Víðir


Víðir - 24.02.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 24.02.1951, Blaðsíða 4
Þeir, sem vilja fylgjast vel með, lesa V í Ð I. V í Ð IR flytur efni, sem ekki er annars staðar. ________________________________ m Gæftir hafa verið sæmilegar þessa riku, þótt oft væri hvasst af norðri. Sjór var yfirleitt sótt- ur alla dagana, þó ekki væri það alltaf almennt. Aflabrögð. Afli var mjög tregur, al- gengast 2—4 lestir, mestur afli í vikunni var hjá Svan, 8 lestir. Aflinn komst jafnvel niður fyrir 1 % lest. Megnið af aflanum var þorskur, ýsa sést varla og engin langa. Togbótarnir hafa lítið' kom- ið inn. Bragi kom þó inn í vikunni með 7 lestir. Það sem eftirtelrtarvert var við afla Braga var, að af honum voru 1300 kg. ufsi og 300 kg. karfi. Megnið af afla Reykjavík- urbátanna hefur farið til sölu í bæinn, og hefur samt orðið að flytja nokkurn fisk að, einkuin ýsu. Hefur það stund- um gengið erfiðlega vegna ó- færð'ar, t. d. var bíll frá Stein- grími Magnússyni fisksala einn daginn 27 klukkustundir á leiðinni tii og frá Grindavík eftir fiski. Aflaleysið hefur heldur dregið úr róðrum. f sumum róðrunum hefur rétt fengizt fyrir beitunni einni saman. Togararnir. Stormasamt var fyrir vest- an hjá togurunum framan af vikunni, og spillti það fyrir veiði. Markaðurinn í BretJandi hefur yfirleitt verið slæmur þessa viku. Mikið af þorskin- um hefur farið á lágmarks- verði, sem eru 35 shillingar kíttið (um kr. 1.25 kg.), en undir því verði iná ekki selja fisk á markað'i í Bretlandi. Hann verður þá að fara í fiskimjöl eða gera annað slíkt við hann. Þetta er mikil breyting frá því, sem var, þegar kíttið var 70—SO shill- ingar og jafnvel hærra. Ýsan hefur verið öruggari, en þó hefur verðið á henni komizt niður i 46 shillinga kíttið í þessari viku, en var líka 60— 80 shillingar. Það komst, hæst í um 120 shillinga, þegar markaðurinn var beztur. Nú er að verða mikil breyt- ing á veiðum skipanna, vegna þess hve brezki markaðurinn hefur hrapað upp á síðkastið. Sanrt er allur þórri skipanna enn á veiðum fyrir brezkan markað. Isólfur er á veiðum í salt, og seldi hann afla sinn upp úr skipi um síðustu helgi í Aberdeen. Garðar Þorsteinsson og Akurey veiða fyrir frystihús. Egill Skallagrímsson • og Ingólfur Arnarson veiða fyrir Faxaverksmiðjuna. Uranus veiðir fisk til herzlu. Hin skipin eru á veiðuin í ís. / dag selja: Bjarnarey í Hull og Skúli Magnússon og Goðanes í Grimsby. Vœntanlegir í hofn í dag: Marz, Fylkir og Bjarni Ólafs- son. A heimleið: Kaldbalcur, Hvalfell, Maí, Neptúnus, Hallveig Fróðadóttir, Skúli Magnússon og Elliðaey. A útleið: Jón forseti, Kéfl- víkingur, Júlí, Röðull og Karlsefni. A veiðum: Egill rauði, Bjarni riddari, Surprise, Sval- bakur, Helgafell, Elliði, Geir, Jörundur, ísborg, Askur, Harðbakur og Jón Þorláks- son. Vestmannaeyjar. Afli hefur verið mjög treg- ur á línu, innan við 3/> lest í róðri hjá sumum bátum og algengt 1—2 lestir. Rétt ein- staka bátur hefur fengið' 4—5 lestir. Botnvörpubátarnir liafa aflað sæmilega, komu þeir í vikunni með 15—30 lestir eft- ir 3 sólarhringa. Loðna hefur sézt í fiski, síð- an um miðja vikuna, og liefur einn bátur, Lundinn, farið með þorskanet. Fékk liann á miðvikudaginn 12 fiska (10 ufsa og 2 þorska) í tvær tross- ur (um 30 net). Á fimmtudag- inn fékk hann um 500 fiska, mest ufsa. Bátar bíða nú á- tekta með að fara með netin, og einn þeirra lét ekki beita. Það' má búast við því, ef loðna gengur, að net verði nokkuð almennt tekin í Eyj- um nú, þó að það sé óvenju snemma, ef slílc ördeyða verð- ur áfram á línuna. Dragnótabátar hafa fengið Iítið, um 1 lest í róðri. Kóli sést varla í áflanum, þetta 1— 2 körfur. Vonin (togbátur) er hæsti bátur í Eyjum, með um 95 lestir. Grindavík. Þar liefur aflinn verið hvað skástur á línuna, 5—7 lestir í róð'ri. Hæsti báturinn er Grindvíkingur með 8—9 lest- ir í róðri. . Tveir bátar að sunnan, annar frá Njarðvík og hinn frá Reykjavík, lögðu þorska- net í vikunni í Grindavíkur- sjó. Fékk Reykjavíkurbátur- inn einn daginn 6 lestir og Njarðvíkurbáturinn um 3 lestir, og var aflinn vænn þorskur. Grindvíkingum þykir ó- venjulega mikil fiskitregða og halda, að það lagist ekki nema loðnuhlaup geri, en hún getur verið hálfan mánuð á leiðinni, eftir að hennar verður vart á Hornafirði. Hennar var orðið þar vart í fiski fyrir nærri hálfum mánuði og nú í Vest- mannaeyjum, og getur hún þá borizt fljótt til Grindavík- ur. En hætt er við, að þetta sé lítið magn, þar sem henn- ar hefur ekki orðið vart nerna í fiskmögum. Sandgerði. Afli hefur verið 5—7 lestir í róðri. Hæsta róðurinn í vik- unni fékk Faxi, um 10 lestir, mest þorsk, og fékk hann afl- ann í Grindavíkursjónum. I Miðnessjónum lítur út fyrir að' vera alveg fiskilaust. Hef- ur þetta lítilræði, sem var fyrst til að byrja með, verið að smádragast upp, eftir því sem liðið hefur á febrúar. Mummi II. er hæsti báturinn með um 175—180 lestir um miðja vikuna í 25 róðrum. Pétur Jónsson hefur farið 28 róðra og hefur heldur minni afla, 160—165 lestir. Víðir er eitthvað svipaður. Afli nokkurra báta frá 1.— 20. febrúar var, sem hér segir: Mummi H. 112 lestir. Víkingur 109 lestir. Pálmar 103 lestir. Pétur Jónsson 100 lestir. Heildaraflinn frá 1.—20. febrúar var 1450 lestir. Mest af aflanum hefur verið unnið í Sandgerði, en dálítið liefur þó verið sent af fiski í frysti- húsið í Garðinum, minna til Njarðvíkur og sáralítið til Keflavíkur. Gæftir hafa verið' ágætar og lítið veiðarfæratjórn. Þeg- ar bátar frá Sandgerði róa suður fyrir Reykjanes, eru þeir um 2 tíma að Nesinu, sumir byrja þá að leggja al- veg við Nesið, en aðrir fara lengra, sumir allt suður í Sel- vog. Þegar Faxi fékk sinn góða róður í vikunni, var hann suður af Eldey. Inflúenza hefur verið að' stinga sér niður, og hefur einn bátur verið upp undir viku í landi, vegna þess að skipverj- ar hafa verið veikin Keflavík. Aflinn þar hefur verið al- gengastur 5—6 lesíir í róðri. Hæsti róðurinn var um 6% lest og niður í 1% lest. Bát- arnir hafa ýmist verið uppi á grunninu eða á 130—150 faðma dýpi. Þar hefur um % hluti af aflanum verið ýsa. Hafnarfjörður. Afli hefur verið þar tregur þessa viku, almennast 2—4 lestir í róðri. Hæsti róðurinn í vikunni var hjá Stefni, 8x/> lest. Aflahæstu bátarnir í Hafn- arfirði voru á miðvikudaginn (20. febrúar): Vörður 87 lestir í 18 róðr- um. Vonin 86 lestir í 19 róð'rum. Hafbjörg 85 lestir í 19 róðr- um. ísleifur 77 lestir í 18 róðr- um. Guðbjörg 75 lestir í 18 róðr- um. Sævar 75 lestir í 16 róðrum. Heildaraflinn í Ilafnarfirði nam á sama tíma í fyrra 750 lestum, og alls höfðu þeir 13 bátar, sem róa þaðan, farið 173 róðra. Akranes. Þar hefur verið tregur afli sem annars stað'ar, 2—5 lestir í róðri. Það stendur til, að Bjarni Ólafsson fari að fiska fyrir frystihúsin, er hann kemur að utan í dag. Ennfremur hefur lcomið til tals, að tveir af tog- urum TryggVa Ófeigssonar leggi upp fisk á Akranesi fyr- ir verksmiðjuna. Lúðuveiðar. Svo sem kunnugt er, hafa Skotar stundað allmikið lúðu- veiðar hér í Norðurhöfum. Núna í vikunni komu tvö slík skozk skip inn til Reykjavík- ur. Höfðu þau reynt fyrir lúð'u á djúpmiðum, allt frá Vestmannaeyjum og vestur á Hala, og ekki orðið vör, en hins vegar fengið um 40 lestir af þorski í 6 lögnum. Er það mjög mikill afli, þegar tekið er tillit til þess, að þeir eru með aðeins 30 körfur af línu og 118 króka í hverri. Þeir notuðu sömu línuna til þess að veiða þorskinn og lúðuna, og eru að sjálfsögðu á henni lúð'uönglar, þeir beittu ein- ungis minna. Þeir beittu síld og Ijósabeitu. Það er alveg óvanalegt, að' lúða sé ekki farin að veiðast um þetta leyti, eftir því sem þeir sögðu. Þó var það svo fyrir tveimur árum, að lúðan fór ekki að veiðast, fyrr en i marz, og varð samt ágæt veiði. I fyrra fór að veið'ast lúða strax í janúár og jafnvel fyrir áramót. I gær ætlaði Arnarnesið á lúðuveiðar, skipstjóri verður Ingvar Pálmason, og verða þeir 11 á. Er ætlunin að vera úti svo sem vikutíma, og tóku þeir uni 20 tunnur af síld með sér \ beitu. ÞeiV höfðu jafn- framf með sér sált til þess að geta snúið' sér að þorskveið- um, ef lúðan væri ekki kom- in. Aflinn verður frystur í .frystihúsinu í Höfnum. Arnamesið er 312 lestir. -----------------------------V VÍÐIR Verð á blaðinu er 1 króna. Gamalt og nýtt, fylgirit, kcmur út mánaðarlega. Verð 2 krónur heftið. Utanáskrift: Vikublaðið Víðir, Bárugötu 2, Reykjavík. Sími 2685. >-----------------------------> Til sjófarenda. Vitamálaskrifstofan skýrir frá því, að' kveikt hafi verið á tveimur nýjum vitum, Skarðsvita að Skarði á Vatnsnesi og Kópaskersvit* norðan við Kópasker. Skarðsvitinn er mjög hár, ljóshæð hans er 52 m og sjón- lengdin 18 sjómílur. Á Kópa- skersvitanum er Ijóshæðin 21 m og ljóslengdin 13 sjómílur. Bæði vitahúsin eru stein- steyptir turnar, um 10 m háir, með um 314 m háum ljósker- um. Framfíð iiggur í fisk- veiðum með rafmagni. í tilefni þess, að þýzkir hugvitsmenn ætla að gera til- raunir til fiskveiða með raf- magni í Norðursjónum, hefur Grönningsæther skólastjóri við Fiskerfagskolen á Akri sagt í blaðavið'tali, að liinar mismunandi aðferðir við að veiða fisk með rafmagni eigi mikla framtíð fyrir sér. Ame- ríkumenn halda því fram, að þeir muni geta. keppt við aðr- ar þjóðir með því að nota þessar að'ferðir, sem einnig eru miklu ódýrari. Skilyrði til þess að stunda þessar veiðar er, að bátarnir hafi svo afl- miklar vélar, að þær geti framleitt nauðsynlegan straum, en það geta norsku bátarnir ekki í dag, segir skólastjórinn. Danir koma á effirliti með gæðum fisks. Ríkisþing Daná hefur sam- ]»ykkt lög um eftirlit með gæðum fisks og fiskafurða. Á að skipa nefnd sérfróð'ra manna til þess að vera sjáv- arútvegsmálaráðherranum til aðstoðar í slíkum rnálum.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.