Víðir


Víðir - 03.02.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 03.02.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 3. febrúar 1951. 5. tölublað. Gjaldeyrisréftindi vélbátaútvegsins Undanfarinn mánuð og vel það hafa farið fram samn- ingaumleitanir milli ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa út- vegsmanna um betri starfs- skilyrði fyrir vélbátaútveg- inn. Samtök útgerðarmanna iru heilsteypt í þessum mál- m, og lágu róð'rar svo til al- Veg niðri í aðalverstöðvunum hér sunnanlands, þar til fund- ua var lausn, sem útgerðar- Baenn gátu sætt sig við. Ríkisstjórnin veitti útgerð- M'mönnum umráðarétt yfir helmingi af þeim gjaldeyri, sem fengist fyrir útflutnings- afurðir þeirra, að undan- skildu lýsi og síldarafurðum, »g frjálsa álagningu á þær vörur, sem fluttar yrðu inn fyrir þennan gjaldeyri, og fyr- irheit um, að öðrum yrði ekki leyft að flytja inn sömu vör- Ur. Skilyrði af hálfu ríkis- stjórnarinnar fyrir þessum réttindum eru, að henni tak- «st að fá mikið erlent lán til þess að mæta eftirspurn eftir gjaldeyri til innflutnings á öðrum vörum, sem hún kynni að gefa frjálsan innflutning á. Utvegsmenn hafa talið sig þurfa að fá kr. 1.30 fyrír hvert kg. af slægðum fiski til þess að fá staðizt útgerðar- kostnaðinn, og þeir munu að sjálfsögðu reyna að haga söJu gjaldeyrisréttindanna þannig, að þeir geti fengið þetta físk- verð' upp úr þeim. En auð- vitað veit. enginn fyrirfram, hvort það tekst eða ekki, og fáir munu svo bjartsýnir að ætla, að það takist til fulls. UtVegsmenn munu reyna að selja innflytjendum gjaldeyr- inn eða flytja sjálfir inn fyrir hann vörur, en til þess munu fæstir hafa aðstöðu qg ekki óska eftir nema þeir, sem jafnframt hafa verzlun sjálf- ir. Það fer svo eftir framboði og eftirspurn á þeim vömm, sem inn verða fluttar og kaup- getunni í landinu, hvað' tekst að fá fyrir gjaldeyrisréttindin. Það, sem vekur athygli í sambandi við þennan gjald- eyrisrétt útgerðarinnar, er, að hann nær ekki jafnt til sjó- manna og útgerðarmanna, Sjómenn eiga þó um % hluta af aflanum, þar sem eru þriðjungaskipti, og um % hluta, þar sem eru helminga- skipti. Réttur sjómannsins yfir afla sínum er óvéfengjanleg- ur, og hann á líka réttmæta kröfu til þess að fá fyrir hann sama verð og útgerðarmaður- inn. Þannig hefur það alltaf verið með kaupgreið'slur á hlutaskiptágrundvelli. Það gæti orðið hættúlegt hluta- skiptafyrirkomulaginu að hverfa frá þessu grundvallar- atriði og stenzt ekki til fram- búðar. Það er hætt við, að slíkt myndi leiða til þess, að farið yrði að greiða fast kaup til sjómanna og hlutaskiptin afnumin. Það má að vísu segja, að lágmarkskauptrygg- ingin sé það að nokkru leyti, en hefði sjómaðurinn ekki von um hærri hlut en kaup- tryggingin er, er mjög hætt við, að' það hefði áhrif á afla- magnið, a. m. k. jókst afla- magnið mjög, þegar horfið var frá fastakaupinu og tek- in upp premía fyrst og síðan hlutaskipti. Fastakaupið yrði líka hærra en lágmarkskaup- tryggingin, því að sjómenn myndu ekki sætta sig við sama kaup og landverka- menn, jafnlangan vinnutíma og mikið erfiði, sem þeir hafa jafnhliða áhættunni fram yf- ir þá, sem í landi vinna, Er að öllu þessu athuguðu vafa- samt, að' hlutur útgerðarinn- ar yrði betri en hann er nú, nema síður sé, þó að horfið yrði frá hlutaskiptafyrir- komulaginu. Hafi dýrtíðin aftur á móti raskað hlutföh- unum milli þess, sem útgerð- armenn bera úr býtum og þess, sem sjómenn fá með sama fiskverði, þannig,, að út- gerðarmenn beri skarðan hlut frá borði, er fyrir þessa að'ila að endurskoða samningana. Það getur hins vegar vel verið, að sjómenn kærðu sig ekki um að eiga neitt á hættu með því að bíða með að fá greidda þá viðbót við fisk- verðið, sem menn gera sér vonir um að fá méð gjaldeyr- isréttinum, og kysu heldur að fá strax greidda 96 aura fyrir kg., eða um 21 eyri meira en það gangverð, 75 aurar, sem er líklegt, að verði á fiskinum í vetur hjá frystihúsum og saltelidum. En sjómenn ættu að geta haft frjálst val í þess- um efnum. Til þess að útgerðarmaður- inn fái- kr. 1.30 fyrir kg. af slægðum fiski, þarf að leggja á þann gjaldeyri, sem fæst fyrir fiskbohnn einan, um 50%. Þessi hundraðshluti lækkar um á að gizka 10%; við það að dreifa álagning- unni jafnframt yfir á andvirði fiskimjöls, hrogna og þunn- ilda. Margar af þeitn vöruteg- undum, sem inn má flytja fyr- ir þennan gjaldeyri, hafa ver- ið bannaðar eð'a lítt leyfðar undanfarin ár, og sumar hverjar alla tíð haftanna. Margt eru þetta „lúxusvör- ur", og hefur ríkið lagt á slík- an vaming upp í 70%, gjald- eyrisskatt. Þessi nýi gjaldeyr- isskattur kemur mikið á „lúxusvörur", og yrði hann þess vegna í mörgum tilfell- um ekki hár hluti af útsölu- verði vörunnar, þar sem margar af þessum vöruteg- undum eru hátt tollaðar, sumar hverjar með 100% tolli. Til glöggvunar á, hve miklu það skiptir, hvort gjaldeyrisskatturinn leggst á hátollaða vöru eða ekki, má birta hér verðreikning á vöru, sem er t. d. með 80% tolli, og gæti hann þá litið þannig út: Innkaupsverð fob. kr. 100.00 Flutningsgjald — 10.00 Annar þungakostn- aður — 2.00 80% tollur af kr. 110.00 — 88.00 Gjaldeyrisréttindi 40% — 40.00 Kr. 240.00 50% smásölu- og heildsöluálagn- íng -— 120.00 Utsöluverð kr. 360.00 Hér eru gjaldeyrisréttindin 17% af útsöluverði vörunnar. Þó eru nokkrar af umrædd- um vörutegundum í enn hæm tollflokki en hér er gert ráð' fyrir, en líka í mörgum tilfellum í lægri, en sjaldan ætti gjaldeyrisrétturinn að verða yfir 25%, af útsöluverð- inu. Einhvers staðar varð að taka fé til vélbátaútgerðar- innar, eins og komið var, og það kemur ekki meira við al- menning þannig en á annan hátt, nema síður sé. Og ein- hvern tíma hefði þótt gott, og það alveg fram að þessu, að' geta haft á boðstólum um- ræddar vörur, þó að slíkan skatt hefði þurft að greiða. Hér að framan hefur verið gert ráð fyrir, að þeir, sem kaupa fiskinn, gætu greitt á- fram 75 aura fvrir kg. af slægðum fiski. Meðalsöluverð bolfisks á erlendum markaði s.l. ár svarar til þessa hrá- efnisverðs, og sama er að' segja um flatfiskinn, söluverð hans svaraði líka til þess verðs, sem greitt var fyrir hann. Saltfiskframleiðendur urðu þó yfirleitt fyrir veru- legu tapi s.l. ár. Nú er aðstað- an betri til saltfi^kverkunar, þar sem mikið er komið af þurrkhúsum, sem ekld voru í fyrra, og hægt að byrja strax að þurrka, Heldur ætti að mega gera sér vonir um hækk- un á fiskverði, eins og ástand- ið' er í heiminum. Það er því líklegt, að mikil eftirspurn verði eftir fiski innanlands í vetur. Verði almennt fiskverð í vetur 75 aurar fyrir kg., þarf útgerðarmaðurinn að taka af sínum hlut, sem er að meðal- tali um helminsurinn af afl- anum, 21 eyri til þess að leysa lít hlut sjómannsins, sem á að fá 96 aura, Hefur hann þá ekki eftir nema 54 aura fyrir kg., þar til hann getur komið gjaldeyrisréttindum sínum í peninga. ICann það að verð'a nokkuð erfitt fyrir hann, að halda litgerðinni gangandi, nema svo mikil eftirspurn verði eftir gjaldeyrinum, að innflytiendur verði fúsir til að greiða eitthvað. um leið og fiskurinn kemur á land. Ann- ars verður útgerðarmaðurinn að bíða með að fá sitt, þar til útflutningsvaran er seld og hann getur vísað á gjald- eyrinn í bankanum. Landssamband íslenzkra útvegsmanna hlvtur að koma hér til skjalanna til að gæta hagsmuna útgerðarmanna og taka að sér fyrir hönd útvegs- manna í heild að seb'a giald- eyrisréttindin, til þess 'aS þessi mikilvægu réttindi: gangi þeim ekki úr greipum. KafCaveiði hófst í smáum stíl í Banda- ríkiunum 1930, en var s.l. ár um 15^.000 lestir. eða nær iafnmikil að magni og helm- insrur af heildarafla I«lend- insra að síld meðtalinni. Karf- inn hefur verið eltur lengra og- lenera, og nú er svo komið,. að hann hefur verið eltur út á yztu mið. Karfinn, sem veið- ist við Ameríkustrendur, er miklu smærri en sá, er veið- ist EvrÓDumesrin. Karfinn er lensi að vaxa, o» þarf hann um 10 ár til bess að verða kvnbroska. Vesma bess að bro«kinn er svo hæg- fara. li'tur ekki út fyrir, að hann boli mikla veiði. eftir að funWoska fiskurinn hefur veríð mikið til veiddur. Tak- mörkun á veiði bessa verð- m^ta fisks virðist því vera óhíákvæmileg. Þetta er álit "Randan'kia- manna. Hvað mættu Islend- inn-ar huffsa um sfna syepud- arlausu veiði. Þesrar karfinn- var veiddur hér áður fyrr á; Halíínum. var hann alveg- hrvfinn bar eftir tvö ár. Ut- s-erðarmenn ættu að hafa samtök um að ganga ekki of nf»rri stofninum, svo beir geti treint sér þessa gidlnámu. h af rrtn r» sóknarskipið ..Galathea" hefur á ferð sinni umhverfis hnöttinn fnndið ýmsar nviar fiskteg- undir, sem ekki voru þekktar áður. Troll og botnskafa hef- ur verið notað á 5000 metra dýpi. ÍSFISKSÖLUR. D igar milli Söludagui : Skipsnafn: sölu : Sölustaður Lesti r: Meðalv. kff. 2ó. jan. Harðbakur, Akureyri Hull 214 £ 12295 kr. 2.60 26. — Fylkir, Reykjavik 24 Grimsby 221 £12462 — 2.55 29. — Bjarnarey, Ve. 2G Grimsby 109 £10218 — 2.75 99. — Jón forseti. Kvík 2fi Hull 195 £ 12382 — 2.90 30. — Hvalfell. Rvík 26 Grimsby 238 £ 13984 — 2.65- 31. — Maí, Hafnarfirði 27 Fleetwood 96 £ 5882 — 2.80 31. — Kaldbakur, Akurcyri '23 Grimsby 252 £14200 — 2.55 31. — Klliðaey, Ve. 26 Hull 210 £12739 — 2.75- 1. febr. Neptúnus, Rvík Vélbátar: Grimsbj' 243 £ 16479 — 8.10- 30. jan. SkaftfeHinfíur, Ve. Fleelwood 29 £ 1683 — 2.65;

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.