Víðir


Víðir - 24.02.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 24.02.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR ^Vez&twn 0(j (jázmát j k««rt^/VUWIWVWUU,UWww I Ifiðir \ j i kemur út á laugardögum Ji ! * 1 Fylgirit: !' ! j GAMALT OG NÝTT !j < j Ritstjóri: ij ;! EINAR SIGURÐSSON ;! J ! Sími 2685 j! Víkingsprent J' . '-wwwwwwwwwuwwo Vinnudeilur. í uppsiglingu eru nú mikl- ar vinnudeilur, og verði ekki komið í veg fyrir þær, er mik- ill voði fyrir dyrum. Verka- menn og atvinnurekendur eiga. í tíma að semja um á- greiningsmál sín og reyna að leiða þau farsællega til lykta, áður en til verkfalla kemur. I*að er mikið vald, sem verka-1 lýðsfélögin hafa, þar sem er verkfallsrétturinn, og eins vinnustöðvunarrétturinn hjá atvinnurekandanum. Jafn- miklu valdi verður þó að beita varlega, svo mikil verðmæti «ru í húfi. Það er eðlilegt, að verka- menn geti ekki horft upp á það, að kaupmáttur launa. þeirra rýrni verulega vegna hækkandi verðlags, án þess að reyna að knýja fram kaup- hækkun til þess að vega á móti dýrtíðinni. Ef atvinnurekanda er fært að fallast á slíkar kauphækk- anir, er ekkert eðlilegra en hann geri það, og mun gera það sjálfs sín vegna og ann- arra. En geti hann það hins vegar ekki, nema með þeim afleiðingum að verða að stöðva atvinnurekstur sinn «ða líða tap, þá er þess ekki að vænta. Ástandið í atvinnumálum þjóðarinnar er ekki gott, eins <og er. Um það blandast eng- «m hugur, og ræður þar eink- um og kannske eingöngu, að söluverð afurðanna hrekkur ckki fyrir framleiðslukostn- aði. Með öllum ráð'um verð- wr að reyna að knýja fram hækkun á útflutningsvörun- um á erlendum markaði, ef ekki á illa að fara, vinnudeil- tir að geysa og samdráttur í framleiðslunni, þar til jafn- vægi er komið á, nema famar verði einhverjar krókaleiðir að því sama marki. En deila sú, sem er í upp- siglingu, mun þó fyrst og fremst snúast um fyrirkomu- lag kaupgreiðslunnar. Al- þýðusambandið' vill fá viður- henndan áfram rétt launþeg- anna til þess að fá kaup sitt 'greitt samkvæmt verðlags- vísitölu, en stjórnarflokkarnir ætla verkalýðssamtökunum •og atvinnurekendasamtökun- tim að semja um kaupgjald til ákveðins tíma í einu, eins <og var hér áður. í flestum einstaklingum býr hæfileiki til þess að vera meira en meðalmaður á vissu sviði. Þess vegna er mjög mikilvægt að geta haft upp á þessum eiginleika og leyft honum að njóta sín. Yfirmanni finnst ef til vill stundum, að starfsmenn hans séu ekki í samræmi við það, sem hann vikli. Oft er það af því, að hann skilur þá ekki. Hann verður að' hafa skilning Alþýðusambandið hefur ráðlagt sambandsfélögum sín- um að segja upp samningum sínum, svo að þau verði laus við alla samninga 1. apríl, og bent á, að það sé heppileg- asti tíminn víðast hvar á landinu. 1. apríl stendur vetrarver- tíðin hæst, þá er aðalhrygn- ingartíminn og mest fisk- gengdin. I sumum verstöðv- um hefur oft mjög lítill fisk- ur verið kominn á land í aprílbyrjun og landverkafólk varla unnið meira en fyrir mat sínum fram að þeim tíma, en samt orðið góð vertíð. Það væri illa farið, ef verk- föll skyllu á í verstöðvunum um hábjargræð'istímann. Það væru ekki aðeins útgerðar- mennirnir, sem liðu við það, heldur einnig sjómennirnir og landverkafólkið. En þegar út í vinnudeilu er komið, vilja þær leiða til verkfalla. á hæfileikum hvers og eins og fá þá til að njóta sín. Ef verzl- unarstjóri einsetur sér t. d. að tvöfalda söluna, verður hann að fá sölumenn sína til þess að gera meira fyrir \’ið- skiptavinina og afla sér betri þekkingar á vörunni. En um- l'ram allt verður áhugi á starf- inu að vera lifandi. Það er t. d. mjög lærdóms- ríkt að koma inn í verzlanir eða-önnur fyrirtæki og finna, hve andinn er mismunandi, sem leggur á íuóti manni. Suma menn skiptir þetta engu, því að þeir finna það ekki. En allur þorri manna finnur það'. Og þarna er verk- efni fyrir verzlunarstjórann eða skrifstofustjórann. Það bitnar ekki á starfsfólkinu, það bitnar á fyrirtækinu, þeg- ar hið þýða og aðlaðandi við- mót vantar. Sé það verzlun, kemur það fram í færri og færri viðskiptavinum, en sé það annars háttar fyrirtæki, sem á þó velgengni sína komna undir afstöðu þeirra, sem eiga saman við það' að sælda, dregur það úr vexti þess. Góður starfsmaður er a- vallt í góðu skapi og reynir með hverjum degi að taka framförum í starfi sínu. Innflutningsleyíi tímanlega. Enn bólar ekki á þeim auknu fríðindum í innflutn- ingnum, sem allir hafa verið að búast við, að kæmu þá og þegar. I desembermánuði voru vart veitt nokkur inn- flutningsleyfi. Eitthvað' hefur verið' veitt af leyfum á þessu ári. Undanfarið hafa flestar vörur, ef ekki allar, verið að hækka í verði. Það hlýtur að vera sárt fyrir þá, sem við innflutninginn fást, að horfa upp á þessar hækkanir, svo að segja vikulega, en hafa ekki aðstöðu til þess að kaupa. Það er mjög athug- andi fyrir þá, sem með inn- flutningsmálin fara, að' gefa sem fyrst út leyfi fyrir þeim vörum, sem á annað borð er ætlað að flytja inn næstu 6—8 mánuðina og ekki verður komizt af án, og láta leyfin gilda í lengri tíma en undir venjulegum kringumstæðum, svo að innflytjendurnir hafi rýmri hendur við innkaupin, sem gæti leitt til hagkvæmari innkaupa. Þýzki innflutningurinn. Ríkisstjórnin í Vestur- Þýzkalandi hefur fallizt á að veita ný innflutningsleyfi fyr- ir sem svarar 330 milj. króna. Leyfin eru einkum fyrir land- búnaðarvörum, en einnig fiski fyrir um 5 milj. króna. Tollastefna í U. S. A. er enn í deiglunni. Ilin gild- andi tollaívilnun „Reeiproeal Trade Agreements Aet“ Hulls frá árinu 1934, sem Tru- man forseti fékk síðast fram- lengt 1949, rennur út í júní- mánuði n.k. Þingið hefur nú tekið til meðferðar framleng- ingu þessara laga. Með lögunum frá 1949 fékk forsetinn heimild til þess að lækka tolla um allt að 50% gegn gagnkvæmri lækkun, og hefur það yfirleitt verið þann- ig í framkvæmdinni. Republikanar vilja nú fá inn í lögin, að þingið geti lát- ið þessi mál til sín taka, eins og þeim tókst að fá í gegn, hvað árið 1948 snertir, en það verði ekki fullkomlega á valdi forsetans að veita framvegis slíkar undanþágur. Getur það verið mikilvægt fyrir inn- flutning Islendinga til Banda- ríkjanna, hvernig þingið snýst við þessu, en þeir hafa hér notið tollívilna. Nú er til dæmis 1 7/8 centa tollur af hverju fisk- pundi (67 aurar af kg.) og stundum meira, eftir að vissu ’heildarinnflutningsmagni á fiski er náð í Bandaríkjunum. Belgía utan viS kolaáætlunina. Belgía verður ekki þátttak- andi í Schumanáætluninni, hvað kol snertir fyrsta 5 ára tímabilið, en liins vegar verð- ur Belgía þátttakandi í áætl- uninni, hvað stálframleiðsluna snertir. Járn hækkar enn. í Belgíu hefur járn enn hækkað úr 4600 belg. fr. í 5150 belg. fr. lestin, og hafa Svíar hækkað verðið sam- svarandi. Karlmannsskyrtur. Smásaga eftir Karel Capek. Niðurlag. Hann var í svo æstu skapi, að hann var kominn heim til sín og búinn að Ijúka upp dyrunum, áður en hann kom til sjálfs sín. Ljós logaði í herbergi Jóhönku. Iíann gægðist aðeins inn í eldhúsið gegnum gluggatjaldið. Guð komi til, hvað var þetta? Jóhanka, með andlitið eldrautt og grát- bólgið, þaut fram og aJtur um eldhúsið og þeytti pjönkum sínum í ferðakoffort. Hann varð ógurlega skelkaður. Til hvers var þetta ferðakoffort? Hann læddist á tánum inn í herbergið sitt, ruglaður, yfirbugaður og algerlega ráðalaus. Var Jóhanka að fara alfarin? Allir munirnir, sem hún hafði stolið frá honum, lágu á borðinu fyrir framan hann. Hann handfjatlaði þá, en hafði enga minnstu ánægju af að hafa fengið þá aftur. Ég skil, sagði hann við sjálfan sig, Jóhanka hefur uppgötvað, að ég hef komizt að' því, að hún er sek um þjófnað, og býst við því, að ég reki hana strax burt —, það er þess vegna, sem hún er að láta niður hafurtask sitt. Gott og vel, ég ætla að' láta hana halda þetta — þangað til á morgun. Það mun verða henni nægileg refsing, já, ég skal tala við hana á morgun. En ef til vill — ef til vill kemur hún strax og biður mig fyrirgefningar. Hún mun fara að hágráta, kasta sér á knén frammi fyrir mér — og allt þess háttar. Það er nóg, Jóhanka, ég hirði ekki um að vera harðjaxl, þú mátt vera kyrr. Hann settist niður í veizlubúningi sínum til þess að bíða málalokanna. Það var þögn, alger þögn í húsinu. Hann heyrði hvert skref Jóhönku í eldhúsinu, heyrði, þegar hún skellti aftur lokinu á koffortinu í bræð’i sinni — og svo varð aftur þögn. Hvað var þetta? Hann þaut á fætur óttasleg- inri og hlustaði og heyrði langdregið, hræðilegt ýlfur, líkast dýrsöskri, en ekki hljóði í mennskum manni. Þessu næst dró hljóð þetta langan seim af ofsalegum móðursýkislegum andvörpum. Loks heyrðist dynkur af hnjám, sem hlunkuð- ust þunglega á gólfið, og undirokuð og yfirbuguð harm- kveinsstuna. Jóhanka var að gráta. Hann hafði að vísu ver- ið búinn að undirbúa sig undir að mæta ýmislegu, en þetta kom alveg óvænt. Hann stóð þarna með ákafan hjartslátt og hlustaði á það, sem var að gerast í eldhúsinu. Ekkert annað en grátur. Jóhanka mundi bráðlega ná sér og biðja fyrirgefningar. Hann var búinn að ganga fram og aftur um gólf í her- berginu, til þess að safna kjarki, og ekki kom Jóhanka enn. Við' og við nam hann staðar og hlustaði. Harmakvein henn- ar breyttist í regluleg, endurtekin sog. Þessi hræðilega ör- vænting olli honum miklum kvölum. Hann ákvað að fara til hennar og segja við hana: ,/Látið þetta nú yður að kenningu verða, Jóhanka, og hættið að gráta. Ég skal gleyma þessu öllu, en verið ráðvönd í framtíðinni“. Skyndilega heyrðist ákaft og hörkulegt áhlaup. Hurðin hrökk upp á gátt, og þarna stóð Jóhanka vælandi á þrösk- uldinum. Það var hræðilegt að sjá andlitið á henni, svo 'bólgið sem það var af gráti. „Jóhanka“, hrópaði hann og saup hveljur. „Hef ég verðskuldað þetta?“ froðufelldi Jóhanka. „Fal- legt þakklæti þetta — eins og ég væri þjófur — hvílík for- smán“. „En, Jóhanka“, hrópaði hann, með hjartað í buxunum, „þú hefur samt tekið mínar eigur, — alla þessa muni, sérðu? tókstu þá kannski ekki?“ En Jóhanka skellti við skollaeyrunum. „Já, það sem ég verð að sætta mig við — þvílík svívirðing -— leita í hirzl- unum mínum — eins og — ég væri — þjófótt flækings- stelpa, sígaunastelpa. Að gera mér þessa skömm — mér —. Að' minnsta kosti hefðuð þér ekki átt að gjöra það, hús- bóndi góður, þér hafið engan rétt til að smána mig. Þessu gat ég aldrei átt von á, frekar en dauða mínum. Er ég þá

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.