Víðir


Víðir - 17.03.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 17.03.1951, Blaðsíða 2
VIDIR TTiðir kemur út á laugardögum g Fylgirit: GAMALT OG NÝTT Ritstjóri: EINAR SltíURÐSSON Sími ÍÖ85 Víkingsprent Atök. Víða um íieim eru nú ó- vanalega miklar vinnudeilur. Verðbólgan á sinn þátt í þeim, en sums staðar eru þær stjórn- málalegs eðlis. Hér standa fyrir dyrum ein- hverjar harðvítugustu vinnu- deilur, sem lengi hafa verið háðar á Islandi, ef marka má eftir þeim viðbúnað'i, sem við- hafður er. Alþýðusambandið hefur hvatt sambandsfélög sín til þess að segja upp kaup- og kjarasamningum, og hafa mörg þeirra þegar orðið við þeim tilmælum. Vinnuveit- endafélag íslands hefur varað sambandsfélög sín við að semja um viðurkenningu á vísitölugreiðslu — en um það stendur aðaldeilan —, o"1 lýst því yfir, að kjarasamningar, gerðir án vitundar þess, væru ógildir. Vinnuveitendur hafa boðað landsfund 19. þ. m., og verkalýðsfélögin hafa hvatt til sameiginlegs fundar á næstunni. I nýafstöðnum útvarpsum- ræðum kom það greinilega fram, að ríkisstjórnin stendur á móti því, að vísitölufyrir- komulagið verði látið gilda á- fram. Enda hefur annað og meira legið' á bak við afnám þess með lögum en láta það alveg afskiptalaust, að at- vinnurekendur viðurkenndu það rétt á eftir með frjálsum samningum. Núverandi stjórnarflokkar munu stefna að því, að framleiðslan greiði kaupgjald, sem er í samræmi við söluverð útflutningsafurð- anna og framleiðslukostnað', og telja, að áformum sínum í efnahagsmálum væri stefnt í voða, ef kaupskrúfan, eins og það hefur verið nefnt, héldi áfram. Hér á landi hafa atvinnu- rekendur farið halloka í næst- um því öllum kaupdeilum í áratug eða meira. En þeg- ar í óefní hefur verið kom- ið og útflutningsatvinnuveg- irnir verið að stöðvast, hefur löggjafinn lækkað gengi krón- unnar og gert um leið ýmsar ráð'stafanir til þess að fyrir- byggja, að kaup hækkaði um leið jafnmikið og krónulækk- nninni nam. Þó að enginn myndi óska eftir gengislækkun, eins og er, getur hún nú eins og fyrri daginn orðið óhjákvæmileg afleiðing af vinnudeilum og kauphækkunum. ^Vez^luvi oa 'jd^mdí. Tollcrrnir. Hér á landi eru tollar mjög háir á mörgum vörum, og gerir það vöruna að' sjálf- sögðú miklu dýrari en hún myndi ella vera. Þetta hefur sín áhrif á lífsafkomu fólks- ins, sem kemur fram í hærra kaupgjaldi. Og hærra kaup- gjald gerir þjóðinni erfiðara fyrír með að keppa á erlend- um markaði með framleiðslu- vörur smar. Svo er önnur hlið á þessu máli, og hún er sú, að háir tollar torvelda mjög milli- ríkjaviðskipti, en Island á mjög mikið undir því komið, að' alþjóðaviðskipti séu greið vegna síns hlutfallslega mikla útflutnings. Háir tollar á fiski, eins og t. d. í Frakk- landi, þar sem tollurinn er 40%, jafngilda allt að því inn- flutningsbanni. I Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem toll- urinn er um 10%, veldur hann ekki svo miklum erfið- leikum, þó að sjálfsögðu allt- af nokkrum. Hvað er sannvirði? Eftirfarandi dæmi úr verzl- unarlífinu í Reykjavík sýnir vel, hve teygjanlegt það. get- ur verið, hvað er sannvirði einnar vöru og hve haldlítið verðlagseftirlitið er til þess að meta slíkt. Ungur maður. byrjaði að búa til eymaskýlur, sem margir unglingar ganga með í kuldum. Kostuðu þær 32 krónur. Verðlagseftirlitið' samþykkti þetta verð. Þá kemur annar með alveg eins eyrnaskýlur á markaðinn og er þá búinn að hnupla „pat- entinu". Selur hann sínar skýlur á 23 krónur, og það er samþykkt af verðlagseftirlit- inu sem sanngjarnt verð. Síð- an kemur sá þriðji með eyrna- skýlur. Hann selur þær á 16 krónur, og enn samþykkir að sjálfsögðu verðlagseftirlitið. Samkeppni er það eina, sem getur leitt í ljós sann- virði vörunnar. Á meðan framleiðslan er ábatasöm, byrja fleiri og fleiri og fram- boðið vex og verðið fellur, og þegar tilkostnaður og söluverð stenzt á eða söluverð'ið er fyr- ir neðan tilkostnaðinn, dregst framleiðslan saman, framboð- ið minnkar og verðið hækkar. Þar sem frjáls verðmynd- un er, felur hún í sér stöðuga leit eftir nýrri og betrí fram- leiðsluháttum. Svarti markaðurinn og frelsið. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að það ástand í inn- flutningsmálunum, sem und- anfarið hefur ríkt, liefur leitt lil þess, að svartur markaður hefur blómstvað með ágætum. Vörur og gjaldeýrir hefur ver- ið selt þar fyrir tvöfalt verð og jafnvel meira. Nú bregðUr svo við, þegar áformað er að gefa innflutn- inginn frjálsan, að botninn virðist ætla að detta úr svarta markaðinum. Sölumöguleik- arnir hafa versnað svo núna upp á síðkastið, að það þykir ekki lengur svara áhættu. Er- lendi gjaldeyririnn hefur líka fallið á svarta markaðinum. Það var algengt að' selja doll- arinn á 35 krónur og fengu sjálfsagt oft færri en vildu. Nú er dollarinn boðinn á svarta markaðinum fyrir 30 krónur, og sennilega er hann seldur fyrir lægra, ef um nokkra sölu að ráði er að ræða. Vonandi hverfur þessi svarti markaður með öllu, þegar innflutningurinn hefur verið gefinn frjáls eins og á- formað er. Sovétgull til vörukaupa. Eftir áramótin hafa 34 milj. dollara í gulli verið fluttir frá Varsjá til London, að talið er í því augnamiði að kaupa fyr- ir það vörur. Greiðsluörðugleikar Þýzkalands fara vaxandi upp á síðkastið. Það er talið, að Vestur-Þýzkaland hafi í febrúar verið rneð um 3 milj. dollara neikvæðan greið'slu- jöfnuð á dag. Erfiðleikarnir hafa m. a. þvingað það til þess að hverfa að nokkru leyti frá innflutningsfrelsinu, sem komið hafði verið á. Vísitalan í Svíþjóð fyrir neyzluvörur var í jan- úar 191 stig á móti 185 í des- ember. Þetta er miðað við vísitölu 100 í ágúst 1939. Svart-rauð-guli fáninn var í fyrra mánuði dreginn að' hún á öllum vestur-þýzk- um skipum, en fram að því höfðu öll þýzk skip verið auð- kennd með blá-hvít-rauða signalflagginu C, og það flagg hafa skip enn, sem heyra til rússneska hernámshlutans. Minni bifreiðafram- leiðsla í U. S. A. Bandaríkjastjórn hefur frá 1. apríl hert á banninu við notkun kopars til vissra vara til einkaþarfa. Hingað til hef- ur þetta bann náð til 200 vörutegunda, en nær hér eftir til 250. Olíunotkun íslendinga. I síðasta blaði var skýrt frá því, að í Svíþjóð væri olíunotkun mest í heiminum, 374 kg. að meðaltali á íbúa, Noregur væri nr. 2 með 342 kg. og Danmörk nr. 3 með 272 kg. Þetta var haft eftir erlendu blað'i, og var Islands þar að engu getið. En árið 1950 var olíunotkun á Islandi 1400 kg. að meðaltali á íbúa og þannig langsamlega mest í heiminum að tiltölu. Norsk Hydro. Meirihluti hlutabréfanna í Norsk Hydro áburðarverk- smiðjunni er nú aftur kominn í eigu Norðmanna, eftir að samningar hafa tekizt um það milli Sviss og Noregs. Norska ríkið hefur nú keypt verulegt hlutafjármagn og á nú 46% af hlutafénu. Aðrir norskir hluthafar eiga 8%. Utanríkisverzlun Svía hefur farið vaxandi. á s.l. ári um 25% að magni til. Verðlagið var 7% hærra 1950 en 1949. Hið hækkandi verðlag á hráefnum hækkaði innflutn- ingsverðið um 14% að með- áltaJi. . PERLUVINIR Smásaga eftir Luigi Pirandello. Það er ekkert sældarbrauð fyrir menn, sem komnir eru yfir fertugt að norpa og bíða í norðannæðingi. Gigi Mear varð nú samt að gera sér þetta að góðu þennan morgun, en hann var líka dúðaður í svellþykkan yfirfrakka norðan úr Háleyjum, með' hálsklútinn margvafinn upp fyrir eyru og hendurnar á kafi í enskum, fóðruðum skinnvettlingum. Hann virtist eiga vel heima þarna, sem hann stóð, mjúk- holda og rjóður, á Lungo Tevere de Mellintorgi og beið eftir sporvagninum, sem átti að skila honum eins og hann gerði daglega á Pastrengo-götuna, gegnt Greifa-skrifstof- unni, þar sem hann starfaði. Gigi Mear var fæddur greifi, en átti hvorki greifadæmi né tangur né tetur af þess dýrð og gæðum. í fullkomnu sakleysi æskunnar og óvitaskap hafði hann tjáð föður sín- um þá stórfenglegu fyrirætlun sína að ganga í þjónustu þessarar ríkisstofnunar og trúði því, í sakleysi hjartans, að Greifasetur rómverska aðalsins af guðs náð (Corte dei Conti) væri greifalögrétta, og þangað væru allir greifar boðnir og velkomnir. En nú er það, eins og allirvita, að þessir sporvagnasleðar koma aldrei, þegar menn bíða eftir þeim. Aftur á móti stöðvast þeir á miðri leið, annað hvort vegna þess að raf- straumurinn rofnar eða þeir geta ekki stillt sig um að velta um koll hesti með hestkerru, eða jafnvel kremja einhvern ógæfusaman mann i klessu. Frá hvaða sjónarmiði, sem lit- ið er á slíka sporvagna, þá eru þeir og verða glæfraleg þrotabús fyrirtæki. Og þennan umrædda morgun var bál- hvass norð'angarður, kaldur og grimmur, og Gigi Mear" stappaði niður fótum og horfði á grátt fljótið, sem einnig virtist vera að sálast úr kulda, þar sem það silaðist áfram — svo að segja snöggklætt — á milli sölnaðra, nýhlaðinna árhakkanna. Loks kom vagninn drynjandi, og Gigi Mear gerði sig líklegan til að stökkva inn í vagninn án þess að stöðva hann. Þá heyrði hann, að einhver hrópaði nafn hans, alla leið handan frá Cavour brúnni. „Gigi, gamli félagi, Gigi". Og hann sá einhvern heiðursmann koma þjótandi til sín, og veifaði sá handleggjunum eins og mylluvængjum. Hann missti af strætisvagninum. En aftur á móti naut Gigi þeirrar huggunar að vera faðmaður af alókunnugum manni, sem eftir því að dæma, hve fast og innilega hann gerði það, í tveim lotum, neðan frá tám og alla leið upp á silkihálsklútinn, sem hann hafði um munninn — hlaut að vera alveg einstaklega góður vinur hans. „Heldurðu svo sem ekki, að ég' hafi þekkt þig á auga- bragði, Gigi, gamli félagi. Alveg á augabragði. En, hvað er að sjá þig. Farinn að verða gamall, svona fljótt. 011 þessi gráu hár. Skammastu þín ekki? Kysstu mig, Gigi, kæri, gamli félagi. Þrátt fyrir þessi hár þín og háan aldur. Þarna stóðstu, alveg eins og þú værir að bíða eftir mér. Þegar ég sá þig rétta upp annan handlegginn til þess að' ná í þennan rækals silakepp, þá sagði ég við sjálfan mig: „Þetta eru svik, hrein svik". „Já", sagði Gigi með vandræðalegu nauðungarbrosi, „ég var að fara til skrifstofunnar". „Blessaður gerðu það fyrir mig að minnast ekki á svo andstyggilega hluti núna".

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.