Víðir


Víðir - 03.02.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 03.02.1951, Blaðsíða 2
VÍÐIR o<j fjázmdt j >A/WWWWVWWJWVWVV I I Vi\£» | ji kemur út á laugardögum ji !1 Fylgirit: |j GAMALT OG NÝTT !j i j Ritstjóri: ■! j! EINAR SIGURÐSSON j| j! Sími 2685 í Ji Víkingsprent | I'WAWWWWIIWUWJ'AÍ Vertíðarbyrjun. Aðalvertíð’ ársins hjá vél- bátaflotanum er hafin. Víðs vegar um land stefna bátarnir til veiða. A vetrarvertíðinni eru veð- ur hörðust og sjósókn erfið- ust. Hafið krefur líka oft fóma, sem verða þó, sem bet- ur fer, færri með betri far- kosti og meiri öryggistækjum, þó að hættan sé alls staðar, hjá hinu stóra skipi sem hinu smáa. Þeir, sem eiga sína á sjónum, eru samt öruggari um þá nú, þó að út af beri með veð'ur en áðnr, þegar allt var ófullkomnara. Stærri og öruggari vélar og skip, veður- fregnir, tálstöðvar og full- komin siglingatæki, björgun- arskip, sem halda vörð um fiskiskipaflotann, betri land- taka vegna aukins vitakerfis og hafnarbóta stuðlar allt að auknu öryggi og hefur bjarg- að mörgum •manninum frá því að lenda í hinni votu gröf. Þjóðarbúið á mikið undir starfi sjómannsins, og þó það sé áhættusamt, er hugurinn ekki bundinn við hætturnar, heldur við að draga sem mest,- an feng á land. Þegar að iandi kemur, tekur landverkafólkið og verksmiðjurnar við aflan- um til að breyta honum í verðmæta söluvöru á erlend- um markaði. Sjávarútvegurinn er beint eða óbeint stoð og stytta ótal margra annarra atvinnu- greina í landinu. Frá honum fær þjóðin mest allan gjald- eyri sinn, og í lítt numdu landi eins og Island er, er þörf fyrir mikið fé, þar sem mikið er ógert þrátt fyrir það Grett- istak, sem lyft hefur verið í landinu á sviði atvinnumála og framfara á síðustu hálfu öldinni. Á vetrarvertíðinni er at- vinnulífið blómlegast við sjávarsíðuna í mestum hluta landsins. Þá streyma menn í verstöðvarnar alis staðar að af landinu; þá er líf og fjör, þeg- ar vel aflast, og miklu afkast- að. Nú þegar fiskibátarnir í hinum ýmsu verstöðvum hefja vetrarvertíðina og ieggja á miðin, fylgja sjó- mönnunum hlýjar og góðar óskir um velfarnað og góðan feng. Nýi frílistinn. Hið mikla gjaldeyrislán, sem ríkisstjórnin er í undir- búningi með að taka, og hinn nýi frílisti vekur nú mikla at- hygli, ekki aðeins þeirra, sem fást við innflutning og verzl- un,,heldur einnig alls almenn-. ings í landinu, sem liefur bor- ið sig illa yfir hinum sára vöruskorti. En nú þegar menn standa loks andspænis því að geta flutt inn margar vörutegund- ir viðstöðulaust og ekki þarf' lengur að hafa áhyggjur af því, hvort Jeyfi fáist eða ekki, vaknar margur við það, að hann hefur lítið fé til þess að kaupa vörur fyrir. Kernur hér margt til greina. Fæstir, sem í innflutningsverzluninni hafa verið, með sára fáum undan- tekningum, hafa nokkurt handbært fé. Álagningin hef- ur verið lítil upp á síðkastið og veltan dreifð og því lílil hjá öllum fjöldanum. Það fé, sem menn hafa haft til vöru- kaupa, segir nú lítið, eins og allt er orðið dýrt. Þó að þeir gætu haft nokkrar birgðir hér áður, þegar doiiarinn jafngilti kr. 6.50, gegnir allt öðru máli nú, þegar þarf um 10 krónum meira fyrir hvern dollar auk stórhækkaðs vöruverðs. Auk- in rekstrarlán munu líka verða vandfengin. Erfitt mun líka vera að fá vörulán er- lendis og vafasamt, þó að það væri hægt með einstaka vör- ur, hver afstaða yrði tekin til slíks áf þeim aðilum, sem helzt fara með fjármálastjórn landsins, þar sem innflutning-1 ur erlendis frá með gjaldfresti myndi stuðla að aukinni gjaldeyrisþörf. Þó að tekið verði mikið lán og gefinn frí- listi, mun stefnan verða sú, að ekki verði flutt til landsins a. m. k. það mikið, að gjald- eyrisforðanum verði stefnt í hættu.Vöruskortur erlendis mun líka draga úr innflutn- ingi. Þessi hliðin snýr að inn- flytjendunum og verzluninni, en sú, sem snýr að almenn- ingi, er minnkandi kaupgeta. Menn með meðaltekjur og þar fyrir neðan og nokkra ó- megð munu ekki geta veitt sér mikið fram yfir það, sem þeir gera nú. Að vísu m.un al- menningur kaupa þær vörur, sem hörgull hefur verið á, þegar'þær koma, en það kem- ur, þá niður á minni kaupum á öðrmn vörum, sem hann hefur keypt undanfarið. Þannig er sennilegt, að nokk- uð kunni að draga úr sölu ýmissa vara, sem fáanlegar hafa verið undanfarið, svo að hægt sé að kaupa hinar ný- komnu. En þó að rúmlega 200 milj. króna erlent lán fáist, verða þarfirnar samt miklar fyrst um sinn og nokkur hætta á, að það kunni að ganga ört á lánið, ekki sízt með tilliti til þess, að í bönkum og spari- sjóðum Jandsins er um 800 miljónir króna af sparifé, sem að sjálfsögðu getur haft í för með sér verulega aukna eftir- spurn eftir vörum, ef svo bæri undir. Gjaldeyrisöflun á ár- I inu verður þó sennilega milcil. Spánn lækkar inn- fluttar nauðsynjar. Spánn hefur fyrir nokkru komið á fót kerfi, sem lækkar í verði mikilvægustu inn- flutningsvörur landsins. Inn- flytjendur hráefna og hálf- unninna vara fyrir iðnaðinn eiga að fá gjaldeyri fyrir mjög lágt gengi á sama tíma og gjaldeyrir til innflutnings miður nauðsynlegs varnings fæst eingöngu á frjálsum markaði í Madrid á allháu gengi. *Lægsta gengið verður 45.90 pesetar fyrir sterlingspundið á móti 110.72 pesetum fyrir pundið eins og það er á frjálsa markaðinum í Madrid. Eol. Gert, er ráð fyrir, að Nor- egur þurfi að ílytja, inn í ár 800.000 lestir af kolum frá U. S. A. auk innfiutningsins frá Evrópulöndunum. Kóíanotk- un hefur aukizt um 3% í Nor- egi. Þurfa Norðmenn mikil- kol handa verksmiðjum sín- um, þrátt fyrir miklar vatns- virkjanir, en þeir hafa allmik- inn iðnað, einnig þurfa þeir kol handa járnbrautunum og gasstöðvunum. Norðmenn grafa kol á Svalbarða, um 400 lestir á sólarhring. Bretar og fiskneyzlan. Það ber þó nokkuð á því, að húsmæður séu farnar að’ sniðganga fisk í Bretlandi, vegna þess hve verðið á hon- um hefur hækkað mikið upp á síðkastið, í sumum tilfell- um um 200%, en að meðal- tali um 50%. Umbúðaskortur hefur verið mikill í Banda- ríkjunum, og hefur það’ kom- ið nokkuð við suma fiskfram- ieiðendur hér á landi. Málm- og kola- skortur Breta. Það er verulegur skortur á stáli í Bretlandi, og hefur það komið hart niður á mörgum iðngreinum, t. d. bílaiðnaðin- um. Þetta á nokkuð rót sína að rekja til þess, hve erfitt er að fá stálplötur frá Ameríku, en jafnframt til þess að taka hefur orðið mörg skip, sem undanfarið hafa flutt járn- málm til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum og Norður- Afríku, til þess að flytja kol frá Ameríku vegna ' kola- skortsins í Bretlandi. Fjárlagfrumvarp Svía er að heildarupphæð 5.709 milj. króna. Mest cr ætlað til almenningsþarfa, 1.560 milj. króna, en næst hæsti liðurinn er framlagið til hersins, 1.212 milj. króna. Tekjuafgangur er áætlaður 342 milj. króna. 250 milj. kr. olíuhöfn er nú í smíðum í Englandi skammt frá Manchcster, sú stærsta þar í landi. Yerður þar hægt að losa stærstu olíu- flutningaskip heimsinsl þegar þau koma með hráolíu frá Austurlöndum. Ilöfnin verð- ur 300 m löng og óháð flóði og fjöru. Verður 35 m mynni hennar lokað með 3 lokum, sem ganga fyrir rafmagni. Höfnin verður 13 m djúp. A að grafa hana inn í land, og þarf að flytja óhemju jarð- veg í burtu, og verður það gert á metersbreiðu flutninga- bandi. Við það sparast alveg notkun flutningabifreiða. VANDRÆÐASKÁLD. Efíir MAXIM GORKI. Niðurlag. Ég tók eftir því, að þorpsbúar voru teknir að veita mér sérstaka athygli. Mikið var, hugsaði ég. Malachine kom því til leiðar, að mér var boðið til hér- aðsstjórans, sem átti fjöruga og unga dóttur. Þar var einn- ig í boði fleira ungt fólk. Mér var veitt athygli, og ég var spurður: „Einmitt, þér skrifið? Má ekki bjóða yður te? Og sykur“ „Ó, ó“, sagði ég við sjálfan mig, „og jafnvel sykur með teinu“. Ég hrærði í teinu með teskeið og drakk einn sopa. Hverju $ætti þetta? Það var svo salt, að ég fékk velgju af beiskjunni. Sökum feimni hélt ég áfram að drekka. Og allt í einu ráku allir upp skellihlátur. Malachine stillti hláturinn og mælti við mig: „Hvernig stendur á þessu? Rithöfundur á að geta að- greint alla hluti, en þú getur ekki greint salt frá sykrí. Hvernig liggur í því?“ Ég varð ruglaður og í vandræðum með sjálfan mig. „Þetta er reglulega skemmtilegt“, sagði ég. Allir hlógu há- stöfum að nýju. Því næst var ég beðinn um að lesa upp lcvæði. Ég hafði reynt að yrkja. Malachine vissi það. Hann sagði við mig: „Skáldin lesa alltaf upp kvæði sín, þegar þau eru í samkvæmum. Þú verður líka að gera það“. Þá greip sonur borgarstjórans fram í, frammynntur fitukepp- ur: „Það eru aðeins hermenn, sem yrkja góð kvæði“. Ung- meyjarnar reyndu að sanna honum, að honum skjátlaðist. Ég laumaðist burtu, svo lítið bar á. Frá þessum degi lögðu allir þogisbúar mig í einelti eins og flækingshund. Sunnudaginn næstan eftir mætti ég meðhjálpáranum. Hann bar veiðistengur sínar og óð jörðina eins og ógurleg- ur fíU. „Stanzaðu“, kallaði hann, „þú skrifar, fábjáni. I þrjátíu ár hef ég búið mig undir að komast að á söngleika- höllinni, og er hægt að jafna okkur saman? Flvað ert, þú? Fluga/SIíkar flugur gera ekki annað en óhreinka glugga bókmenntanna, þorparí“. Hann svívirti mig svo, að ég varð að undri. „Hvað heí ég gert?“ sagði ég við sjálfan mig. Nokkru síðar spurði frænka mín, en ég bjó hjá henni: „Það er sagt, að þú yrkir? Þú ættir að hætta, því. Það eí tími til kominn, að þú farir að gifta þig“. Ég reyndi að skýra fyrir hcnni, að það væri engin minnk- un í því og jafnvel greifar og furstar fengist við skáldskap og að það væri í einu orð'i sagt heiðarleg atvinna. En hún fór að gráta og kallaði upp yfir sig: „Ó, guð minn. Og hver hefur kennt þér þetta, þorparinn þinn?“ ÞegarMalachine mætti mér á götu, æpti hann til mín „Góðan dag, minna en fjórðungur Tolstois greifa“. Haní hafði hnoðað saman vísuræfli, sem þorpsbörnin byrjuðu at söngla, þegar þau sáu mig: Sínu nefi sérhver fugl syngur fögur ljóð, þó að flestir fyrir það fái rýran sjóð. „Jæja“, sagði ég við sjálfan mig, „nú er aldinborrinn kom inn undir hrosshófinn“. Menn drógu svo dár að mér, að ég vogaði ekki lengu að koma undir bert loft. Einkum var meðhjálparinn slæm ur. Hann var orðinn æðisgenginn. Ég bjóst við því : hverri stundu, að verða lúbarinn.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.