Víðir


Víðir - 12.05.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 12.05.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR : 1HM* i kemur út á laugardögum 5 Fylgirit: !' GAMALT OG NÝTT Vertíðarlok. Lokadagurinn er horfinn í sinni fyrri mynd úr atvinnu- lífi þjóðarinnar, þegar ráðn- ingartími svo til allra skip- verja var bundinn við' 11. maí. Engu að síður eru enn þáttaskil á vélbátaflotanum um þessi tímamót, .og ráða þar um hinar háttbundnu göngur fisksins. Sjaldan eða aldrei hefur verið meiri þátttaka í útgerð en í vetur, og þó er heildar- aflinn minni en árið áður. Þetta verður því einhver rýr- asta vertíð hjá öllum fjöldan- um, sem lengi hefur komið, ef hún er ekki einstæð, hvað rýr aflabrögð' snertir hjá vélbát- unum. Hins vegar hafa afla- brögðin verið sæmileg hjá tog- araflotanum. Það er mikið talað um að auka framleiðsluna sem einu leiðina út úr hinum efnahags- legu erfiðleikum þjóðarinnar og einu leiðina til þess að við- halda sömu lífsafkomu og til þess að' bæta hana. Og það er auðvitað mikið rétt. Og þegar um það er að ræða að leggja fram krafta sína í því efni, sést bezt, h ve mikilvæg iitgerðin og starf sjómannsins er. Starf útgerðannannsins er fólgið í því að auka og bæta flotann, búa hann fullkomn- ari tækjum, bæði að því er varð'ar öryggi og eins til þess að veiðarnar séu stundaðar >neð sem mestum árangri. Hans er að vaka yfir, að ekk- ert vanti, og koma afurðun- um í sem bezt verð. Þegar vel gengur, er gaman að vera út- gerðarmaður, en þegar lítill afli er eða lágt söluverð af- urð'anna, er hann ekki öfunds- verður af hlutskipti sínu. Fjárhagslegir erfiðleikar út- gerðarinnar lama allt og alla. Engin stétt í þjóðfélaginu er •ins háð duttlungum atvinnu- 'ífsins og útgerðarmaðurinn. I ár er hann vel fjáður, að ári er hann öreigi. Starf sjómannsins er fólgið í því að sækja út á hafið og vera oft fjarvistum frá heim- ili sinu lengri eða skemmri I íma, og verða einatt að sætta dg við aðbúð, sem uppfyllir “kki fyllstu kröfur. Samfara ])ví eru meiri hættur en uokkru öðru starfi. Sjómenn- irnir fást ekki um, þótt vinnu- Helzti útílutningurinn. Fob. í milj. kr. Freðfiskur 54 Salfiskur 39 Isfiskur 35 Lýsi 13 Saltsíld 8 Karfamjöl 8 Fiskimjöl 7 Síldarmjöl 4 Ull 4 Helztu útflutningslöndin. Fob. í milj. kr. Bretland 50 Bandaríkin 35 Ítalía 13 dagurinn sé lengri en 8 stund- ir. Þeir eru að sínum störfum, hvort heldur á nóttu eða degi, cftir því sem verkast vill. Fiskimaðurinn á sitt undir aflabrögðunum, og oft er hlutur hans rýrari en þeirra, sem í landi vinna. Og þegar vel gengur, er sjómaðurinn sízt öfundsverður. Ef nokkur stétt í þjóðfélagniu á skilið að bera sæmilega úr býtum fyrir starf sitt, er það sjó- maðurinn. En það eru hvorki hætturnar né launin, sem hugurinn snýst um, heldur starfið, að afla sem mest, vera ekki minni en hinir, ef þess er kostur, bjóða hættunum byrginn, og þegar allt leikur í lyndi og vel aflast, er hann í essinu sínu. Holland 12 Israel 12 Spánn 11 ísfiskurinn. Það mun sjálfsagt marga furða á, að ísfiskurinn er ekki hærri en þetta í skýrslunni yfir útflutninginn, en það stafar af því, að Hagstofan dregur frá söluverði hans 20% sem áætlaðan kostnað í Bret- landi og ennfremur 300 krón- ur, sem svarar flutningsgjaldi á hverja lest, til þess að fá verðið sambærilegt við aðrar útflutningsvörur, sem allar eru taldar fob. Flestar eru þær einnig fluttar út með ís- lenzkum ski}>um ailveg eins og ísfiskurinn, þó að flutn- ingsgjaldið sé ekki talið með í söluverðinu. Útflutningurinn til Danmerkur. Til Danmerkur hefur nú aðeins verið flutt út i ár fyrir 4 milj. króna, og þangað var t. d. ekkert. flutt út í apríl- mánuði. Hefur það sjálfsagt ekki komið fyrir áður í verzl- unarsögu Islands. Danir mega muna sinn fífil fegri í við- skiptum sínum við Islend- inga. Utanríkisverzlunin. Það þarf ekki að vera mjög óeðlilegt, þótt verzlunar- jöfnuðurinn sé óhagstæðari nú en á sama tíma í fyrra, því að í aprílmánuði hefur verið farið að gæta þeirrar rýmkunar, sem gerð var á innflutningsverzluninni, og sjálfsagt á þess eftir að gæta enn meira í þessum mánuði og þeim næsta. Eflið íslenzkan iðnað. Frílistinn er mjög æski- legur sem þrep á leiðinni til fullkomins verzlunarfrelsis. Þróun þessara mála verður sú, að ýmsar iðnaðarvörur, sem framleiddar hafa verið með góðum árangri í landinu, eru nú skyndilega fluttar inn í landið í stórum stíl og seld- ar almenningi. Hlýtur þetta að vera alvarlegt íhugunar- efni þeim mönnum, sem feng- izt hafa við þessa framleiðslu undanfarið. Sanitas hefur t. d. framleitt sultu, sem stóð ekkert að baki góðri erlendri sultu, þegar hráefni voru fyr- ir hendi, sem til þess þurftu. Hvað verður nú um þessa framleiðshi, og hvað verð'ur nú um hinn mikla heimilis- iðnað, sem kominn var á góð- an rekspöl í sultugerð, bæðí með berjum og rabarbara, og margan annan iðnað, sem á fyllsta tilverurétt og eias stendur á með? Það er ekki verið að tala hér fyrir því að banna inn- flutning erlendra vara, jafn- vel þótt hægt sé að vinna þær með jafngóðum árangri í landinu, heldur eiga kaup- menn og neytendur að kosta kapps um að kaupa fyrst og fremst íslenzku vöruna, sé hún jöfn að gæðum og ekki seld á óhagstæðara verði. En því miður vill það alltaf mik- ið brenna við, að það' erlenda sé tekið frarn yfir. Við kaup innlendrar framleiðslu verður oft eftir í landinu um helm- ingur af innkaupsverði vör- unnar, sem kemur landsmönn- um öllum til góða í aukinni atvinnu og vexti og viðgangi innlendra fyrirtækja. Hollendingar hækka vexti. ITm miðjan s.l. mánuð hækkuðu Hollendingar for- vexti úr 3% í 4%. Síðast var forvaxtahækkun í september í fyrra. Það þykir alltaf tið- indum sæta, þegar ríki hækka forvexti, sem er venjulega lið- ur lijá þeim í því að' drag'a úr lánveitingum. BANKARNIR: Seðlar í iiinl'erð Heildarútlán Ileildarimilán Ilagstæð gj.eyrisafstaða gagnv. útl. Mólvirðissjóður milj. kr. 147. 1. mai 1951. 1. maí 1950. milj. kr. 17,5 168 — — 1150 931 — — 803* 629** — — 22 37 ** Mótvirðissjóður milj. kr. 30. Laylá og Majnún. Smásaga eítir Nizami. Framh. Foringinn í Basráh gekk til dóttur sinnar, og þegar Ibn heyrði konugrát og harmakvein, vissi hann, að trúað hafði verið' lygaíregnunum um dauða Majnús. Höfðinginn flutti lengi mál sitt fyrir Laylá og brýndi það íyrir henni, hve þýðingarlaust það væri að syrgja og gráta Majnún, fyrst hún gæti bjargað Basráh og gert að voldugu konungsríki, ef hún tæki bónorði Ibns. Þá talaði hann um skyldu hennar við föður sinn, sem ætti svona hræðilega mikið á hættu, og sem lnin gæti bjargað honum úr með einu einasta orð'i. Og Laylá skildi það, sá það gegnum tárin, að hún yrði að færa þessa fórn vegna föður síns og af skyldurækni, en ekki ástar vegna játaði hún sorgmædd, að hún skvldi ganga að eiga Ibn. Jafnskjótt og Ibn varð þetta kunnugt, kallaði hann sam- an nokkra af hermönnum sínum og spurði þá um varaliðs- styrk sinn í eyðimörkinni. „Fjögur þúsund“, endurtók hann, þegar hann hafði heyrt svör þeirra. „Ovinirnir eru ekki nema þrjú þúsund, og við erum fullt þúsund talsins“. Þessu næst fékk hann völdum hraðboðum nokkrar fyrir- skipanir og fól þeim að ríða tafarlaust burt með leynd og koma þeim í hendur hershöfðingja hans. Helmingurinn af þessúm fjórum þúsundum átti að koma um nóttina, í skuggaskjóli fjallanna, og vera tilbúinn til orustu með sól- aruppkomu. Hinn helmingurinn átti að fara á svig við eyð'imörkina og koma óvinunum í opna skjöldu, þegar bar- daginn væri sem ákafastur. Með þessu skyndilega áhlaupi gerði hann ráð fyrir fullkomnum sigri. Og’ hann misreiknaði sig ekki. Þegar dagrcnningin brauzt út yfir eyðimörkina og fjallatindarnir Ijómuðu í logum morgunsólarinnar, voru dökku skuggarnir við fjallsræturn- ar tvö þúsund hraustir, vel vopnaðir hermenn. Þar sátu þeir í leyni fyrir óvinunum, en hraðboði kom að hallarhliðinu í fyrstu geislum upprennandi sólarinnar. í nafni Yemen las hann upp friðarskilmálana, án þess að' minnast einu orði á Laylá. Höfðinginn í Basráh svaraði honum hlæjandi og með fyr- irlitningu: „Farðu og segð'u foringjanum í Yemen og ræn- ingjanum, bandamanni hans úr eyðimörkinni“, sagði hann, „að ef þeir sækjast eftir ríki mínu, verði þeir að taka það með vopnavaldi. Segðu þeim, að Basráh gefist aldrei upp, hann kýs heldur að lifa frjáls eða deyja með sverð í hönd“. Kallarinn hvarf aftur með' þetta drembilega, ögrandi svar. Þegar Yemen heyrði það, varð hann bæði undrandi og grunsamur, en Noufal, sem var maður eyðimerkurinnar, bráðlyndur og skjótur til að framkvæma, úrskurðaði tafar- laust áhlaup. Fylkingar sigu saman. í fyrsta áhléupinu komu tvö þús- und hermennirnir úr fylgsnum sínum, og árásarmennirnir hörfuðu, undrun lostnir. En þeir fylktu brátt liði aftur, og börðust grimmdarlega mitt á milli liinna andstæðu fylkinga hermannanna, og var nú liðsmunur enginn. Skelfingu lostin liorfði Laylá út um gluggann á bardagann. Hún tók eftir því, hvernig fylkingarnar svignuðu fram og aftur, og nú virtist það bersýnilegt, að fjandmennirnir væru stöðugt að vinna á. En, hvað var þetta, þarna langt úti á eyðimörk- inni? Ilvað var það, sem brauzt þar áfram? Oskaplegur rykmökkur, sem nálgaðist óðfluga. Þetta kom nær, og var orsök þess brátt auðsæ. Voldug hersveit hermanna skók jörðina, svo að' hún skalf eins og með þrumugný undan hófum hesta þeirra. Þeir komu enn nær. Og nú steyptust þeir eins og fellibylur yfir árásarmennina og drápu þá í hrönnum, lustu þá niður eins og slegið hveiti og feyktu hinum fáu, eftirlifandi flóttamönnum, í allar fjórar höfuð- áttir eins og hismi fyrir vindi. Yemen var gersigraður. Noufal, sem flúði undan fjölda hermanna á enn hlaupfrárri liestum en hans, sneri and- litinu hlæjandi að ofsóknarmönnum sínum og hjó sjálfan sig banahögg' og dó, eins og hann hafði lifað, á harðaspretti.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.