Víðir


Víðir - 05.05.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 05.05.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 5. maí 1951. 17. tölublað. Nortfmenn og markaðs- horfurnar. Norðmenn láta vel yfir sölu afurðanna. Að því er snertir harðfisk, er markaðurinn mjög góður, og segja þeir, að hvað mikið, sem framleitt kann að verða af þessari vöru geti þeir ekki fullnægt eftir- spurninni. Sama er að' segja um þurrkaða saltfiskinn, þar eru markaðshorfurnar einn- íg mjög góðar. Astandið hefur batnað svo mikið upp á síð- kastið, að allar birgðir voru seldar áður en nýi fiskurinn fór að falla til. — Hvað frosna fiskinn áhrærir, er áfram gott verð á honum, svo þar veit maður, hverju maður á von á, segja Norðmenn. — Eftir nýj- um hrognum er mikií eftir- spurn í Bretlandi, og sama er að segja um frosin hrogn,. Á- standið er hins vegar ekki eins gott, hvað salthrogn snertir og ólíklegt, að hægt verði að losna við þau fyrir tilsvarandi verð og fæst fyrir hrognin ný eða frosin. Við þetta bætist svo, að kaupendurnir eru enn með' verulegt magn af hrogn- um frá því í fyrra. Lýsið hef- ur horfið af markaðinum sem meðalalýsi, og eftir þessum breyttu viðhorfum verða framleiðendurnir að haga sér framvegis. En aftur á móti selst mikið af því í skepnu- fóður og til iðnaðar. Nokkur hætta er á, að lifrarbræðsluri- um takist ekki að' útvega nauðsynlegar umbúðir utan um lýsið. Yfirleitt er söluaðstaða mjög góð á flest öllum sjáv- arafurðum. Og þó að Lófót- veiðarnar verði nokkuð meiri en að vana lætur, munu ekki verða hinir minnstu erfiðleik- , ar að losna við aflann, enda er kappsamlega unnið að þessum málum. „Det hele apparat er godt „smurt" og skulle etter alt á döme kunne gá ganske knirkefritt". Þróun og framtíð vélbátanna. Atlas-dýptarmælirinn. Á fyrstu árum vélbátanna skömmu eftir aldamótin voru bátarnir litlir. TJm 1910 eru vélbátar orðnir margir hér á landi og þá svo til alveg bún- ir að' útrýma opnu skipunum, alveg í sumum verstöðvum. Algengasta bátastærðin var þá 8—10 lestir með 8—12 hestafla vélum, eða um 1 hest- afl á lestina. Þróunin er ör að því er báta- og vélastærðina snertir, og um 1915—1920 er báta- stærðin orðin 15—18 lestir og vélastærðin almennt 2—3 hestöfl á lestina. Á næstu 10 árunum fram að 1930 stækka bátarnir enn og eins halda vélamar áfram að stækka hlutfallslega meira. Þá er mikið keypt af svo- nefndum Fredrikssund bát- um, sem voru yfirleitt 20—25 lestir með um 3 hestafla vél- um á Iest. Nokkrir framsýnir menn eru þó undir lok þriðja tugsins farnir að' láta smíða um 30 lesta báta. 1930 varð mjög mikið verð- fall á fiski, og seldist fiskur- inn lítið meira en fyrir verk- unarkostnaði, og þrátt fyrir metaflaár varð útgerðin fyrir verulegum skell. Upp úr því er innflutningshöf tunum kom- ið á, og verða þau ásamt erf- iðri afkomu næstu árin mjög til þess að draga úr nýjum bátakaupum. En það sem bætist við af bátum, eru yfir- leitt stærri bátar en áður með' kraftmeiri vélum. 30—">5 lesta bátar þykja nú mjög ákjós- anlegir, og nokkrir stærri bát- ar eru keyptir frá Danmörku, það allt upp í 50 lestir, en einnig er enn verið að kaupa Fredrikssund bátana, en fáa, sem heldur er verið að stækka. Svo kemur stríðið, og þá varð að búa mikið að sínu, FRAMLEIDSLAN: ,l.apríll951. l.apn'11950. Heilduraflinn 70.294 lestir 71.513 lestir Hagnýting aílans: ísvarinn fiskur ............. 20.510 (17.158) smál. Til frystingar'.............. 24.387 (24.815) — Til sölluiiai' ............... 15.818 (28.09G) — Tillierzlu .................. 1.634 ( 349) — I fisfcmjölsverksmiðjur ...... 7.113 ( o) — ¦ Annað ..................... 820 ( 498) -- einstaka bátur er þó byggð'ur innanlands. Eru það yfirleitt um 40 lesta bátar, en líka nokkrir stærri. Vélbátaútgerð'- in gekk þá vel, einkum fyrri hluta stríðsins, og komust menn úr skuldunum, og sum- ir útgerðarmenn eignuðust nokkurt handbært fé. Lands- mönnum hafði safnazt mikið fé erlendis, og gerðust menn nú stórhuga í því að auka og endurnýja flotann. Var nú mikið byggt innanlands af bátum og þó meira keypt er- lendis frá. Nýja bátastærðin var nú miklu misjafnari en áður. Höfðu ágæt síldarsum- ur fyrri hluta stríðsins þar sín áhrif, og var því nokkuð af nýsköpunarflotanum um 80 lesta skip, en meginþorrinn af nýju bátunum var þó um og innan við 50 lestir, og eins það' sem var byggt innanlands. Og vélaaflið þótti nú ekki mega vera minna en 4—5 hestöfl á lestina. í stórum dráttum má segja, að síðan vélbátarnir komu til sögunnar, hafi þróun þeirra, hvað smálestatölu snertir, fylgt nokkurn veginn árunum í öldinni, það sem af er, þó að dálítið misjafnt sé ef'tir verstöðvum. Erfiðleikar eru nú hjá út- gerðinni af völdum aflabrests á síldveiðunum og lítils afla á þorskveiðunum. Þetta segir fljótt til sín. Vélbátaflotinn gengur saman þes-si árin og eldist, og engin ný fleyta kem- ur í staðinn. Og þegar illa gengur að' láta útgerðina bera sig, verður fyrst fyrir að reyna að draga úr kostnaðin- um. Hugsunin verður þá sú hjá mönnum, hvort ekki sé hægt að komast af með minni skip. Satt er það, að ekki brest- ur bátana borðið á þorsk- veiðum og þótt þeir væm mun minni en þeir eru. Það má segja, að fiskað' hafi verið og það oftast vel á allar báta- stærðir allt frá fyrstu vélbát- unum. Ef það væri rétt að ganga nú á móti þróuninni og fara að minnka bátana, hvar ætti þá að bera niður. Þegar um það er að ræða, hvað sé heppilegasta báta- stærðin, er enginn mælikvarði Þau íslenzk fiski- skip, sem hafa berg- málsdýptarmæla, munu flest vera með mæla framleidda í Bretlandi. Allir, sem reynt hafa, vita, hve mikið gagn og öryggi er í að hafa dýptar- mæla í skipum, og er því sífellt unnið að endurbótum á þeim. En það eru fleiri en Bretar, sem framleiða bergmálsdýptarmæla > T. d. framleiða Þjóð- verjar þessi tæki, og skal hér lítillega getið um eitt þeirra, berg- málsdýptarmælinn ATLAS, sem búinn er til í ATLAS- verksmiðjunum í Bremen. ATLAS-mælirinn er fram- leiddur í ýmsum stærðum og lóðar sá kraftmesti allt niður á 1200 metra dýpi. Er um tvær gerðir að ræða, aðra með sjálfritara eingöngu og hina með sjálfritara og neista eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Er hægt að nota neistann og sjálfritarann hvorn í sínu lagi og má spara við það pappír. Mælirmn er lítill fyrirferð- ar og notar eingöngu skips- strauminn, þannig að rafhlöð- ur eru ekki notaðar. Það er hægt að' fá hann fyrir hvaða spennu sem er, allt frá 24 volt- um upp í 220 volt. Botnstykk- in eru f rekar lítil og þarf ekH að taka í sundur bönd til að koma þeim fyrir. Vegna þess hvernig botn- stykkjunum er fyrir komið, sleppir mælirinn síður úr lóðningu, og er það talinn einn af aðalkostum hans, hve vel hann lóðar í slæmu veðri. Má segja, að tæki þetta vinni með Framh. á 3. síðu^ annar til í þeim efnum en sá, er reynslan leiðir í ljós, að sé hagkvæmast. Þróun fram- leiðslunnar í heiminum er yf- irleitt sú að nota sem full- komnust framleiðslutæki. Það skiptir þá oft minna máli, þótt viðkomandi þurfi að greiða vexti af aukalegum stofn- kostnaði eða nokkurn meiri rekstrarkostnað, hvort það er í sambandi við verksmiðju- hús, skip eð'a vélar, ef hann getur með því aukið afköst þeirra manna, sem eiga að leysa þar störfin af hendi. Það má vel vera, að á næst- unni haldi áfram að gæta nokkurrar svartsýni í öflun nýrra og fullkomnari fiski- báta, en þá er það aflaleysið og erfið starfsskilyrði útgerð- arinnar, sem eiga sök á því og ef til vill nokkuð afstaða þess opinbera til fjárfesting- ar. En halda verður áfram að gera út, og fái skipin ekki afla á heimamiðum, vegna þess að þau fást ekki friðuð fyrir ÚU lendum veiðiskipum, munu íslenzku sjómennimir leita á fjarlægari míð, eins og aðrar þjóðir gera, þar sem fiskivon er, í Barentshafið og til Græn- lands. Það er líka eftirtektar- vert, að útilegubátar, sem hafa elt fiskinn þangað, sem hann var mestur í það og það sinnið, hafa yfirleitt aflað vel. Spáir þetta hvoru tveggja, að þróunin í útvegsmálum muni áfram verða í þá átt að stækka og fullkomna skipin, þó að svo kunni að fara, að á heima- miðum verði menn að láta sér lynda ódýrari útgerð, ef ekki breytist um til batnaðar með aflabrögðin. ÍSFISKSÖLUR: Söludagar: Skipsnafn: 27. apríl Maí, Hafnarfirði 30. — Egill Skallagrímss., Rv 1. mai Jón forseti, Rvík 3. — Goðanes, Neskaupst Dagar milli sölu: Sölust.: Lestír: Meðalv. kg.: 25 Grimsby 141 £ 4670 kr. 1.50 Í.V. Grimsby 251 £11384 — 2.05 24 Grimsby 267 £11921 — 2.05 21 Grimsby 209 £ 7091 — 1.53

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.