Víðir


Víðir - 17.02.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 17.02.1951, Blaðsíða 1
XXIIT. Reykjavík, laugardaginn 17. febrúar 1951. 7. tölublað. Þorskanót Hlöð'ver. Johnsen útgerðar- maður í Vestmannaeyjum hefur skrifað blaðinu eftirí'ar- andi bréf, sem er mjög athygl- isvert og því birt hér: . . . og vegna skrifa þinna um veiðar Norðmanna í þorskanót skrifaði ég eftir þínu ráði íslenzka sendiráð- inu í Osló og fékk þaðan uþp- lýsingar um nótina. Norðmenn hófu í fyrra veiðar í þorskanót við Lófót- en. Að fenginni þeirri reynslu voru nú leyfðar veið'ar í 400 nætur í ár. Nótin kostar nú í Noregi 38.000 norskar krónur með snurpulínu. Utflutningur er háður leyfi norskra yfirvalda. Nótin er 34 faðma djúp og 180 faðma löng, hnýtt úr venjulegri bómull, 14 umför, þráður 11/11, 12/15 og 12/21 eftir byggingu nótarinnar. Það er fiskað í nótina fyrir opnu hafi, og er stærð bát- anna, sem þessar veiðar eru stundaðar á, 50—75 lestir. Nótin er notuð á sama hátt og síldarsnyrpunót, ýmist sem hringnót eða kastað af tveim- ur nótabátum. Nú sem stendur er ekki hægt að' fá nót keypta í Nor- egi, vegna þess að sverasta garnið, sem notað er í mið- kafla nótarinnar, vantar, en er væntanlegt núna bráðlega frá ítalíu. Eg hef orðfært þessa nót við nokkra reynda formenn hér, og sýnist þeim öllum á einn veg, að hún gæti mjög sennilega komið hér að góð- um notum, því að eins og við vitum, er þorskurinn hér með söndunum í torfum, og er það' ómælt, hversu mikið mætti veiða hér í slíkt veiðarfæri. Vegna þess hve nót þessi er dýr, hrýs mönnum hugur við að kaupa hana, enda ó- víða efni til þess að gera svo kostnaðarsama tilraun án hjálpar frá opinberum aðilum. Hitt er annað mál, að sæi Fiskifélagið, fiskirannsókna- nefnd eða aðrir aðilar sér fært að kaupa slíka nót, myndi ég og margir fleiri vilja gera tilraunina á eigin kostn- að með því skilyrði að hafa forkaupsrétt að nótinni, ef hún reyndist vel. En ef illa 'æri, sýnist mér, að hægt myndi að selja nótina aftur út, meðan framboðið er ekki meira en nú er. Prá mínum bæjardyrum Alvinnuleysi er óþarff á Íslandi. Atvinnuleysisskráning víðs vegar um land hefur leitt í ljós þó nokkuð atvinnuleysi. Sú peningavelta, sem var á stríðsárunum og fylgdi í kjöl- far þeirra, er að fjara út. Það hefur mjög þrengzt um með peninga upp á síðkastið og menn kippt að sér hendinni með nýjar framkvæmdir, enda lánsfé verið' af mjög skornum skammti. Höftin hafa líka átt sinn þátt í þess- um samdrætti, en þau hafa einkum bitnað 'á verzluninni, verklegum framkvæmdum og svo iðnaðinum. Mikil atvinna svo að segja hvar, sem var, og betri efna- hagsafkoma hefur undanfarin ár stuðlað að því, að menn hafa frekar en áður getað stundað atvinnu heima í byggðarlagi sínu. Á þetta jafnt við um fólk í sveit sem við sjó. Áður fyrr þótti sjálf- sagt, að allir færu í verið, sem máttu missa sig, og það jafn- vel, þó að þeir ættu ekki heim- angengt, eins og oft vár um heimilisfeður. Á sumrin fóru menn og konur svo aftur í kaupavinnu. Nú er þetta allt mjög breytt, og þarf ekki að rekja ástæðurnar til þess. Að vetrarlagi er lítið um atvinnu í bæjunum nema við sjóinn. Myndarlegur iðnaður hefur þó risið upp sums stað'- ar, eins og á Akureyri. I bæj- um á Norðurlandi ætti líka að geta verið nokkur síldar- iðnaður á vetrum, t. d. við niðurlagningu á kryddsíld. Og núna síðustu árin er» fiskur tekinn að veiðast þar sums staðar að vetrinum til, og getur fiskgengd vel farið vax- andi. Annars mun það' svo, að menn verða enn að fara í at- vinnuleit milli landsfjórð- unga, eins og gerðist áður, og meira nú en undanfarin ár. Ungum mönnum og einhleyp- um er það 'ekki vorkunn, ef vel er að þeim búið í ver- stöðvunum, en það er nú því séð væri sennilega ómaksins vert að' athuga þessar og aðr- ar leiðir, því að hvaða veiðar- færi ættu togbátarnir frekar að nota en slíka nót, ef hún reynist vel, þegar landhelgin hefur verið færð í 4 mílur, eins og vonir allra standa til! miður misjafnt. Bezt var, þegar vertiðarfólkið gat verið á heimilinu hjá útgerð'ar- manninum, það var oft nota- legt og skemmtilegast. En nú er það alveg að leggjast nið- ur, og verbúðir og stór mötu- neyti að koma í staðinn. Á Vestfjörðum er aflaleys- ið alvarlegast. Þegar svo er komið, að menn treysta sér vart til þess að gera út vegna aflatregðu, er illa komið. Vestfirð'ingar munu samt ekki verða eftirbátar annarra með að bjarga sér, ef þeir fá að- stöðu til þess, t. d. lánsfé. Vestfirðingar hafa lengi verið taldir einhverjir harðdugleg- ustu sjómenn hér á landi, og ber sjósókn þeirra norður í Húnaflóa í skammdeginu vott um, að þeim hefur ekki farið aftur. En þeir þurfa ganggóð og mikil og traust skip. Þá geta þeir sótt á vetr- arvertíðinni suður á land, ef aflinn bregzt á heimamiðum. Vestfirðirnir liggja líka bezt við fiskvinnslu af togurunum, og hefur hér fyrir löngu verið bent á, hve eðlilegt væri, að t. d. á ísafirði væri stórt fisk- iðíuver, með fullkomnum sjálfvirkum löndunartækjum. Austf irðingar láta ekki mikið til sín heyra í sambandi við atvinnuleysi, en allir geta þó skilið, að þar er ekki mik- ið um að vera á veturna. Fiskivon er helzt ekki fyrr en suður á Hornafirði. En þeir hafa fengið sér nokkra stóra og góða báta, og togaraút- gerðin á Seyðisfirði og Norð- firði hlýtur að^ vera mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið. Það er eðlilegt að dreifa tog- urunum um landið, þar sem skilyrði eru til þess að gera þá út, og var það góð' stefna, sem tekin var upp, þegar ný- sköpunartogurunum var út- hlutað og nú verður haldið á- fram. Þar veltur mikið á, að góður maður veljist til þess að stjórna fyrirtækinu. T>á á togaraútgerð víðast hvar að geta borið sig eins og í Reykjavík og Hafnarfirði, þar sem áð'ur þótti sjálfsagt að hafa alla togarana. Það er líka eitthvað af vélbátum, sem ekki eru gerð- ir út. Ef til vill mætti greiða fyrir útgerð þeirra eða sölu í aðrar verstöðvar, þar sem þeir hentuðu betur. En þetta eru einkum bátar af stærð- inni 12—25 lestir. En það eru svo margar ástæður til, að þessir bátar standa, að' ein- staklingarnir verða sennilega að ráða fram úr þeim vanda- málum á eigin spýtur. Mest ber á atvinnuleysinu í Reykjavík. Þar býr nú orð- ið nær helmingur þjóðarinn- ar, og þar hefur bætzt við sem svarar allri fólksfjölgun í landinu árum saman, 1000— 1500 manns árlega, Það er von, að hér þurfi mikið til. Ef verulega harðnaði á daln- um — það er nú sem betur fer ekki enn — í atvinnumál- um þjóðarinnar, eins og var hér stundum á árunum fyrir stríð, myndu forráðamenn höfuðstaðarins finna, við hvað þeir hefðu að glíma. Fiskveiðar, iðnaður, verzl- un og byggingaframkvæmdir eru það, sem atvinnulíf Reykjavíkur byggist hélzt á. Hér mætti sjálfsagt búa bet- ur í haginn fyrir vélbátaút- veginn en gert hefur verið, þó að mikið hafi verið.gert í þeim efnum. Einkum vantar fleiri verbúðir og hús, þar sem skipshafnir, t. d. af viðlegu- bátum, gætu búið og jafnvel af Reykjavíkurbátum líka, þegar um aðkomumenn væri að ræða. Útgerð nýsköpunartogar- anna getur ekki gengið' betur en hún gerir nú, en hún veitir minnsta atvinnu, þegar ís- fiskveiðar eru stundaðar eins og nú. En við því er ekkert að segja. Það verður að' haga útgerð skipanna, eftir því sem Framh. á S. síðu. 1950 mef-aflaár í USA. Heildaraflinn í U. S. A. nam árið 1950 2205 þúsund lest- um, það er um 7 sinnum meira en ársafli íslendinga. Þetta er um 50 þúsund lest- um meiri afli en árið áður og hefur farið fram úr fyrra met- inu, sem var frá 1941. Af aflanum voru frystar 130 þúsund lestir, eða 7—8 sinn- um meira magn en fryst var á Islandi s.I. ár. „Sfálþráðsbréf". Um þessar mundir fara fram samningar milli fyrir- tækis í Kaupmannahöfn og nokkurra hinna stærstu út- gerðarfélaga þar um sendingu „stálþráðsbréfa" til sjómanna, sem eru i utanlandssiglingum. Ætlunin er, að þeir, sem heima eru, geti talað slík „þráðbréf' til vina sinna á skipunum, og er það' síðan sent með flug- pósti til na^sta viðkomustað- ar skipsins. Skipinu verða svo að sjálfsögðu látin í té tæki til þess að „spila" bréfið. Gert er ráð fyrir, að þessi bréf kosti sem svarar 25 krónum íslenzk- um. Burmeísfer & Wainr hin þekkta véla- og skipa- smíðastöð Dana, sem m. a. hefur byggt Fossana og fleiri íslenzk skip, seldi skip og vél- ar s.l. ár fyrir sem svarar 373 milj. ísl. króna, eða upp undir það eins mikið og allur út- flutningur íslendinga nam á s.l. ári. Þar af námu viðskiptin við útlönd 260 milj. króna. Nettó-tekjur félagsins námu 25 miljónum króna. Um helm- ingur þe'ssarar upphæðar fer í skatta. Hluthafarnir fá 5Y» og 6% í arð. ÍSFISKSÖLUR. Dagar milli Söli ídagu r: Skipsnafn: sölu: Sölustaður Lest r: Meðalv. k| 7. febr. Svalbakur, Ak. Grimsby 235 £ 13087 kr. 2.55 0. — Egill Skallagrímss., R. 21 Grimsby 231 £11621 — 2.30 10. — Jörundur, Ak. 25 Grimsby 213 £ 9634 — 2.05 11. — Helgafell, B. 25 Grimsby 240 £ 9948 — 1.90 13. — Ingólfur Arnars., R. 28 Hull 244 £10730 — 2.00 13. — Akurey, R. Hull 245 £10249 — 1.90 13. — Úranus, R. Grimsby 253 £ 4136 — 0.75 13. — ísborg, Isafirði Vélbátar: 26 Aberdeen 199 £ 6125 — 1.40 8. — ísbjörn, Isafirði Pleetwood £ 1422 8. — I'ráinn, Neskaupst. Aberdeen 316 £ 1351 — 1.95 12. — Hrafnkell, Neskaupst. Aberdeen 447 £ 1418 — 1.45 13. — Suðurey, Vestm.eyjum Pleetwood 391 £ 1346 — 1.55 14. — Björg, Eskifirði Aberdeen 346 £ 918 — 1.20 14. — Rifsnes, R. Fleetwood 101 £ 3483 — 1.55

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.