Víðir


Víðir - 17.03.1951, Síða 3

Víðir - 17.03.1951, Síða 3
VIÐIR s íslenzkt sólaleður. Skóverksmiðjan Iðunn á Akureyri er nýbyrjuð að framleiða sólaleður úr íslenzk- um húðum. Er það' ávallt gleðiefni, þegar hafin er ný innlend framleiðsla, og ekki sízt, þegar um innlent hráefni ’ er að ræða. Gúmmíútflutningurinn frá Malaya nam árið 1950 1.810.000.000 dollurum, eða þrisvar sinnum meira að verð- mæti en árið áður. StálframleiSslan í heiminum fyrir utan Rúss- land og Kína var 135 miljón- ir lesta árið 1949 á móti 89 milj. lesta. árið 1930. Á árún- um frá 1930 jók Bretland framleiðslu sína um 100% og Bandaríkin sína framleiðslu um 71%. Baráttan viS hringina. T Bandaríkjunum eru lög, sem vinna á móti myndun hringa. Ef svo væri ekki, myndi markaðurinn vera skiþtur upp á milli nokkurra samsteypa. Nýlega kom mál tveggja stórfvrirtækja fvrir rétt í Bandaríkjunum, Aluminium Ltd. og Aluminium Companv of America, og framleiða þessi félög samanlagt um 3/4 hlut- ann af heimsframleiðslunni af aluminium, og gat þessi risaframleiðsla ef til vill gefið' þeim yfirráð yfir ameríska markaðinum. TNfálaferlin snúast gegn mönnum, sem eiga hlutabréf í báðum félögunum, og hafa þeir nú verið skvldaðir til að selia hlutabréf sín í öðru fé- laginu á næstu 10 árum. Á meðan eiga 3 menn, sem rétt- urinn útnefnir, að' fara með atkvæðisrétt fyrir þau bréf, sem eiga að seljast. Hér er um að ræð’a 1.3 milj. hlutabréf, eða um helminginn af hlutafé Aluminium Ltd. „Tilgangur- inn með þessum úrskurði“, segir í bréfi réttarins til hlut- hafanna, „er að ryðja í burtu öllum likum fyrir sameigin- legri stjórn á Aluminium Ltd. og Aluminium Company of America“. Minni bílaíramleiðsla. Framleiðsluráðið hefur til- kynnt, að stál til amerískra bíla verði minnkað um 20% á næsta ársfjórðungi. TJthlut- un á efni til framleiðslu út- varps- og sjóvarpstækja og þvottavéla verður einnig tak- mörkuð og miðað við fram- leiðslu þessara tækja fyrir 1 ári. Stál hækkar í Bretlandi. Stál hefur lnekkað í Bret- landi um 3%. Stafar þessi hækkun einkum vegna hækk- unar á koluni og koksi og svo hærri flutningsgjöldum. Það þykir eftirtektarveivt, að verð- hækkun fylgir í kjölfar þjóð- nýtingar stáliðnaðarins. Bílar hækka í veröi. Sem afleiðing af efnishækk- un hafa bílar hækkað enn frekar í verði í Bretlandi. Austin Motor Company hef- ur hækkað verðið á fólksbíl- um sínum úr 392 pundum í 420 pund. Vauxhall Motors Ltd. hefur einnig hækkað verðið á sínum bílum, báðúm tegundunum, um 20 pund í 415 og 470 pund. 60—100% kolahækkun. Pólverjar hafa hækkað kolaverðið hjá sér á stórum kolum úr 15.70 í 21.50 dollar og á smærri kolum úr 14.40 í 20 dollara og á salla úr 8.60 í „Hva, hvað þá?“ „Já, mér er fyllsta alvara, ég krefst þess“. „Mér þykir þú vera einkennilegur náungi“. „Já, ég veit það. En segðu mér: Þú varst ekki að bíða eftir mér, eða varstu það? Ég sé, að þú varst ekki að því, eftir svipnum á þér að dæma“. „Jæja, nei — ef ég á að segja sannleikann“. „Ég kom í gærkvöldi. Bróðir þinn bað að heilsa þér. En ég veit, að þú ferð að skellihlæja, hann vildi ólmur fá mér meðmæli til þín. „Hvað“, sagði ég, „meðmæli til Gigi litla? Veiztu það, að ég þekkti hann á undan þér, svo að segja. Perluvinir frá því við vorum drengir, ég held nú það. Við höfum margsinnis komizt í hann krappan saman. Fé- lagar á háskólaárunum. Manstu ekki eftir frægu, gömlu Padua? Stóru klukkunni, sem þú lieyrðir aldrei í — þú svafst alltaf eins og — hvað eigum við að segja -— rotta, eða ég mætti segja — eins og grís. Já, slíkt og þvílíkt. ... fJg þegar þú loksins heyrðir í klukkunni — og það var nú ekki nema einu sinni — þá hélzt þú, að það væri í bruna- lúðri. Þá voru góðir, gamlir tímar. Bræðrmn þínum líður vel, lof sé guði. Við erum með dálítið á prjónunum. þess vegna er ég nu staddur hér. En hver skollinn sjálfur er að þer? Þú ert. eins og þu sért við jarðarför. Ertu kvæntur?“ „Nei, guð forði mér frá því“, hrópaði Gigi af mesta kappi. „Ert á leiðinni?“ „Ertu bandvitlaus? Kominn yfir feitugt. í hamingju bænum, nei. Mér gæti ekki komið það til hugar, — elcki dreymt um slíkt“. _ „Éertugur“. Mér þykir líklegra, að þú sért kominn á sjötta tuginn, Gigi minn sæll. En hvers vegna ekki. Ó, fyrirgefðu ... þú hefur einkarétt á að verða ekki var við að nokkuð' hreyfist, hvorki khikkur né árin. Orðinn fimm- tíu, kæri vinur, áreiðanlega fimmtíu, og staðið þig prýði- 14 dollara. Borið saman við verðið í október er þetta 64, 74 og 100% hækkun. Einnig þýzk kol hækka. Bandamenn liafa fallizt á óskir sambandsstjórnarinnar um hæklcun á útflutnings- verði á kolum. Er það verð- hækkun, sem nemur að með- altali 2.5 mörlcum á tonn, og eru hærri flutningsgjöld færð’ fram sem höfuðástæðan fyrir hækkuninni. Y firstj órn Ruhrhéraðanna verður að staðfesta verðið, sem á að gilda frá 1. janúar. Það var 1895r að lítið norslct skip, „Nið- arós“, byrjaði að kasta botn- vörpu fyrir ströndum Suður- Afríku og veiða þar lúðu og annan fisk. Síðan hefur þessi veiðiskapur haldizt þar á- fram, og nú eru þar miklar fiskveiðar. Talið er, að lagt hafi verið í fiskiðjuver í Suður-Afríku um 450 milj. króna. Við fisk- veiðar þar liafa 8000 manns atvinnu, og auk þess eru 4000 manns við niðursuðu og ann- an fiskiðnað. Botnvörpuveiðar gefa bezt- an árangur. Línuveiðar er ekki liægt að stunda þar vegna hákarlsins. Það er mjög stormasamt þarna fyrir vest- urströndinni, en þó geta tog- ararnir að jafnaði verið 20 daga að veiðum í mánuði hverjum. Mikil nýsköpun fór fram á fiskiflotanum og fiskiðjuver- um eftir stríðið, og var fisk- iðhaðarframleiðslan þá fjór- földuð. Um lax. Alla laxveiðimenn dreymir um stóra laxa, eins og þeir eru að vorinu, þegar þeir leita á hrygningarstöðvarnar úr æt- inu í sjónum. En þar hafa þeir verið í tvö til þrjú ár, langt þaðan sem þeir eru upprunn- ir, ef þeir liafa þá ekki verið veiddir, áður en svo langt er liðið. Þetta hefur verið sann- að með merkingum. Á hreistr- inu má líka sjá, hve lengi þeir hafa verið í sjónum. I Noregi eru ár, sem veiðzt hafa í 30.000 kg. af laxi, og í ám í Norður-Svíþjóð getur veiðin verið ennþá meiri. Það hefur alltaf verið rannsóknarefni, hvers vegna laxinn neytir einskis, á með- an hann gengur í árnar. Rækjum hefur verið kast- að í fljótsmynnin, þar sem torfur af laxi hafa verið á leið upp eftir ánum. Laxinn gleypti rækjurnar, en ældi þeim strax aftur. Aldrei hef- ur fundizt neitt æti í göngu- laxi, sem veiddur hefur verið. Það heldur því ófram að vera ráðgáta, hvers vegna liann gleypir spúninn og fluguna. Uudimtaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn Heimili Póststöð ..........................fSími 2685) Til vikublaðsins Víðir, Reykjavík. lega meira að segja. Ekki ástæðulaust, að við stynjum ögn. Ástandið fer að verða alvarlegt. Þú ert fæddur — látum okkur sjá — í apríl 1951, er ekki svo? Tólfta apríl“. „Fyrirgefðu — í maímánuði. Og fyrirgefðu ennfremur, átján hundruð fimmtíu og tvö“, leiðrétti Mear hann, og lagði áherzlu á hvert einasta atkvæði. „Ættir þú kannske að vita þetta betur en ég? Nákvæmlega, tólfta maí 1852. Og þess vegna er ég 49 ára og fárra mánaða í dag“. „Og engin eiginkona. Það var ágætt. Ég á eiginkonu, eins og þú veizt. Það er nú meiri sorgarsagan. Ég veit, að þú springur af hlátri, þegar ég segi ég frá því. En á meðan skulum við láta sem svo, að þú hafir boðið mér að borða með þér hádegisverð. Hvar borðar þú þessa dagana? Enn- þá í gömlu Barba?“ „Nú er ég alveg grallaralaus“, hrópaði Gigi Mear með vaxandi undrun. Veiztu þá líka um „Barba“. Ég geri ráð fyrir, að þú hafir einnig verið þar?“ „Ég í Barba? Hvar hefði ég svo sem átt að vera annars staðar, úr því ég var í Padua? Mér var sagt frá því. Ég heyrði svo sem, hvað á gekk þar, bæði hjá þér og öðrum, sem tíðkuðu komur sínar í þetta — hvað ætti ég að nefna það, pútna-, slátrunar- eða matsöluhús?“ „Kallaðu það endemi, auvirðilegt endemi“, svaraði Mear. „En ef þú ætlar að borða hádegisverð með mér, verðum við að láta matseljuna heima vita það“. „TJng, er hún það ekki?“ ,3ei, sei, nei, gömul, drengur minn, gömul. Og það sem meira er, ég stíg ekki framar fæti mínum í Barba, eins og þú veizt. Hef ekki komið þar í þrjú ár. Þegar lcomið er á vissan aldur ...“ „Yfir fertugt-----“ Framhald. Skipsskírn og sódavatn. jMörgum þyrstum mannin- um hefur sjálfsagt sárnað að sjá dýrindis kampavíni fórn- að í hvert skipti, sem stærri skip eru skírð. Þeir sömu ólíta, að sódavatnsflaska gæti gert sama gagn og kampavínið, hvað þetta snertir. Danskur útgerðarmaður var einnig sömu skoðunar, þegar hann ætlaði að hlevpa af stokkun- um skipi hjá B. & W., ekki vegna þess að hann væri svo sólginn i kampavín, þvert á móti! Hann var bindindis- maðUr. Oll skip þess útgerð- armanns hafa verið skírð i sódavatni. Stærsta hvalverk- smiSja heimsins. Argentína á stærstu fljót- andi hvalveiðiverksmiðm heimsins. ITún heitir „Juan Peron“, og er núna verið að afhenda hana frá skipasmíða- stöðinni í Belfast. Skipið er 32.000 lestir. Byggingarkostn- aðurinn nemur um 100 milj. króna. Það eru ekki svo fáir hvalir, sem verða að láta lífið, áðUr en skipið hefur borgað sig. Hugmyndaríkur náungi. Ilinir hugmyndaríku eru alltaf að detta ofan á eitthvað snjallt, eða sem haldið er snjallt, þangað til annað kem- ur í ljós. Fáir íslendingar spreyta sig á slíku utan lands- steinanna. Þó er nokkrum sinnum getið um hugvits- menn, sem hafa ætlað að selja hugmyndir sínar erlendis. Hér skal sagt frá tveimur hugmyndum, sem ungur mað- ur, Einar Bjarnason í Hamri, sagðist hafa verið með á sín- um tíma. Hugmynd Einars var að láta gera eftirlíkingu af húsi Sameinuðu þjóðanna, sem verið er að byggja í New York, og hafa hana á stærð við eldspýtustokk. Seh’a hana síðan í Ameríku og víðar fvrir 1 dollar hverja og kaupa fyrir andvirðið íslenzk matvæli til þess að seð’ja hungruð börn í Evrópu. T livert skipti, sem einhver keypti þannig hús Sameinuðu þjóðanna sér til ánægju, gæfi hann um leið vannærðu barni eina eða fleiri máltíðir. Hin hugmyndin var sú, að auglýsa íslenzkan fisk með því að fá að setja glerkassa með lifandi fiskum i á La Gardia-flugvöllinn í New York, þar sem hundruð þús- unda ferð'amanna leggja leið sína um og meðal þeirra margir álirifamestu menn heimsmálanna og fjöldinn all- ur af kaupsýslumönnum. Það á enga stoð að lof- syngja pólitískt frelsi, jafn- framt því sem unnið er á móti efnahagslegu frelsi.

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.