þótti, eins og það líka var, óviðjafnanleg bót fyrir þá er sjóinn sóttu, og öryggi á alla vegu. En þar með er þó ekki allt talið. Útlendir botnvörpungar höfðu allt frá fyrstu tíð dregið hér vörpur sínar á allra grynnstu miðum, án þess að Danir, sem verja áttu landhelgina, væru á verði að nokkrum mun. En nú brá svo við, að þeir hræddust „Þór" og grunnmiðin voru þar með fri'ðuð fyrir á- gangi þeirra, þann tíma árs, sem „Þór" var á verði kringum Eyj- arnar. Hann náði og nöfnum og númerum af nokkrum sökudólg- um, er ýmist strax eða síðar voru dregnir fyrir lög og dóm þá er þeir komu á hérlendar hafnir. Það kom því brátt í ljós, að „Þór" gat orðið að miklu liði við landhelgisgæzluna. Með það fyrir augum veitti Al- þingi styrk nokkurn til landhelg- isgæzlu, er ríkisstjórnin svo not- aði til þess að leigja „Þór" tíma og tíma til landhelgisgæzlu í Faxaflóa og iyrir norðan á sumr- um. Gæfan fylgdi alveg sérstaklega þessu skipi á meðan Vestmanna- eyingar áttu það. Þeir voru svo heppnir þegar í byrjun, að fá Jóhann P. Jónsson yfirmann á skipið. Hann hafði lært og lokið prófi í dansk-a sjóliðsforingjaskól kemur út vikulega. Riutjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 11 Auglýsingastjóri: ; j ÁGÚST MATTriíASSON j : ' c, - '' ¦ Sími 105 ! ¦ ' : : : Prenumiðjan Eyrún h.f. anum, En fyrsti stýrimaður var0 Friðrik Ólafsson. Þá var Jón Magnússon forsæti5 ráðherra og Magnús Guðmund5' son atvinnumála- eða sjávarút' vegsmála-ráðherra. Þá hafði ríki5 stjórnin mikinn áhuga á að efl* iandhelgisgæsluna, þó enn va^1 svo kallað að Danir ættu a'ð anf' ast hana. Björgunarskipið „Þór" me* fyrrnefnda yfirmenn, i'ékk þega1 í byrjun hið allra bezta orð á sig' hvar sem það fór, bæði við björg un mannslífa úr sjávarháska o§ við gæzlu landhelginnar. Eyjaskeggjar, sem stofnað höfðu Björgunarfélagið hrósuði1 happi að hafa fengið þessa yfn'' menn á skipið, sem báðir í sarfl' félagi og hvor í sínu lagi, settU þann svip á alla starfsemi skipf>' ins, sem bæði var landi og lý" til gagns og sóma. Svo kom hið fyrsta regluleg'1 landhelgisgæzluskip „Óðinn"' smíðaður í Svíþjóð 1922 eð' 1923. Jóhann P. Jónsson var sjál' kjörinn foringi á skipið og Fri* rik Ólafsson tók við forustunnil „Þór". Nú var gæzla landhelginna1 komin í gott horf, betra el1 nokkru sinni áður. En þó va1 skipakosturinn ekki nógur <$ því samþykkti Alþingi að \b$ byggja annað varðskip, það v»f mótorskipið „Ægir". Meðan þ$ var í smíðum fór Friðrik Ól<ilS' son til Danmerkur og gekk þaf herforingjaskóla og tók þar pi'° eftir eins árs nám, eða svo, með lofi. Harin sigldi svo hinu nýja vafö skipi „Ægi" heim og stýrði þvl! þar til hann gerðist skólastjóf1 Sjómannaskólans í Reykjavtf' og er þetta allt saman almen11' ingi kunnugt. En þá er þess ekki langt 3 bíða að skyggja tekur í álinn. Hausti'ð 1927 var svo komið^ Sjálfstæðisfiokkurinn hafði r1. við nýlega afstaðnar kosning3' til Alþingis ekki náð meirihln1' atkvæða. Framsóknarflokkurí11

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.