Víðir


Víðir - 24.09.1948, Blaðsíða 1

Víðir - 24.09.1948, Blaðsíða 1
XIX. Vestmannaeyjum, 24. sept. 1948. 27. tölublað. Soltunítrstóð í Siglufirði Undanfarin ár hafa um 20 skip farið héðan á síldveiðar fyr ir Norðurlandi. Skip þessi hafa verið dreifð á ýmsar verksmiðjur og söltunarstöðvar. Mörg þessara skipa hafa orðið að hafa menn fyrir norðan til þess að sjá um skipin, ráðstafa síld þeirra, er fara hefur átt til söltunar og sjá um hvers konar útvegun til skip anna. Aðrir útgerðarmenn hafa greitt mönnum þar á staðnum fyrir þessa umsjón. Vestmannaeyjaskipin, sem stunda síldve'ðar á sumrin fyrir Norðurlandi, eru það mörg, að þau mundu nægja einni verk- smiðju eins og Rauðku eða Hjalteyrarverksmiðjunni í meðal síldarári og þau væru líka hæfi- legur floti fyrir eina myndarlega söltunarstöð. Þegar illa árar, verður það fyrst fyrir mönnura að gera sér grein fyrir, hvernig þeir megi auka tekjur sfnar eða spara út- gjöldin, svo að þeir geti látið „endana ná saman" næst, jafn- vel þó illa gangi. Nú er það öllum kunnugt, að í góðu ári er ábatasamt að reka síldarverksmiðju, sem er hagan- íega byggð og ekki alltof mikið í kringum. En svo mikill-getur rnuriufirin verið á vinnslukostn- aði éftir því, hvernig að þessu er staðið, að meiru muni en helm- ' 'ng. Nú eru síldarverksmiðjur nijög dýrar byggingar og ekkert útlit fyrir, að unnt ver'ði að sam- eina útgerðarmenn hér um slíka verksmiðju, þó að miklar líkur I Væru fyrir, að síldarverksmiðja gæti fleytt þeim yfir örðugasta hjallann og gert síldveiðar hjá þeim ^ábatasamari og öruggari. En allt öðru máli er að gegna Um söltunarstöð. Að vísu eru sölt Unarstöðvar nokkuð dýrar á Silgufirði, en það er ekki upp- hæð, sem 20 síldveiðiskip þurfa Hð láta sér vaxa í augum. Söitun- arstöðvar er líka hægt að fá leigð ar. Leigan er að vísu há borið saman við það, sem hún var fyrir stríð, kannske 50 þúsund krón- ur. Hún fæst þó vel 'upp borin, ef um nokkra söltun að ráði er að ræða. íslenzka saltsíldin er nú orðin svo eftirsótt vara og jöfn að gæð- um, að auðvelt er að selja liana fyrirfram fyrir gott verð, og ger- ir kaupandinn ekki kröfu til þess að fá að kynna sér vöruna, áður en kaupin fara fram. Þetta hefur gert síldarsöltun svo að segja alveg áhættulausa, því að síðast- liðin ár hefur öll síldin verið seld fyrirfram. Verðið, sem útgerðar- menn og sjómenn hafa fengið greitt, á svo að fara eftir þessu söluverði. Nú verður ekki farið út í það hér, hvað söltunarstöðvarnar hafa í hagnað af hverri síldar- tuririu. Þa'ð er ekkert við því að segja, þó að þær ábatist á sínum rekstri eins og aðrir, þar sem fá'r fást til þess að reka fyrirtæki til lengdar, nema þeir hafi hag af því eða hagnaðarvon. En það er eðlilegt, að útgerðarstöð eins og Vestmannaeyjar reyni líka a'ð verða þátttakandi í slíkum rekstri, sem ekki er umfangs- meiri en svo að einstaklingar ráða vel við hann. Hægt væri þá með ábata af honum að bæta ein- hverju við hið fastákveðna síldar verð, sem sett er af síldarútvegs- nefnd. Það er svo sem ekkert einsdæmi, þó að bátar í verstöð stæðu saman um söltunarstöð. Samvinnufélagið á ísafirði hefur haft söltunarstöð á Siglufirði í mörg ár. Það hafa líka útgerðar- menn af Suðurnesjum haft, þó að þeir hafi ekki staðið saman um það, heldur rekið stöðina sem einkafyrirtæki. Eru umsjón- armenn þessara söltunarstöðva þá jafnframt þeir menn, er ann- ast alla fyrirgreiðslu fyrir báta þá, sem a'ð stöðinni standa. Spar ast þanfaig laun, sem ella verður að. greiða umboðsmönnunum. Sjómennirnir éiga um helm- inginn af aflanum á síldveiðum og væri því eðlilegt, ef Vest- mannaeyingar tækju sig saman um að starfrækja söltunarstöð á Siglufirði, a'ð þeir væru þátttak- endur í þeim rekstri í sömu hlut- föllum og aflahlutur þeirra er. Það er(líka annað, sem styður að því; að sjómennirnir ættu að vera þátttakendur. Það er á þeirra valdi, hvort komið er inn me'ð síld til söltunar eða haldið er áfram og veitt þá í bræðslu. Ef þeir væru þátttakendur í sölt- unarstöð, væri það hvöt fyrir þá að koma með síld í salt. Gæti þetta haft mikla þýðingu fyrir af- Framhald á 2. síðu. Jóhnna Lárusdóttir 80 ára Jóhanna Lárusdóttir er fædd að Kornhól í Vestmannaeyjum 23. sept. 1868, dóttir hjónanna Lárusar hreppstjóra að Búastöð- um Jónssonar og koriu hans Kristínar Gísladóttur, er bæði voru ættuð úr Mýrdalnum, Pét- ursey,. af vel kunnum ættum. Systk'ni Jóhönnu voru 9. 3 létust í æsku. Hin voru: Ólöf gift Guð- jóni Björnssyni Kirkjubóli, sem bæði eru látin, Gísli Lárusson Stakagerði kvæntur Jóhönnu Árnadóttur, bæði látin, Steinvör fluttist til Ameríku, gift Einari Bjarnasyni frá Dölum hér, Lárus lé/.t ungur, Pétur bóndi á Búa- stöðum, kvæntur Júlíönu Sig- urðardóttur,- Fríður Lárusdóttir ekkja Sturlu Indriðasonar frá Hvassafelli. Jóhanna giftist í Ameríku árið 1892 Árna Árnasyni frá Vilborg- arstöðum, syni Árna Arnasonar þar og Vigdísar Jónsdóttur, en var alinn upp af Árna Einarssyni lireppstjóra á Vilborgarstöðum. Hafði Arni maður Jóhönnu far- ið til Ameríku 1891,' en htiu fór svo áíið eftir og giftust þar, sem áður er sagt. í Ameríku dvöldu þau rúm sex ár og komust vel áf. Vann Árni þar ýmis störf, en mest við járnbrautarlagningu og í kolanámum. Dvöldu þau í Castle Gate, Spanish Fork, Sco- field og Salt Lake City. Heim til Eyja l'óru þau aftur ári'ð 1898 vegna veikinda Arna, en honum var ráðlagt að fara og dvelja við sjávarströndina, en ekki í megin- landsveðráttu, sem hann ekki þyldi. Tóku þau þá fyrir að hverfa he'm til íslands aftur og dvöldu æ síðan í Vestmannaeyj- um. Bjuggu þau fyrst að Búastöð- um en árið 1901 fluttu þau í hús sitt Grund og bjuggu þar síðan. — Þrjú börn eignu'ðust þau í Ameríku, dóu tvö þeirra ung, en Lárris Georg komu þau með til Eyja tæplega ársgamlan, og hefir 1 hann síðan dvalið á Búastöðum. I Eyjum eignuðust þau Árni og Jóhanna 3 börn: Bergþóru, sem gift var Jóhannesi Long, Áma • símritara, kvæntan Katrínu Árna dóttur í Asgarði Filippussonar, og Guðfinnu konu Kristins bónda B]arnasonar í Borgarholti, Biskupstungum, Utan hjóna- bands átti Jóhanna einn son með Oddi Árnasyni á Oddstöðum Þórarinssonar. Var það Árni inn heimtuma'ður Oddsson, er brann inni á Bustarfelli hér í bæ 1938. Mann sinn, Árna, missti Jó- hanna árið 1924 aðeins rúmlega 53 ára gamlan, og bjó hún eftir það með börnum sínum Árna og Guðfinnu, þar til þau giftust og fóru að búa. Eftir það bjó Jó- hanna ein að Grund, leigði ein- hleypingum húsnæði, en bjó út af fyrir sig, þar til hún kenndi lasleika fyrir tvehnur árum og var'ð að fara á sjúkrahúsið. Þar dvelur hún enn við góða líðan eft'r atvikum, við góða hjúkrun og umönnun og hélt þar nú . 80 ára afmæli sitt. Vinur.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.