Víðir


Víðir - 28.04.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 28.04.1951, Blaðsíða 3
VIÐIR eins, „Möretrál 2“. Félagið, sem á skip þessi, er hlutafé- lag, og eiga sjómennirnir í því 1 milj. ísl. króna, fiskútflytj- endur 1 milj. króna og Krist- jansundsbær einnig 1 milj. króna. Norsk Sjömannsfor- bund á svo loks í fclaginu 100 þús. krónur. Allt hlútaféð er þannig sem svarar rúmum „/> milj. ísl. króna. Olíuhreinsunarstöövar eru nú ófullnægjandi í Bandaríkjunum, og telur for- mælandi stjórnarinnar að auka þurfi dagleg afköst þeirra um 700.000 föt i'yrir árslok 1952. Eí' einstakling- arnir verða ekki færir um að leysa þetta verkefni af- hendi, getur svo farið, að ríkið' byggi nýjar hreinsunarstöðvar. Við upphaf Ivóreustyrjald- arinnar var afkastageta olíu- hreinsunarstöðyanna í TJ. S. A. 6.750.000 föt á dag á móti 5.250.000 fötum á dag árið I árstok 1958 á viðbótin að geta númið 1 milj. fötum á dag og í árslok 1956 1.6 milj. fötum. og ítali, sem byggja þó mikið af skipum sjálfir. Skip í Þýzkalandi hafa þótt ódýr og afgreiðslutími skammur. Hinar miklu bygg- ingar á mótorskipum haia haft það í för með sér, að stað- ið hefur á vélum í skipin, og hefur m. a. hráefnaskortur átt sinn þátt í því, og dregur þetta úr, að Þjóðverjar geti afgreitt skip eins hratt og áð'- ur og yfirleitt úr get.u þeirra til samkeppni í skipasmíðum. Rrezkar skipabyggingar eru einnig mjög miklar og einkum á olíuflutningaskip- um, og eru þeir t. d. að' byggja fyrir eitt 1‘yrirtæki 21 slíkt skip, öll stór, að meðaltali um 20.000 lestir dw. hvert eða nærri 10 sinnum stærri en nýju fossarnir. Það sést bezt á því, hve tankskip eru orðin mikilvæg, að helmingurinn af verzluna rflota Ban daríkjanna eru tankskip. Mikill eggjaútflutningur. Árið 1950 fluttu Danir út egg fyrir sem svarar 800 milj. ísl. króna. - heimsins óx um 17%, á s.l. ári.og náði nýju meti, 184 milj. lesta. 1949 var hún 158 milj. lesta. Miklar skipabyggingar eru nú í Vestur-Þýzkalandi, og ef þannig heldur áfram eins og s.l. ár, verður Vestur- Þýzkaland í náinni framtíð mikilvirkur þátttakandi í skipasmíði heimsins. SkipasmíðastöðVar í Vest- ur-Þýzkalandi cru nú m. a. að byggja skip fyrir Norðmenn Portúgölsk fisk- framleiösla. Portúgalar afla nú sjálfir um 60% af saltfiskþörf lands- ins eða um 85.000 lestir, þau 40%, sem á vanlar, verða þeir að flytja inn. , Saltfiskframleiðsla Porúgala liefur tekið risaframförum s.l. ár. 1932 voru framleiddar þar aðeins 12.000 lestir af salt- fiski á móti 35.000 lestum nú. ★ Það er aldrei neinn skortur á svartamarkaðinum. Skýskafi alþjóðavörumiðsföð. Félagið „Permanent Exhi- bitions for International Trade“ hefur keypt 12 hæða byggingu við Madeson Avenue, sem er ein mesta verzlunargata New York borgar, og mun félagið láta gera þar sýningarmiðstöð, sem jafnframt getur orðið að- alaðseturstaður fyrir þá inn- flytjendur, sem æskja að selja vörur sínar á ameríska mark- aðinum. Þar verð'a upplýsingaskrif- stofur og 10’söludeildir. Sýn- ingarsvæðin \Terða 75.000 fer- fet að flatarmáli. Sérstakar deildir munu syo annast um að kynna sér markaðsástand- ið, veita tekniskar leiðbein- ingar og annast auglýsingar. Hafrannsóknit í Barenfshafi. Norska ha frannsóknaskip- ið G. O. Sars fer í ár tværl ferðir í Barentshafið og til Bjarnareyja. A skipið m. a. að reyna að kynna sér göngu ufsans, er hann yfirgefur Lo- fotmiðin, en eins og kunnugt er, veiða Norðmenn mikið af ufsa. Á fvrri ferðinni að vera lokið 15. maí. Seinni ferðin verður farin 20. september, og á þá að reyna að komast fyr- ir göngu ufsans úr Barents- hafinu á leið hans upp að norsku ströndinni. 307.000 skemmti- ferðamenn lcomu til Danmerkur á s.l. ári, og hafði þeim fjölgað um 15% frá árinu áður, 1949. ífalir byggja fogara. ítalir eru nú að byggja 5 nýja dieseltogara, og er hver þeirra 35 m á lengd, 7 m á breidd og með 370 ha. vél, og gert ráð fyrir, að þeir gángi 9 mílur. Allir togararnir verða með frystikerfi. Danskir fiskibátar til Mexico. Mexico er í þann veginn að koma sér upp verulegum fiski- skipaflota, og hefur m. a. ver- ið rætt við Dani um að selja þangað 30—35 lesta báta. Verðið, sem er rætt um, er frá sem svarar % milj. króna. I Mexico-flóanum eru miklar túnfiskveiðar.. Aluminíum og stöövigleiki. Sérfræðingar halda því fram, að skip, sem eru úr alu- miníum ofan þilja, velti miriná, þar sem meginþungi skipsins sé undir þilfarinu. Minni veltingur liefúr svo jainframt þann góða kost að draga úr sjóveiki. rí Ve akkar og ístúr-Afríka. Frakkar reyna nú sem þeir geta að auka innflutning fólks til Vestur-Afríku og kalla haná land framtíðarinnar. Þar megi rækta alla suðræna ávexti, grafa hinn bezta járn- málrn úr jörðu og breyta 200,- 000 ekrum Saharaeyðimerk- urinnar í rísakra. ★ Ég fer þrisvar sinnum á ári til tannlæknis, því að ég veit, að ein tönn í kjálkanum er betri en 32 í vatnsglasinu. með áform um blóðuga styrjöld. Hann sneri aftur til sinna eigin heimkynna og hét Basráh grimmilegum hefnðum. Höfðinginn í Yernen frestaði þó þessum fyrirætlunum sín- um um sinn, vegna þess að hann frétti við heimkomuna, að sonur hans hefði ásamt hinum trúlynda Zeyd lagt af stað í hina árlegu pílagrímsför til Mecca. Þar ætlaði hann að krjúpa frammi fyrir hinu heilaga skríni spámannsins og drekka úr lindinni helgu í Kaaba. „Vissulega“, sagði hann, „mun þessi heilaga uppsprettu- lind, sem spratt upp úr skrælnaðri auðriinni til þess að bjarga Hagar og syni hennar, fá syni mínum fullan bata á geðsmunum sínum. Ég vil einnig drekka úr hinni heilögu lind, og þá mun mér ef til vill auðnast að sjá hann heilan á húfi“. En þá bar það við, þegar höfðinginn, ásamt hinni glæsi- legu sveit sinni, hafði einungis farið tvær dagleiðir af píla- grímsför sinni til Mecca, að hann mætti óðalsbornum eyði- merkurhöfðingja, Noufal að' nafni, sem reið til móts við hann, ásamt fámennum hermannaflokk, hulinn jóreyk, til þess að tjá hounm hollustu sína og heilsa honum. „Ég þekki þig“5 sagði Noufal og stöðvaði hinn volduga fák sinn svo skyndilega, að sandurinn og mölin þyrlaðist í allar áttir, „þú ert höfðingi í Yemen og faðir Majnúns, sem ég fann á eyðimörkinni. Ég heilsa þér. Ég hef liðsinnt syni þínum, sem ég fann í miklum nauðum og að dauða kominn í eyðimörkinni. Ég hef heyrt sögu hans og ætla mér að hjálpa honum og- ganga í lið með þér á móti höíðingjan- um í Basráh, ef það er vilji þinn, voldugi herra í Yemen“. „Eg heilsa þér, ó voldugi Noufal. Ég þekki nafn þitt. Þú ert á ferð og flugi um eyðimörkina, en ég hef heyrt margar ágætar sögur af hreysti þinni og’ göfuglyndi. Þú hefur son minn í umsjá þinni? En hvernig stendur á því, að honum mistókst pílagrímsförin til Mecca? Ég var lagð- ur af stað til fylgdar við hann þangað, til þess að samein- ast lionum frammi fyrir hinu helga skríni“. „Æ, það var hörmulegt. Hann hneig niður við veginn í augsýn hermanna minna. Og þegar þeir komu að honum, hrópaði hann aðeins: „Laylá, Laylá“. Þeir færðu mér hann, og mér varð það ljóst á hinni slitróttu frásögn hans og hinu margendurtekna hrópi hans, „Laylá“, að hann var Majnún, sonur þinn, því að fregnin um fegurðina og ást- ina berst víða um hina þöglu eyðimörk, þú, voldugi höfð- ingi í Yemen“. / „Hvað er það þá, sem þú vilt, Noufal?“ „Ég vil, vegna sonar þíns, að við förum báðir, þú og ég, til móts við höfðingjann í Basráh og krefjumst dóttur hans. Ef hann samþykkir ekki og til styrjaldar dregur milli okk- ar, mun ég varðveita hagsmuni þína bæði á evðimrökinni og út fyrir takmörk hennar. Ef hann aftur á móti sam- þykkir ráðahaginn, munum við, þú og ég og hann, alla tíð lifa í friði og sameina ríki vor með þeim skilmálum, sem þú sjálfur setur“. „Þú hefur vel mælt og skörulega, voldugi Noufal, og ég treysti þér. Far þú til móts við höfðingjann í Basráh og krefstu Laylár í mínu nafni. Ég mun koma í slóð þína, og ef þú snýr aftur til móts við mig með Laylá í þinni umsjá, fer allt vel. Ef ekki, mrinum vér lierja á Basráh í sameiningu og sigra hann, og þínir skilmálar skulu vera mínir. En þú hefur fóthvata sendiboða eins og ég“. * Ilann hafði ekki fyrr sleppt orðinu en Noufal sveiflaði gæðingi sínum í hring og gaf nokkrum hermanna sinna fyrirskipanir, og á sömu stundu þutu sex léttfættir gunn- fákar á harðaspretti í ýmsar áttir og hurfu bráðlega í sjón- deildarhringnum. Áttu þeir að tilkynna hermönnunum að mæta samtímis á ákveðnum stað í fjallahlíðunum. Sam- tímis voru og aðrir hraðboðar sendir til Yemen með fyrir- skipanir frá höfðingja þeirra. Noufal og hersveit hans hröð- uðu sér af stað til stefnustaðar, en höfðinginn í Yemen beið endurkomu hraðboða sinna. Bezfur hlufur á netum, Þegar undan er skilið árið 1948, sem var óvenju slæmt ár lijá minni netabátum í Noregi, kemur i ljós af yfir- liti, að hluturinn hefur verið beztur hjá netabátunum, þar sem nettótekjurnar hafa ein- stök ár meira en tifaldazt frá því, sem þær voru íyrir stríð. Með því að bera hlutinn saman við hinn aukna fram- færslukostnað, keniur i ljós, að raunveruleg laun fiski- mannanna hafa aukizt veru- lega. Sænskt blóðgjafarefni hefur reynzt hið mikilvæg- asta í Kóreustyrjöldinni og bjargað þar lifi þúsunda her manna. Gert er ráð fyrir, að það fari sigurför um heiminn. Er það fundið upp af Björn Ingelman docent og efnafrjeð- ingnum Anders Grönwall í Uppsölum. SkJ.pskistan. Gamlir sjómenn kærðu sig ckkert um að mála skipskist- ur sínar svartar og minná sig þannig á dauðann. Aftur á móti var brúnt og grænt .gengur litur á skipsldstum. „Mountbatten", 450 lesta togara, hafa Þjóð- verjar nýlega keypt frá Nor- egi. Þjóðverjar hafa undan- farið kcypt mikið af skipum erlendis, en nú er loku skotið fyrir það, með því að gjald- eyririnn, sem þeir hafa haft til kaupa erlendra verzlunar- og fiskiskipa, er þrotinn. Síld í sellófan. I Ameríku er seld síld vaf- in í sellófan. Á þann hátt get- ur síldin þolað langa geymslu og flutning, þegar loftinu er varnað að leika um hana, jafnframt því sem kaupand- inn fær smekklega umbúna vöru. Tyohoon (hvirfilvindur) er kínverskt orð og þýðir nróðir vindanna. ★ Auglýsing, þar sem ekki eru lánsviðski'pti. Þér biðjið um lán. Ég segi nei. Þér verðið reiðir. Þér biðjið um lán. Eg segi já. Þér borgið ekki. Ég verð reiður. Ég vil heldur, að þér verðið reiðir. * Ég vil heldur tala við kon- ur en karlmenn. Eg veit, að þegár ég tala við karlmenn, fer það inn um annað eyrað og út um liitt. En það, sem ég segi við konur, fer inn um bæði eyru og út um munninn. ★ Þegar markaðurinn nálgast hámarkið, virðist mörgum mönnum útlitið bjartara en á meðan allt er á uppleið. Annars myndu ekki vera svo margir kaupendur fyrir hátt verð.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.