Víðir


Víðir - 17.02.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 17.02.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 Atvinnuleysi er óþarfl á fslandi. Helztu skuldu- nautar Svía: Danmörk s. kr. 144 milj. Finnland s. kr. 455 milj. Noregur s. kr. 125 milj. Pólland s. kr. 65 milj. Sovétríkin s. kr. 304 milj. Athugun á fram- JeiðsIukostnaSi. Það eru uppi áforrn í líandaríkjunum um, að ríkis- stjórnin láti fara fram í sam- ráði við aðrar ríkisstjórnir at- liugun á mismun á fram- leiðslukostnaði í Bandaríkj- unum og öðrum löndum og láti athuga áhrit' innflutnings erlendra fiskafurða á innlendá fiskmarkaðinn í U. S. A. Einkasala á norskum fiski? Eftir ])vi sein „Verdens Gang“ skýrir frá er nú til at- hugunar að koma einkasölu á alla verzlun með fisk í Noregi, og verði henni stjórnað af ])eim, sem fiskveiðarnar stunda. Yfirmað'ur fiskimálanna í Noregi (fiskimálastjóri) hefur samið uppkast að lögum um slíka einkasölu. Tímaritið segir, að tiílögui* * þessar muni mæta mikilli mótspyrnu í hinu frjálsa atvinnulífi. ASeins lifandi dýr. Svíar hafa lengi verið fúsir til að kaupa verulegt magn af kjöti frá Danmörku. Nú vilja þeir kaupa 35.000 kroppa eða 8000 lestir. Danir' vilja helzt selja dýrin lifandi, en Svíar vilja heldur fá kropp- ana. Astæða Dana er sú, að þeir verða að greið'a liáan toll, þegar þeir fíytja lit húðir til Svíþjóðar, en engan toll, þeg- ar þeir flytja dýrinn inn lii'- andi. Framhald af 1. síðu. liagkvæmast er hverju sinni fyrir afkomuna, en reyna heldur að ráða fram úr at- vinnuleysinu á annan hátt. Verða þá fyrst fyrir gömlu togararnir. Heyrzt hefur, að eigendur þeirra sumir hverjir vildu setja í þá olíukynding- artæki, svo að hægt væri að gera þá út fyrir heimamark- aðinn, en það er skiljanlega ókleift með þessu kolaverði, og þá ekki sízt hinni erfiðu aðstöðu til þess að fá kol. Annars eru þetta eflaust úr- elt skip, þótt þau hafi á sín- um tírna fært mikla björg í bú, og erfitt að gera þau út með ábata nú. En ef eigend- urnir vildu leggja í þennan kostnað, sem talið er að sé % milj. króna, í von um, að út- gerðin gæti þá borið sig, væri eð'lilegt, að ríkið aðstoðaði þá útgerðarmenn, sem þess þyrftu, t. d. með ábyrgð, ef þeim dyggði það. I>að getur enginn amazt við, að byggt sé, síð'ur en svo. Ilúseignir eru varanleg verð- mæti, og það er mjög ánægju- legt að sjá, hvernig hinn svo- kallaði stríðsgróði hefur lent í varanlegum og vönduðum byggingum, ekki einungis hér í Reykjavík, heldur og um allt land. Þjóðin hefur svo til skipt alveg um .húsakost s.l. hálfa öld, og er það mikið á- tak. En þetta verður að vera kleift fjárhagsins vegna og ekki stuðla að of miklum sam- drætti í framleiðslunni. En það er tæplega nokkur hætta á, að svo yrði, þó að bygg- ingar væru frjálsar, eins og fjárhagsástandið er og lán- veitingum er háttað. Það er illa farið að hindra t. d. menn í að byggja sér hús,. sem hafa lítið' við að vera eða vildu nota frítíma sinn til þess. Traustur iðnaður styður hvað bezt að efnahagslegu sjálfstæði einnar þjóðar. ís- land hefur mjög góð skilyrði til mikils iðnaðar vegna vatnsvirkj ana. Það verður aldrei lögð of mikil áherzla á að' efla iðnaðinn. En jafnframt verður að keppa að því, að hann standi jafnfætis erlend- um iðnaði að gæðum og fram- leiðslukostnaði. Sé blómlegt. atvinnulíf þarf enginn að kvíða því, að verzl- unin þrífist ekki. Það er ekki hægt að' skilj- ast svo við þessi mál, að ekki sé aðeins drepið á landbúnað- inn. Það er mikill vorhugur í bændum landsins, þeir vilja rækta mikið og auka bústofn- inn, kaupa vélar og byggja upp. Og íslenzk gróðurmold hefur sýnt, að hún er ]>ess verð, að varið sé fé til rækt- unar. Glæsileg verk hafa ver- ið unnin í þeim efnum víð's vegar um land. Og enn er mikið auðræktanlegt land á Islandi, er bíður starfandi handa. Þar eru óþrjótandi verkefni í náinni framtíð. Ef til vill gerir sá ótti vart við sig hjá einhverjum, að varhugavert sé að ýta um of undir atvinnu og fram- kvæmdir í landinu, því að þá geti orðið of mikil eftirspurn eftir vinnuaflinu og erl'itt að halda kaupgjaldinu innan þeirra takmarka, sem útflutn- ingsframleiðslan getur borið. En það verður vandratað meðalhófið í þeim efnum, og væri það illa farið, ef sá ótti sæti í vegi fyrir nytsömum framkvæmdum. Nú gætir yfirleitt bjartsýni hjá útgerðinni og framleiðend- um sjávarafurða. Það getur vel farið svo, að þetta ár verði metár, hvað útflutningsverð- mæti snertir, og þá geti orðið' hagstæður verzlunarjöfnuður, sem hefur ekki náðst árum saman. Verði svo jafnframt nægileg atvinna í landinu vegna aukinnar litgerðar og framkvæmda, og þá m. a. Sogs- og Laxárvirkjunarinnar og byggingu áburðarverk- smiðjunnar, jafnframt því sem slakað yrði verulega á höftunum, myndi þetta vekja vonir hjá almenningi um bjartari tíma. Golt markaSsútlit fyrir fisk í U.S.A. Tnnanríkisráðuneyti Banda- í'íkjanna, fiskimáladeildin, hefur sent frá sér álitsgerð um útlit og horfur á fiskmarkað- inum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þar er spáð blóm- legu viðskiptalífi í Banda- ríkjunum. Sem bein afleiðing af hinni miklu framleiðslu fari almennar tekjur vaxandi og neyzlan um leið'. Hin aukna eftirspurn muni mikið leita á mat væla i na rk aðin n vegna takmarkana á ýmsum öðrum sviðum, eins og i byggingar- iðnaðinum. Þá er gert ráð fyr- ir, að verðið muni að líkind- um hækka. Innflutningur á matvælum muni sennilega verða mikill áfram og litflutn- ingur þeirra sennilega minnka enn frekar. Ovíst sé, hve milc- illa matvæla herinn þarfist, en það sé þó ekki trúlegt, að það' mtini draga lír hinum al- mennu birðgum neitt sem lieitir. Smásöluverðið á mat- vörum var nærri óbreytt frá því í júní og þangað til í októ- ber. Verðið á kjöti féll í októ- ber. í sama mánuði hækkaði fiskverðið. Það megi búast við góðum markaði fyrir fisk- afurðir á tímabilinu janúar— marz, neyzla á fiski muni þá aukast vegna föstunnar, sem byrjar 7. febrúar og líkur 25. marz. ___________ Æfingar á verzlunarflof- anum brezka vegna sfríðshæffunnar. í nokkrum mestu siglinga- borgum Breta hafa sjómenn á verzlunarflotanum verið hvattir til að mæta til æfinga vegna stríðshættunnar. Yfir- mennirnir fá 30 klukkustunda tilsögn bæði í verklegri og munnlegri kennslu í að sigla í skipalestum, meðferð radar, vörnum gegn kafbátum, tundurduflum, kennslu í loft- vörnum, slökkvistarfi og vörnum gegn atomsprengjum. Aðrir skipverjar fá svipaða kennslu. í Bandaríkjunum hafa fjöldamörg skip verið látin fara í skipasmíðastöðvar til þess að styrkja þilfar skip- anna, lagfæra eða setja ný loftvarnatæki í þau. Það' er talið, að brezka flotastjórnin hafi svipuð áform á prjónun- um, hvað brezk skip snertir. 150.000 innflvtj- endur til Kanada. I Kanada er áformað að taka á móti 150.000 innflytj- endum í ár, og er það helm- ingi meira en á s.l. ári. HvaS mikiS er 71 miljarSur? Fjárlögin, sem Truman for- seti lagði fram, voru að upp- hæð 71 miljarð'ur dollara. Ef þessi upphæð væri öll komin i eins dollara peninga, sem væru af líkri stærð og ís- lenzka krónan, segjum 2 nun á þykkt, og lægju hlið við hlið, næði hún vfir vegalengd, sem væri 14.319 mílur, eða rúmlega þriðjungur af vega- lengdinni til tunglsins. Og þá er það, að litla stúlk- an bað mömmu sína um að f'á að fara út og leika sér við Nonna, því að hann hefði fengið vasapeningana sína um daginn. ★ Nýlega var Austurríkis- inaður tekinn fastur, en hann hafði falið í skóhælúm sinum demanta, sem voru 100.000 dollarar (1.6 milj. kr.) að' verðmæti. ★ Svíar áforma að láta gera kvikmynd af síldveiðunum hjá sér. Myndina á síðan að Isýna til þess að ýta undir meiri fiskneyzlu. stórkostleg sýning á öllum hugsanlegum munum. Munum þeim, sem Jóhanka átti, fleygði hann aftur inn í skápinn í eldhúsinu. Hann langaði meira að segja til að raða þeim þar snoturlega, en eftir nokkrar tilraunir gafs't hann alveg upp við það af getuleysi og skikli skápinn eftir galopinn, eins og hann hefði verið rændur. Þá tók hann og að óttast, að Jóhanka myndi fara að koma heim aftur og hann yrði að tala alvarlega við hana. . . . Hann liafði svo mikla and- slyggð á þessari tilhugsun, að hann fór að klæða sig í snatri. Ég skal lesa yi'ir hausamótunum á henni á morgun, hugsaði hann með' sjálfum sér, það er nóg fyrir hana í dag að þreifa á því, að hverju ég hef komizt. Hann greip eina af nýju skyrtunum sínum, en hún var eins stíf og pappþ Svo að hann gat ekki lineppt þessum stífa flibba, þrátt fyrir allar tilraunir sínar. Og Jóhanka gæti komið á hverju augna- bliki. Hann smokraði sér því í snarkasti í gömlu skyrtuna sína og kærði sig kollóttan, þótt hún væri öll trosnuð, og hann var ekki fyrr kominn í fötin en hann læddist út likt og þjófur og lónaði og slæptist í ldukkutíma um götumar, áður en hann fór til boðsins. Hann var mjög einmana í samsætinu. Ilann reyndi að komast í innilegar samræður og náin kynni við gamla kunningja, en hann vissi einhvern veginn ekki, hvernig hann ætti að fara að því. Árin höfðu skotið sér inn á milli hans og annars fólks. Að liugsa sér — við skiljum ekki hvorir aðra, En hann bar ekki kala til nokkurs manns, stóð afsíðis og brosti, fékk ofbirtu í augun af Ijósadýrðinni og varð hálfviðutan af hávaðanum og hraðanum . . . þangað til hann varð allt í einu heltekinn af nýjum skelk — að hugsa sér, hvernig ég er útlits. Þráðar- spottar hanga út úr skyrtunni minni, blettir á kjólnum mínum — og hvað skóna mína snertir, þá eru þeir ekki ásjálegir. Blessi mig. Hann vildi, að hann gæti sokkið niður í jörðina, og hann leit*í kring um sig eftir felustað, en allt í kring um hann Ijómuðu og skinu livít skyrtubrjóst. Hvert gæti hann komizt burt án þess, að eftir hoiium yrði tekið? Hann var hræddur við að ganga eitt fótmál til dyranna, því að þá myndu allir snúast eins og snarkringlur og star- blína á hann. Hann kófsvitnaði út af þessum kröggum. Hann lézt standa algerlega hreyfingarlaus, en var allan tímann að smámjaka fótunum eftir gólfinu, til þess að komast til dyranna, þumlung eftir þumlung, án þess að eftir honum yrði tekið. Það var eins og óhamingjan elti hann. Stúdent, gamall kunningi lians frá háskólaárunum, ávarpaði hann. Jók það á vandræði hans. Hann svaraði honum mjog klaufalega og var næstum búinn að stórmóðga hann. Hann andvarpaði feginsamlega og honum létti, þeg- ar hann var aftur orðinn einn, og tók nú að mæla fjar- lægðina að dyrunum með augunum. Á endanum varð hon- um undankomu auðið' — og flúði heim til sín. Það Var ekki enn komið miðnætti. Á heimleiðinni kom honum aftur Jóhanka í hug. Heili hans varð framkvæmdasamur við þessa hröðu göngu, og hann lagði niður fyrir sér í huganum, livað hann ætlaði að segja henni. Langar, kjarnyrtar, háfleygar setningar og orðatiltæki fléttuðust saman og runnu óvenjulega auðveld- lega saman í fagurskapaða ræðu í huga lians, langdregnar samræður um alvarlegan áfellisdóm — og að síðustu mis- kunnsemi. Já, miskunnsemi, vegna þess að að lokum myndi hann fyrirgefa henni. Hann ætlaði ekki að hrekja hana út á götuna, Jóhanka myndi gráta og grátbæna og þessu næst lofa að bæta ráð sitt. Hann myndi hlusta á hana, þumb- aldalegur og ósnortinn, og að síð'ustu segja hátíðlega við hana: „Jóhanka, ég ætla að gefa þér tækifæri til að bæta fyrir vanþalddæti þitt og ræktarleysi. Vertu ráðvönd og drottinholl, annars krefst ég ekki af þér. Ég er gamall mað- ur og hef enga tilhneigingu til að vera grimmur. Framhald.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.