Víðir


Víðir - 14.04.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 14.04.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR | ltiðir | |, kemur út á laugardögum jj ![ F.vlgirit: !j !; GAMALT OG NÝTT í ij Ritstjóri: ij !; EINAR SIGURÐSSON í |! Simi 2685 ]i S Víkingsprent 5 Sparnaður. Spamað'ur hefur lengi verið talinn til dyggða. Sterkasti þátturinn í viðleitni manna til spamaðar er fólginn í því að hafa nóg fyrir sig og sína að leggja og þurfa ekki að vera upp á náð annarra kom- inn. En einkum er þó rík hvöt manna til þess að leggja fyrir til efri áranna, þegar þeir eru ekki lengur færir um að leggja sig fram í lífsbaráttunni. Og þrátt fyrir hinar mikilvægu ellitryggingar er slík sparnað- arviðleitni mjög heilbrigð, eins og raunar allur spamað- ur, því að hann stuðlar jafn- framt ið'ni og starfi að auk- inni verðmætamyndun í þjóð- félaginu. A síðari árum liefur eyðslu- semi farið mjög í vöxt, og vill svo oft verða í kjölfar styrj- alda og upplausnartíma, Þó verður sjálfsagt ekki annað sagt en sparnaðarhvöt sé enn rík með þjóðinni. En löggjaf- inn gæti sjálfsagt stuðlað að enn frekari viðleitni lijá al- menningi í þá átt, eins og tíðkast með öðrum þjóðum. Auðveldasta leiðin og eðlileg- asta er að gera það með ein- hverju skattfrelsi á sparifé, í verðbréfum og jafnvel einnig peningum í sparisjóði. Spari- fjáreigendur ættu það ekki nema skilið, að' hlutur þeirra væri nokkuð réttur, jafnhart og þeir hafa verið leiknir af verðbólgu og gengislækkun- um undanfarið. I Englandi eru t. d. skattfrjáls ríkis- skuldabréf, sem bera upp að 3% ársvexti og í Frakklandi ríkisskuldabréf, sem bera upp að 7% ársvexti. Hér á landi hefur mönnum verið refsað fyrir sparnað með tiltölulega háum eignasköttum og eigna- útsvörum á sparifé sem á aðr- ar eignir, þó að spariféð gefi tiltölulega lítið' af sér, en sé hins vegar mjög mikilvægt bæði fyrir lánsstofnanir og eins ríkissjóð og bæi, þegar þeir aðilar þurfa að leita til almennings með lánsfé. Eins og er gerir almenningur til- tölulega lítið að því að Jeggja sparifé sitt í opinber verðbréf, þrátt fyrir það að ýmsar Jeið- ir hafa þar verið farnar til þess að' vekja áhuga almenn- ings á því. Væri ekki reyn- andi fyrir það opinbera, þeg- zVez&tu/n ocj íjáz'Uiát Breyting? Síðan Kóreustyrjöldin brauzt út, hafa hráefni verið af skornum skammti, en þó hefur ið'naðarframleiðsla Vestur-Evrópu farið vaxandi. Hráefnabirgðirnar hljóta því að hafa minnkað verulega, segja hagfræð’ingar samein- uðu þjóðanna. Utflutningur Vestur-Evrópu til Bandaríkj- anna hefur aukizt jafnt og þétt síðan í fyrrasumar og fært Evrópu háar upphæðir í dollurum. Jafnframt hefur þetta leitt til verðhækkana. Eftir því sem hervæðingu Vestur-Evrópulandanna mið- ar áfram, minnkar framleiðsl- an fyrir hinn almemia mark- að. Nýlega hafa nokkrar þjóð’- ir, t. d. Belgir og Frakkar, orðið að grípa til þess að banna útflutning á vissum vörutegundum. I Englandi eru nú verksmiðjur famar að biðja erlenda viðskiptamenn sína um að útvega meðmæli stjórna sinna (eða sendiráða) í sambandi við framleið’slu ýmissa vara úr stáli og öðrum málmum. Eru viðskiptin að falla í sama farveg og á stríðs- árunum, þegar engar mikil- vægar vörur fengust afgreidd- ar nema með meðmælum við- komandi ríkisstjóma og síð- an Ieyfum stjórnarvalda í framleiðslulandinu. Það eru nú uppi raddir í Bandaríkjunum um, að ekki eigi að leggja allt of mikið ar það þarf næst á fé að halda til mikilvægra framkvæmda, að fara þá leið að veita skatt- frelsi á slíkum bréfum. kapp á innkaup frá Evrópu. Slíkt muni draga úr getu Evr- ópuþjóðanna til þess að víg- búast, jafnframt því sem það feli í sér aukna liættu á verðbólgu. Það sé líka vafa- samt, að Evrópuþjóðirnar geti hagnýtt sér dollara þá, sem þær eignast þannig með innkaupum í Ameríku eins og þær þó hafi þörf fyrir. Allar þjóðir óttast verð- bólgu sem afleiðingu af hinni stórauknu eftirspurn og yfir- leitt miklu kaupgetu, sem leiðir af hinni almennu at- vinnu og verðhækkunum, sem hafa fylgt í kjölfar Kóreu- styrjaldarinnar og vígbúnað- arins. Síðustu atburðir gætu þó bent til þess, að ekki væri ástæða til sérstaks kvíða í efnahagsmálunum. Ymsar vörur, sem hafa verið á stÖð- ugri leið upp á við undanfar- ið, hafa nú síðustu vikurnar þvert á móti lækkað í verði. Afstaða Bandaríkjanna til þeirra mála hefur þar að sjálf- sögð'u mikið að segja, en þar virðist nú vera um nokkra stefnubreytingu að ræða. Ný- Iega var því t. d. lýst yfir, að Bandaríkin myndu ekki kaupa meira tin, fyrr en verð- ið hefði lækkað, og hafði þetta þegar í för með sér stór- fellda verðlækkun á tini. Framboð á nokkrum mikil- vægum hráefnum hefur líka aukizt lítilsháttar. Sums stað- ar má þó sjá merki áframhald- andi eftirspurnar og áfram- haldandi hækkandi verðs. Kaupið ,, Víðir ” England eykur timburinnflutning sinn. Stóra-Brctland mun í ár auka timburinriflutning sinn um helming frá því, sem hann var á fyrra ári, og verður hann 1.5 miljón standardar á móti 600 std. árið 1950. Hinn aukni innflutningur verður frá Norður-Ameríku, Austur-Evrópu og Eystra- saltslöndunum. Þýzkar AtlantshafsferSir. Tvö stór þýzk útgerðarfé- lög, Hamburg-Ameríkulínan og Nord-Deutscher Lloyd, munu í sumar hefja ferðir með farþega til Norður-Ame- ríku. Leigja félögin til þess- ara ferða fjögur sldp, og með- al þein-a er hið' áður sænska skip Dronningholm. Ferðir þessar, sem eru þær fyrstu með farþegaeftir stríð, verða farnar reglulega hálfs- mánaðarlega frá Hamborg og Bergen til New York, Mont- real og Halifax. Tvö félög í Panama leigðu Þjóðverjum skipin. Hið stærsta þeirra er Dronning- holm, 11.000 lestir. Verður það með þýzkri áhöfn ein- göngu, en hin skipin verða að- eins að nokkru leyti jneð' þýzka áhöfn. EySslan á gull- forða U. S. A. S.l. ár keyptu erlend ríki gull í U. S. A. fyrir 1.797 milj. dollara. Stóra-Bretland eitt keypti fyrir 1.030 milj. í janú- ar og febrúar í ár var í Banda- ríkjunum keypt gull erlendis frá fyrir 619 milj. dollara. F riðarbaráttan. Paui Hoffman, æðsti stjórnandi Marshalláætlunar- inníir, hefur nýlega skrifað bók — Baráttan um friðinn. — Þar segir m. a.: Höft og tollmúrar hefta eðlileg viðskiptú Árið 1900 var hin evróp- íska og ameríska framleiðslu- geta nokkurnveginn jöfn. En árið 1950 var heildarfram- leiðsla Bandaríkjanna, þar sem 151 milj. manna býr, 289 miljarðir dollara, en í Vestur- Evrópu, þar sem 274 mifj. manna biia, var hún hins veg- ar aðeins 170 miljarðir doll- ara. Ef aukning hinnar evr- ópisku framleiðslu hefði verið sú sama, hefði Evrópa átt. að framleiða fyrir sem svarar 507 miljarða dollara. Eitthvað má þó draga frá þessari upphæð vegn a styrjaldarkostnaðarins. En þrátt fyrir það ætti árs- framleiðsla Evrópu að geta verið 100 miljörðum dollara meiri en hun er núna, ef heimsverzlunin hefði verið' frjáls, óhindruð af tollmúrum og höftum. í 100 ár hefur U. S. A. haft tollmúra. Bandaríkin hafa hér einnig sínu hlutverki að gegna. Þau verða að endurskoða afstöðu sína til milliríkjaviðskipta. I hundrað ár hafa Bandaríkin falið sig á bak við tollmúra og verndað sinn „unga iðn- að“, sem var nægilega vernd- að'ur af hinum miklu auðlind- um landsins sjálfs. Ameríku- menn hafa selt vörur síriar til annarra landa, en horft í að kaupa vörur þeirra, og með því hefur heiöisverzlunjnni vérið koniið úr jafnvægi. A arunum 1920—1949 Laylá og Majnún. Smásaga eftir Nizami. LAYLÁ, perla næturinnar. Hún var fögur eins og tunglið á himninum, yndisleg eins og grátviðurinn, sem svignar mjúklega í næturgolunni og glitrar i skini stjarna miljónanna. Hárið var bjart og í því var djúp myrkursins, augun voru dökk og í þeim var ofurmagn Ijóssins. Bros hennar og opnar varir voru eins og rósfögur, komandi dagrenning, og þegar ástin kom til hennar — eins og hún gerði með hlutskipti sorgarinnar, falið í sjóði sínum — var luin eins og rós, lesin úr aldin- garði Paradísar til þess að verða sundurkramin við brjóst ástvinar síns; rós, sem átti að fölna, drúpa og deyja, er Ormazd hrifsaði hana úr hendi Ahrimans. Laylá kom út úr nóttinni, hjúpuð allri sinni undursam- legu fegurð; og hvarf inn í Ijósið, og á meðan vindurinn hjalaði um ást hennar við grátviðinn á gröf hennar, litu stjörnurnar niður með auknum dýrðarljóma, eins og til að segja: „Laylá er ekki týnd, hún var af okkur alin, og hún hefur horfið til okkar aftur. Lítið upp, lítið upp, það er bjarmi í nóttinni, þar sem Laylá situr, þar er dýrðar- Ijóminn í himingeimnum, þar sem Laylá dvelur“. Eins og tunglið horfir niður á öll fljót, þótt þau endur- spegli einungis eitt tungl, þannig er fegurð Laylár, sem töfraði öll hjörtu til að elska. Faðir hennar var voldugur höfðingi, og jafnvel hinir auðugustu konungasynir úr fjar- lægum löndum heimsóttu hann, hugfangnir af orðrómnum um yndisléik Laylár. En enginn gat unnið hjarta hennar. Auðæfi og konungleg dýrð gátu þár engu um þokað, en samt hafði hún gefið hjarta sitt hinum unga Qays, syni hins volduga, höfðingja í Yemen. Af frjálsum vilja var það gefið Qays, syni höfðingjans i Yemcn. En faðir Laylár var ekki vinveittur höfðingjanum í Yem- en. Satt bezt að segja, eini gangvegurinn, sem milli þeirra lá, var harðtroð'inn herslóði. Framan úr öldum höfðu for- deður þeirra aldrei getað setið á sáttshöfði, og þó að þessar tvær þjóðir hittust aðeins einstaka sinnum á miklum stór- hátíð’amótum og léti ágreiningsmálin hvíla um stund, mun það sannast sagt, að þeim brann alltáf eldur haturs i aug- um, þegar þær skiptust á kveðjum. Alltaf? Nei, ekki alltaf. Það var ein undantekning. Það var á einni þessara stór- hátíða, að Qays sá Laylá í fyrsta sinn. Augu þeirra mætt- ust, og þótt ekkert orð væri talað, brann ástin í þessu eina augnatilliti. Frá því augnabliki var Qays gerbreyttur æskumaður. Hann forðaðist fögnuð dýraveið'anna. Tunga hans var þög- ul í hátíðasamkvæmum og ráðstefnum. Hann sat afsíðis, með annarlegan glampa í augunum. Enginn af æskufélög- um hans í ættstofninum gat lokkað hann til leikja og íþrótta, og engin æskurjóð mær gat orðið honum til geðs. Hjí irta hans var í öðru húsi, og það' var ekki hús föður hans. Og Laylá, hún sat þögul og niðurlút hjá þernum sínum. Eitt, sinn þegar unglings stúlka, sem hafði getið sér til hinnar réttu ástæðu, tók gígjuna og söng um lindina í skóginum, þar sem elskendur finnast í silfurbjörtu tungls- Ijósi, lyfti hún höfði, þegar söngnum var lokið, og bað stúlkuna, að syngja liann aftur — og aftur. Eftir þetta. þegar sól var að setjast á kvöldin, gat hún tekið upp á því að ganga alein um garðana umhverfis höll iöð'ur síns, reik-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.