Víðir


Víðir - 03.03.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 03.03.1951, Blaðsíða 2
VIÐIR ®Vez&twn PWWWWAWWWWWWVV || J^iMr kemur út á laugardögum Ji 11 Fylgirit: !| 11 GAMALT OG NÝTT ![ 11 Ititstjóri: í !; EINAR SIGURÐSSON f |! Sími 2685 |i ; i Víkingsprent , íwV\rt/WWWt/WWWW.)V« Verður kjördæma- skipuninni breyil! Tyær athyglisverðar grein- ar um þetta efni hafa nýlega birzt í stjórnarblöðunum. Greinin í Morgunblaðinu heit- ir Heilbrigt stjómarfar eðp . . . og er talin vera eftir Sigurð Bjarnason. Greinin í Tíman- um er eftir Þórarinn Þórar- insson og heitir Flokkaskijmn — samsteypustjómir. Af þessum greinum ætti að mega draga nokkra ályktun um, hvað í vændum sé í stjórnarskrár- og kjördæma- málinu, og það því frekar, sem báðar þessar greinar hníga í sömu átt. Stjórnar- flokkarnir hafa, sem kunnugt er, mikinn meiri hluta á al- þingi og geta, hvað þingstyrk viðvíkur, komið fram hvaða máli, sem þeir vilja. I Morgunblaðsgreininni er fyrst skýrt frá reynslu Breta af tveggja flokka kerfinu og „að Bretland hefur um langt skéið verið talið öndvegisland þingræðisskipulagsins. - Fjöl- margar þjóðir, sem búa við glundroða margra smáflokka og samsteypustjórna eiga þá ósk heitasta að losna við slíkt stjórnarfar og öðlast festu og öryggi hins brezka stjórnar- fars“. Síð'an er rakin þróun þessara mála á Islandi og sagt, að hrossakaup og póli- tískt brask móti svip stjóm- málanna og þetta sé óhjá- kvæmileg afleiðing af sam- stjómarskipulaginu. Að' lokum segir í greininni: „Islendingar geta breytt þessu. Þeir geta fylgt fordæmi Breta, og þeir verða að gera það, ef þeir vilja skapa heilbrigt stjórnar- far i landi sínu“. I greininni í Tímanum er fyrst bent á, að samstarf Al- þýðufiokksins og Framsókn- arflokksins hér áður hafi ver- ið eðlilegt og hér megi gera ráð fyrir fjölgun flokka. Svo segir: „Við þurfum að fá stjórnarkerfi, sem miðar að því að skapa sterkar, sam- stæðar heildir eða fylkingar, en sem dreifir ekki kröftun- um milli margra smáflokka, svo að afleiðingin verður glundroði og upplausn, sem endar með einræði. Tii þess að ná þessu marki virðast einkum tvær leiðSr, að af- henda þjóðkjörnum forseta Frjálsari innflutningur. Það er nú íikveðið að setja verulegan hluta af innflutn- ingnum á frílista í viðbót við það, sem áður var. Talað er um 60%, en það kann að verða meira. Þetta er gleði- efni öllum almenningi og þeim, sem við kaupsýslu fást. Vonandi verður innan skamms hægt að afnema öil innflutningshöft, en það kem- ur nú bráðlega í ljós, þegar farið verður að framkvæma þessar nýju reglur. Almenningur kvíðir að sjálfsögðu dýrtíðinni, en ekki hækkar verðið á vörun- um, þó að innflutningur á þeim verði frjáls, nema hvað vörur þær, sem fluttar verða inn fyrir bátagjaldeyri, verða sennilega 20—30%, dýrari en ef þær væru keyptar fyrir frjálsan gjaldeyri. En sjálf- sagt hefðu þá fæstar af þeim verið settar á frílistann. Ef framkvæmdavaldið og kjósa til alþingis eingöngu í ein- menningskjördæmum“. Þessar umræður stjórnar- blaðanna kunna að benda til, að þess verði ekki langt að bíða, að stjórnarskrármálið verði tekið á dagskrá og til lykta leitt, og verði þá horfið að því ráði að hafa eingöngu einmenningskjördæmi og af- nema þá uppbótarþingsætin. Þetta myndi raska mjög flokkaskipan á alþingi frá því, sem nú er. aflaleysi á þorskveiðunum ætlar nú að bætast ofan á allt annað, verður hlutur vél- bátaútvegsins ekki of góður þrátt fyrir þessi gjaldeyris- fríðindi. Það mun sjálfsagt mörgum finnast fjarstæða, ef því væri haldið fram, að jafnhliða því sem vörur eru settar á frílista, ætti að afnema á þeim verð- lagseftirlitið og láta hina frjálsu samkeppni njóta sín. Þegar nóg er af vörum, er samkeppnin bezta tryggingin fyrir lágu vöruverði. Kaup- mennirnir keppa miskunnar- laust, þegar þeir geta komið því við. Vegna verðlagseftir- litsins þrífst alls konar spill- ing, sem ekki gætir, þegar hin frjálsa sanrkeppni fær að njóta sín. Aðeins þegar skort- ur er á vöru, svo að ekki er liægt að fullnægja eftirspurn- inni, á verðlagseftirlit rétt á sér. AthyglisverSar tölur. Söluskatturinn nam á árinu 1950 tæpum 54 miljónum króna, og vantaði aðeins fjór- ar miljónir króna upp á að vera jafnmikill og verðtollur- inn. Þessi skattur átti aðeins að vera bráðabirgðaskattur í 1 ár. Skuldir ríkissjóðs námu í árslok 1950 327%) milj. króna, og þar af erlendar skuldir 106 miljónir króna. Mótvirðissjóður nemur nú 127 miljónum króna. Mót- virðissjóður er, sem kunnugt er, fé, sem lagt hefur verið inn á lokaðan reikning í Landsbankanum hér og er jafnvirði í íslenzkum krónum því Marshallfé, sem ísland hefur fengið sem óendurkræft framlag. Sparifé í bönkunum er 600 milj. króna. Utlán bankanna eru 1100 miljónir króna. Tölur úr þjóðar- búskap U. S. A. í janúar: 1949: 1951: Heildsöluverð 249 388 Seðlaveltan 27.1 27.2 Stálframleiðslan 1.81 1.99 Bílaframleiðslan 150.6 150.0 Olíuframleiðslan 4.24 5.76 Rafm.framleiðslan 6.3 6.98 í desember: 1949: 1950: Iðnaðarframl. 179 216 Tekjur (ársmeð- altal) 205.7 231.9 Starfandi fólk 58.6 60.3 Ath. Seð'lavelL íin er í milj. dollara, stálframleiðslan í milj. lesta, bílaframleiðslan í þúsundum, olíuframleiðslan í milj. fata, rafmagnsfram- leiðslan í milj. kwt., starfandi fólk í milj. Tekjurnar eru í miljörðum dollara. Kolainnflutningur Evrópu frá Ameríku þennan vetur verður um 4 miljónir lesta. Það svarar til að vera 10 farmar í skip á stærð við Brú- arfoss hvern einasta dag allt árið. Af áðurnefndu kola- magni fara 1.2 milj. lesta til Bretlands. Það er þó talið, að þetta fullnægi ekki nærri þörfinni og innflutningurinn hefði þurft að vera 5 miljónir lesta og 1 milj. lesta af koksi. Odýrustu kolin lcoma frá Þýzkalandi. Pólverjar hafa hækkað verðið hjá sér, og nálgast nú verðið hjá þeim það, sem það er á kolunum frá Ameríku. U. S. A. selur gömul skip. I fyrrihluta janúarmánaðar hefur stjórn flotamálanna í Washington selt 131 skip, sem byggð voru í stríðinu, fyrir samtals 88 milj. dollara. Um miðjan janúarmánuð rann út heimild til að selja meira af slíkum skipum. Af þessu 131 skipi voru 91 li- bertyflutningaskip, 10 liberty- olíufiutningaskip, 20 victoiy- skip og 19 C4. Síðan í marzmánuði 1946 að sala þessara skipa, sem fyrst og frenrst voru byggð’ til þess að nota í stríðinu, hófst, hafa alls verið seld 1960 skip. Af þeim fóru 847 skip til amerískra útgerðarmanna, og 1113 skip voru seld úr landi. AIIs hefur salan numið í doll- urum 1830 milj., eða tæpri 1 milj. dollara að meðaltali, en þetta voru yfirleitt mjög stór skip, og sáust mörg þeirra hér við land. Verzlunarsamningi milli SvíþjóSar og Spánar er nýlokið. Samningurinn nær ekki yfir allt árið, en gert er ráð fyrir, að ársviðskipti þessara landa nemi sem svar- ar um 300 miljónum íslenzkra króna. Tvennii tvíburar. Eftir Louis Cauperus. Ég var gagnkunnugur þeim öllum fjórum. Þau hétu Jan og Henrik Ruysdonck og Lizzy og Marjory Leliekamp. Piltarnir voru synir Ituysdoncks í Amsterdam, og báð’ar Leliekamps-stúlkurnar voru af amerísku ættagreininni, sem kölluðu sig Leliekamp, en voru áreiðanlega komnir af hol- lenzku Leliekamps.. Það var fögur sjón að horfa á þau fjögur, þegar þau fóru út á skemmtigöngu eða sátu inni í kaffihúsi eða leikhúsi, hvort heldur það var nú í París eða London. AUir urðu að snúa sér að þeim og horfa á þau. Ruysdoncks-bræðurnir voru hollenzkir þreklegir strákar, tígulegir ásýndum, með þessu alvörugefna, sérlega virðing- arverða, næstum kalvinska látbragði. Þeir voru virðingar- verð dyggðablóð þrátt fyrir ungan aldur — tuttugu og sex ára — og sóru sig í ætt algildra, viðurkenndra, lág- sléttu-aðalsmanna. Ahrif föður þeirra liöfðu frá byrjun lát- ið þessum piltum í té eitthvað staðgott og öruggt. Þeir voru bindindissamir og yfirlætislausir í öllu, sem þeim við kom, klæðum, bifreiðum, þjónum og vindlaveskjum, en allt, sem þeir áttu, var sterldegt, verðmætt, endingargott og bar einkenni gaumgæfilegrar hófsemi og vott um góðan smekk og stílfestu. Jan og Hinrik Ruysdonck voru fallegir og ágætir piltar. Ég var reyndar aldrei hárviss um, hvorn þeirra ég mat meira og með fram vegna þess, að þeir voru eins líkir og tveir vatnsdropar. Hár beggja var jafn fagurt og alveg eins klippt. Nauðrökuð andlit þeirra báru hinn sama hraustlega, ferska litarhátt. Þeir báru sams konar innsiglishringi á sömu fingrum. Þeir létu sauma fötin sín hjá sama klæðskera. t stuttu máli, það kom alveg út á eitt, hvort þú sást Jan eða Hinrik, þeir voru alveg eins, nema — Jan, hinn eldri tvíburanna, var naglsrót úr þumal- fingri hærri en Ilinrik, og það var aðeins hægt að taka eftir þessum sáralitla mismun, þegar þeir stóðu hlið' við hlið. Aðeins þá var unnt að sjá, hvor væri Jan og hvor Hinrik, sérstaklega af því, að svo virtist sem allur Jan á hæð og breidd og að ummáli væri þumlungsbroti fyrirferðarmeiri en Hinrik. Þegar þeir voru á göngu saman, voru þeir svo nauðalíkir, að vandræðum sætti. Ruysdonclt faðir þeirra var skynsamur karl. Honum geðj- aðist ekki að þeirri hugmynd, að' þeir Jan og Hinrik lifðu slæpings lífi og í iðjuleysi á bankaskrifstofu í Amsterdam, vegna þess að faðir þeirra væri auðugur. Hann hafði því sent þá til Ameríku til að kynnast erlendum verzíunar- háttum. Jan hafði farið til New York, en Hinrik til Balti- more. Jan liafði skjótlega orðið ástfanginn af I.izzy Lelie- kamp, sem hann hafð'i kynnzt í samkvæmislífinu í New York. Hin höfuð'prúða Lizzy var sannarlega yndisleg stúlka, fögur, heillandi, fáguð og agnarögn „frjálsleg og fús“, eftir .amerískri skikkan, en allt í hófi — og án þess að fleiðra velsæmistilfinniiigu Jans. Auk þess var hún vellauðug, því Leliekamp, faðir hennar, var kóngur, en í reyndinni man ég ekki í hvaða málm- eða fóðurvörugrein. Og svo höfðu þau, Jan og Lizzy, gengið í hjónaband. Og það var engin ástæða til þess, að þau gerðu það' ekki, og eftir nokkur ár ætluðu þau að skreppa til Hollands, þótt þau hefðu fast- ráðið að eiga hús og heimili í New York. Þetta er mjög ægilegt, þegar peningar skipta ekki máli, og Lizzy þráði að bregða sér reglulega, á þriggja mánaða fresti, til „kæru, gömlu Evrópu“, sem hún reyndar var orðin gagnkunnug alla leið frá Rue de la paix í París til Wagners leikhússins í Bayreut. Og svona var það, eins og atvikin hafa til stofn- að í þessari sönnu sögu, þegar Hinrik var í Baltimore, varð hann bálskotinn í Marjory Leliekamp, hinni fagurhærðu tvíburasystur Lizzyar, sem einnig var unaðsleg stúlka, fög-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.