Víðir


Víðir - 12.05.1951, Síða 1

Víðir - 12.05.1951, Síða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 12. maí 1951. 18. tölublað. Lokin við Lofoten. Lóíot-veiðunum lýkur síð- ari hluta apríl. Fiskimennirn- ir segja, að fólkið heima fari að skyggnast um eftir þeim, þegar æðarfuglinn tekur að para sig. Flestir hafa jarðar- skika, sem bíður eftir vor- vinnunni. Fiskurinn fer sína leið, og bátarnir sína, og þá er allt búið við Lófóten á einni viku, 5—6000 bátar og 20.000 menn fara suður og norður, sumir langt, aðrir rétt fyrir nesið. Það er ekkert ó- vanaleg sjón að sjá á eftir 20—30 bátum á hafinu, eins og perlnr á bandi. IJndir það, að bátarnir fara, er mikið að gera í verinu, bátamir liggja í röðum hver utan á öðrum, þetta 7 og upp í 10. 1 verzlununum er ös, sjómennimir kaupa allt, sem nöfnum tjáir að nefna: kjóla- efni, nælonsokka, undirkjóla, peysur, skó og ldossa, perlu- hálsbönd og föt, bindi, hatta, húfur og skyrtur. Og hvaða erindi skyldi nú þessi náungi hafa átt inn hjá gullsmiðnum á horninu, kannske að kaupa hring? Eða eitthvert gull- stássið. Hver veit. Þá eru keypt verkfæri til voryrkj- unnar. Sumir kaupa húsgögn, en það eru varia aðrir en þeir, sem hafa verið á þorsknóta- bátunum, sem hafa efni á því. Aflabrögðin liafa verið góð i vetur, líklega náð 110.000 lestum áður en lauk. Koma herliðsins. Nýfff met í lúðuveiðum. í Kánada var sett nýtt met í lúðuveiðum á árinu 1950 bæði á austurströndinni og vesturströndinni. A Atlants- hafsströndinni var slegið 40 ára gamalt aflamet með því að meira en tvöfalda veiðina, frá því sem hún hafði áður verið mest (1911, 2200 lestir), með því að veiða 4500 lestir. Fiskimennirnir á vestur- strönd ICanada slógu einnig árið 1950 fyrra aflametið, sem var 35 ára gamalt, með því að veiða þar 8300 lestir. Ef öll þessi lúð'a hefði ver- ið fryst, væri það langt til jafnmikið magn og öll freð- fiskframleiðsla ísl. á s.l. ári. Heimurinn er nú skiptur í tvær andstæður, sem í dag- legu tali eru kenndar við aust- ur og vestur. Landlræðilega og í lífsskoðunum eiga tslend- ingar samleið með hinum vestrænu þjóðum. íslendingar eru frábitnir vopnaburði, og lýstu þeir á sínum tíma yfir ævarandi ldutleysi, og þráfaldlega hafa þeir lýst yfir, að þeir muni ekki bera vopn á aðrar þjóðir. Með aðild sinni að Atlants- hafssamningnum var horfið frá hlutleysisstefnunni án þess þó að ætla að taka upp vopnaburð. En með þeim samningi skuldbundu íslend- ingar sig til að Ijá land sitt í þágu hinna vestrænu þjóða í stríði eða fyrr, ef ástandið í heiminum gæfi tilefni til þess. Sem beint áframliald af aðild íslands að Atlantsliafs- samningnum var s.l. laugar- dag gerður samningur milli íslenzku ríkisstjórnarinnar og þeirrar bandarísku um, að sett yrði hér á hmd herlið í varnarskyni og aðrar ráðstaf- anir gerðar til þess að tryggja öryggi landsins, ef til ófriðar kæmi. Norður-Atlantshafssamn- ingurinn var mjög umdeildur, þegar hann var gerður fyrir rúmum tveimur árum. Tólf ríki stóðu að honum, og öll stærstu og voldugustu ríkin á svæði því, er sáttmálinn náði yfir. Ein þrju smáríki, Svíþjóð, Sviss og írland, stóðu fyrir utan og lýstu yfir hlut- leysi. Sviss og Svíþjóð héldu fast við hlutleysisstefnuna, enda hafði þeim gefizt hún vel í styrjöldum. Afstaða ír- lands mótaðist meira af sam- búðinni við England, og vildu írar ekki taka þátt í slíkum samningum með Bretum, á rneðan þeir beittu áhrifum sínum gegn því, að Irland sameinaðist allt í eitt ríki. Enginn efast þó um afstöðu þessara þjóð'a til þeirra átaka, sem nú eru í heiminum; sam- úð þeirra er öll með Vestur- veldunum. Sagan ein mun leiða í Ijós, hvað rétt var í þessum málum af íslendinga hálfu. ísland er lykillinn að norð- anverðu Atlantshafi og mjög mikilvægt frá hernaðarlegu sjónarmiði sem flug- og flota- stöð til þess að vernda sigl- ingar Vesturveldanna á At- lantsliafinu og sem útvirki, ef meginland Evrópu skyldi falla í hendur Austurveld- anna, eins og margir óttast, að kunni að verða, ef til styrj- aldar kynni að draga, áður en komið hefur verið upp vöm- um í Vestur-Evrópu. Það er því mjög skiljanlegt frá sjón- armiði Atlantshafsríkjamia, að ísland verði einn fyrsti hlekkurinn í þeirri sameigin- legu varnarkeðju, sem þau á- forma að koma sér upp. Islendingar höfðu vonað í lengstu lög, að hægt yrði að komast hjá, að land þeirra yrði hersetið á friðarthnum. Þjóðin er svo fámenn, og lang- varandi sterk, eriend áhrif af sambúð við setulið hljóta að vera mikil þolraun fyrir ís- lenzka tungu og þjóðerni og margháttuð önnur áhrif, eins og glöggt kom í ljós við 7 ára dvöl eriendra herja í landinu í síðustu styrjöld og upp úr henni. Allar þjóðir vilja vera lausar við, að herlið setjist að' í landi þeirra, því að veru setuliðs fylgja alltaf óþægindi og þvingun. Og þó er allt ann- að að hafa í landinu lið vin- veittrar þjóðar, heldur en ó- vinaþjóðar. Þar var mikill munur á hjá íslendingum og Norðmönnum í síðustu styrj- öld. íslendingar, eins og hinar vestrænu þjóðir yfirleitt, að'- hyllast með fáum undantekn- ingum lýðræði, almennar, frjálsar kosningar, trúar- bragðafrelsi, ritfrelsi og líta svo á, að því víðtækara sem persónufrelsið er, því betur hafi tekizt að þjóna anda lýð- ræðisins. Og verði mannkyn- inu ekki þyrmt við þeim óg- urlegá hildarleik, sem næsta styrjöld hlyti að verð'a, þarf ekki að efast um, hvar íslend- ingar skipa sér ahnennt í sveit og leggja fram krafta sína á sviði framleiðslunnar, til þess að þau öfl megi sigra, sem berjast fyrir lífsskoðun- um, sem eru í samræmi við þeirra eigin. FRAMLEIÐSLAN: Saltfiskur (vélbátarnir) Saltfiskur (togararnir) I. mcli 1951. II. 991 lestir 3.184 — Samtals 15.175 lestir 1. maí 1950. 22.952 lestir 5.785 — 28.737 lestir Grænlandsveiðar Norðmanna. verða með meira móti í ár. A/L Ltrustning hefur haldið fund með félagsmönnum sín- um, og fara á vegum þess 50 —60 skip. Viðlegustaður verð- ur Asgrikohavn. Verður þar sett upp þvottahús og bað. I Norður-Noregi er einnig mikill áhugi á Grænlandsveið- tinum. 10 stórir bátar, 100 lesta og yfir, fara frá Tromsö. í næstum alla bátana frá Norður-Noregi verður sett lifrarbræðsla. í fyrra urðu margir þein-a að fleygja lifr inni, og fóru þar mikil verð- mæti forgörð'um. Bátarnir lögðu af stað fyrir um viku, og var það nokkru fyrr en í fyrra. Fyrstu veðurfregnirnar spá góðu um komandi vertíð. Bú- izt er við hærra saltfiskverði en í fyrra. Rskafli Frakka. Fiskafli Frakka var 289 þúsund lestir af nýjum fiski á tímabilinu frá 1. júlí 1949 til sama tíma árið 1950. Það er eftirtektarvert, hve þetta er mikill afli, nærri eins mik- ill og afli íslendinga var á s.l. ári. Aflamagnið lijá Frökkum er nú mjög svipað og það var fyrir stríð og þó heldur meira nú. Þá var það um 282 þús. lestir. Það er gert ráð fyrir, að fiskmagnið síðari hluta árs 1950 og fyrri hluta þessa árs verði nokkru minna vegna erfiðra markað'sskilyrða ófullnægjandi verðs. Innflutningur Frakka fiski er nú um 31 þús. lestir. Fiskafli fffala nemur árlega milli 120.000 og 140.000 lestum. Er það um hlutar af heildarafla ís- endinga á s.l. ári. Árlega flyt- ur Ítalía inn 100.000 lestir af iski og niðursoðnum fiskaf- urðum. I byrjun ársins 1950 var fiskiskipastóll ítala 440 stærri skip, samtals 21.000 lestir. Árið áðiir var hann 374 skip. Rúmlestatala íslenzka fiski- skipastólsins er um þrisvar sinnum meiri en Italanna. Takmarkanir á lúðuveiðum. Takmarkanir Bandaríkja- manna og Kanada á lúðuveið- um eru frægar um allan heim. Eftir að byrjað var á þeim, jókst aflamagnið svo, að það veiddist meira á miklu skemmri tíma, en á meðan veiðar þessar voru stundaðar gegndariaust. Nýlokið er samningum þessara þjóða um lúð'uveið- arnar að þessu sinni, og var samkomulagið undirritað af forseta Bandaríkjanna og for- sætisráðherra Kanada. Aðal- veiðin byrjar 1. maí. Veiði- svæðin eru mörg. Á sumum svæðunum er takmarkað, hve mikið magn má veiða alls, og verður að’ hætta þar veiðum, þegar því er náð. Á tveimur svæðunum má aðeins veiða í 10 daga, og byrja þær 28. júlí. Skip verða að fá sérstök veiði- leyfi. Fiskinnflutningur til U. S. A. Janúar—marz. Svíar hætta við Grænlandsveiðamar. Hætt liefur verið við liinn mikla Grænlandsleiðangur Svía. Aðeins eitt skip fer þangað frá þeim, „Grönland“, nokkuð á annað hundrað lesta skip, og á það að fiska þorsk, ýsu og steinbít frá Færey- ingahöfn. Gera Svíarnir sér vonir um að fá eittlivað af Norðmönnum á skipið. 1951. 1950. Lestir: Lestir: Kanada 6300 5300 ísland 3240 1500 Noregur 630 200 Möretrdl pantar togara nr. 3. A/S Möretrál í Kristian- sund hefur pantað þriðja systurskipið, sem er eins og Möretrál I og II, hjá Howadtsverkene í Kiel. Hef- ur áður verið sagt frá þessum skipum í blaðinu. ISFISKSÖLUR: Söludagur: Skipsnajn: 4. maí Marz, Reykjavík Dagar milli sölu: Söhist.: Lestir: 24 Hull 279 Meðalv. kg.: 8215 kr. 1.35

x

Víðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.