Víðir


Víðir - 17.03.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 17.03.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 17. marz 1951. 11. tölublað. Ti! sjófarenda. Vitamálaskrifstofan hefur tilkynnt grunn við Hauganes í Eyjafirði, nefnt Hóll. Minnsta dýpi um stór- straumsfjöru er 3.7 m. Ljóshornum Hjalteyrarvit- ans hefur verið breytt vegna þessa nýja grunns. í tilkynningu Vitamála- skrifstofunnar segir ennfrem- ur: „I Vestmannaeyjum hefur á undanförnum árum verið unnið að því að dýpka innri höfnina norðaustan í Heima- ey, og er það verk nú svo langt komið, að inn á hana eru jafnaðarlega tekin skip allt að 2000—3000 rúmlestir brúttó. Iíafskipa- og fiski- skipabryggjur eru að sunnan- verðu í höfninni, og hefur ver- ið dýpkuð’ rás frá hafnar- mynninu og inn með þeim. Norðurhluti hafnarinnar er hins vegar grunnur, og eru þar ból fyrir fiskibáta staðar- ins. Ef jnikill sjór er úti fyrir, getur verið töluverður soga- dráttur í höfninni og þá viss- ara fyrir skip, sem liggja við bryggjur, að ganga vel fi*á festum sínum. Flóð og fjara er 37 mínútum fyrr en í Reykjavík. Flóðhæð um stór- straum 3.0 m og 2.0 m um smástraum". Vitamálaskrifstofan lét á s.l. ái’i mæla nákvæmlega dýpið í höfninni og gera glöggt koi-t yfir hafnarsvæð- ið'. Ætti kort þetta og undan- farin dýpkun hafnarinnar að auka mjög á öryggi skipa í höfninni og við umferð um hana. Allir í sama bóti. Nylon í veiðarfæri. Yfirstjórn fiskimálanna í Noregi hefur látið gera til- raunir með nylon í veiðarfæri, en nylon er, sem kunnugt er, mjög sterlct og endingargott í sjó, létt borið saman við styi’kleika og álitið sérstak- lega heppilegt í nætur og net. Tilraunir með síldartroll úr nylon hafa leitt í 1 jós, að veið- in í það var 4—5 sinnum meiri en í venjulegt bómull- artroll. Gott var að vinna með nylontrollinu. Það var gert eftir sænskri fyrirmynd. Norðmenn telja hins vegar vafasamara, hvort hagkvæmt sé að nota ny]on í línu, en þá fyrst og fi’emst vegna þess hve dýrt það er og línu er hætt við að tapast. Helgi Pétuj'ss hefði sagt, ef hann hefði verið uppi núna, að þjóðin breytti ekki i sam-| ræmi við vilja alverunnar. j Oveniu miklar slysfarir hafa borið að höndum, harðindi til sveita og aflaleysi til sjávar og vaxandi ei-fiðleikar í at- vinnu- og fjárhagslífi þióðar- innar, sem er sneytt hjá í bili að nokkru' leyti með stórfelldi-i skuldasöfnun erlendis og styrkjum. Enginn fer lengur varahluta af þeim erfiðleikum, sem að steðja. Utgerðin safnar skuld- um, og er með skuldaskila- sjóði hinum nýja tekin til hálfopinbei’rar skiptameðferð- ar. Launþegar verða að búa við' síminnkandi kaupmátt launanna, og snertir það jafnt embættismanninn sem verka- manninn, nema hvað Verka- maðurinn verður sums stað- ar í ofan á lag að búa við þó nokkurt atvinnuleysi. Hjá þeim, sem kynnu að eiga sparifé, koma erfiðleikarnir fram í sírýrnandi verðgildi peninganna, og hjá þeim, sem eiga fasteignir, í óbærilegri skattaþjökun. En þrátt fyrir þessa erfið- leika er þó ástandið hvað verst hjá útgerðinni og hjá þeim byggðarlögum, sem eiga allt sitt úndir henni. Dæmið er hvað ljósast frá Ísafirði. Ótti og kvíði einkennir þar daglegt líf manna, Margir hafa orðið að biðja um fram- færslustyrk. Bátamir hafa gert lítið betur en afla fyrir beinum kostnaði við sjóferð- ina, eða frádraginu, eins og kallað er, og þannig lítið sem ekkert fengið í hlutinn, en útgei’ðin orðið að gi’eiða nærri fulla lágmarkskauptrygging- una, Afli var iðulega undir 1000 kg. í róðri. Nú hafa bát- arnir leitað í Faxaflóa, til Ól- afsvíkur og Sands, en sumir ganga ekki. Atvinna er sem engin. Iðnaðarmenn hafa ekk- ert að gera. Enginn biður um viðvik. Bæjargjöldin liggja á eins og mara. Þegar svona er komið, ligg- ur það hverjum manni í aug- um uppi, hve afkoma út.gerð- arinnar er samtvinnuð afkomu almennings. En útlitið er elcki gott hjá vélbátaútgei’ðinni, og væri nú víða vandræða á- stand í verstöðvum sunnan- lands eins og vestan- og norð- lands, ef síldveiðin í haust hefði ekki vei’ið jafn góð og hún var og veitt þá atvinnu, sem hún gerð'i. Það er langt liðið á vertíðina og afli rýr, þó að menn geri sér enn vonir um, að úr rætist. Enginn getur haldið útgerð áfram til lengdar, ef hann afl- ar ekki fyrir útgjöldilnum. Ut- gerðin dregst þá saman eða verður aðeins rekin, þegar aflavonin er mest á hávertíð. Og slíkur samdráttur í út- gerðinni bitnar á öllum. Það er alveg óvíst, að al- menningur hafi gert sér ljóst, hve hlutur útgerðarinnar hef- ur verið rýr undanfarið, eklci sízt eftir að afléið’ingar geng- islækkunarinnar og almennr- ar verðhækkunar á erlendum markaði lagðist á hana með sínum fulla þunga. Útgerðar- menn urðu ekki einungis að búa við óbreytt. fiskverð, heldur lækkað fiskverð. 1949 var raunvérulegt fiskverð út- gerðarmanna 85 aurar kg., þegar tekið er tillit til þess, að ríkissjóður greiddi vá- frygginguna af skipunum og nokkurn geymslukostnað af vei’kuðum fiski. 1950 var fisk- verðið 75 aurar kg. A þessum árum hélt kaupgjald áfram að hækka, fyrst eftir gömlu vísitölunni fram í marz 1950 og síðan um 23% eftir nýju vísitölunni. Ríkissjóður var búinn að taka á sig mikinn bagga með fiskábyrgðinni vegna útgerð- arinnar, og gengislækkunin gerði ekki betur en nægja til þess að' velta þessum bagga af ríkissjóði og bjarga því, að togararnir stöðvuðust ekki. Þær ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin hefur nú gert með bátagjaldeyrinum, eru mikil- vægar og réttlátar, eftir því sem um gat verið að ræða. Þær fela þó í sér þá hættu, að þær dragi úr þeim þunga, sem þai’f að vera í því að knýja fram hækkað söluverð afurð'anna a ei’lendum mark- aði til samræmis við fram- leiðslukostnaðinn í landinu. t------ ---- VIÐIR kemur ekki út í páska- vikunni. Eins og sakir standa, er það mikilvægast fyrir vélbáta- í'lotann, að honum takist að hagnýta sér gjaldeyrisréttind- in, til þess að fá fiskverðið vei’ulega hækkað. Það verður engin afkoma hjá vélbátaút- gerðinni með' 96 aura verði fyrir kg. af fiskinum, þ. e. 11 aura hækkun frá verðinu 1949, það vita a. m. k. allir, sem fást við útgerð. Það, sem mest veltur á fyi*- ir þjóðina í atvinnumálum er, að öll framleiðslutæki hennar séu fullnýtt. f öðru lagi, að það takist að fá hækkað veru- lega söluverð' útflutningsvar- anna á erlendum markaði. Og í þriðia lagi að aðstoða þau byggðarlög, sem hafa oi’ðið sérstaklega hart úti vegna aflabrests eða breyttra at- vinnuhátta, til þess að koma fótunum fvrir sig á ný, svo að fólkið flosni ekki upp og flytiist á mölina í Revkjavík. Kjarkur þjóðarinnar er ó- sigrandi, manndáðin og táp- ið, ef fólkið hefur aðeins skil- vi’ði til þess að bjarga sér. í íslenzku þióðlífi hefur und- anfarið verið margur fagur vaxtarbroddurinn, og vonandi er enginn varanlegur kyrking- ur þar á ferðinni. þó að næg- ingssamt sé þar í bili. Sænskir fiskibáfar seldu á árinu 1950 tæpar 12 þúsund lestir af fiski í Skagen í Danmörku fyrir tæpar 12 miljónir króna. Dönsku báfarnir, sem fvrst lögðu af stað á íslandsmið, fóru frá Dan- mörku rétt fyrir mánaðamót- m. Danskir varöbáfar. Danska landvarnarráðu- neytið hefur lagt til, að byggðir verði tveir varðbátar, sem áætlað er, að kosti hvor um sig I %> milj. króna, og verði þeir hafðir til gæzlu við Grænland. Fijófandi verksmiðja. Meðal niðursuðuverksmiðj- anna í Kristiansund er ein, sem er ekki sérlega staðbund- in. Það er skipið „Örkin“. Áð- ur var „Órkin“ krabbaverk- smiðja. Þá voru þar um borð 100 stúlkur, sem unnu að nið- ursuðu. Hámarksverð á freöfiski. er nú í Bandaríkjunum síð- an 26. janúar, og er það það sama og birt var hér í síðasta blaði, nema hvað það er 1 centi hærra á flökum í 5 punda öskjum. Á nýjum fiski er ekkert hámarksverð. Úflitið 1951 gæti bent. til þess, að lítið eitt meiri neyzla yrði á fiski í Bandaríkjunum í ár en í fyrra. Það er útlit fvrir, að birgðir af frosnum fiski, sem til voru um áramót, nægi fram á vorið. Það er útlit fvrir, að álíka mikið verð'i flutt inn af erlendum fiski og árið áður. Afomfrollið hefur vei-ið revnt í Nor- egi við sildveiðarnar í vetur og virðist ætla að gefa þar góða raun eins og annars stað- ar. Á meðan stói*síldarveiðin stóð yfir, veiddust í það 5000 hektolítrar. Þýzkir fogarar. Þýzku togararnir eru nú aftur bvrjaðir að selja fisk sinn í Bretlandi eftir 12 ára fjarveru. rrSfella Polaris" verður sænsk. Hið kunna norska skemmti- ferðaskip „Stella Polaris" hef- ur verið selt Svíum, og á skip- ið að sigla leiðina New York —Havana—Mexico. Verðið er sem svarar um 10 milj. ísl. króna. ÍSFISKSÖLUR. Söludagar: Dagar milli Skipsnafn: sölu: Sölust.: Lestir: Meðalv. kg. 10. uiarz Elliði, Siglufirði Grimsby 244 £13774 kr. 2 55 12. — Jörundur, Akureyri 30 Grimsby 198 £10210 — 2.35 13. — Geir, Reykjavík 20 Grimsby 214 £10105 — 2.15 14. — Askur, Reykjavík 27 Grimsby 220 £13188 — 2.70 15. — Jón Þorláksson, Rvík 26 Grimsby 179 £ 12091 •- 3.05

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.