Víðir


Víðir - 27.01.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 27.01.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 27. janúar 1951. 4. tölublað. Norskf síldarmjöl fíl U.S.A.! Norðmenn hafa verið að kynna sér markað fyrir síld- armél í U. S. A. og telja, að það sé vel gerlegt að selja þangað síldarmjöl, en fyrst verði að breyta um vinnslu- aðferð og framleiða ljósara mjöl en þeir gera nú og allt aí sömu gæð'um (standardi- serað). Mjölið verður að vera í 50 kg. pokum. Hálf miljón af strigapokum hefur verið pöntuð frá Kalkútta í þessu augnamiði. Fiskveiðar Þjóðverja færast heldur í aukana. I sumar og haust voru skinn- aðir upp 7 gamlir togarar og 20 nýir byrjuðu veið'ar. Vegna verkfallsins hér voru veiðar Þjóðverja með meira móti í haust og góð eftirspurn eftir fiski. Fóru t. d. ekki nema 5% ai fiskinum í verksmiðjur í september á móti 30% í júlí. Þýzki fiskiskipaflotinn er.ekki eins og er fær um að full- nægja Vestur-Þjóðverjum með fisk, ef hann á bæði að Stunda fiskveiðar og síldveið- ar. Kjölsalan lil U.S.A. Sú var tíðin, að íslending- um þótti svo mikilvægur markaðurinn fyrir saltkjötið í Noregi, að þeir létu Norð- mönnum í té mikilvæg fisk- veiðiréttindi til þess að' fá að halda honum. Nú er öldin önnur. Nú mætr ir það harðri gagnrýni, ef seld- ar eru nokkur hundruð lestir af frosnu dilkakjöti úr landi. Það hefur þó verið keppikefli Islendinga, frá því þeir fóru að framleiða frosið dilkakjöt, að geta unnið fyrir það mark- að erlendis. En það hefur því miður gengið illa. Nokkuð var hægt' að selja til Dan- merkur og Bretlands á sínum tíma, en það varð aldrei var- anlegur markaður, ekki sízt vegna þess hve verðið var ó- hagstætt íslendingum. En mörg undanfarin ár hefur kjötframleiðslan verið svo mikil, — þótt svo væri ekki í fyrra haust — að fella hef- ur orð'ið niður sumarslátrun til þess að reyna að selja upp birgðirnar. Það er ekki gert í einu vet- FREÐFISKFRAMLEIÐSLAN 1950 Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Þorskur, ýsa, steinbítur o. fl. bolfiskteg. 547.842 ks. Flatfiskur Karfi Síld Stórlúða 150 lestir. Birgðir um áramót 21fl'.700 ks. 60.878 — 68.080 — 24.00 — Samtals 700.800 ks. Samband íslcnzkra samvinnufélaga: Þorskur, ýsa, steinbítur o. fl. bolfiskteg. 77.655 ks. Flatfiskur 12.736 -— Karfi ' 8.013 — Síld 1.138 — Stórhíða 55 lestir. Birgðir um áramót 23.000 ks. Samtals 99.542 ks. Fiskiðjuver ríkisins: Þorskur, ýsa, steinbítur o. fl. bolfiskteg. 16.775 ks. 2.055 — Flatfiskur Karfi SÍId Stórlúða 30 lestir. Birgðir um áramót 10.009 ks. 1.302 — 1.389 — Samtals 21.521 ks. fangi að vinna nýjan markað. Þegar um það er að ræða verður að grípa héntugt tæki- færi. Salan á íslenzka frosna fiskinum í Bandaríkjunum er hér gott dæmi. Þetta kemur jafnt og þétt á löngum tíma, ef rétt er á haldið og skilyrði eru fyrir hendi. Nú er kaup- geta mikil í Bandaríkjunum, en sjálfsagt er þar nóg af öll- um matvælum. En nú er það samt sennilega hagstæð'ur tími fyrir Islendinga að reyna að vinna framleiðslu sinni álit þar. Og það er mjög vafasamt, að Islendingar ættu þess kost að komast inn á þennan markað síðar, þó að þeir vildu. Það er mjög eðlilegt, að Is- lendingar flytji út sauðfjár- afurðir og það' í allstórum stíl. Það á sennilega nokkuð langt í land, að þeir geti flutt út mjólkurafurðir, þar sem mik- ið vantar á, að fullnægt sé neyzluþörf þjóðarinnar í þehn efnum, t. d. hvað smjör snert- ir. Þar yrði líka samkeppnin miklu erfiðari, a. m. k. eins og sakir standa. I þeim löndum, þar sem skilyrði eru góð til dreifingar matvæla, fæst nýslátrað kjöt allan ársins hring. Hér ætti með' hægu móti að vera unnt að hafa nýtt dilkakjöt 4 mán- uði ársins. Á öðrum tímum árs ætti að mega. hafa hér nýtt nautakjöt af gripum, sem væru sérstaklega aldir til slátrunar. Kjöt af veturgöml- um nautgripum er ekki síðra en dilkakjöt. En örugg sala fæst ekki, fj?rr en almenning- ur veitf að hann fær vöru, sem er alltaf jöfn að gæðum. Það væri síður en svo neyð fyrir íslendinga, þó að þeir þyrftu að breyta eitthvað til í þessum efnum, ef þeir gætu með því aukið útfiutning sinn. Það klingir ekki sjaldan við, að framleiðendur fái styrk til framleiðslu sinnar frá því opinbera, og þetta er sagt jafnt sjávarútveginum sem landbúnaðinum til „vegs- auka". Hvorugur þessara að- ila þyrftu á nokkrum styrk að halda til að bjarga sér eins og að'rar stéttir í þjóðfélaginu, ef ríkisvaldið tæki ekki fram fyrir hendurnar á þeim. U.S.A. eykur fiskkaup sín um 37%. Bandaríkin keyptu 28.000 lestir af nýjum og frosnum fiski fyrstu 11 mánuði ársins 1950 eða 37% meira en á sama tíma árið 1949. Þetta er um 50% meira fiskmagn en öll freðfiskframleiðsla Is- lendinga á árinu 1950. Kana- da flutti inn 77%, Island kom næst með 19%,, þá Noregur með 8%, Þá er eftir 1%„ sem Danmörk, Grænland, Eng- land o. fl. lönd fluttu inn. í nóvembermánuði var hlutfall íslands enn meira í innflutningnum, eða 30%. I þeim mánuði var magn Kana- da 66%,. Frá fiskveiðum Dana. 11 danskir fiskimenn drukknuðu á árinu sem leið, og er það lægsta tala um mörg undanfarin ár. Hvað aflabrögð snerti, var árið slæmt. IJm vorið og sum- arið' var lítill afli í Norður- sjónum, en glæddist með haustinu og varð bá sæmileg- ur. Veiðarnar í Barentshafinu fyrir norðan Noreg brusyðust ffiörsamlega. og var stórtap á þeim. Vetrarsíldveiðarnar gengu að óskum. Skarkolaafl- inn (rödspætte") var sá minnsti í mörg ár. og var svo að segia ensrin veiði. Formaðurinn fyrir „Dansk Fiskeriforeninc?" sesrir nvlesía í viðtali við „Dansk Fiskeri- tidende", að of mikil veiði valdi mönnum nú miklum á- hyggjum. „Ég held", segir hann, „að mér sé óhætt að segja, að Danmörk hafi vísað veginn, þar sem við hinsað til höfum verið eina landið í heiminum, sem hefur alið udd fiskungviði. Oss er því mikil ánægja að því, að Svíþjóð bvriar einnig með vorinu að klekja út rauðsDettuhrognum. Eg vona, að' við með alheims- samvinnu og norrænni sam- vinnu komumst það langt á- leiðis, að klakið vevði alþjóða- verkefni og öll lönd, sem hafa þar hágsmuna að gæta, leggi fram fjárhagslegan stuðning. Til sjófarenda. Samkvæmt tilkynningu vitamálastjóra hafa verið reist merki fyrir skipalegu undan Kleifum að' norðan- verðu við Ólafsfjörð, þar sem talin er bezt lega í norðan- og norðaustanáttum. Á skipa- legunni er um 9 m dýpi og sléttur sandbotn. Haldbotn er góður. Með fram landinu er alveg hreint, og er um 6 m dýpi í hér um bil 50 m fjar- Iægð frá landi. Á Papós, rétt austan Vestrahorns, hafa verið reist- ar tvær vörður til leiðbein- ingar fyrir báta við siglingu inn í ósinn. Nýlega er hafin anorse- fréttaþjónusta á stuttbylgj- um til fjarstaddra íslenzkra skipa um loftskeytastöðina í Reykjavík. Sent er alla daga. Frá sjávarúfvegi Brefa. Samkvæmt lagafrumvarpi, sem bráðlega verður lagt fyr- ir brezka þineið, á að gjör- brevta flestu því, er lítur að fiskið'naði o» fiskrannsóknum Breta. Verði lögin samþykkt, á að setja á fót 5 manna nefnd, sem starfar á vegum ríkisins, og á hún að umbylta og stiórna þessum málum. Þessi nefnd á að fá til um- ráða um 50 miljónir króna til hafrannsókna. Met í skipakomum til Hafnar. Á árinu 1950 fóru 22.820 skip um höfnina í Kaup- mannahöfn, og voru þau sam- tals tæpar 9 milj. lestir að stærð. Er það meira en nokkru sinni áður, en næst þessu komst umferðin árið 1938. SkÍDastóllinn, sem um höfnina fór, var þá um % miljón lesta minni. Almennt fiskverð í U. S. A.: Ýsuflök í 10 lbs. öskjum kr. 3.80 Ibs. Karfaflök í 10 lbs. öskjum kr. 4.30 lbs. ISFISKSÖLUR. Söludagur: Skipsnafn: Sölustaður: Lestir Meðalv. kg 1!). jan. Egill SkáUagrímss., R. Grimsby 190 £ 10087 kr. 2.40 oo. __ Jón Þorláksson. R. Grimsby 227 £ 11977 — 2.40 23. — Geir, Reykjavík Grimsby 211 £ 12486 — 2.70 24. — Marz, Reykjavík Grimsby 257 £ 11031 — 2.50

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.