Víðir


Víðir - 20.01.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 20.01.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 DýrtíSin vex í Svíþjóð. Vísitala framfærslukostnað- ar var 168 stig fyrir áramótin, en hækkar núna fyrri liluta þessa árs um 13 stig í 181 stig eða um 8%. Eitíhvert stærsta fiskiskip veraldarinnar er nú verið að byggja í skipasmíðastöð- inni í Fridrikshavn í Dan- mörku. Það er dieseltogari, og er nýbúið að hleypa hon- um af stokkunum. Eigend- urnir eru Josep Huret & Cie., Bordeaux, Frakklandi. Tog- arinn er 265 fet. á lengd eða um 90 fetum lengri en ný- sköpunartógararnir íslenzku. Verður hann með 1700 hest- af'la dieselvéí og rafmagns- togvdndu, og vegur hún um 25 lestir. Skipshöfnin verður 60 manns. Byggingu skipsins er komið langt, og var það skírt „Jutland“. Metíramleiðsla hjá Thriege. Hin þekkta danska raf- magnsvélaverksmiðj a Thom- as B. Thriege setti nýtt, fram- leiðslumet árið 1950. í þjón- ustu fyrirtækisins eru nú 2450 menn á móti 2165 árið 1949 og 1750 árið 1939. Thriege framleiddu á árinu sem leið 86.000 vélar. I nýársræðu sinni til verka- manna og verkstjóra fórust Hartz framkvæmdastjóra m. a. orð á þessa leið: Vegna þjóðarheildarinnar, fram- leiðslunnar, verkamannanna og fyrirtækisins sjálfs virðist mér, að þáð væri mjög hag- stætt, ef við gætum, eins og nú er ástatt, eins og hin miklu iðnaðariönd víðs vegar um heim, fengið fullan skilning á rekstrarfyrirkomulagi, sem gerði það fært að láta verka- menn fá tekjur fyrir þau störf, sem þeir leystu af hendi fram yfir það vanalega. Slíkt fyrirkomulag myndi ef til vill af beggja hálfu krefjast, end- urskoðunar á gömlum venj- um, en ætli rétti tíminn til slíks væri ekki einmitt nú? Meðaltekjur yerkamanna myndu við þetta aukast og fyrirtækið fá betri not af iðn- aðarmætti sínum. Samningum Breta og Dana er nýlokið. Fengu þeir í þessum samningum aðeins 5V2% hækkun frá því verði, sem áður var í gildi. Það var ekki haggað við fyrri ákvæð- um um, að Bretar fá 90%’ af svínakjötsútflutningi Dana. Samningurinn er í gilid til 1. okt. n.k. Dönsk sögu- ritun gagnrýnd. T danska blaðinu National Tidende 6. janúar skirfar rit- höfundurinn Niels Jörgensen um nýútkomna Danmerkur- sögu, er nær til ársloka 1945, eftir Vilhelm la Cour. Höfundurinn Vilhelm la Cour heldur því fram, að danska uppreisnarhreyfingin (Modstansbevægelsen), sem myndaðist síðustu ár ófriðar- ins og mvrti rúmlega hálft fjórða hundrað manns, flest Dani, er álitið var að ynnu á vegum Þjóðverja gegn hags- munum dönsku þjóðarinnar, hafi ekki farið út fyrir þau takmörk, er félagslög þeirra ákváðu. Niels Jörgensen bendir á, að þetta sé röng og hlutdræg söguritun og skrifar, að nú þegar hafi opinber rannsókn sýnt, að 25 af þessum morð- um hafi verið framin á sak- lausum mönnum. Influenzan. 1 Belgíu lágu samtímis 2 miljónir manna í rúminu af völdum inflúenzunnar. I Bruxelles var ástandið þó verst, þar sem þriðji hver maður lá. Það eru aðallega fullorðnir, sem verða fyrir barðinu á inflúenzunni, skól- ar halda t. d. áfram, og þar er furðu vel mætt. í bæ í Bretlandi, sem hefur tæplega' helming íbúa á við Reykjavík, eða 23.000, voru rúmliggjandi 10.000. I bæn- um eru 10 læknar og af þeim lágu 6 í inflúenzunni. Veiðar Rússa með rafmagni. Frakkar skýrðu nýlega frá tilraunum Rússa til fiskveiða með rafmagni. Rússar hafa reynt tvær veiðiaðferðir. Fyrri aðferðin er notuð við veiðar á stórum fiski, túnfiski, hval og hákarli, og eru þeir veiddir einn og einn með rafmagns- liöggi og síðan teknir lifandi. Hin aðferðin er notuð við trollveiðar og er fólgin í því, að aðdráttarafl rafstraumsins dregur fiskinn að opinu á vörpunni. Þetta auðveldar veiðar á stórum fiski og kem- ur í veg fyrir, að þeir sleppi. Þessi tækni hefur þann kost, að hægt er að draga veiðar- færið uppi í miðjum sjó í stað þess að vera. að draga það með botninum. Síldveiðar Norðmanna byrjuðu síðasta laugardag- inn á gamla árinu, 28. des. 1950 hófust veiðarnar 21. jan. og 1949 13. janúar. Ekki stríð 1951. Við vígbúnaðinn í Banda- ríkjunum gerir stjórnin ekki ráð fyrir, að meiriháttar stríð brjótist lit í Evrópu árið 1951, segir stjórnmálaritstjóri „New York Times“, James Reston. Það eru, skrifar Reston, nokkrir meiriháttar menn, sem álíta, að Sovétríkin muni láta til skarar skríða í Vest- ur-Evrópu i ár. Þeir álíta, að núverandi hraða í iðnaði og vígbúnaði ætti að fjórfalda. Margir telja líkumar til, að heimsstyrjöld brjótist út eða friður haldist, álíka miklar. Svíar borða nú 17% meira en í stríðslokin. Einkum hefur neyzla ávaxta og syk- urs aukizt í Svíþjóð, en aftur á móti hefur neyzla brauðs, kartaflna og fisks minnkað. mátt til að ánetja hjörtu karimanna eins og þér, þrátt fyrir þessa heimspeki yðar. Eg skil ekki í því“, mælti hann og brosti, „að ég skyldi eldci falla sjálfur í þá snöru. Mér fannst ég vera að' því kominn að gera það fyrir þrem ár- um. Og ég hefði gert það, ef þér hefðuð ekki alltaf ráðizt svo stöðugt og stjórnlaust á mig í hverju smáatriði og við hvert einstakt tækifæri. Karlmaður kann illa við að vera kvalinn. Og stöðugir snoppungar kæla hann. En þetta virð- ist ekki hafa haft sömu áhrif á aðra karlmenn......Það var þessi náungi þarna uppi í sveitinni, þegar ég var þar árið sem leið. Hann var hreint og beint hlægilegur. Þér munið, hvað hann hét . . . .“ — hann hreyfði fingurna til að reyna að muna það — „svolamenni, gult efrivararskegg, ofursti, nú farinn til austurstrandar Afríku. Frúrnar grófu það upp, að hann bæri ávallt á sér í vasanum mynd af yður ©g hefði það fyrir sið að taka úrklippur af því, sem þér létuð prenta og sýna fólki þær í laumi. Hann var að því kominn að heyja einvígi við einhvern mann kveld eitt að afloknum kveldverði, af því að þessi maður minntist eitt- hvað á yður. Hann virtist álíta, að' einhvert ósamræmi væri milli na.fns' yðar og--------“ ,Mér fellur ekki vel í geð að tala um karimann, sem hefur elskað mig“, mælti hún. „Hversu vesælt og takmarkað, sem eðlisfar hans hefur verið, hefur hann þó gefið mér hið bezta, sem hann átti. Það er ekkert hlægilegt í ástinni. Ég held, að konan ætti að finna til þess, að öll sú ást, sem karlmenn hafa gefið henni — og hún hefur ekki getað endurgoldið — sé eins konar kóróna, sem er lyft yfir hana og hún er stöðugt að reyna að vaxa upp í 0g verða nógu hávaxin til að bera hana. Eg get ekki til þess hugsað að allri þeirri ást, sem komið liefur í minn hlut, hafi verið sóað í eitthvað einskis vert og óverðugt. Ivnrimenn hafa hegðað sér mjög fagurlega gagnvart mér og sýnt mér stórmikixm heiður. Ég er þeim þakklát fyrir það. Ef karlmaður segir konu, áð hann elski hana“, mælti hún og horfði inn í eld- inn, „með alsbert brjóstið frammi fyrir henni, við því bú- inn, að hún ljósti hann, ef henni svo þóknast, er það minnsta, sem hún getur gert, að rétta út hendina, leggja hana á brjóst karlmannsins og hylja það fyrir áleitnum augum annarra rnanna. Ef ég væri hind“, mælti hún, „og hjörtur fengi sár af því að fylgja mér, þótt ég gæti ekki átt hann fyrir félaga, þá myndi ég nema staðar og krafsa sandinn með fætinum yfir staðinn, þar sem blóð' hans hafði runnið niður. Hinn hluti hjarðarinnar skyldi aldrei fá að vita, að hann hefði verið særður í fylgd með mér. Ég skyldi breiða yfir blóðið, ef ég væri hindin“, sagði hún — og setti síðan hljóða. Skyndilega settist hún í stólinn, rétti fram hendurnar og mælti: „Ennþá eitt. Þér vitið, að ég hef ekki hinn venju- lega skilning á ástinni. Ég held, að sá, sem er elskaður, tali við ástvin sinn um blessunina 0g hagnaðinn af ástinni. Það er svo stórkostlegt og dásamlega fagurt að vera elsk- aður. Ég held, að maðurinn ætti að vera þakklátur við konuna og konan við manninn, sem þau ha.fa verið svo gæfusöm að geta elskað, hvort heldur þau hafa fengið ást sína endurgoldna, eða atvikin hafa skilið þau að“. Hún strauk hendinni mjúklega um hné sér. „Ilvað er ég að hugsa — ég verð að fara að’ koma mér af stað“. Hann tók upp úrið. „Það er svo heillandi að sitja hér og spjálla, að ég gæti tafið hér í alla nótt. En ég á enn ólolcið tveim heimsóknum". Hann reis á fætur. Hún stóð einnig upp, staðnæmdist frammi fyrir honum og horfði á hann eitt augnablik. „En hvað' þér lítið vel út. Ég held, að þér hafið fundið leyndardóm eilífrar æsku. Þér eruð ekki einum degi elli- legri, en þegar ég sá yður fyrst, fyrir réttum fjórum árum. Þér lítið álltaf út eins og þér séuð logandi bál og’ séuð að brenna upp, en það verður aldrei, eins og þér vitið“. Hann leit niður eftir henni með skemmtilegum gleðisvip, eins og menn horfa á gullfagurt barn eða tilkomumikinn Nýfundnalands hund. Árbók Landsbanka islands fyrir árið 1949 er íyrir nokkru komin út. Auk reikn- inga bankans hefur hún að geyma geysimikinn fróðleik um verzlun og atvinnulíf í landinu. Er árbókin kærkoin- in öllum, sem láta sig þessi mál skipta. Bókin er um 200 bls., prent- uð á góðan pappír, í sterkri og smekldegri kápu. Docent Karl-Erik Zimsen: „Kanske ett krig till, men sedan inte fler. Ég held, ab þróunin á sviði atómrann- sóknanna leiði til þess, að ajl- ar styrjaldir verði innan skamms óhugsanlegar“. ★ % hlutar af íbúðum í Dan- mörku eru hitaðar upp með kolaofnum. ★ Það var gizkað á, að auð- æfi bílakóngsins Fords næmu 250—500 miljónum dollara, þegar hann lézt. Nú hefur skiptarétturinn í Detroit gert upp búið, og hljóp það á 80 miljónir dollara (1300 miljón- ir króna). Erfðaskatturinn og skattar hirtu 30 miljónir doll- ara, og 38 miljónir fóru til Fordsjóðsins, sem var stofn- aður 1936 í góðgerðar og upp- eldislegu augnamiði. Eftir- stöðvunum var skipt á milli fjögurra barna Fords, og fékk hvert í sinn hlut rúmar 3 miljónir dollara, tæpar 50 miljónir króna. * Nýlega voru foreldrar 6 og 0V2 árs gamalla bama dæmd- ir til þess að greiða tjón, sem hlauzt af gálauslegri meðferð þeirra á eldspýtum, sem or- sakaði, að hús brann til kaldra kola. Kröfu foreldranna um sýknun, vegna þess að' börnin hefðu verið svo ung, að 'þau hefðu ekki verið sér þess með- vitandi, að um hættu væri að ræða, var vísað frá. ★ Nýlega var rænt peninga- skáp í dönsku pósthúsi, og voru í honum frímerki fyrir 50.000 krónur. Þjófurinn skildi hins vegar eftir skáp- inn, sem peningarnir voru geymdir í. ★ Bifreiðadekk án slöngu geta orðið almeiuy áður en varir. Rœðið við kunningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugmnál og blaðið ræðir.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.