Víðir


Víðir - 20.01.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 20.01.1951, Blaðsíða 2
VÍÐIR 18 Fylgirit: GAMALT OG NÝTT Ititstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 2685 Víkingsprent ■Smwuwwvwvwwwuvlwí I deiglunni. Svo að'segja hvaðanæfa ut- an úr heimi berast fregnir um blómlegt atvinnulíf, mikla verzlun og atvinnu. í Svíþjóð <eru 200.000 erlendir verka- imenn, í Bretlandi er talað' um að ílytja inn erlenda námu- vejkamenn og þar hafa skipa- ■smíðastöðvarnar nú fram tundan tveggja ára verkefni. í Ameríku leggja verkamenn svo að segja nót.t með degi. Vígbúnaðurinn á mikinn þátt i þessu, en atvinnulíf þessara þjóða hefur staðið með blóma, síðan stríðinu lauk og farið batnandi, þó að sá vígbúnað'- Mr, sem hófst á s.l. ári, væri ekki kominn til. Hjá Islendingum er allt öðru máli að gegna. Lamaðir atvinnuvegir, versnandi fjár- hagsafkoma, vöruskortur og aitvinnuleysi. Og það sem al- varlegast er, að margir ungir menn eni að missa trúna á landið. Það má vera þeim mönn- «m alvarlegt íhugunarefni, sem hafa iánað og gefið ís- lendingum fé, að sjá, hversu þeir hafa verið vanmáttugir að koma á hjá sér heilbrigð- um þjóðarbúskap. Ekki geta þó íslendingar borið því við, að þeir hafi ekki getað losn- að við framleiðsluvörur sínar, -allt hefur selzt. I‘að, sem skeð hefur og valdið hefur hnignandi at- vinnulífi er, að jafnfranit því sem aðrar þjóð'ir Vestur- Evrópu hafa verið að geía þegnum sínum meira athafna- frelsi, hefur verið hert á höft- 'imum á íslandi og það opin- bera orðið æ afskiptasamara af öllum störfum einstakling- anna. Og nú er þjóðin að ■súpa seyðið af þessari ófrels- Isstefnu, sem komið hefur í veg fyrir heilbrigt atvinnulíf. Það má vel vera, að hinn mikli vígbúnaður og hráefna- skortur þjóðanna ógni því frjálsræði, sem hefur verið að ryðja sér til rúms meðal ■þeirra, en vonandi verður það þó eklci. íslenzka þjóðin hefur tekið fagnandi hendi voninni um ■aukið frjálsræði í atvinnulífi <ög verzlun. Hvaðanæfa að af landinu berast áskoranir til þings og stjórnar um afnám haftanna. Og stjórnmála- snennirnir eru veð’urglöggir, un cvj tjátmát. Minni útlán. Til þess að draga úr útlán- um minni bankanna í Banda- ríkjunum hefur ameríska bankaráðið, Federal Reserve Board, gefið bönkunum fyrir- mæli um að auka varasjóði sína um 2 miljarða dollara. I Noregi hefur einnig átt sér stað takmörkun á útlánum bankanna, og svo er um fleiri lönd. Hér á landi hefur verið dregið mjög úr útlánsstarf- semi hjá bönkunum, og er nú undantekning að sjá í veð- þegar um pólitísk veðrabrigði er að ræða, og þeir hafa aldrei verið nær því en nú að afnema höftin, þó að gjaldeyrisá- standið hafi kannske aldrei verið verra. En kannske líka einmitt vegna þess, að þeim er orðið Ijóst, að höftin hafa gengið sér til húðar og þessum málum verður ekki bjargað við með öðru móti en auknu frjálsræði, og þaðan sé eina batans að vænta, sem lík- legur er til að verða varan- legur. Næstu dagar skera úr um, hvað ofan á verður í þessum málum, en miklar mættu þær þrengingar verða fyrst í stað, sem leiddu af a.fnámi haft- anna, til þess að þjóðarleið- togunum yrði vanþakkað að hafa afnumið þau, svo lang- þreyttur er almenningur orð- inn á höftunum. málabókunum, að veð sé þinglesið einhverjum bank- anna þriggja, og ef það er, er það oft vegna tilfærslu á lán- um frekar en nýrra lánveit- inga. í lánum til útgerðarinnar gegnir nú einnig nokkru öðru máli en áður. T. d. er bönk- unum nú mjög óljúft að bæta við sig nýjum viðskiptamönn- um í útgerð, jafnvel þó að það séu sæmilega stæðir menn. Á þessu eru þó sjálf- sagt nokkrar undantekningar. Stefnan virðist vera sú að reyna að hjálpa þeim, sem fyrir eni og hafa ekki fyrir- gert alveg trausti sinu hjá bönkunum, en bæta ekki við nýjum mönnum nema undir sérstökum kringumstæðum. Frílistinn og bankaviöskiptin. Nokkuð sama máli virðist gegna í afstöðu bankanna til viðskiptavina sinna í inn- flutningsverzluninni. Síðan frílistinn kom til sögunnar og ekki hefur verið hægt að full- nægja allri eftirspurn eftir gjaldeyri fyrir frilistavörur, hefur í bönkunum verið gerð- ur greinarmunur á því, hvort viðkojnandi hefur verið við- skiptavinur þar áður eða ekki. Saensk-þýzkur verzlunarsamningur fyrir árið 1951 hefur nýlega gengið í gildi. Flytja Svíar til Þýzkalands matvæli fyrir sem svarar 1000 miljónum ísl. króna, einkum smjör, egg, svínafeiti og hveiti. Kolaskorturinn í Evrópu. Það er skortur á skipum til að fiytja kol frá Ameríku til að bjarga Evrópu úr hinni yf- irvofandi hættu af völdum kolaskortsins í vetur. Evrópu vantar 15—20 miljónir lesta af kolum í ár. Bretar áforma að draga úr járnbrautaferðum lijá sér vegna kolaskortsins. M,argar verksmiðjur standa nú and- spænis því að verða að stöðva af kolaskorti. í Þýzkalandi er líka mikill kolaskortur. Samt hefur ver- ið flutt nokkuð út af kolum, og áforma Þjóðverjar að draga úr notkun á rafmagni og gasi af þessum sökum. Þar hefur verið dregið úr járn- braut.aferðum. Útílutningur Þýzkalands vestur á bóginn sló á síð- asta ársfjórðungnum öll fyrri met. Narn hann 68 miljónum dollara eða 65% meira en meðaltal fyrstu 3ja ársfjórð- unganna. ITflutningurinn til U. S. A. jókst um 99% og nam 28 milj. dollara, og var hann einkum málmar. Byggja Danir fyrir Rússa? Formaðurinn fyrir félagi danskra skipasmiða hefur skýrt dönsku blaði frá því, að nú standi yfir samningar við Sovétríkin um byggingu 8 250 lesta togara, sem ætlað er að veiði í Norður-íshafinu. Eiga þeir að kosta 1,3 milj. danskar kr., um 3 milj. ísl. kr. I samningnum er það til- skilið af Dana hálfu, að það takist að útvega nægilega mikið af eik, en á hénni er mikill skortur eins og er. Þýzka framleiðslan. Framleiðsla Vestur-Þýzka- lands á stáli var 12,1 milj. lestir árið 1950 á móti 9.2 lest- um 1949 og á járni 9,5 á móti 7,1 milj. Jestum árið 1949. Járnframleiðslan minnkaði þó í desmeber mn 100.000 lestir miðað við mánuðinn áður, og stálframleiðslan í Ruhr minnkaði þá um 150.000 lest- ir, einnig miðað við nóvcm- ber. Átti þessi samdráttur mest rót sína að rekja til koksskorts. Mikil seðlavelta er nú í Svíþjóð, og neýdd- ist ríkisbankinn til þcss að gefa út um áramótin 10 milj. kr. meiri seðla en það hámark, sem hann hefur heimild til, en það er 3.500 milj. króna. Mikil sala var á hlutabréfum á kaúp- höllinni í New York s.I. ár, þar sem 525 miljónir hluta- bréfa voru sekl, en það var næstum því helmingi meira en árið 1949. Þetta var meiri sala en nokkru sinni siðan 1933, en þá náði hún því hæsta, sem hún hefur náð og nam 655 milj. hlutabréfa. Olive Schreiner: Eiginkona Buddha-kKerksins. Smásaga. Framhald. ið með konuna. Hún getur ekki endurgolclið neina aðra ást en þá, sem er lögð opinskátt og einfaldlega að fótum hennar. Náttúran býður henni, að hún eigi aldrei að láta í Ijós tilfinningar sínar. Sú kona, sem hefur sagt karlmanni frá því, að hún elski hann, hefur í eitt skipti fyrir öll byggt milli sín og hans varnarmúr og víggirðingu, sem aldrei að eilífu verður yfir komizt. Og ef hún lævíslega gæti hænt hann að sér með því að nota auvirðileg, kvenleg slóttug- heit, svo sem látbragð, fegrun, dottinn vasaklút, óvænta heimsókn og hina blíðlegu fullyrðingu, að henni hefði ekki komið til hugar, að hún fengi að sjá hann, þótt hún hefði ferðazt langa leið til að finna hann, myndi hún samt verða bölvuð og dæmd. Hún kvnni að halda ást hans, en hún myndi hafa vanhelgað hana með sviksemi sinni, og hún hefði ekkert verð'mæti. Þess vegna yrði konan ætíð að ganga með krosslagða handleggi. Einungis sú ást, sem leggur sjálfa sig að fótum hennar og grátbænir hana að miskunna sig yfir sig, er SÚ ást, sem konan getur tekið á móti með fullum rétti. Þetta er hinn sanni mismunur á karlmanni og kven- manni. Þér megið leita eftir ástum, af því að þér getið gert það opinberlega, en við megum það ekki, af því að við verð- um að gera það með slægð. ICona ætti alltaf að ganga með krosslagða handleggi. Vitaskukl er vinátta alls ólík. Þar stendur konan jafnfætis m%nninum. Hún getur boðið mann- inum að koma og heimsækja sig, eins og ég bauð yður að gera. Það er fegurð hins vitsmunalega lífs konunnar, að hún fær ögn losað á sér hlekkina. Og þess vegna hryllir hana svo við kynjuninni. Ef hún væri ef til vill að deyja eða aðhafast eitthvað, sem væri henni sama og dauðinn, gæti verið, að hún .... Dauðinn er svo ólíkt mikilvægari fyrir konuna en karlmanninn. Ef hún vissi, að hún væri að deyja, að horfa þá yfir heiminn og finna þá, að kynfjötr- arnir, sem hafa marið hana og mulið allt hennar líf, eru nú horfnir, ekkert eftir nema hið mannlega, engin kona framar til, aðeins haslaður völlur á algerum jafnréttisgrund- velli til að mæta hverju, sem vera skal. Það er engin ástæð’a til annars en að þér farið til Ameríku og svipizt þar um eftir konuefni, frjálsmannlega og af ásettu ráði. Þéf þurfið engu að Ijúga. Leitið þangað til að þér finnið konu, sém þér elskið algerlega. Það eitt er ástinni samboðið að h’afa engan minnsta efa. Og biðjið hana svo að giftast yður. Þér verðið að eiga böm. Líf gamals, barnlauss manns er mjög dapur- legt. „Já, mér væri það mikil gleði að eiga börn. Nú er ég oft farinn að finna þörf á að spyrja, til hvers er þetta alJt, öll þessi vinna, allur þessi þrældómur og barátta og enginn til að talca við. Allt unnið fyrir gýg. Setjum svo, að mér lán- aðist .. . ? „Já, gerum ráð fyrir, að þér fáið nafnbótina?“ „Já, en hvers virði er mér það allt, ef enginn er til að taka við því eftir minn dag? Það finnst mér. En það' er annars mjög undarlegt að sitja hér og vera að tala um svona hluti við yður. En þér eruð svo gerólík öllum ('iðrum konum. Ef allar konur væru eins og þér, þá mundu allar yðar fræðilegu kenningar um jafnræði karla og kvenna njóta sín í lífinu. Þér eruð eini kvenmaðurinn, sem ég í sannleika sagt lief aldrei getað orðið var, að væri kona. „Já“, svaraði hún. Hún stóð og hélt áfram að stara inn í eldinn. „Hve lengi ætlið' þér að dvelja í Indlandi?“ „Ó,'ég kem ekki aftur“. „Komið ekki aftur. Það er ómögulegt. Þér sundurkremj- ið hjörtu helming alls fólks hér, ef þér komið ekki aftur- Ég hef aldrei þekkt konu, sem hefur átt annan eins undra-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.