Víðir


Víðir - 13.01.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 13.01.1951, Blaðsíða 4
1 Þeir, sem viljct fylgjast vel með, lesa V í ÐI. “mzir V í ÐIR flytur efni, sem ekki er annars staðar. Tíðin var góð framan af vikunni, blíðvið'ri, þó að spáin væri stundum ljót. Um miðja vik- una gerði austanstrekking. Aflabrögð. Þrír bátar stunda nú línu- veið'ar fyrir fisksalana í Reykjavik, Hermóður, Svan- ur og Víðir. Sá fjórði, Græðir, byrjar innan skamms. Aflinn hefur verið 3—o1/? lest. Um Yr, hluti hans hefur verið ýsa, hitt þorskur. Fiskurinn er dökkur legufiskur óg sýnilega ekki göngufiskur. Fiskurinn er mjög stór, en þó ekki hor- aður og mjög lifrarmikill. Bát- arnir hafa allir verið í Norð- urbugtinni, en enginn reynt í Miðnessjónum. Einn dragnótabátur kom með afla sinn til Reykjavíkur í vikunni, 3% lest, sem hann hafði fengið yfir nóttina. Afl- inn var mest stútungur. Siglunesið hefur verið að veiðum í ís og sigldi núna í vikunni með eigin afla ein- göngu. Voru það 450 körfur af rauðspettu og um 300 körfur af öðrum fiski. Afla sinn fékk Siglunesið eingöngu í Norðurbugtinni. 4 bátar hafa verið að leggja sig eftir smásíld, Skógarfoss, Aðalbjörg, Gylfi og Dags- brún. Hafa þeir fengið 100— 200 tunnur, þegar þeir hafa hitt á síld. Allir bátar eru nú hættir á reknetaveiðum. Merkilegt má það heita, að eftir allan síld- araflann í haust, er nú kvið- ið, að beitusíld verði knöpp. Einar tvær, þrjár smærri ver- stöðvar hafa kvartað undan, að þær vanti beitusíld. Beitu- nefnd margaðvaraði þó menn u m að gefa sig fram, ef þeir óskuðu eftir, að hún greiddi fyrir þeim með beitu. Togararnir. Tíð hefur verið ágæt til veiða hjá togurunum, en afli hefur verið tregur. Þó hafa sumir togararnir, sem hafa verið á karfaveiðum, fengið mjög sæmilegan afla. Heldur lítið hefur borizt að af fiski í Bretlandi undanfarið og eft- VÍÐIR Ver(t á blaðinu er X króna. Gamalt og nýtt, f.vlgirit, kemur út mánaðarlega. Verð 2 krónur beftið. Utanáskrift: Vikublaðið Víðir, Bárugötu 2, Reykjavík. Sími 2685. k-----------—________________j irspurnin verið mikil og ágæt- ar sölur í janúar hjá helzt öll- um. Utlitið er heldur gott í Bretlandi með sölu á ísfiski. Á hin mikla atvinna, sem nxi er í Bretlandi, sjálfsagt nokk- urn þátt í hinni góðu eftir- spurn, sem nú er þar eftir fiski. A ísfiikveiðum: Af þeim eru í höfn: Hall- veig Fróðadóttir, Júlí, Elliði og Kaldbakur, sem fer senni- lega út í dag. A heimleið' eru: Röðull, Bjarni riddari, Surprise, Keflvíkingur, Svalbakur, Skúli Magnússon og Karls- efni. Þeir, sem eru á útleið og landa í næstu viku, eru: Jör- undur, Tngólfur Arnarson, Helgafell, Egill Skallagríms- son, Isborg og Jón Þorláksson. Á veiðum eru: Geir, Marz, Harðbakur, Fylkir, Bjarnar- ey, Jón forseti, Maí, Hvalfell og Elliðaey. A veiður fyrir frystikús: Akurey, Askur, Bjarni Olafs- son, Garðar Þorsteinsson, Goðanes, Neptúnus (í höfn), Uranus og Isólfur (í höfn?). A veiðum í salt er einn tog- ari, Egill rauði, og selur hann upp úr skipi í Aberdeen. Úr verstöövunum. 1 Vestmannaeyjum hefur enginn farið á sjó síðan á milli hátíða, og þá var ekkert. Stormur og ótíð hefur verið þar undanfarið. Þeir bátar, sem voru að veiða fyrir brezk- an markað, hafa ekki verið neitt að nema Helgi Helga- son. Þegar tíð lagast fara fjórir bátar út til að veiða fyrir brezkan markað, BjÖrg, Skaftfellingur, Suðurev og Vonin. Helgi Helgason er ný- kominn frá Bretlandi. Veiið er að búa bátana undir ver- tíð, annars er ekkert um að vera. Samningar eru ekki komnir á rnilli sjó- og útgerð- armanna. í Grindavík rær enginn. Útgerð'armenn sögðu þar upp samningum fyrir árarnót, og hefur ekki gengið saman enn. Vilja útgerðarmenn í Grinda- vík, að sömu kjör séu þar í gildi og í Kefíavík. Verið er nú að Ijúka við að þurrka saltfiskinn. Ný staurabryggja var gerð í sumar meðfram garðinum, og er nú verið að enda við að' negla á hana klæðninguna. Verður rúm fyr- ir 4 báta við bryggjuna. Enginn bátur rær nú frá Sandgerði. Víkingur, sem reri fyrir hátíðir, er nú hættur. Menn vinna að því að búa bátana á veiðar. I Keflavík er eklcert sér- stakt um að vera, engin fleyta fer þar á sjó. Engin smáufsaveiði hefur verið þar síðan um helgi. Verið er nú að ditta að bátunum og hreinsa frystihúsin fyrir vertíðina. Enn eru þar 5000—0000 tn. af saltsíld. Von er á Goða- fossi á næstunni til að taka lcarfaflök til Ameríku. Mikl- ar birgðir eru af fiskimjöli í verksmiðjunni. Fiskimjöl hef- ur nýlega fallið mikið í verði. Kann það að draga eitthvað enn frekar úr karfaveiðunum, annars hafa þær verið að ganga saman undanfarið. Togararnir halda áfram að koma með karfann til Akra- ness, koniu þrír í þessari viku, Urahus með 315 Jestir, Nep- túnus með 420 lestir, og fór af báðum í bræðslu, Bjarni Ólafsson með 300 lestir, og fór það allt í frystihúsin. Enginn bátur er farinn að róa frá Akranesi, og er beðið eftir, að kveðið verði upp úr með íiskverðið. Menn eru þar sem í öðrum verstöðvum að útbúa báta sína til veiða. Kaup- trygging háseta byrjar á Akranesi 12. janúar, hvort sem róðrar eru þá hafnir eða ekki. Ágætis fiskihrota kom á Vestfjörðum fyrir áramótin, en afli hefur nú minhkað þar aftur. Ótíð hefur verið fyrir norð- an. Sæmilegur afli hefur ver- ið á Sauðárkróki, þegar róið hefur verið, 4—5 lestir í róðri. Þar róa 5 þilfarsbátar. A Siglufirði hefur verið lítið um fisk. 4 vélbátar viðs vegar að af landinu eru nú á leið með eig- in afla til Bretlands. ViÖlegubátar, utan af landi, eru nú komn- ir í sumar verstöðvar, en þeir hafa ekki hafið róðra enn, vegna þess að útgerðax-menn bíða almennt eftir, hvað al- þingi og ríkisstjórn ætlar að gera í málum vélbátaxxt.vegs- ins. Útgerðarlán. Bankarnir eru ekki enn al- mennt farnir að veita útgerð- arlán. Nokkur lán voru veitt snemma í haust, en upp á síð- kastið hefur lítið sem ekkert verið um slíkar lánveitingar, og er ástæðan óvissan, sem ríkir um útgerð í vetur. Snyrpunót fyrir þorsk. Það hefur nokkrum sinnum verið vakin athygli hér í blað- inu á hinum miklu þorskveið- um Norðmanna í snyrpunót. Einhverjir útgerðannenn munu hafa verið að reyna að fá upplýsingar um þessar veiðar, en elcki er kunnugt um, að nokkur nót hafi ver- ið pöntuð. Annars ætti að mega gera slíka nót í neta- Kœs. • verkstæðunum hér. Yrði hún sennilega 300—350 faðma löng. Er sennilegt, að hún myndi ekki kosta meira en 30—40 þús. krónur. Þó að þessar tilraunir mistækjust hér, — sem væri þó lítil á- stæða til að ætla, því að fisk- ur er oft mjög þéttur, eink- urn við Sandana — þá ætti að mega nota nótina í drag- nótarstykki á eftir Fanney væri kjörin til þess að gera þessar tilraunir. Nýju togararnir. Nú er bxiið að selja 3 fyrstu nýju togarana, og keyptu þá útgerðarfélag bæjarins og ein- staklinga á Akureyri, senx á togarana Kaldbak og Sval- bak. Annan togarann keypti Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og þann þriðja Patreksfjarð- arbræður, Gylfi h.f. Þessi togarakaup og korna hinna nýju glæsilegu skipa jafnóðum og þau verða full- smíðuð er ánægjulegur vott- ur um gróanda í íslenzkri út- gerð. Koma þessara skipa er því riauðsynlegri senx fiski- skipastóllinn gekk saman á árinu, senx leið. Nú örlar ekki á nokkurri viðleitni í þá átt að bæta við vélbátaflotann, hvorki með nýbyggingum eð'a kaupum erlendis frá. Það er illt, að íslenzk vélbátaútgerð skuli ekki vera betur á vegi stödd en þetta. Þessir togarar eru ekki mik- ið frábrugðnir þeirn eldri. Stærðin er sú sama og á stærstxi nýsköpunartogu run- um. Einhverjir kunna þó að vera eitthvað stærri. Það sem er athyglisverðast af því, sem þau hafa fram yfir, er fiski- mjölsverksmiðjan. En það er líka veigamikið' atriði. Þessar f iskimj ölsverksmiðju r geta unnið úr 25 lestum af hráefni á sólarhring og skilað 5 lest- um af mjöli. Vei’ksmiðjunum er sérstaklega ætlað að hag- nýta úrganginn, — beinin og sjálfsagt slorið líka, þegar skipin eru á veiðum x salt. Það er um 25% af aflanum. En þessar verksmiðjur geta vei’ið enn mikilvægari, þegar togararnir eru á veiðum fyrir verksmiðjur og fiystihús — á karfa eins og það er kallað, — þó að mikið af aflanum sé oft annar fiskur. Þær geta þó sjálfsagt ekki brætt karfa, vegna þess hve feitur hann er. Mikilvægi beinaverksmiðj- anna kemur nú brátt í ljós, og er óþarfi að fjölyrða um þær frekar að sinni. Aðstaða þessara skipa verð- ur hin ákjósanlegasta til þess að afla og liagnýta aflann, en það þarf líka mikið til, vext- irnir og afborganii’nar eru há- ar vegna hins mikla stofn- kostnaðar. Þó væru skipin mun dýrari, ef kaupa ætti þau nú. Vextir, afborganir og hæfilegar fyrningar eru sjálf- sagt ekki mikið undir 2 milj. króna á ári. Það er þó bót í máli, að ekki verður annað sagt en að heldur bjart sé franx undan nxeð togaraxít- gerð, og vonandi lánast þetta og skipin færa eigendum og skipshöfn góðai’ tekjur. A. m. k. hefur þjóðarbúið ómetan- legt gagn af komu skipanna. Frystir í togara. En þegar verið er að' ræðxi um æ nýrri og- fullkomnari togara og betri hagnýtingu aflans, er ekki úr vegi að vekja athygli á, hvort næsta skref- ið lxjá íslendingum við bygg- ingu togara, eigi ekki að vera það að setja frystir í þá, svo að hægt væri að frysta um borð fisktegundir, senx eru verðlitlar í salt, en verðmikl- ar fi’osnar, eins og lúð'a og annar flatfiskur, karfi, stein- bítur o. s. frv., sem alltaf slæð- ist eitthvað með, þegar skipin eru á veiðum í salt. Nú eru sjálfsagt í öllunx þessum nýju togurum frystivélar, því að þær eru í sunxum nýsköpuix- artogurunum, og' vantar þá aðeins hex’zlumuixinn, að skip- in séu jafnframt orðin frysti- skip. Engíendingar eiga slík hraðfrystiskip, t. d. togarann Priixce Charles, og Ameríkan- ar eiga þau Ixka, og hefur ver- ið skýrt frá þeixxx í blaðinu áður. í fyrra konx togarinn Prince Charles, senx er einn af nýj- ustu togurunx Breta, t. d. ein- hverju sinni xir Hvítahafinu nxeð 225 lestir af fiski, senx seldist á rúm £ 10.000. Þetta var ekki tiltakanlega mikill afli, en verðið er gott, unx ú> miljón íslenzkra króna. Af afl- anrim voru 5 lestir hraðfryst fiskflök. Hraðfrystirinn í Prince Charles er undir aðalþilfarinu fyrir fraixxan fiskilestirnar, exx flökunin fer fram á þilfarinu. Kæligeymslurnar rúnxa ekki nema 10 lestir af flökum. Er skipstjói-inn var spurð- ur um frystingu á sjó, sagði hann, að fi-ysting tæki að vísu nokkurn tínxa, en liana nxætti þó sennilega framkvænxa þar í stói-um stíl. Hvernig er það' annars íueð byggingu tveggja þilfarstog- ara í tili’aunaskyni. Það mál er hið mei’kasta og vert að sýna því hina fyllstu athygli. Ættu sjó- og útgex’ðarmenn að ýta á eftir framkvæmduxxx í þeim efnum. Z ........ Ræðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa s'ámu áhugœmál og blaðtð ræðir.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.