Víðir


Víðir - 20.01.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 20.01.1951, Blaðsíða 4
Þeir, sem vilja íylgjast vel meS, lesa V í Ð I. V í Ð IR ílytur efni, sem ekki er annars staSar. Gæítir. Tíðin hefur verið góð þessa viku, einn daginn gerði nokk- urn storm og varð veðurliæð- in 14 vindstig í Vestmanna- eyjum, en 6 vindstig voru í Flóanum, og voru Reykjavík- urbátamir, sem veiða fyrir fisksalana, á sjó og hafa ver- ið það á hverjum degi, sem af er vikunni. Afiabrögð hafa verið sæmileg, frá 4 og upp í 9 lestir, meðalafli hefur verið um lest. Aflinn er næstum eingöngu þorskur, ýsa sést varla í aflanum. Róið er með 28 stampa. Þessir bátar róa nú með línu frá Reykjavík: Steinunn gamla, Hermóður, Víðir, Græðir og Svanur. Rifsnesið er að fara á línu- veiðar og ætlar að sigla með aflann. Engin smásíld hefur veiðzt undanfarið. Togararnir. Tíðarfarið hefur verið slæmt hjá togurúnum, sem hafa verið að veiðum fyrir vestan. Afli var ágætur hjá togur- unum um síðustu helgi, sunnudag og mánudag og fram á þriðjudag. T. d. fékk togarinn Akurey 90 lestir á þessmn tíma og fór með afi- ann inn á Flateyri til flökun- ar og vinnslu í fiskimjölsverk- smiðju. Efst er nú í öllum veiðar í ís, enda hefur verið ágætur markaður undanfarið, þó hef- ur engin sala jafnazt á við sölu Siglunessins, sem seldi fyrir rúm 9 sterlingspund kíttið. Um % hlutar af farm- inum var flatfiskur. Það þyk- ir ágæt sala, þegar hún nær 3 pundum kíttið. Sölur um miðja vikuna voru þó ekki alveg eins góðar, og salan hjá Helgafellinu fór hálfpartinn út um þúfur. Það er viðbúið, að úr því þessi tími er kominn, fari gloppur að verða í sölunum, enn er þó oft mjög fiskilítið' í Bretlandi. Einn daginn slógust t. d. svo að segja tveir bæir um að fá aflann af einum togaranum, Isborginni, til sín, það voru bæirnir Grimsby og Hull. Sex togarar eru á veið- um fyrir frystihúsin og fiski- mjölsverksmiðiumar: Akurey, Askur, Bjarni Ólafsson, Garð- ar Þorsteinsson. Goðanes og Úranus. Tveir eru á saltfisk- veiðum, ísólfur og Egill rauði, sem er búinn að fara með einn farm til Aberdeen, um 200 lestir, sem var seldur upp úr skipi fyrir fast verð, um £ 60 þorskurinn og £ 40 ufsinn, lestin. Enginn tollur er á saltfiskinum eins og er á ísfiski. Óvíst er, hvort Egill rauði heldur áfram þessum veiðum. 27 togarar eru á veiðum í ís. Af þeim eru á veið-um þess- ir togarar: Bjarnarey, Jón forseti, Maí, Hvalfell, Elliðaey, Nep- túnus, Kaldbakur, Hallveig Fróðadóttir, Júlí, Bjarni ridd- ari, Surprise, Keflvíkingur, Röðull, Svalbakur, Elliði, Skúli Magnússon og Karls- efni. A útleið og þeir, sem selja í næstu viku: Jón Þorláksson, Geir, Marz, Harðbakur og Fylkir. A heimleið: Helgafell og Egill Skalla- grímsson. 7 höfn: Jörundur, Ingólfur Arnar- son og Isborg. V estmannaeyj ar. Þar eru 5 togbátar að veið- um, en afli hefur verið sára- tregur. Ætla þeir að sigla með aflann. Einn dragnóta- bátur fór á sjó og fékk 10—15 fiska. Margir bátar eru nú tilbún- ir að hefja veiðar. Sjómanna- deilan er þó ekki enn leyst, en búizt við, að hún muni fljótt leysast, er kveðið hefur verið upp úr með fiskverðið. Leiðindahljóð er í mönnum í Eyjum út af þeim drætti, sem á sér stað í þessum málum. Einn bátur ætlaði að skera sig úr og beita, en enginn vildi kaupa fiskinn, og þá ætl- aði hann að selja ýsuna í bæ- inn og salta sjálfur, en þá fékk ha.nn ekki beitu. Bátar eru nú almennt til- búnir til að hefja róðra. 8 skip voru í vikunni að taka salt- fisk. Verkfalli bílstjóranna er lokið. SandgerSi. Einn bátur var á sjó þar á miðvikudaginn með línu, v.b. „Jón Pétursson“ frá Húsavík, eigandi Pétur Jónsson. Afli var tregur, um 4 lestir. Hálf- gerð vandræði voru með' afl- ann, sem var þó saltaður. Bát- urinn var einnig á sjó á fimmtudaginn. Tveir bátar létu beita í Sandgerði og ætluðu að róa, en þeir, sem hlut áttu að máli, féllust á að bíða eftir ákvörð- unum í vandamálum útvegs- ins. Undirbúningur er nú í Sandgerði undir að taka á móti viðlegubátum, verið að' ditta að bröggum og undir- búa aðgerðarhúsin og írysti- húsin til þess að taka á móti aflanum. Margir heimabáta eru tilbúnir að hefja róðra. Akarnes. Enginn bátur hefur látið beita á Akranesi, en flestir eru tilbúnir til að byrja, þeg- ar úrskurður fellur um fisk- verðið. Tíðin er alltaf góð, en þessa viku hefur helzt ekki verið þar handarvik að gera, lítilsháttar pökkun á 'þurr- fiski, sem II\’assafellið á að taka. Menn eru sáróánægðir yfir áð svona þurfi orðið að ganga til í byrjun hverrar einustu vertíðar, þetta upp í mánað- arstop]D, og segja sem satt er, að margur ugginn kæmi í Iand í öllum verstöðvum núna, eins og tíðin er góð, ef gengið hefði verið að því að leysa þessi mál fyrr. A mánudaginn er von á tog- aranum Uranus, sem veiðir fyrir frystihús Haraldar Böðvarssonar & Co. Bjarni Olafsson, sem veiðir fyrir öll frystihúsin á Akranesi, kem- ur einnig inn í næstu viku. Enginn togari kom inn í þess- ari viku. Um % af aflanum er nú ufsi og þorskur, en % hlutarnir karfi. Grindavík. Þar er deila milli útgerðar- manna og sjómanna um lcjör, og hefur nú sáttasemjari rík- isins, Torfi Hjartarson í Reykjavík, fengið málið til meðferðar. A fimmtudaginn voru 5 frá hvorum aðila á fundi í Revkjavík með sátta- semjaranum. Keflavík. í Keflavík hafa engir róðr- ar hafizt. Þar eru 4—5 bátar tilbúnir til að byrja. Margir hættu seint á sí'ldveiðunum og hafa ekki lokið við að búa bátana undir vertíðina. Marg- ir eru að skipta um spil og setja olíudrifin spil í bátana, sem þykja gefast miklu betur en eldri spilin. Yfirburðir þeirra eru fólgnir í því, að þau eru sjálfvirk að því leyti, að þau stöðvast sjálfkrafa, þeg- ar viss þungi er kominn á lín- una. Þykir þetta mjög hag- kvæmt., sérstaklega þegar1 vont er í sjó og mikið reynir á línuna. Fisktökuskip hafa verið í Keflavík og norskt skip að losa pólsk kol. Eru kolin seld á 460 krónúr við' skipshlið. SnæfellsnesiS. Einn bátur, Víkingur, hef- ur róið með línu frá Ólafsvík, síðan hann hætti dragnóta- veiðum um mánaðamótin nóvember og desember, þeg- ar landhelginni var lokað. Fór hann frá 8. des. 12 róðra og í janúar hefur hann farið 7—8 róðra. Al'li hefur verið mjög tregur, 2—8 lestir í róðri, og er það óvenju lítið á þessum tíma árs. Venjulega hefur afl- inn um þetta leyti verið 5—6 lestir í róðri. Kenna Ólafsvík- ingar um ágangi togara. 5 bátar ganga frá Ólafsvík í vetur, og er nú beðið með að bvrja, þangað til vitað er um fiskverðið. 4 bátar eru byrjaðir frá Stykkishólmi, og hafa þeir farið 2—3 róðra. í Grundar- firði eru 3 byrjaðir. Afli hef- ur verið mjög tregur, í ein- um róðri fékk þó einn bátur- inn 4—5 lestir. ísafjörður. 5 bátar hafa undanfarið siglt með fisk til sölu á brezk- um markaði, ýmist eigin afla eð'a fisk, sem keyptur hefur verið þar vesti-a eða skipað milli báta, sem eru eign sama féíags. T Islendinginn hefur mest- megnis verið keyptur fiskur á Súgándafirði. Hefur íslend- ingur farið 2—3 söluferðir í haust. Hafdís og Freydís hafa farið 2 söluferðir -hvor, og sigldu þær báðar með eigin afla. Isbjörn og Finnbjöm hafa farið 1 söluferð hvor, og var Finnbjörn að selja núna í fyrradag og fékk mjög góða sölu. Birnirnir báðir hafa jafnframt eigin afla flutt út afla af hinum samvinnufélags- bátunum. Afli var sæmilegur fyrir áramót, einlcum á milli jóla og nýárs, þetta 6—9 lestir i róðri, og einn bátur í nær- liggjandi verstöð fékk einu sinni 11 lestir í róðri. En eft- ir áramótin hefur fiskur mjög tregazt og er nú oftast ekki nema 2—4 lestir í veiðiferð. Góðar gæftir hafa verið undanfarið, eftir því sem um er að gera vestra, á þessmn tíma árs, og háfa bátar síðan um áramót farið eina 12 róðra. 6—7 bátar ganga nú frá Isafirði með' þeim, sem sigla, og 3 frá Hnífsdal. Það nýjasfa hjá Dönum, Nýlokið er byggingu á nýj- um 45 brúttólesta vélbát, sem þykir skara fram úr með ým-s- ar nýjungar. Yfir stiganum, sem liggur niður í hásetaklefann, er straumlínulagaður „kappi“, sem er komið fyrir við siglu- tréð. Þegar niður stigann kemur, er komið inn í and- dyri, sem gengið er úr inn í íbúð skipverjanna og í ekl- húsið. Eldhúsið er klætt inn- - an með flísum og að öllu leyti i eins og nýtízku eldhús í landi, með ryðfríum stálvaski og mörgu öðru til þægindaauka. Eldhúsinu er komið fyrir milli farmrýmisins og háseta- klefans til þess að einangra hann frá sagganum og kuld- anum, sem leggur frá ís- geymslu bátsins. Vatnsgeym- inum er komið fyrir undir klefagólfinu, og getur hann jafnframt verið' til að jafna legu bátsins, þegar hann ligg- ur aftur. I hásetaklefanum eru „kojur“ fyrir 5 menn, og er þar allt þiljað með álmi og mahogni. „Ganeringin“ í lestinni er laus, og er með hægu móti hægt að losa hana frá, og auð- veldar þetta alla hreinsun og þurrkun á lestinni. I lestina má hvort heldur vill ísa í stí- ur eða í kassa. Stunnurnar, sem skilrúmin eru fest í á þil- farinu, eru festar með sér- stöku fyrirkomulagi, svo að auðveldlega má taka þær í burtu, þegar ekki þarf á þeim að halda. Aftur á er stórt vélahús og geymsla fyrir ýmislegt dót. Þar er einnig sérstakur klefi, þar sem rórmennirnir geta lagt sig til þess að þurfa ekki að fara fram þilfarið, þegar þeir hafa vaktaslcipti og vont er í sjó. Stýrishúsið', sem er úr teak og mahogni, er ofan á vélahúsinu. Þáð er straum- línulagað og tvöfalt. á hliðun- um og í löftinu. Gluggarnir eru gerðir þéttir með gúmmíi til þess að gera þarna svo hlýtt og notalegt sem kostur er. í.aftasta hluta stynshúss- ins er kortaklefi, þar sem er kortaborð o. þ. u. 1., talstöð, skrifborð og legubekkur. í bátnum er 190/210 ha. hæggeng Tuxham glóðar- hausvél. Hinn nýi bátur kostar eig- andann, sem er skipstjóri á Skagen, 225.000 danskar lcrónur, rúma V2 miljón ís- lenzkra króna, eða um 11.000 krónur lestin. Það er ekki margt,, sem _ þessi bátur hefur fram yfir það. sem bátar hafa, er smíð- að'ir hafa verið á fslandi. Það er t. d. langt síðan skipasmið- ir hér fóru að hafa straum- línulag á stýrishúsi. Það, sem eftirtektarverðast er, er, hvernig sagt er, að gengið sé frá ganeringunni, frágangin- um á eldhúsinu, hvernig stunnurnar eru festar á þil- farið, hve góður viður er not- aður í alla þiljun og stýris- húsið og frágangurinn á gluggunum. Báturinn er ó- venjulega vel út búinn af ekki stærri en 45 lesta bát. íslendingar myndu þó liafa viljað hafa dýptarmæli eða fisksjá í slíkum bát.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.