Víðir


Víðir - 24.02.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 24.02.1951, Blaðsíða 1
xxm. Reykjavík, laugardaginn 24. febrúar 1951. 8. tölublað. Veiðarfæragæzla og björgunarstarf. í vetur annast Ægir eins og v*nt er veiðarfæragæzlu og björgunarstarf við' Vest- *iannaeyjar, þegar lokið er viðgerð þeirri vegna árekstr- *r, er hann varð fyrir í höfn- urn i fyrir skömmu. Sæbjörg hefur verið í slipp andanfarið og er nýkomin aiður og í þann veginn að taka við fyrra starfi sínu í Faxa- Sóa við að líta eftir veiðar- fierum og skipum. Á Vestfjörðum starfar M aría Júlía að gæzlunni. Óðinn hefur gæzluna fyrir Austurlandi. Hermóður, hið nýja skip vitamálastjórnarinnar, er fimmta skipið, sem starfar sennilega í vetur að veiðar- færagæzlu eins og í fyrra. Hermóður var þá í Miðnes- sjónum. Aðalstarf þessara skipa er fólgið í því að gæta veiðar- færanna, verja línuna og þorskanetin fyrir ágengni út- lendinga og verja landhelg- ina. — I>egar einhver tog- ari fer að verða hættulega nærgöngull við' veiðarfærin, hefur báturinn samband við gæzluskipið í gegnum talstöð- ina og segir því, hvers kyns sé, og kemur það þá á vett- vang, þaðan sem það' hefur verið að gæzlunni, og talar skipstjórinn við stéttarbróður sinn á togaranum og biður hann að flytja sig, svo að hann skemmi ekki veiðarfær- in. Togaraskipstjórarnir eru misjafnir menn eins og geng- ur og gerist. Flestir fara í burtu, en einstaka eru með' ónot. Eru jafnvel dæmi til þess, að svo mikil kergja hef- ur verið í togaraskipstjórum, að þeir hafa myndað sig til að sigla á bátinn, en láta það svo gott heita að hypja sig í burtu. Þetta er utan land- 'helgi, og þykjast togaraskip- stjórarnir þar vera í jafnmikl- um rétti og bátárnir. I Vestmannaeyjum hefur netasvæðið árum saman verið tilkynnt rækilega í útvarpi 0g blöðum og það kortlagt og kortið sent út til erlendra togarafélaga og þau beðin að' hlutast til um, að togarar þeirra eyðileggðu ekki netin f.yrir bátunum. Svæðið hefur síðan verið grcinilega merkt með duflum, svo að skipstjór- ar ættu hægara með að átta Skattar og opinber rekslur. Hver er það, sem ekki kveinkar sér undan sköttun- um og hinum opinberu gjöld- um yfirleitt. En flestum verð- ur sjálfsagt á að líta fyrst og fremst á það, sem að honum sjálfum snýr í þeim efnum, en láta sig svo litlu skipta, hversu réttlátlega gjöldin koma niður á aðra, sem ekki heyra undir saina skattstiga, En ef menn vilja fá rétt- láta skattalöggjöf og sem heilbrigðasta meðferð á opin- beru fé, verður það ekki, nema slcattþegnarnir taki al- mennt höndum saman í þeim efnum. Það' er við svo ramm- an reip að draga, þar sem hið opinbera er, sem virðist koma öllu auðveldlega í lóg, næst- um sama, hve mikið því á- skotnast. Það er að sjálfsögðu tilfinn- anlegast fyrir lægst launuðu skattþegnana, þegar skatta- löggjöfin er þannig, að þeir fa varla að halda eftir fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. En skatt- og útsvarsstiginn getur á sama hátt verið óréttlátur gagnvart þeim skattþegn, sem hefur meira umleikis og meiri tekjur, þó að hann þurfi síð'- ur að kvíða því að geta eklci bætt úr brýnustu þörfum sín- um. Það er ef til vill maður, sem hefur nokkra menn í vinnu. Há opinber gjöld draga úr getu hans til þess að reka fyrirtæki sitt . með þeim þrótti, sem hann ef til vill vildi, og þung- opinber gjöld i'ýra einnig getu ha-ns til þess að greiða kaup, sem hann ella gæti, eða þvinga hann til þess að reyna að lækka kaupið. Kemur þá slíkt oft niður á þeim, sem sízt mega við því. Þannig eru öll þessi mál samanfléttuð. Þegar skattarn- ir eru orðnir það háir, að þeir lama sjálfsbjargarviðleitnina og gera menn dugminni en þeir ella myndu vera, er of langt gcngið. Nú skulu tekin nokkur dæmi, er sýna, hversu opin- ber gjöld koma hart og oft óréttlátlega niður. Tekjur verkamanns, sem hefur unnið aðeins dagvinnu á árinu 1950 og tekið 2 vikna orlof, námu . . kr. 24.045.38 Ef miðað er við hjón með tvö börn, námu sjúkrasam- lagsgjöld, tryggingargjald og stéttargjald .... kr. 908.00 Kirkjugarðs- og kirkjugjald . . Tekjuskattur og útsvar .......... 72.00 1520.00 Gjöld samt. kr. 2500.00 Þetta er rétt um 10% af tekjunum, eða tæpar 210 krónur á mánuði. Ef þetta hefði verið einstaklingur, en ekki fjölskyldumaður, hefðu opinberu gjöldin numið kr. 3646.00. Þannig eru opinberu gjöld- in hjá fjölskyldumanninum með konu og tvö börn aðeins tæpum 100 krónum minni á mánuði en hjá einstaklingum. Það verður ekki sagt, að það sé hér mikils metið af því op- inbera að vera að ala upp nýja þjóðfélagsborgara. Það er svo aftur mál út af fyrir sig, hve erfitt verka- manni er að greiða 10—15% af launum sínum í opinber gjöld. Tökum annað dæmi, aftur af hjónum með tvö börn, þar sem maðurinn hefur 2500 krónur í mánaðarkaup, árs- tekjur ....... kr. 30.000.00 sig á, hvar netin væru. Það er alveg furða, hve vel skip- stjórar hafa virt þessi tilmæli útgerð'armanna í Eyjum og líthð eyðilagt net þeirra, þó að þau hafi oftast verið Iangt fyrir utan 'landhelgi og á því svæði, sem togarar hefðu kannske helzt kosið að vera. Sj úkrasamlags-, tryggingar- og stéttarfélags gjald......... kr. 908.00 Kirkjugarðs- og kirkjugjald .. — 81.00 Tekjuskattur og útsvar ......... — 2921.00 árstekjur .......kr. 100.000 Skattar þessa mannss og litsvar nema 46.882 kr., auk 1000 kr. í önnur gjöhl, ... — 47.882 Greiðir hann þannig 48% af tekjum sínum í opinber gjöld. Sé þetta nú t. d. at- vinnurekandi, sem hefur ekki neinar afskriftir, er það ekki mikið, sem löggjal'inn leyfir honum að halda eftir til þess að byggja upp fyrirtækið', þegar liann hefur framfleytt fjölskyldu sinni. Tökum eitt dæmi enn af skattgreiðanda, manni með konu og tvö börn, sem á 500.- 000 króna skuldlausa eign og hefur haft í hreinar tekjur kr. 200.000 Hann þarf að' greiða í skatt og útsvar kr. 130.667 og önnur opinber gjöld, svo sem sjúkrasamlags- gjald o. fl. um 1000 krónur .... — 131.667 Opinberu gjöldin nema þannig um 66% af tekjum hans. Á tekjur yfir 200.000 krón- ur er eingöngu skattur og þá 90%. Lítum svo aðeins á, hvern- ig hlutur þeirra er, sem kynnu að hafa lagt eitthvað fyrir, t. d. til elliáranna, því að svo er þó fvrir að þakka, að enn hafa ekki allir lagt árar í bát með að reyna að sjá sér far- borð'a á efri árum og þurfa ekki að krjúpa að náðarborði þess opinbera. En það er lítill vafi á, að sparnaðaranda yngri kynslóðarinnar hefur Framh. á S. síðu. Fréliir af „Galafhea". Danska hafrannsóknaskip- ið, sem er á leið umhverfis hnöttinn, kastaði nýlega trolli á 5300 m dýpi í liinu svokall- aða Madagaskardýpi í Mada- gaskarflóanum, og tókst það ágætlega. Var þarna rnjög fá- tæklegt dýralíf og miklu minna en í Guineaflóanum, og engir botnfiskar. Þar sem % hluti af yfir- borði jarðarinnar er haf, sem er meira en 4000 m djúpt, getur þessi tilraun haft mikið hagnýtt gildi. Sænsku báfarnir fil Rússlands. Fyrsti togbáturinn, sem verið er að byggja í Ystad í Svíþjóð, var afhentur rúss- neslcri skipshöfn um síðhstu mánaðamót. Báturinn er 80 „registertonn“ og gekk 10 mílur, en þess var aðeins kraf- izt í samningunum, að hann gengi 8% mílu. Skipasmíða- stöðin hefur byrjað byggingu á næsta skipi. Þessi bátur var sá 9. í röðinni í samningi um 29 skip. Gjöld saint. kr. 3910.00 Þetta. eru 13% af tekjun- um, eða 326 krónur á mánuði. Einstaldingur með sömu tekjur gi'eiðir 5106 krónur, eða 17%. Hér eru sömu hlut- föll milli fjölskyldumannsins og einstaklingsins og áður, tæpum 100 krónum minna, sem hann greiðir í opinber gjöld á mánuði af sömu tekj- um. Tökurn enn dæmi af skatt- g'reiðanda, manni með konu og 2 börn, sem á 250.000 króna hreina eign og liefur í Norðmenn flyfja inn lifandi þorsk. I þessum mánuði var í fyrsta sinn fluttur lifandi þorskur í bíl frá Danmörku til Osló. Bíllinn var 17 tíma á leiðinni og ók að sjálfsögðu yfir Svíþjóð. Þetta fyrsta lvlass var 3600 kg. Ætlunin var að flytja á sama hátt á einni viku 14.000 kg. af lifandi þorski. ISFISKSÖLUR. Dagar milli Söludagur: Skipsnafn: sö lu: Sölustaður: Lestir: Meðalv. kg. 15. febr. Askur, Ttvík Grimsby 236 £ 9978 kr. 1.90 15. — Geir, Rvík 28 Hull 266 £10140 — 1.75 17. — Harðbakur, Akureyri 23 Grimsby 229 £ 9771 — 1.95 17. — Jón I'orlákss., Rvík 26 Hull 223 £ 5954 — 1.20 20. — Marz, Rvík 29 Grimsby 295 £ 9418 — 1.45 20. — Fylkir, R\’ík 25 Grimsby 266 £ 9691 — 1.65 20. Bjarni Olafss., Ak. Aberdeen 200 £ 5432 — 1.25 21. —• Elliðaey, Vm. Vélbátar: 21 Grimsby 222 £ 7745 — 1.60 15. — Björn Jónss., Rvík Fleetwood 57 £ 2676 — 2.15 10. — Sleipnir, Neskaupst. Aberdeen 50 £ 1690 — 1.55 20. — Víðir, Eskifirði Aberdeen 55 £ 1423 — 1.20 20. — Kristján, Akureyri Aberdeen 72 £ 1700 — 1.05 20. — Helgi Ilelgason, Vm. Fleetwood 61 £ 2424 — 1.80 21. — Viktoría, Þorlákshöfn Fleetwood 54 £ 1111 — 0.95 21. — Gullfaxi, Neskaupst. Aberdeen 26 £ 1461 •— 2.55

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.