Víðir


Víðir - 10.02.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 10.02.1951, Blaðsíða 4
Þeir, sem vilja íylgiast vel með, lesa V í ÐI. V í Ð IR ílytur efni, sem ekki er annars staðar. Gæfth’. liafa verið góðar þessa viku, róið helzt hvern dag. Þó að útlitið væri oft Ijótt, rættist betur úr en á horfðist. Suð- vestanátt var aðallega ríkj- andi, nokkuð umhleypinga- vsamt, en ekki mikill stormur. Aflabrögð. Afli glæðist nú heldur, og bátamir fá nú frá 5 og upp í 9 lestir. Fiskurinn er mjög stór, en sama og engin ýsa í aflanúm, nema lítilsháttar hjá þeim, sem dýpst hafa far- ið, 4d/2—5 tíma út. Aflinn hjá þeim var svipaður að magni til og hjá þeim, er styttra fóru, 3—3% tíma. Sumir bátarnir eru alla leið norður undir Jökli. 9 bátar stunda nú línuveið- ar frá Reykjavík. Róa þeir með 32—34 stampa. í hverj- um stampi eru um 400 krók- ar, svo að alls eru á allri lín- unni 12.000—14.000 lcrókar. Línan er lögð með' fullum hraða, um 8 mílum á klukku- stund, og tekur um einn tíma að leggja hana. Hún nær því yfir um 8 mílur. Það er ekki auðhlaupið að 'því, þegar breytir skyndilega til um veð- ur, að kippa spottanum inn. 3 bátar eru byrjaðir á botn- vörpuveiðum. Bragi og Helga komu inn í vikunni með um f0 lestir hvor eftir nokkra úti- vist og Drífa með 43/2 lest eftir sólarhringinn. Enginn ufsi hefur veið'zt í fcöfninni upp á síðkastið. Togararnir. Tíðin var slæm fyrir vest- An frá því á laugardag í fyrri viku og fram eftir þessari viku, hörð norðaustanátt, og þá er hann ekki góður á Hal- anmn. Togararnir voru þó að brjótast út, þegar dró úr veðr- inu. Þegar svo vont er orðið, ftð þeir geta ekki verið að, færa þeir sig á grynnra vatn nær Vestfjörðum, og sumir reyna að fara suður í Breiða- fjörð, þar sem afdrep er, og vita, hvort þeir geta ekki fengið þar fisk, en þar hefur lítill afli verið undanfarið. Afli hefur verið góður hjá togurunum, einkum fyrst eft- ir stormana, en dregst fljótt. °PP, þegar góðviðrið fer að ítanda. Talað er um góðan *fla, þegar 10 pokar eru í hali. í pokanum eru um 40 kítt, um 2Ý2 lest. Útlendingar sjást sára lít- áð' á Halanum’, rétt einstaka «kip. Þeir kalla Halann stund- um Hindenburg-line. Nafn- gift þessi er frá fvrra stríðinu, þegar Hindenburg var herfor- ingi Þjóðverja, en þá þótti Bandamönnum stundum „heitt“ á svæði á vesturvíg- stöðvunum, sem nefnt var Hindenburglínan. Þrír togarar veiða í salt, Is- ólfur, isem leggur upp alfla sinn á Seyðisfirði, og Egill rauði og Goðanesið. Garðar Þorsteinsson veiðir enn fyrir frystihúsin. Allir aðrir togar- ar eru nú á veiðum fyrir brezkan markað. Markaðurinn hefur haldizt ágætur í Bretlandi, og hefur þó suma dagana verið landað þar 12.000 kíttum í hvorri borg, Hull og Grimsby, og lítur út fyrir, að hann hafi þolað það vel. Karlsefni náði í vikunni annarri hæstu aflasölunni og seldi fyrir £ lf»672. Um 1100 kít af aflanum var ýsa. Höfn í Hornaíirði. Þar hefur ekki gefið á sjó í hálfan mánuð þar til núna seinast í vikunni. Hefur ver- ið hörð austan- og suðaustan- átt. 10—11 bátar stunda róðra frá Hornafirði í vetur, og eru þar af 5 heimabátar. Afli var sæmilegur þegar róið var í janúar. Hrafnkell, vélbátur frá Neskaupstað, flutti fiskinn út. Vestmannaeyjar. A fimmtudaginn skall á verkfall í Vestmannaeyjum, þó reru þá 3 bátar, sem menn höfðu verið skráðir á, sem ekki voru í sjómannafélag- inu. Trollbátar fóru einnig út. Þetta er í fjórða skipti í röð, sem samningum hefur verið sagt upp og alltaf hefur orðið verkfall, lengra eða skemmra. 20 bátar voru byrjaðir veiðar. Afli hefur verið1 tregur í Vestm annaevjum, 2%—3 lestir, einn bátur fékk þó einu sinni 7 lestir. Suðurey, sem er með botnvörpu, fór til Bret- lands í vikunni með eigin afla, 50 lestir, sem hún hafði feng- ið á 11—12 dögum. Grindavík, Þar er frekar tregur afli, 5—8 lestir á bát í róðiá, en er heldur að glæðast. Aflahæstu bátarnir eru Grindvikingur og Týr, eru þeir með 6—7 róðra. Sandgerði, 20 bátar em byrjaðir. Hef- ur afli verið 5—10 lestir í róðri. Aflahæstu bátarnir eru Mummi, Víðir og Pétur Jóns- son, hátt í 150 lestir hjá hverjum. Þessir bátar byrj- uð'u róðra fyrr en aðrir og eru í búnir að fara 18—20 róðra. Keflavík. Keflavíkurbátar sækja djúpt út í Kanta, sem þeir kalla, þar er 110—120 faðma dýpi, Þeir eru með upp í 36 stampa í róðri — hámarkið. — Fara þeir í róðurinn skömmu fyrir miðnætti og og koma úr róðrinum á tim- anum frá 6—9, algengast um 7 leytið. Þeir, sem hafa farið flesta róðra, hafa farið 14. Aflahæst- ur mun vera Keflvíkingur með um eð'a rúmar 100 lest- ir. Síðasta saltsíldin fór í vik- unni frá Keflavík, 5000 tunn- ur. Akranes. Afli hefur verið þar tregur, 4—10 lestir á bát. 13 bátar eru byrjaðir róðra, og hafa mest farið 8—9 róðra. Allur aflinn er frystur fyrir Amer- íkumarkað. Eldborg var á Alcranesi í vikunni og tók 360 hesta af heyi, sem hún fór með austur á Reyðarfjörð, og fer hevið þaðan upp á Hérað. Mest allt heyið' var úr bænum. Eldborg fer svo aðra ferð með hey, þegar hún kemur að austan. ísafjörður. Ótíð hefur verið undanfar- ið og lítið róið. Hæstu bátar í janúar eru með um 70 lest- ir af fiski. Pólstjarnan mun vera hæst og Gunnbjörn með fast að því eins mikið. Súg- firðingar eru með um 40 lesta afla mest. Influenzan leggur nú heilu heimilin í rúmið á ísafirði Togarakaupin. Allir togararnir 10 eru nú sennilega seldir og fengu færri en vildu. Akureyringar riðu á vaðið með kaup á Harðbak, 0g er hann, eins og kunnugt er, bú- inn að fara eina söluferð til Bretlands. Akureyringarnir voru einnig snemma íþvímeð Kaldbak og högnuðust vel á því. Þá hefur Hafnarfjarðar- bær samið' um kaup á einum togaranum, Vörður h.f. á Patreksfirði á einum, og talið er, að Reykjavíkurbær fái 4, sem að öðru leyti er óráðstaf- að. Isafjörður og Siglufjörður fái svo sinn hvorn togarann, og Fáskrúðsfjörður og Eski- fjörður einn saman, og þá eru komnir 10. Þrem síðast töldu togurunum mun vera meira ráðstafað með tilliti til at- vinnuástandsins á stöðunum, heldur en að full geta hafi verið til að greiða tilskilið framlag, en það er um 10% af kostnaðarverði skipaúna. Lánin, Ríkisstjórnin tók lán í Bretlandi til togarakaupanna. Var það' sem svarar tæpum 6 miljónum króna á hvert skip með raunverulega 5% árs- vöxtum. Er lánið afborgunar- laust fyrstu 3 árin, en á svo að endurgreiðast á 17 árum, og verða þá vaxta- og afborg- unargreiðslur rúmar 600 þús- und krónur á ári. Heiihilt er ríkissjóði, samkvæmt lögum frá 1949, að ábyrgjast fýrir sveitarfélag allt að 10% af kostnaðarverði slcipanna, eða um 800 þúsund krónur. Talið er, að kaupendurnir greiði 800 þúsund krónur. Ef skipin kosta um 8 miljónir, vantar enn um % miljón króna upp á, sem ríkissjóður lánar þá sennilega. Hraðfrystir í togara. Garð'ar O. Jóhannesson er nýfarinn til Bretlands, og mun hafa í hyggju að láta setja. hraðfrystir í togara Varðar h.f. Patreksfirði, og verður það þá fyrsti íslenzki togarinn með hraðfrysti. SamanburSur á útgerö í SvíþjóS og hér. íslendingar eru sjálfsagt mesta fiskveiðiþjóð heimsins að tiltölu við íbúafjölda, nema ef Færeyingar skyldu hafa meiri litgerð. Á tveimur smáeyjum fyrir utan Gauta- borg, og sjálfsagt víðar í Sví- þjóð, er ótrúlega mikil og góð útgerð. Er ekki ófróðlegt fyr- ir Islendinga að gera nokkurn samanburð á 'þessari útgerð' og sinni. Á þessum eyjum lifa eyjaskeggjar svo til eingöngu af fiskveiðunum og verða einnig að fá sjómenn að, eins og gengur raunar og gerist víða í verstöðvum hér á lándi. Eýjar þessar eru Fotö (Fót- ey)_ Og Hönö (IIænuey). Á Fótey eru aðeins 300 íbú- ar, og er eyjan á stærð við Viðey. Þarna eru þó 18 stórir vélbátar, 50—75 lestir að stærð, með þetta 220 ha. vél- um og það'an af stærri. Vél- báturinn Sidon í Vestmanna- eyjum, rúmar 50 lestir að stærð, var keyptur frá Fótey fyrir noklírum árum. Til sam- aðburðar við þessa sænslcu verstöð mætti taka Akranes, þar sem er mjög álíka skipa- stóll og bátastærð, en íbúa- talan á Akranesi er sjálfsagt 8—9 sinnum hærri. Á Akranesi gegnir líku máli og á Fótey, þar sem menn vilja ekki nema stóra og gangmikla báta. 35 lesta bátar þykja nú orðið á eftir tímanum á Akranesi, og er minnsti báturinn þar, Fylkir, af þeirri stærð. Fyrir nokkr- um árum, þegar Fylkir var í Vestmannaeyjum, var hann stærsti báturinn og þótti þar þá stórt skip og gangmikið. Akurnesingar vilja nú helzt ekki minni báta en 60—70 lesta með 360 ha. vélum eða um 5 hestöfl á hverja br. lest í bátnum. Það er gamla sag- an að velja má úr mann- skapnum á stærstu og beztu bátana, og þar eftir fara oft aflabrögðin. Minni bátarnir reyna að' fylgja þeim stæn-i eftir, en þegar vont er í sjó, gengur það misjafnlega, eink- um þykja þeir smærri blaut- ir í norðanátt. I Hænuey búa 2600 manns, og þar eru 60 vélbátar, allt stórir og gangmiklir bátar eins og á Fótey. Það hentar ekki annað, því að þarna er langt sótt, t. d. á Fladen- grunn þar sem síldveiðin er mest. Ef. t. d. Vestmannaeyjar stærsta verstöð landsins, er borin saman við Hænuey, eru þar álíka mörg skip, en íbúa- talan er nærri % meiri í Vest- mannaeyjum. Þar eru bátarn- ir af mjög mismunandi stærð- um, frá 15 lestum og upp í 100 lestir og tveir vélbátar yfir 200 lestir, fyrir svo utan togarana. Það er sennilega ekki fjærri sanni að áætla, að skipastóllinn í Vestmannaeyj- um sé álíka mikill að smá- lestatölu og í Hænuey. Þessi samanburður við' Svíana er athyglisverður fyrir þá, sem heldur hafa amazt við hinni svonefndu nýsköpun og talið hana eiga lítinn rétt á sér. Is- lendingar hafa síður en svo verið of stórtækir í þeim efn- um. Að vísu hefði margur kosið, að meira hefði verið byggt af skipúm innanlands á mörgum árum. En það er tvennt, sem vert er að hafa í huga í því sambandi. Bátarn- ir, sem komu frá Svíþjóð', borguðu sig fljótt gjaldeyris- lega séð, mikið ef þeir hafa ekki gert það á einu ári. Einn- ig er mjög hætt við, að allar skipasmíðar hefðu stöðvazt, um leið og gjaldeyririnn gekk til þurrðar, — en á því stóð ekki lengi, — eins og þær Hka gerðu, þó að áformað hefði verið að balda þeirri smíði áfram. Þá hefði vél- bátaútvegurinn farið á mis við endurnýjun flotans, en féð, sem í hann fór, orðið að eyðslueyri. Mikið' af vélbáta- útgerðinni er illa komið fjár- hagslega, en það er vegna ó- venjulegs aflabrests á sild- veiðunum, en yfirleitt ekki vegna lélegrar afkornu a ann- arri útgerð. Og gjaldeyrislega séð hefur vélbátaútgerðm fært þjóðinni drýgstan skerf. Góðfúslega sendið blaðinu áskriftargjaldið í ávísun, ef póstkrafan kynni að hafa ver- ið' endursend af vangá. Vikublaðið VÍÐIR Bárugötu 2, Reykjavík

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.