Víðir


Víðir - 13.01.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 13.01.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 13. janúar 1951. 2. tölublað. Vandamálin og stýfing vísitölunnar. Þegar lögin um vísitölu Frysfiiðnaðurinn í Þýzkalandi. Tvö þýzk firmu hafa nú Irafið frystingu í stórum stíl, annað á fiski, hitt á ávöxtum og' grænmeti. Það fyrirtækið, sem verzlar með fiskinn, hef- ur nú kornið sér upp 170 geymsluklefum hjá smásölum víðs vegar um Þýzkaland og í Austurríki. Tvö ný fyrirtæki til viðbótar munu hefja slíka starfsemi á næstunni. Verðið á 1‘rosna fiskinum er unr 40% hærra en á þeim nýja, og er ekki útlit fyrir, eins og sakir standa, að frosni fiskurinn út- rými verulega þeim nýja. Núna er frosni fiskurinn að- eins um 5% af þeim nýja, og er hann aðallega til þcss að fullnægja eftirspurninni, þeg- ar annan fisk er ekki að hafa. Skorfur á lúðu í U.S.A. Það er fullt útlit fyrir, að skortur verði á lúðu í Banda- ríkjunum á þessu ári. Birgðir at' frosinni lúðu eru nú að ganga til þurrðar, en nýja framleiðslan kemur ekki á markaðinn fyrr en um miðj- an maí. S.l. sumar var neyzla á lúðu í U. S. A. 2000 lestum meiri en á sama tíma árið áð- ur. Ymsir útgerðarmenn og sjómenn, einkum á Akranesi, hafa nú hug á að stunda lúðu- veiðar af kappi í ár og byrja snemma, eða strax og nokkur von er til, að lúðan sé gengin. Það er geipiverð á lúðu í Bandaríkjunum, og hefur ný- lega verið skýrt frá því hér í blaðinu. Samkeppnin harðnar. Japan, Perú og Portúgal selja nú túnfisk í Bandaríkj- unum fyrir um helmingi lægra verð en framleiðslu- kostnaðurinn er í Bandaríkj- unum sjálfum, en hann er $ 15.15 kassinn. Þetta veld- ur túnfiskframleiðendum í Bandaríkjunum miklurn á- hyggjum og einkum þó það, að Japanir eru nú aftur komn- ir á markaðinn. Rækjur 09 brauð. I Bandaríkjunum er nú blandað saman brauði eða korni og rækjum, og er brauð’- ið jafnvel til hehninga. Er svo hvoru tveggja soðið niður. voru samþykkt, vakti það sjálfsagt ekki eingöngu fyrir alþingi að fullnægja réttmæt- um kröfum launþega um að' fá dýrtíðina bætta, þegar allt vöruverð fór hækkandi, held- ur mun jafnframt hafa vakað fyrir þingmönnum, að þannig myndi jafnvægi komast á þessi mál með lækkandi vöru- verð'i eftir stríðið, eins og átti sér stað eftir fyrri heimsstyrj- öldina. En þetta fór alt á annan veg. Eftirspurnin eftir vinnu- aflinu varð miklu meiri en nokkurn hafði órað fyrir. Af henni leiddi miklar grunn- kaupshækkanir, rúm 100%, hækkun á eftirvinnu, sem hafði verið' 15% hærri en dag- vinnan, í 50% og hækkun á nætur- og helgidagavinnu, sem hafði verið 50% hærri en dagvinnan, í 100%. Jafnframt var vinnutíminn styttur úr 10 tímum í 8 tíma. I sumum kaupstöðum var farið að greiða fyrir matmálstímann á kvöldin, ef unnið var fram eftir. Hins vegar var kaffi- tíminn styttur úr 30 mínút- um í 20 mínútur. Þá var tek- ið í lög að greiða af launum 4% sem orlofsfé. Kapphlaupið á milli setu- liðanna og atvinnuveganna um vinnuaflið' auðveldaði verkafólkinu að fá þessar kauphækkanir og auknu fríð- indi, sem fengust svo til bar- áttulaust. Atvinnurekendur féllust á þetta til þess að missa ekki verkamennina yfir í setuliðsvinnuna, þar sem enn meiri fríðindi voru jafnvel í boði og meira frjálsræði. Þessar kauphækkanir stríðs- áranna urðu þó ekki til þess að hama útflutningsfram- leiðslu landsmanna, því að Bretar, sem keyptu hana mest alla, hækkuðu verðið á sumum vörutegundum a. m. k., þegar tilkostnaðurinn jókst. En Bretar voru þá mjög einráðir um afurðaverðið. Aflabrögð voru þá mikil vegna sáralítillar þátttöku er- lendra skipa í veiðunum við fsland. Agætt verð var fyrir ísfisk, sem landsmenn sigldu með sjálfir. Þá voru ágæt síld- arsumur, sem gáfu góða af- komu, þó að verð'ið á.síldar- afurðunum héldist lágt öll stríðsárin. Það var mikil framleiðsla og mikil, vel borguð setuliðs- vinna, sem hafði það í för með sér, að erlent fé streymdi í hundruð'um miljóna inn í landið. Átti hið háa kaup- gjald sinn þát.t í því, og hafa hagfræðingar nýlega vakið á því athygli opinberlega. En eftir 1945, þegar Bret- ar hætta að kaupa meginhlut- ann af framleiðslu lands- manna og botninn dettur ur setuliðsvinnunni, gegnir hér öðru máli. 1940 tekst sæmi- lega til með afurðasöluna, en þá í árslok þótti ekki annað fært til þess að geta haldið úti vélbátaflotanum en hækka fiskverðið. En það varð ekki gert með öðru móti en því, að alþingi fyr- ir hönd ríkissjóðs lofaði að greiða mismuninn á fram- leiðslukosnaði og söluverði. Og síðan hefur aldrei komizt þar jafnvægi á þrátt fyrir gengislækkun. Og nú er mis- munurinn meiri en nokkru sinni áður. Framleiðslukostn- aðurinn er að sliga útgerðina. Það dugir ekki lengur neinn hókus, pókus til þess að jafna þau met. Þegar aðalatvinnu- vegur þjóðarinnar eins og sjávarútvegurinn á í hlut, sem hefur um 90% af útflutn- ingnum, eiga ekki við neinir styrkir. Það verður að vera jafnvægi á milli framleiðslu- kostnaðar og söluverðs. Styrk- irnir geta jafnvel liaft þ au á- hrif að draga úr vöruvöndun og svæfa kröfur uir/ nauðsyn- legt verð á erlendum markaði, þó að íslendingar geti oft litlu ráðið þar um. Þeir eru þó stór aðili, þegar um framboð á fiski er að ræða. Það er erfitt að leysa þessi mál, þegar í óefni er komið. Fullkomið frjálsræði er eina varanlega lausnin. Frjáls út- flutningur, frjáls innflutning- ur, frjáls gjaldeyrir. Á meðan þetta er ekki fyrir hendi, eiga framleiðendur engan annan kost en að beina kröfum sín- nm eins og aðrir til ríkis- stjórnar og alþingis, á meðari þeir aðilar telja sig rétt kjörna til að jafna metin á milli stétt- anna. Þegar allt væri orðið frjálst og' hver yrði að bjarga sér eins og bezt gengi, er afnám vísitölureikningsins réttmætt. Og vonandi er það skref, sem alþingi og ríkisstjórn hefur stigið í þeim málum, upphafið að fullu atvinnu- og verzlun- arfrelsi. Samtök launþega eru sterk, sterkari en samtök at- vinnurekenda yfirleitt, og er 1 aunþegasamtökunum fu 11 vel treystandi til þess að gæta hagsmuna launþeganna gagn- vart atvinnurekendum og því opinbera, þó að fullt frelsi ríkti í þeim málum. En ríkisvaldið getur greitt leiðina vfir til fulls atvinnu- og verzlunarfrelsis með fleiru en afnámi haftanna. Lækkun tolla, afnám söluskattsins, minnkun skrifstofubáknsins og aðrar raunhæfar aðgerðir gegn verðbólgunni myndu auðvelda mjög framkvæmd þessara mála og geta komið í veg fyrir árekstra milli verkafólksins og atvinnurek- enda, sem ella kynnu að leiða af stýfingu vísitölunnar. Fryst matvæli öruggust. Á hinum nýafstaðna árlega fundi meðlima næringar- og rannsóknardeildar heilbrigðis- stofnunarinnar í Bandaríkj- unum var skýrt frá því, að frosin matvæli væru ein af öruggustu fæðutegundum, sem nú væru boðnar almenn- ingi. Þetta er vissulega góð auglýsing fyrir frosimi fisk og ætti að gefa íslendingum bendingu um, að þeir væru á réttri leið', þar sem er upp- bygging frj'stiiðnaðarins í landinu. Kvikmynd um sjávarút- veg Bandaríkjanna. Næsta sumar er fyrirliugað að gera kvikmynd af sjávar- útvegi og fiskiðnaði Mas- sachusetts, sem er mesta fisk- veiða- og fiskiðnaðarríkið í Bandaríkjunum. I því ríki er hinn mikli fiskibær Boston. Kvikmyndin verður kostuð al' Massachusetts-ríkinu og fiskið'naðinum þar. Nafn myndarinnar verður „Sea- íoods frorn Massachusetts“. Myndin verður tekin á 16 mm lit- og tónfilmu, og er gert ráð fyrir, að sýning hennar standi yfir í 25 mínútur. Mörg ein- tök verða síðan gerð af film- unni. Verða þau tilbúin 1952 og þá látin ókeypis í té skól- um, iðnaðar- og félagssam- steypum og svo sjónvarpinu. Amerikanar liafa áður gert slíkar kvikmyndir og sýnt þær m. a. hér á landi á- hugamönnum um fiskveiðar og fiskiðnað. Norðmenn hafa einnig á prjónunum slíka myndatöku af fiskiðnaði sín- um, og hefur nýlega verið skýrt nokkuð frá því hér í blaðinu. En hvað gera Islendingar í þessum efnum? Þurfa þeir ekki á því að halda að aug- lýsa framleið'sluvöru sína. Hér er verkefni fyrir Fiski- málasjóð. ÍSFISKSÖLUR. Söludagur: Skipsunfn: Sölustaður: Lestir: Pund: M.v. kg.: 4. jau. Hvalfell, Rvik Grimsby 246 9741 1.80 4. — Maf, Hafnarfirði Fleetvood 84 4689 2.55 5. — Elliðaey, Vestm. Grimsby 202 9201 2.05 8. — Hallveig Fróðad., R. Grimsby 219 12160 2.50 8. — Júli, Hafnarfirði Grimsby 178 lllSl 2.85 8. — Kaldbakur, Akureyri Aberdeen 218 12710 2.65 9. — Röðull. Ilafnarfirði Grimsby 268 11614 1.95 9. — Bjarni riddari, Ilf. Grimsby 250 10645 1.90 10. — Keflvikingur, Keflav. Fleetwood 240 10528 2.00 10. — SuiTrrise, Hafnarfirði Grimsby 207 10248 2.25 11. — Skúli Magnússon, R. Vélbátar: Hull 216 11985 2.50 5. jan. fslendingur, Rvík Floetwood 94 4211 2.00 9. — Helgi Helgason, Ve. Fleetwood 50 2413 2.20 10. — Freydís, ísafirði Fleetwood 4S 2057 2.20

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.