Víðir


Víðir - 13.01.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 13.01.1951, Blaðsíða 3
Pólsk kol seld Svíum hækkuðu um 20% rétt fyrir áramótin. Vefstóla fyrir bómull hefur sænskt fyrirtæki ný- lega selt til Brásilíu fyrir um .‘ÍO milj. króna. Kanadadollarinn hefur ekki verið eins hátt ,skrifaður upp á síðkastið og áður, og er talið vafasamt, að tilraun ríkisstjórnarinnar til að gefa hann frjálsan, heppn- ist vel. Eftir að dollarinn var gefinn frjáls 1. október, bjuggust margir við, að hann myndi hækka til jafns við U. S. A.-dollar, þ. e. 2.80 gagn- vart pundi, og hann hækkaði nokkuð fyrst, en svo steig á hina hliðina. Fara í kringum skattinn. Áður en danska ríkisstjórn- in lagði 20% skatt á ferða- mannagjaldeyri, afgreiddi Verzlunarbankinn um 00 ferðamannaávísanir daglega. Síðan hefur þessi tala verið 8 daglega. Ferðamenn fara í kringum skattinn. Það er tal- ið, að vinir og kunningjar er- lendis hjálpi upp á sakirnar. Ecuador er eit.t af smæstu ríkjum Suður-Ameríku og liggur við mið'baug jarðar. íbúatalan er um 2l/> miljón. Aðalatvinnu- vegurinn er akuryrkja. Allur innflutningur til landsins er háður leyfisveitingum, og veitir Central-bankinn leyfin. Innflutningur er flolckaður í þrennt, A, B og C: nauðsynj- ar, nytsamur og ónauðsynleg- ur varningur. Gjaldeyrir til kaupa á A og B er seldur á 13.50 „sucres“ fyrir dollar, en fyrir innflutning, sem flokk- aður er undir C, er gengið breytilegt, frá 10.50—18.50 ,,sucres“ fyrir dollar, og aflar innflytjandinn sér þess gjald- eyris á frjálsum markaði. I þeim flokki er allur fiskur nema niðursoðinn, sem er í B-flokknum. Töluvert af fiski er þarna á boðstólum, og er luinn mest seldur í stykkjataíi. Þar sem ís er lítið notaður, er fiskur- inn mest seldur innan 12 stunda frá því að hann er veiddur. Fiskurinn er aðallega veidd- ur á línu, úr opnuin bátuin eða af flekum Verðið er breytilegt frá degi til dags og eftir árstíðum, ög er það' mest vregna skorts á frystihúsum. Verður allur fiskur að seljast eins fljótt og hægt er. Fisk- innflutningur er ekki mikill, en þangað ætti að vera liægt að selja eitthvað af þurrfiski og niðursoðnum fiski. Meðal helztu fiskinnflytjendanna eru U. S. A., Ivánada og Noregur. Tslenzkir kaupsýslumenn hafa lítil tækifæri til þess að bjóða útflutningsvörur lands- manna á hinum ýmsu mörk- uðum. Sölufyrirkomulagið á útflutningsframleiðslunni er þannig. Þegar of mikið er til af einhverri vöru í landinu er að vísu sú liætta fyrir hendi, að hver bjóði niður fyrir öðr- um, en þegar lítið er til að selja, eru líkur m^iri til þess að ná hærra verð'i með frjálsri sölu. Fiskneyzla nokkurra þjóða. Japan 58 kg. á íbúa Noregur 42 — - — Svíþjóð 20 — - — Danmörk 17 — - — Belgía 10 — - — Italía 6 — - — U. S. A. 5--------— Aukin úfgerð við Grænland. Tvö stór útgerðarfélög, Claus Sörensen frá Esbjerg og „íshafið“ frá Hundested, sem hófu fyrst Grænlands- veiðarnar og eru enn svo til einu útgerðarfélögin, sem leggja sig verulega eftir út- gerð þar, hafa haft ágætan á- góða af þessari útgerð' og hyggja nú á mikla aukningu hennar. Nú er „íshafið^ að leita fyrir sér með fólk fyrir næstu vertíð. Félagið byrjaði 1949 með tvo báta. Næsta sumar ætlar félagið sér að hafa 30 —40 báta, 30—80 lesta, og þar að auki 10—15 stærri skip, 30 lesta. Alls óskar félagið eftir 300 —400 mönnum til Græn- landsveiðanna. Af þeim þjóð- um, sem stunda veiðar við Grænland, eru Norðmenn þar lang fjölmennastir. Sjómennirnir munu leggja afla sinn í stórt skip, sem liggur í Færeyingahöín. Þar verður gert að lionum. I Fær- eyingahcifn geta bátarnir fengið ýmsar nauðsynjar, því þar verður frystiskip með beitusíld, skip með salti, og í vor lætur ielagið byggja hafn- arbakka og setja á fót verzl- un og bakarí. En Grænland verður áfram lokað land nema fyrir Dönum. Danska saltið ónothæfl. í leit sinni að' olíu, sem bor- að hefur verið eftir 1000 nretra niður í jörðína, hafa Danir fundið 400—600 miljarða smálesta saltnámur, en saltið er svo óhreint, að það svarar ekki kostnaði að vinna það. Hvað verður ofan á! Það, sem vekur nú mesta athygli hjá þeim, sem fást við sjávarutveg, er, hvernig vandamál útvegsins verði leyst. Enn er ekkert ofan á í þeim efnum. Það er talað um tvenn gengi, það er talað um að gefa allt sem frjálsast, og því hefur ríkisstjórnin ver- ið hlynnt, en sá böggull heíur fylgt skammrifi, að jafnframt liafa verið uppi ráðagerðir um að taka 250 miljón króna er- lent lán til þess að mæta eft- irspurninni fyrst eítir gjald- eyrinum. Eríendar lántökur sem eyðslueyrir eru alltaf hættulegar þjóðinni, með þeim er verið að leggja klifj- ar á þá, sem eiga að erfa land- ið. Utgerðarmenn eru einnig mótfallnir slíkri lántöku af þeirri ástæðu, að' þeir telja, að slíkt myndi koma í veg fyrir aukna eftirspum eftir gjaldeyrinum, þó að allt yrði gefið frjálst, og þannig ekk- ert lyfta undir með útgerðinni í núverandi erfiðleikum henn- ar. Þá er rætt um að fá frysti- húsin til þess að gefa hærra verð fyrir fiskinn, og að rík- issjóður bæti svo við. Alíir styrkir stuðla að ósjálfstæði og aukinni íhlutun þess opin- bera og eru hættulegir sjálf- stæði framleiðendanna og stuðla að efnahagslegu niður- drepi þeirra Landssamband íslenzkra útvegsmanna heldur nú áfram aðalfundi sínum, sem frestað var í haust. Gerði það í upp- hafi fundarins núna ályktun um starf Verðlagsráðs L. í. Ú. og Fiskimálanefndar i sam- bandi við útreikning á kostn- aðarliðum vélbátaútvegsins og mótmælir niðurstöðum Fiskábyrgðarnefndarinnar. Ármann, sandpumpuskip Oskars Hall- dórssonar, reyndi, eins og frá var skýrt áður, að dæla upp síld inni í Sundum, en það hittist þá svo á, að þá daga, sem þetta var reynt, var þar ekki vart við neina síld. Skip- ið dældi nokkrum sinnum, og virtist allt vera í lagi, kom smásíli, kúfiskur og krækling'- ur upp í dælunni. I vetur, þegar loðnan geng- ur, verður gerð tilraun með að dæla upp loðnu. Lóðrian er mjög spök, hreyfist varla, að því er séð verður, og berst eins og mest með straumnum. Sjómenn sökkva stundum fötu eða körfu í torfumar, án þess að hún stvggist nokkuð við það. Hæringur er nú hættur að bræða, og er nú verið að undirbúa að skila skipinu. Slippirnir eru yfirfullir af bátum, sem verið er að ditta áð fyrir vertíðina. Víða eru bátar tilbúnir til að fara niður, en þeim verður sririis stað'ar ekki sleppt, nema á- fallinn kostnaður verði fyrst greiddur, og aðrir komast ekki upp á meðan. Ég vil heldur eiga hluta- bréf í Unilever eða Iludson's Bay Company en ríkisskulda- bréf, hvaða lands sem væri. Og það er vegna þess, að Uni- lever-hlutabréfin eiga sitt undir sápu og smjörlíki og Hudson’s Bay-hlutabi’éfin undir skinnum, en ríkis- skuldabréfin eiga sitt undir pólitík. ★ „O, þessar Hollywood-meyj- ar“, stundi hann þreytulega, „þær eru ekki neinir reikn- ingsgarpar, en spyrjið þær, hvað mörg minkaskinn fari í eina loðkápu!“ ★ Barn nýja tímans. — „Get- ur þú ekki komizt af með gamla hjólið’ þitt?“ segir fað- irinn við 8 ára dóttur sína. „Eg hef í raun og veru ekki efni á að kaupa nýtt handa þér“. „Jæja“, segir Sigga, „ég hef þó aflað' mér upplýsinga um þig, og þær eru á þá leið', að þú rakir saman fé“. ★ Það er ekki allt svo auð- velt fyrir Ameríkaná. Flestir eiga þeir ldutabréf í olíufé- lagi, og allir eiga þeir bíl, svo að þeir geta ekki ráðið við sig, hvort þeir vilja heldur, að benzínverðið hækki eða lækki. ★ Frestur er aðeins tímaþjóf- ur. (Kínverskt orðtak). * í örvamtingu. Ég er ekki eins og allir aðrir, ég er alveg normal. og hraust. Hún þarf ekki að vera framúrskarandi fögur, en aðlaðandi þarf hún að vera. Ilún verður að eiga skap, en ekki of ábúðarmikið eð'a sérlundað. Ilún þarf að vera alveg hlutlaus. Hún þarf ekki að unna yður mjög heitt eða til- biðja yður ákaflega, en hún verður að aðstoða yður á full- komlega skynsaman hátt. Hún verður að' hafa sömu áhuga- mál og sama smekk og þér. Engin kona hefur rétt til að giftast manni, ef hún verður að brjóta í bág við eðli sitt, til þess að þóknast honum. Hún kynni að vilja reyna þetta, en yrði honum aldrei, þrátt fyrir ítrustu tilraun, það, sem hin konan yrði honum fyrirhafnarlaust. Skapgerðin vill ríkjum ráða hvarvetna og sýnir að' síðustu klærnar“. Ilún horfði niður í eldinn. „Þegar þér kvongizt, megið þér ekki eignast konu, sem smjaðrar of mikið fyrir yður. Það er aAíð vottur um ein- hver óheilindi. Ef einhver kona elskar yður eins og sjálfa sig, þá mun hún bæði skilja yður og finna að við yður eins og sjálfa sig. Tvær manneskjur, sem eiga að verða samferða allt lífið, verða að geta horfzt í augu og sagt hvor annarri sannleikann. Það hjálpar manni gegnum lífið. Þér mynduð finna margar slíkar konur í Ameríku“, mælti hún, „konur, sem myndu hjálpa yður að' komast áfram í lífinu, en ekki draga yður niður á við“. „Já, það er einmitt mín hugmynd. En hvernig get ég eignazt þessa hugsjónakonu?“ „Þér verðið að leita að henni. Farið að þessu sinni til Ameríku í stað þess að fara til Skotlands. Það' er fullkom- lega réttmætt. Karlmaðurinn hefur fyllsta rétt til að leita að því, sem hann þarfnast. Um kvenmanninn er aftur á moti oðru máli að, gegna. Þetta er mcgin- og’ reginmunur- inn milli manns og konu“. Ilún leit niður í eldsglóðina. „Þetta er sökum hins afstöðubundna kyneðlis hennar. Og þetta er hvorki gerræðislegt né samningsbundið atrið'i, frelcar en það er hennar kvöð að ala barn sitt, en ekki mannsins. Vitsmunalega getum við bæði verið' næsta lík. Ég geri ráð fyrir, að fimmtíu menn og' fimmtíu konur, sem ættu að leysa stærðfræðilegt viðfangsefni, myndu öll gera það á sömu lund. Því einangraðri og gáfaðri sem við erum, þeim mun líkari erum við. En þvi meir sem við nálgumst það persónulega og kynferðislega, því ólíkari verðum við. Ef ég ætti að sýna eðli karla og kvenna með mynd“, mælti hún ennfremur, „myndi ég taka tvær kringlóttar sldfur. Hægri hliðina á hvorri þeirra myndi ég svo mála ljósrauða. Þá myndi ég skyggja rauða litinn, þangað til hann yrði blár á bletti á vinstri jaðrinum á annarri skífunni, en grænn á hinni. Þessir blettir tákna kynferðið, og' þvi nær þeim sem þér komið, því ólíkari verður liturinn á skífunum. Jæja, ef þér snúið skífunum þannig, að rauðu hliðarnar snertist, virðast þær öldungis eins, en ef þér snúið þeirn þannig, að blái og græni bletturinn myndi snertipunktinn, virðast þær vera gjörsamlega ólíkar. Það er vegna þessa að ruddalegir, munaðarsjúkir karlmenn halda undantekningarlaust, að konur séu gerólíkar körium, einhver önnur dýrategund, en aftur á móti halda hámenntaðir, gáfaðir menn stundum, að við séum nákvæmlega eins. Af þessu skiljið' þér, að kjárni ástarinnar getur verið hinn sami í okkur báðum, en yfirbrágð tjánirigarinnar verður ætíð að vera ólíkt. 0& þetta er ekki sök karlmannsins, heldur sjálfrar náttúrunn- ar. Ef karlmaður elskar konu, hefur hann fullan rétt á því að reyna að fá hana til að elska sig' á móti, af því að hann getur gert það' opinberelega, beint og brotalaust, án þess að beygja sig’. Ilann þarf hvorki á neinum kænskubrögð- um eða krókaleiðum að halda. En þessu er ekki þannig far-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.