Víðir


Víðir - 06.01.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 06.01.1951, Blaðsíða 4
TíSarfariS þessa viku hefur verið held- ur gott, yfirleitt há átt, en sjór hefur þó lítið verið stund- aður. Nokkuð hvasst var suma dagana, en líka blæja- logn aðra og spegilsléttur sjór eins og á sumardegi. AflabrögS. Einn dragnótabátur fór út í vikunni og leitaði um alla bugt, og varð naumast fisks var, fékk Uj lest af mslfiski. Tveir bátar eru nú að byrja með línu, Hermóður, sem veiðir fyrir Steingrím Magn- ússon, fisksala, og' Víðir, sem veiðir fyrir Fisksalafélagið. Bátar, sem reyndu fyrir smásíld inni í Sundum, urðu lítið varir. A Vestfjörðum er nokkuð róið, og hefur afli verið sæmi- legur. Það er-sagt, að sjómenn þar liafi ákveðið að róa til 20. janúar upp á væntanlegt fisk- verð, en stöðva þá, ef ekki verður þá komið fast fiskverð. Togararnir. Hjá togurunum hefur veð- ur verið sæmilegt, og hefur afli glæðzt upp á síðkastið, og er hann mest þorskur. Flestir hafa þeir verið að veið- um á Halanum. Þeim skipum fækkar held- ur, sem veiða fyrir verksmiðj- ur og frystihúsin, en eftirtald- ir togarar eru nú á slíkum veiðum: Akurey, Askur, Bjarni Ólafsson, Elliði, Garð- ar Þorsteinsson, Goðanes, ís- ólfur, Neptúnus og Uranus. AUir aðrir togarar veiða nú í ís fyrir brezkan markað nema Norðfjarðartogarinn Egill rauði, sem veiðir í salt og ætlar að sigla með aflann til Aberdeen, þar sem hann selur aflann upp úr skipi fyr- ir fast verð. Togarinn Maí er eina skipið af gömlu togurunum, sem stundar nú veiðar. Þorvaldur Stephensen er að leigja For- setann, einn af gömlu togur- unum til Færeyja, þar sem á að gera hann út á veiðar í salt. Markaðurinn í Bretlandi VÍÐIR VerS á blaðinu er 1 króna. Gamalt og nýtt, fylgirit, kemur út mánaðarlega. Verð 2 krónur heftið. Ulanáskrift: VikublaSið Víðir, Bárugötu 2, Reykjavik. Sími 2685/ ---------------------------- var ágætur um og eftir jólin, og var þá verðið yfirleitt um £ 3 kíttið. Rétt fyrir nýárið barst mikið af fiski til Bret- lands úr Hvítahafinu og frá Bjarnarey, og féll þá verðið niður í £ 2 kíttið, þegar skip- in fóru að hópast inn. Eftir áramótin lagaðist markaður- inn aftur. 10 íslenzkir togarar selja nú afla sinn í næstu viku og 7 þeirra fyrstu 3 dagana í vik- unni. UísaveiSi. Það hefur þótt tíðindum sæta, að þrír litlir bátar hafa undanfama daga veitt mikið af smáufsa við bryggjurnar í Keflavík. Ufsinn er á stærð við stóra síld og sumt nokk- uð stærra. Ufsinn var í mjög þéttum torfum, sérstaklega fyrst. Hafa alls veiðzt þarna um 200 lestir af þessum ufsa. Smáufsaveiði hefur ekki í lengri tíð yerið stunduð í Keflavík, en áður fyrr var það algengt, að dregið væri fyrir smáufsa á Keflvíkinni. Var þá ufsinn notaður til matar og mikið af honum saltað. Þá var því smæsta úr honum hent. Með háu verði á fiskimjöli skapast aðstaða til þess að hagnýta þennan smá- ufsa. Slíkur smáufsi gengur víða í verstöðvum upp að bryggjunum, og hafa strákar löngum gert sér það til gam- ans að veiða hann á færi og þá ýmist pilkað liann eða veitt hann á beitu. Hefur þetta verið fyrsti skólinn hjá mörgum, sem síðar urðu góð- ir fiskimenn. Úr verstöövunum. I Vestmannaeyjum er nú lítið um að vera, hvað sjó- sókn snertir. 3 bátar eru þó í þann veginn að fara á botn- vörpuveiðar, Suðurey, Björg og Skaftfellingur, og munu þeir sigla með aflann. Tveir þeir fyrst töldu hafa verið á þessum veiðum í haust. Helgi Helgason er nýfarinn út með 700 kítt af fiski. Öllum samningum við sjó- menn hefur nú verið sagt upp í Eyjum, og gengur illa að semja. Talið er líklegt, að eng- ir samningar komist á, fyrr en eitthvert fiskverð hefur verið gefið upp. Vatnajökull tók í Eyjum næstum fullfermi af frosnum fiski. T Keflavík hefur ekkert verið róið frekar en víða ann- ars staðar. Flestir bátar eru þar í slipp og verið að ditta að þeim fyrir vertíðina. Garð- ar Þorsteinsson kom í vikunni inn með 301 lest af fiski, og var rúmlega hehningur aflans karfi, sem fór í frystihúsin, þorskurinn fór í salt, en stein- -bíturinn og svo kallaður rusl- fiskur í verksmiðjuna. Stórt finnskt skip er að ferma þar síld, um 11.000 tunnur, og um 4000 tunnur tók það í Hafn- arfirði. Frá Akranesi eiga 5 bátar Haraldar Böðvarssonar & Co. að halda eitthvað áfram síld- veiðum, og verða það senni- lega einu bátarnir, sem stunda reknetaveiðar eftir áramótin sunnanlands. Síldin verður sjálfsagt fryst. Það var skráð á bátana að nýju núna eftir áramótin, en það er nokkuð atriði í sambandi við kaup- trygginguna. Þrír togarar eru nýkomnir til Akraness með afla sinn, Bjarni Ólafsson með 29S lest- ir, allt karfi nema um 50 lest- ir, sem var ufsi. Var karfinn ísaður og fór í frystihúsin. Uranus kom með 272 lestir af karfa. Marz kom með 260 lestir af ufsa eingöngu, sem hann fékk fyrir austan land. Voru þeir fljótir að fá þenn- an afla, eftir að þeir hittu í ufsann. Fellið er nýkomið með salt til Akraness frá Þýzkalandi, þangað sem það fór með ís- aða síld. Síldin seldist heldur illa, og var á takmörkum, að hún væri skenund. Hefur sennilega. verið heldur tap á þessari tilraun. Verður land- helgin færð út? Menn bera nú mikinn kvíð- boga fyrir ágangi á fiskimið- unum á næstu vertíð og eru þess fullvissir, að hér muni fiskur ganga mjög til þurrðar, ef ekki verður ineira að gert en hingað til til þess að friða miðin. Sjómenn og útgerðarmenn fögnuðu ahnennt þeirri á- kvörðun ríkisstjórnarinnar að færa landhelgina út fyrir Norðurlandi í sumar, og ýtti þessi ráðstöfun áreiðanlega undir fjölda manna með að fara norður, þó að það yrði þeim kannske til lítils góðs. Nú spyrja menn, hvort ekki verði haldið áfram á sömu braut og sömu ákvæði látin gilda um landhelgina umhverfis allt land í vetur. Þetta gera frændur okkar Norðmenn og fleiri Norður- landaþjóðir. Að vísu standa Norðmenn í deilum á alþjóða- vettvangi vegna þess, en hvað er að segja við því, ef hægt er með þessari baráttu að fá meiri friðun á fiskimiðunum og vernda fiskistofninn. Það sem erfiðast er við- fangs í þessum efnum er samningurinn við Breta, sem Danir gerðu fyrir Tslands hönd 1901, en nú hefur verið AburSarverksmiðjan. Það er Öllum landsmönnum gleðiefni, að tekizt hafa samn- ingar um byggingu áburðar- verksmiðju hér á landi. Verða veittir til byggingarinnar 2.580.000 dollarar af Mars- hallfé, og er áætlað, að það sé 55% af byggingarkostnað- inum, en alls er gert ráð fyrir, að verksmiðjan kosti fullgerð 76 miljónir króna. Áætlað er, að verksmiðjan geti framleitt 6000 lestir af köfnunarefnisáburðí árlega, og er það rúmlega helmingi meira en ársþörf landsmanna. Byggingunni á að verða lok- ið 1953. Þeir menn, sem dyggilegast og bezt hafa unnið að þessu máli fyrr og síðar, eiga skilið þakkir alþjóðar. Það verður aldrei lögð of mikil áherzla á að gera þjóðina sem sjálf- stæðasta með framleiðslu, og er þetta einhver mikilvægasti þátturinn í því efni. Nú þurfti bygging sementsverksmiðj- unnar að fá jafngóðan endi. Danir kenna fiskveiðar. Robert Larsen, sem fann upp flotvörpuna, hefur und- anfarið verið að semja við fulltrúa frá stjórninni í Isra- el um kaup á ýmsum veiðar- færum og m. a. flotvörpum. Til þess að kenna Gyðingum nútíma veiðitækni hefur verið ráðinn danskur skipstjóri. sagt upp og rennur þá út 1952. í öðru lagi, hve Islend- ingar eru komnir upp á Breta með sölu á ísfiski. Það urðu engir teljandi á- rekstrar vegna víkkunar landhelginnar fyrir Norður- landi. Hvað upp vrði á ten- ingnum í því efni, ef farin yrði sama leið aftur, og þá umhverfis allt landið, er ekki unnt að segja, en sjálfsagt myndu fiskveiðiþjóðir við ís- land mótmæla því, einkum Bretar, Þjóðverjar og Danir. Tslendingar verða að leita stuðnings annarra þjóða við að koma- slíkum áformum fram og þá einkum Samein- uðu þjóðanna, sem margar hverjar hafa komið á hjá sér miklu víðáttumeiri landhelgi. Það æt.ti að vera. hægt að flytja málið' á sömu forsend- um og gert var í sumar: Það væri nauðsynlegt til verndar fiskistofninum, þar sem aug- Ijós einkenni offiskis eru við Tslandsstrendur. Undir fisk- veiðunum er lífsafkoma þjóð- arinnar komin, og það verður vart lifað menningarlífi í landinu, ef fiskur gengur til þurrðar við strendur þess. Verða þes.si mál, sem varða þjóðina svo miklu, tekin fyr- ir á Alþingi? Islandsveiðar Dana. Danskir fiskibátar, þeir síð- ustu af Islandsmiðum, komu heim til Danmerkur nokkru fyrir hátíðar. Voru það „Ice- land“ og „Vestland“. Láta danskir fiskimenn vel yfir veiðum við Island fyrir brezk- an markað. Hafa þeir venju- lega fengið um 35 lestir í hverri veiðiferð. Hafa þeir nú hug á að auka þessar veiðar í ár. ■-------:-- Norsku veiðarnar við Grænland gáfu mjög góða raun í ár. Það er áætlað, að þar hafi veiðzt um 12.000 lestir af þorski í ár eða hehningi meira en í fyrra. Norska kæliskipið ,,Kolnstind“ kom með um 200 lestir af lúðu beint frá Græn- landi til New York, og er það í fyrsta sinn s.l. 25 ár, sem Norðmenn hafa sent frosinn fislc beint af miðunum. Hagkvæmur jólafrés- íólur. í Svíþjóð er hægt að fá fæt- ur úr málmi undir jólatré. Það er þrífótur, sem hægt er að skrúfa tréð á, en í miðjunni er vatnskrukka, sem tréð stendur í, og helzt tréð þann- ig lifandi lengur en ella. Ný þangmjölsverk- smiðja. Um miðjan þennan mánuð' tekur til starfa ný þangmjöls- verksmiðja í Orelioved i Dan- mörku. Dagleg framleiðsla verður 10—15 lestir, og verð- ur rnjölið notað til skepnu- fóðurs, og verður það aðal- lega selt til Sviss. Framleiðsl- an er seld langt fram í tím- ann. •----------- Miklar tekjur. Verzlunarfloti Breta, sem siglir um lieimshöfin, er um 18 miljónir lesta og siglir ár- lega inn fyrir Breta sem svar- ar 4500 miljónum króna, þ. e. tífaldur útflutningur tslend-- inga. ----------- Rækjuveiðar í Áslralíu. 1948 fundust mikil rækju- mið nálægt, Newcastle í Ástralíu. Var veiðin 1949 um 700 lestir. Verðið var 2 shill- ingar pundið — kr. 4.50. Síð- an hafa verið fundin þar ný rækjumið.________________ Rœðið við kunningja yklcar ug vini um blað- ið. Sendið því vöjn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið rœðir. k -----'J'

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.