Víðir


Víðir - 17.03.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 17.03.1951, Blaðsíða 4
Þeir, sem vilja íylgjast vel með, lesa V í D I. Viðiw VÍDIR flytur eíni, sem ekki er annars staðar. Gæftir voru stirðar, þó reru bátar yfirleitt flesta clagana. Vind- ur var við norður og oft hvass og stundum mikið frost og leiðinleg sjóveður. AflabrögS . ' hafa verið heldur rýr á lín- ima, langalgengast um ð lest- ir í róðri. Dagur fékk þó einn daginn 10a4 lest. En aflinn komst líka niður í 2 lestir. Utilegubátar, sem veiða með línu, komu inn með afla sinn í vikunni, Freydís með 30 og Ágúst Þórarinsson einnig með 30 lestir. Togbátarnir hafa aflað heldur vel, Bragi kom t. d. einn daginn með 311/-1 lest, Marz með 18 Iestir og Hvítá með 10 lestir. Togararnir. Tíð hefur verið slæm hjá togurunum, norðan og norð- austanáttir og þar af leiðandi lítill afli. Fáir eða engir togarar hafa verið á Halanum undanfarið vegna veðurlagsins, og hafa þeir þá einkum verið við Jök- ulinn og á Eldeyjar- og Sel- vogsbankanum. Þegar togararnir eru að veiða fyrir frystihúsin og verksmiðiurnar er allt hirt. Á ísfiskveiðum er karíanum og ufsanum fleygt, ef góður afli er, því að hann hentar ekki fyrir brezka markaðinn. En fyrir þýzka markaðinn er það ágætur fiskur. Markaðurinn hefur verið góður bessa viku. Sérstaklega var hann ágætur um miðja vikuna. 18 togarar eru nú á veið- um fyrir frystihús og verk- smiðjur, og er staðurinn, sem skipið leggur upp á, í svigum fyrir aftan nafn skipsins: Akurey (Rvík), Bjarni Ól- afsson (Akranes), B.iarni ridd- ari /Hafnarfj.), Egill Skalla- grímsson (Rvík, eingöngu Faxi), Fylkir (Hafnárfj.) Hallveig Fróðadóttir (Rvík), Helgafell (Rvík), Hvalfell (Hafnarfj.), Tngólfur Arnar- son (Rvík, eingöngu Faxi), Isborg (ísaf.), Júlí (Hafnar- fj.), Júní (Hafnarfj.), Keflvík- ingur (Keflavík'), Maí (Hafn- arfj.), Röðull (Hafnarfj.), Skúli Magnússon (Rvík), Tryggvi gamli (Rvík) og Úr- anus (Rvík). 10 togarar veið'a í ís: Askur (kemur frá Bretlandi á morgun), Elliðaey (selur í Bretlandi á mánudag), Geir (kemur í dag frá Bretlandi), Goðanes (selur 2. í páskum), Harðbakur (fer í dag til Bret- lands), Jón forseti (fer til! Bretlands í dag), Jón Þorláks- son (væntanlegur frá Bret- landi á mánudag), Jörundur (kom í gær frá Bretlandi), Karlsefni (íer í dag á ísfisk- veiðar) og Marz (selur í dag). 8 togarar eru á saltfiskveið- um: Bíarnarey. Egill rauði, Ell- iði, Tsólfur, Kaldbakur, Nep- túnus. Ólafur Jóhannesson og Þorsteinn Tngólfsson. Garðar Þorsteinsson er að flytja til Siglufjarðar, og Sval- bakur er í viðgerð á Akureyri. Vestmannaeyjar. Svo má heita, að fiskilaust sé á línu og í net. Algengast- ur afli hjá Iínu- og netabát- um er 2—3 lestir, fyrir kem- ur, að einstaka bátur fær upp í 6 lestir, en sumir fá líka helzt ekkert. Netabátar eru rétt að byrja að verða varir við fisk í djúpinu. Afli er sæmilegur í botn- vörpu. Skjöldur kom inn á fimmtudaginn með 40 lestir og rétt fyrir helgina með aðr- ar 40 lestir, en þetta er líka það mesta. T dragnótina hefur verið' sæmilegur afli, og fékk einn bátur 8 lestir í vikunni. Lítið hefur verið um loðnu- veiðar, enda enginn markaður fyrir hana, þegar flestir línu- bátar hafa nú tekið net eða botnvörpu. Fiskur virðist ekki hafa gengið eins og oft áður með loðnunni. Stokksevri. Vertíðin hefur verið léleg, það sem af er. Ægir, sem er 24 lesta bátur, er með hæst- an afla, lnr> lestir eftir mið- vikudagsróð'urinn. Næstur er Hólmsteinn með um 80 lestir. ?> aðrir bátar róa frá Stokks- eyri. og er aflinn 50, 60 og 70 lestir. Afli hefur verið mjög mis- jafn síðustu dagana, stundum ekkert, en aðra daga ágætt. Ægir fékk t. d. á mánudag- inn 20 lestir og Hólmsteinn 16 lestir af óslægðum fiski. Þeir eru með þorskanet. Fiskurinn er keyptur ó- slægður, bæði af frystihúsinu og eigendum bátanna, sem salta sjálfir, og eru greiddir 84 aurar fyrir kg. af fiskin- um þannig. Um helmingur af aflanum hefur verið frystur og hinn helmingurinn saltað- ur. Grindavík. Afli hefur verið ínjög treg- ur í Grindavík síðustu daga. Allir bátar þar eru með net nema 2 bátar, sem eru með línu, en það hefur ekki verið neitt betra hjá þeim. Hjá skástu bátunum hefur aflinn verið 3—3V? lest í róðri og það niður í ekki neitt. Grindvíkingur er aflahæst- ur með um 265 lestir eftir róðurinn á miðvikudaginn. Hann hefur skarað fram úr bæði á línunni og netunum. Afli er mjög misjafn og lítið hjá þeim lægstu. Loð'na hefur aðallega veiðzt í Grindavíkursjónum, og hafa loðnubátar úr Keflavík og Hafnarfirði legið við í Grinda- vík og loðnan flutt á bílum í verstöðvarnar. Bátarnir í Grindavík beittu loðnu núna í vikunni, en fengu ekkert á hana og sízt betra en á síld- ina. SandgerSi. Aflahæsti báturinn er Mummi, og hafði hann eftir miðvikudagsróðurinn 263 lestir og 24.000 lítra af lifur í 41 róðri. Annar er Pétur Jónsson með 250 lestir og 21.000 lítra af lifur í 43 róð'rum. Þriðji er Muninn II. með 235 lestir og 20.700 iítra af lifur í 36 róðrum. Fjórði er Víkingur með 225 lestir og 20.000 lítra af lifur í 37 róðrum. Heildaraflinn er 3500 lestir. Meðalafli á bát er um 150 lestir, og var meðalaflinn um 100 lestum hærri í fyrra. I marzmánuði hefur verið róið flesta daga, þó hefur ver- ið stormasamt og hörkur. Beitt hefur verið nær ein- göngu loðnu, síð'an hún fór að veiðast 5. marz. Margir loðnubátar hafa leg- ið við í Sandgerði og stundað þaðan loðnuveiðarnar. Fram- an af vikunni gátu þeir lítið athafnað sig, en öfluðu þó nóg í beitu, en á fimmtudaginn var ágæt veiði hjá þeim. Tilraun hefur verið' gerð með að hraðfrysta loðnu til beitu, sem ekki hefur verið reynt áður, en ,ekki er enn byrjað að nota hana. Það litur illa út með ver- tíðina. Virðist vera alveg fiskilaust á grunnmiðum. A miðvikudaginn lögð'u t. d. 8 bátar á Hafnarleirnum, sem hefur verið ágætt fiskisvæði, en þeir fengu 1%—4 lestir. Bátarnir hafa aðallega haldið sig á Eldeyjarbankanum, þeg- ar þangað hefur gefið. Nii verða sjómenn ekki var- ir við togara á heimamiðun- um eða Eldeyjarbanka, en þar hefur alltaf verið fjöldi af þeim undanfarnar vertíðir, og bendir það til þess, að fiski- laust sé. Keflavík. Þar hafa verið rok, en samt róið flesta dagana. Afli er á- kaflega tregur, frá 2 og upp í 10 lestir, algengast er 4—5 lestir í róðri. Bátarnir beita eingöngu loðnu, og hefur hún yfirleitt verið nóg. Um miðja vikuna tregaðist loðnan í Grindavík- ursjónum, og reyndu bátarnir þá á Hafnarleirnum fyrir vestan Nesið og fengu þar góðan afla. Aflahæstur er Keflvíking- ur, og hafði eftir miðviku- dagsróðurinn 240 lestir. Næst- ur er Björgvin með 8—10 lesta minni afla. Akranes. Heildarafli eftir miðviku- dagsróðurinn var 1970 lestir í 315 sjóferðum, og höfðu afl- azt síðan um síðustu mánaða- mót 864 lestir. Hæstu bátarnir eru Ás- mundur og Sigurfari með um 200 lestir, munar aðeins nokkrum kg. á þeim. Hæsti róðurinn í vikunni var hjá Svan á miðvikudag- inn, 18% lest. Sjómenn telja, að það sé engin fiskigengd. Fiskurinn er á ferð og flugi, þótt ágætis- afli sé einhvers staðar í dag, er þar oft ekkert á morgun. 13. marz var aflahæsti dag- urinn á vertiðinni í fyrra, og fengu þá 18 bátar 185 lestir. 9. marz var aflahæsti dag- urinn í ár, og fengu þá 14 bát- ar 173 lestir. 5. marz var almennt róið, og beitt síld, og fengu þá 12 bátar 95 lestir. 6. marz kom loðnan. Dag- inn eftir var beitt bæði sild og loðnu, en 8. marz var beitt eingöngu loðnu, og fengu þá 15 bátar 146 lestir. Aflinn virtist líka vera miklu meiri árið áður, þegar farið var að beita loðnunni. 4. marz var almennt róið og beitt síld, og fengu þá 18 bátar 66 lestir (að vísu var ekki gott sjóveður). 8. marz kom svo loðnan, og 9. marz reru 18 bátar með lóð- ina beitta með loð'nu og fengu samtals 163 lestir. GrundarfjörSur. Gæftir voru góðar þar til seinni hluta febrúar, en afli var yfirleitt mjög tregur. 4 bátar ganga, allir með línu. í janúar og febrúar voru bát- arnir búnir að fá alls 512 lest- ir. Aflahæstur var þá Grund- firðingur með 143 lestir í 33 róðrum. Aflinn hefur allur verið frystur að undantekinni keilu og lÖngu, sem er söltuð og hert. Hraðfrystihúsið var bú- ið ,að frysta 6500 kassa í febr- úarlok. (Er þetta mikil fiyst- ing borið' saman við flest önn- ur frystihús). Fiskilaus miS. Það er engu líkara en togar- arnir séu búnir að eyðileggja grunnmiðin fyrir Vestfjörð- um. Þar kemur aldrei orðið fiskur, af því að hann er tek- Jl inn, áður en hann kemst þang að. Á Halanum og djúpmið- unum í landgrunnshallanum frá Horni að Látrabjargi eru: íslenzku togararnir allir og fjöldi af brezkum togurum nálega allan ársins hrinx, jg' svo þýzkir togarar að Ef fáeinar bröndur ko gegnum fylkingarnar grunnið, frétta togar fljótt af því og eru um komnir til að hirða þær. Milli jóla og nýárs feiigli Vestfjarðabátarnir sæmileg m afla 30—40 mílur út af De\id. Þeir töluðu eitthvað óvarlega í talstöðvarnar um aflabrögð- in. Nokkru síðar voru 30—40 togarar komnir á miðin. . Á stríðsárunum var góður afli þar um slóðir. Þá voru aðeins íslenzku togararnir á miðunum og mjög fiskisælt við tundurduflasvæðið. Þeir, sem lögðu lóðir sínar á hættu- svæðin, öfluðu vel. Of mikið var þó að því gert. LandarunniS fyrir íslendinga. Það er athyglisvert fyrir alla hugsandi menn, hvernig farið hefur um fiskimiðin fyr- ír Vestfiörðum. Hvar verður næst ördeyða. Standast nokk- ur fiskimið til lengdar þá gegndarlausu veiði. sem nú er rekin við strendur íslands. Og hversu byggilegt verður í þessu landi, þegar fiskurinn hættir að ganga á hin fornu fiskimið. Víkkun landhelginnar fyrir Norðurlandi var mikilvæg. og menn óska þess ahnennt, að í haust, þegar samningur- inn við Breta rennur út, verði landhelgin um allt land færð út, svo að hún verði alls stað- ar 4 mílur. Og sjálfsagt verður látið sitia við 4 mílna landhelgi í bili, ef tekst að fá hana við- urkennda. En ekki má missa sjónar á því að friða verður landgrunnið fyrir ágangi er- lendra veiðiskipa, eins og margar aðrar þjóðir hafa þeg- ar gert. TogaraútgerS. Það, sem hér er sagt um víkkun landhelginnar, ber þó engan veginn að skilja sem svo, að það sé sagt til höfuðs íslenzkri togaraútgerð'. Ollum landsmönnum er Ijóst mikil- vægi togaranna fyrir íslenzk- an þjóðarbúskap, þó að þeir vilji reyna að vernda fiskimið- in fyrir sig og komandi kyn- slóðir. Rœðið við kminingja ykkar og uini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið ræðir.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.