Víðir


Víðir - 21.04.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 21.04.1951, Blaðsíða 2
 og ná/imdi. Hól sumri og sól. I’etta hefur verið erfiður vetur hjá þjóðinni, harðindi til sveita og fiskileysi til sjáv- arins. I landi hefur verið stop- ul atvinna vegna lítils afla, lítil vinna í byggingum og engin úti vegna stöðugra frosta og samdráttur í iðnað- inum. Hjá almenningi hefur borið meira á fjárskorti en áður. Með’ vorinu lifna vonir manna um betri afkomu. Menn vænta sér góðs af- rakstrar af gróðri jarðarinnar. Þrátt fyrir hart árferði og nið- urskurð vegna sauð'fjárveik- innar ríkir yfirleitt bjartsýni hjá bændum. Og nú þegar vetrarvertíð- inni lýkur, verður farið að hugsa til vorsíldveiða með reknetum. I fyrravor var góð veiði, en það voru aðeins þrír, fjórir bátar, sem stunduðu hana, vegna þess að ekki var markaður fyrir vorsíldina. Hún er horuð og léleg til bræðslu, en hana mætti reykja og frysta og svo flytja hana út í ís. Væri hægt að fá fyrir vorsíldina sæmilegt verð þannig, myndu margir verða til þess að stunda þessar veið- ar. Þá eru síldveiðarnar í sum- ar. Um þátttöku ríkir mikil óvissa. Þó verð'a sjálfsagt margir til þess að fara norður eins og áður þrátt fyrir und- anfarin síldarleysissumur, en það er hætt við, að það verði miklu minna en áður, nema menn eigi greiðan aðgang að lánsfé til þess að búast á þess- ar veiðar, en það' getur verið nokkrum vafa undirorpið. Síldarlýsið hefur verið selt fyrirfram fyrir ágætt verð, og má því búast við háu síldar- verði. Þá eru tengdar miklar von- ir við reknetaveiðina sunnan- lands, og má búast við, að bátar byrji þær veiðar þegar um miðjan júlí og þær verði stundað'ar af mörgum bátum. Faxaflóasíldin er nú að ná meiri og meiri viðurkenningu og ekki sízt fyrir góða verk- un, þó að hún jafnist ekki á við Norð'anlandssíldina að gæðum. Togarnar munu sennilega veiða mest kráfa í sumar, og þótt verðið á frosnum karfa hafi nýlega fallið mikið í Haldlausa regnhlííin. I New York Times er mynd af Sam frænda, ímvnd banda- rísku þjóðarinnar. Það er ó- veður í lofti, sem verðbólga heitir. Sam frændi hefur leit- að skjóls undir regnhlíf þeirri, sem ejtirlit nefnist. En regn- hlíf þessi er ekkert nema tein- arnir, svo regnið dynur á hon- um eftir sem áður úr sorta verðbólgunnar. Bandaríkjunum og erfiðlega gangi eins og er um sölu á mjöli og lýsi, verð'ur að vona, að fyrir karfann fáist það gott verð, að þessi útgerð geti bor- ið sig vel. Hún er líklegri en flest annað til þess að veita mikla atvinnu. Þá verða ef til vill einhver skip á salt- fiskveiðum, en það veitir einnig mikla atvinnu í landi, þegar fiskurinn er þurrkaður, sem miklar líkur eru til, að verði. Nokkurt magn' hefur verið selt af þurrfiski til Spán- ar fyrir gott verð, og verð á saltfiski hefur heldur hælck- að. Salan á frosnum fiski hef- ur gengið vel, það sem af er, og fengist fyrir hann sæmilegt verð. Smærri bátar munu svo stunda sumarveiðar, línu, botnvörpu og dragnótar, eins og vant er, en um það, hvort farið verður til Grænlands í sumar, ríkir enn óvissa. Það verður því að segja, að heldur bjart sé framundan í íslenzku atvinnulífi,’ er sum- arið heilsar, og vonandi getur hver fleyta stundað einhverj- ar veiðar og hver starfhæf hönd haft nóg að gera. Verðbólga, það er í fáum orðum sagt, þegar peninga- veltan er meiri en vörumagn og vinnuframboð — verðlag stenzt ekki á við eítirspurn- ina. Sé ekki gripið í taumana með eftirliti, hækkar verðlag- ið, og er það tilraun viðskipta- iífsins til þess að ráða bót á óheilbrigðu ástandi. En í stað þess að lofa viðskiptunum ó- hindrað að jafna metin er gripið til eftirlitsins. í bili virðist það gera gagn, en þeg- ar til lengdar lætur er það yf- irleitt vita haldlaust til þess að skýla þjóðunum fyrir verð- bólgunni og hindra það, að verðlagið fái að ná sinni eðii- legu hæð. Sh'kt getur þó tek- izt, þar sem einræði er full- komið eins og var í Þýzka- ‘landi á ófriðarárunum. En eigi með frjálsri verð- lagsmyndun að ná árangri í baráttunni við verðbólguna, má ekki ausa olíu á eldinn með miklum framkvæmdum þess opinbera, miklum lán- veitingum og mikilli seðlaút- gáfu. Gamla leiðin, gætileg fjármálastjórn, eins og það hét í gamla daga, af hálfu þess opinbera verður affarasælust í baráttunni við verðbólguna. Skarðið í haftamúrinn. Það mun vart það manns- barn, sem komið er til vits og ára, að það gleðjist ekki yfir afnámi haftanna. Börnin gera það óbeinlínis með ánægjunni yfir að neita ávaxta og ann- arra hollra fæðutegunda, sem þau hafa ekki átt kost á und- anfarið, þó að þau viti ekki, hverju þetta sætir. Af þeim, sem við kaupsýslu fást, er létt miklu erfiði og ekki skeimnti- Iegu, þar sem var útvegun innflutningsleýfanna, og al- menningur fagnar að vera laus við vöruskortinn, biðraðirnar og svarta markaðinn, þó aldrei nema lítið' sé í budd- unni, en afnám haftanna á ekki sök á því nema síður sé. En betur má, ef duga skal. Enn eru höft á ýmsum vör- um og þá tilfinnanlegust á byggingarvörum. Er. virkilega hætta á eins og fjárhagsaf- koman er og engin lán að fá hjá bönkunum til húsabygg- inga, að ráðizt væri í stór- felldar byggingarframkvæmd- ir, þótt afnumin væru höft á innflutningi byggingavara og afnumdar hömlurnar á fjár- festingu. Það verður þó ekki komizt hjá að byggja yfir sein svarar fjölguninni hjá þjóð- inni, ef ekki eiga að hljótast af vandræði. Mikill ágóði. Hagnaðurinn hiá General Motor bílasmiðjunum frægu náði nýju hámarki árið 1950 með því að verða 834 milj. dollara. Er þetta hærri upp- hæð en nokkurt félag hefur nokkru sinni grætt á einu ári. I íslenzkum krónum eru þetta 13.600 milj. eða rúmlega tí- faldar árlegar þjóðartekjur Is- lendinga. Eélagið hefur nú framleiðslusamninga fyrir rík- isstjórnina, sem nema 3 milj- örðum dollara. Nettó ágóði Westinghouse Electric, hinna kunnu raf- tækjaverksmiðja, var á s.l. ári 78 milj. dollarg. Fjai’sýnis- tækjaverksmiðjunum er nú farið að ganga mjög vel. Þannig var gróði Radio Corp- á s.I. ári 46 milj. doll. af 586 milj. brúttó veltu. Blaðapappír er eitt af því, sem hefur verið hvað mestur hörgull á ■ í heiminum, og hefur verðið ’1 stigið upp úr öllu valdi. Kan- ada er stærsti framleiðandinn og framleiðir um helmingi meira en Norðurlöndin 3. Það einkennilega við pappírsskort- inn er það', að engin eðlileg takmörk virðast fyrir, hvað þörfin getur vaxið, og hefur hún farið langt fram úr áætl- unum bjartsýnustu framleið- enda. Það getur vel farið svo, að skipting verði tekin upp á blaðapappír meðal hinna ýmsu landa, eins og átti sér , stað á stríðsárunum með v margar vörutegundir. Banda- ríkin hafa boð'að til alþjóða- umræðna um þetta vandamák | Frílistinn og Svíar. 1. apríl juku Svíar nokk- uð írílista sinn á innflutningí frá Marshalllöndunum, og nær hann nú yfir 64% af inn- flutningnum. ÁburSarframleiSsla í SvíþjóS. Nettó ágóði hjá Stoekholm Superfosfat Fabrik AB árið 1950 var sem svarar tæpum 10 milj. ísl. lcróna. Afskriftir voru sem svarar um 13.5 milj. króna, og lagt til hliðar fyrir sköttum um 8 milj. króna. Veltan var um 160 milj. kr. TvöfaldaS á einu ári. Verðið á mikilvægum hrá- efnum hefur hækkað síðustu 8 mánuðina eða síðan Kóreu- styrjöldin brauzt út um 83% og nærri tvöfaldazt síðan fyr- I ir 1 ári síðan. Laylá og Majnún. Smásaga eftir Nizami. Franxh. „Zeyd stóð við orð sín. Að kveldi þriðja dags færði hann Qays aðra hvítu dúfuna hennar Lalyár og setti hana á hönd hans. Qays strauk fuglinn og sefaði ótta hans og bauð Zeyd þessu næst að halda á honum. Síð'an vafði hann mjög vandlega um fótlegg dúfunnar mjórri bókfells ræmu, með árituðum eftirfarandi ljóðlínum: Þitt bjarta hjarta hvarf til min sem hvítur fugl á mund, og færði þína fögru ást á fleygri sælustund. Þitt hjarta færðu aftur ei, það una hjá mér skal, en þú munt heyra harmakvein míns hjarta úr skógardal. Við elskendanna Ijúfu lind með leynd ég bíða skal, mín ljúfa, á fund minn fljúgðu skjótt sem fugl í skógardal. Nú víkur sögunni til Lalyár. Hún hafði sent aðra dúf- una sína út í hlýja nóttina og sat nú hlustandi við' glugg- ann, til að heyra kurr hennar til makans, sem hún þrýsti að barmi sér. En að þessu sinni kurraði hún ekki frá grein- inni sinni á trénu í skógarlundinum. Hún vafði flögrandi dúfukarrann að brjósti sér og hallaðist fram í gluggann, lagði við hlustir og lileraði af fremsta megni eftir hinu góð- kunna hljóði. En þegar hún heyrði elvkert, sagð’i hún við sjálfa sig: „Hvað hefur komið fyrir? Hvert hefur hún flogið? Þetta hefur aldrei skeð áður. Fuglinn hefur lcannski sofnað á greininni“. Og þegar tunglið sveif hærra og hærra upp á himininn, og geislandi ljómi flæddi yfir alla hluti, þá beið hún og beið, en það kom ekkert lífsmárk frá dúfunni, ekkert kurr frá trénu. Loks, þegar hún var úrkula vonar um að gera sér nokkra grein fyrir þessu, tók hún fuglinn úr barmi sér, klappaði honum og sveiflað'i honum blíðlega út í loftið, eins og til þess að senda hann til að leita að maka sínum og koma með hann aftur. Fuglinn flaug rakleitt að trénu, settist þar og kuiTaði aftur og aftur, en það kom ekkert svar frá maka hans. Seinast sá Lalyá hann lyfta sér upp frá trénu og fljúga marga hringi um höllina. Hún sá honum margsinnis bregða fyrir og heyrði vængjaþytinn, og á endanuin flaug hann inn um gluggann. Og þegar hún tók hann og hjúfraði hann að sér, fann hún, að hann skalf. Sannarlega var hann bág- staddur og skjálfandi. „Ó, hve þetta er sorglegt, vesalings fugl“, mælti hún og strauk hann blíðlega. „Það' er sárt að missa elskhuga sinn, en ennþá sárara að hafa aldrei fundið hann“. En sjá, þegar hún var að hughreysta fuglinn, kom hin dúfan skyndilega flögrandi inn og settist á öxl hennar. Hún rak upp fagnaðarhljóð, greip fuglinn og hélt þeim báðum í barminum. Og þegar hún var að strjúka þá, kom hún við einhverja ójöfnu á fæti hins nýkomna fugls. Hún los-

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.