Víðir


Víðir - 12.05.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 12.05.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 Amerískt fjármagn lil Evrópu. Evrópa þarfnast stöðugt meiri og meiri fjárhagslegrar aðstoðar. Og það er erfiðara fyrir Bandaríkjastjórn að fullnægja þeim kröfuin nú, þegar vígbúnaðurinn krefst svo mikils. Og ekki nóg með vígbúnaðinn heima fyrir, heldur þurfa Bandaríkin einn- ig að aðstoða Evrópu við sinn vígbúnað. En Evrópa þarfn- ;ist fjár til almennra þarfa, og það fé verður að’ fást. I‘egar ríkið er ekki lengur aflögu- fært, keinur röðin að einstak- lingunum. En fjármálamenn- irnir brenndu sig illa 1030, þegar eignir þeirra í Þýzka- landi frusu inni fyrir aðgerðir hins göldrótta dr. Schiicts, og þeir hafa ekki gleymt því. Ríkisstjórnin hefur því gripið til þess ráðs að bjóðast til að tryggja ameríska fjár- málamenn gegn töpum, sem kynnu að hljótast af því, að erlendár ríkisstjórnir legðli hald á eignir þeirra. Tillögur þessar, sem eru runnar frá stjórnendum Mars- hallstofnunárinnar, eiga að stuðla að því að hvetja Bandaríkjamenn til að ávaxta fé sitt hjá vinveittum þjóð- um. Ábyrgðin gildir um eign- arnám einræðisstjórna, sem kynnu að komast til valda í einhverju Marshalllandanna vegna byltingar eða hernað- araðgerða, en gildir aftur á móti ekki fyrir venjulegum hættum eða hættum, sem leið'a af ófriði. Olíunotkun Svía hefur aukizt um 33% á s.l. ári frá árinu áður, og stafar þessi aukning einkum vegna hins mikla kolaskorts. Utanríkisverzlun Breta er óhagstæðari í marz en áður. Að vísu jókst útflutn- ingurinn nokkuð, en innflutn- ingurinn óx miklu meira eða úr 248 milj. £ í febrúar í 303 milj. í marz, og var verzlun- arjöfnuðurinn fyrsta ársfjórð- unginn við það óhagstæður um 235 milj. £. Útlitið næstu mánuðina er allt annað en gott og City — fjármála- mennirnir í London — þorir ekki að vona, að fullyrðingar stjórnarinnar um jöfnuð í ut- anríkisverzluninni í ár muni standast. Þýzkir verkamenn og sænski stáliðnaöurinn. Nýkomnir eru til Svíþjóð- ar 100 þýzkir verkamenn til þess að vinna í sænska stál- iðnaðinum og einkum með það fyrir augum, að hægt verði við það að auka út- flutning á sænsku stáli til Vestur-Þýzkalands. Sænsk-rússnesk vöruskipti fyrir sem svarar 125 milj. ísl. króna á hvora hlið' fara fram á yfirstandandi ári sam- kvæmt/ nýgerðnm samningi. Járn hækkar í Svíþjóð. Járn hefur hækkað í Sví- þjóð sem svarar 15—20 aur- um kg. Framleiðendurnir hafa skuldbundið sig til þess að fara ekki fram á frekari hækk- anir næstu 5—6 mánuðina. Vísitalan hækkar í Svíþjóð. Fyrsta ársfjórðunginn í ár hækkaði vísitalan í Svíþjóð úr 177 stigum um áramótin í 188 stig 1. apríl, og er þá miðað við, að vísitalan hafi verið sett í 100 árið 1935. Sé hins vegar miðað við ár- ið 1914, væri vísitalan nú 290. Þetta jafngildir því, að sænska krónan væri % að verðmæti miðað við það, sem hún var 1914. Sænska Esso — Standard — seldi árið 1950 1 miljarð (1.054 milj.) lítra af ýmis konar olíu fyrir sem svarar tæpan 1 miljarð ísl. króna (915 milj. kr.). Fé- lagið greiddi í toll og skaft 250 milj. króna. Dollaraaístaða Dana batnar. Innflutningur Dana frá dollarasvæðinu minnkaði á s.l. ári um 86 milj. d. króna, jafnframt því sem útflutning- urinn þangað jókst um 84 milj. króna, og batnaði þann- ig afstaðan hjá Döiunn á s.l. ári gagnvart dollaralöndun- um um 170 milj. króna. Mest voru viðskipti Dana á árinu við Breta, og var flutt inn frá Bretlandi 32%, af heildarinnflutningnum og flutt þangað út 42%,. Næst kom Vestur-Þýzkaland. Útgerðaríélög A. P. Möllers, stærsta skipaútgerð í Dan- mörku, greiddu 30%, í arð s.l. ár. Tvö undanfarin ár var arðurinn 20%. Eftir 33 milj. d. króna afskriftir var hagn- aðurinn 11 milj. króna, og voru 9 milj. kr. af því lagðar í nýbyggi ngarsj óð. Hluthaf- arnir fengu 1% milj. kr. Félagið bætti við sig 11 skipum á árinu, samtals 117.- 000 lestir. Þurrkhús í Esbjerg. Danska Grænlandsfélagið áformar að byggja í Esbjerg þurrkhús til þess að þurrka í saltfiskinn frá Grænlandi. Útflutningurinn: Útflutt í apríl 1951 fyrir 38 milj. kr. Heildarútflutningur til aprilloka, milj. kr. Innf lu tningur inn: Innflutt í apríl 1951 fyrir 73 milj. kr. lleildarinnflutn. til aprílloka, milj. kr. Ohcgst. verzlunarjöfnuður 1. maí, milj. kr. 1951. 189 219 30 1950. 104* 111* 7 Að nokkru annað gengi. Basráh átti algerum sigri að fagna. Þetta kvöld gaf faðir Laylár Ibn hana. Og þessa sömu nótt dó einnig höfðinginn í Basráh. Hafði hann áður orðið sár í ryustunni. Ibn ríkti nú yfir þrem víðlendum ríkjum, sem höfðu verið sameinuð í eitt ríki. Og þar, sem hann var konungur, þar var Lavlá drottning. ★ Árin liðu, og Ibn og' Laylá ríktu í friði. Konungshöll föður hennar var heimili þeirra, og paradísarfuglinn og tvær hvítu dáfurnar voru oft félagar hennar og kölluðu fram í hjarta hennar hina fornu ást, sem aldrei gat gleymzt. Hinn trúlyndi Zeyd, sem hafði farið langar árangurslausar ferðir um eyðimörkina til að leita að húsbónda sínum, var nú þjónn hennar. Einu sinni komu þær fréttir með leynd til Zeyd, að Man- jún, sem hafði lengi verið syrgður sem dáinn, væri kominn aftur, dulklæddur eins og kaupmaður, úr fjarlægum héruð- um og myndi bíða hans um sólarlag á ákveðnum stað í eyðimerkurjaðrinum. Zeyd sagði húsmóður sinni ekkert frá þessu, en tók án þess hún vissi aðra dúfuna með sér til mótsins, því að hann Jiugsaði sem svo, að það, sem einu sinni hefði skeð, gæti skeð aftur með svipuðum afleiðing- um. Það varð mikill fagnaðarfundur hjá þeim Manjún og Zeyd í eyðimerkurbrúninni, þegar sólin settist. Þegar Laylá sneri aftur upp til herbergis síns þetta kvöld, varð hún undrandi yfir þvi, að önnur dúfan hennar skvldi vera farin. Hún sendi hina dúfuna yfir til stóra trésins og hugsaði, að báðar dúfurnar kæmu aftur, en dúfan kom tafarlaust alein aftur. Hún undraðist þetta mjög, settist við gluggann og hugsaði um liðna tíð: Þegar dúfan kom aftur fyrir þrem árum og færði henni ástarkveðju frá Man- jún, og hvernig' hún hafði hitt hann aftur og aftur við lind elskendanna í skóginum. Æ, nú var öllum högum breytt. Manjún var dáinn, og' hún var annars manns kona. Og augu hennar fylltust tárum, og hún laut liöfðinu á gluggakistuna og grét hljóðlega. Þannig grét hún langa stund. En skyndilega hrökk hún upp frá gráti sínum við eitthvert hljóð. Það var „kurr- kurr-kurr“ dúfunnar, sem horfið hafði, og kurrið kom frá stóra trénu. Samstundis fann hún á hári sínu svalann frá vængjablaki hinnar dúfunnar, sem flaug í skyndi fram hjá henni til maka síns. Þetta kom henni til að þrá að eignast vængi, svo að hún gæti flogið eitthvað langt, langt í burt til ástvinar síns. Fuglarnir báðir komu bráð’lega fljúgandi til hennar inn um gluggann. En hvaða undrun sætti þetta? Það hafði ver- ið vafið mjúkri bókfellsræmu um fótinn á annarri dúfunni eins og um nóttina sælu fyrir þrem árum. Hún losaði ræm- una með skjálfandi liöndum og las það, sem á hana var skrifað. Hún var frá Manjún. Hann var lifandi og honum leið vel. Eins og fyrr bað bréfritarinn hana að koma þetta sama kvöld út að elskenda lindinni, þegar tunglið' kæmi upp. Í hinum skyndilega fögnuði, sem greip liana yfir því að frétta, að ástvinur hennar væri lifandi, gleymdi Laylá öllu öðru, og þegar bungumyndaður máninn byrjaði að lýsa sjóndeildarhringinn, klæddist liún skikkju og læddist niður stigana í höllinni. Hún komst að hliðardvrunum, án þess að eftir henni væri tekið. Ilún gekk út um dyrnar og lokaði hurðinni á eftir sér. Hjarta hennar flaug á undan henni til Manjúns, en þegar hún herti gönguna, tók það allt í einu viðbragð og hætti næstum að slá. Hún riðaði á fótum og varð að grípa dauðalialdi í trjágrein til þess að styðja sig. Eiginmaður hennar! Skylda hennar! Einu sinni hafði hún gefið allt af einskærri skyldurækni. Ætti hún að taka þetta allt aftur nú og það' á þessa lund? Og hvers virði væri henni þetta allt saman? Umvafin örmum Manjúns myndi hún gleyma öllu, eiginmanni sínum, skyldu sinni og ættfólki sínu og þjóð sinni, og þetta spor, sem eitt sinn væri stigið, myndi aldrei aftur tekið. O, en þetta mátti eiginkonan ekki gera! Og það sæmdi heldur ekki drottningu að gera slíkt. Hún andvarpaði, þegar hún greip um greinina, og líkami hennar skalf og' svignaði undan ofurmagni sálarkvala henn- ar, þegar hún samstundis hafnaði lífshamingjunni sinni og bar hinn beiska bikar sorgarinnar að vörum sér. Lúðuveiðarnar. Flestir bátar, sem eru á lúðuveiðum, eru með lóðir sínar á stóru svæði upp und- ir 100 mílur út og norðvestur af Malarrifi. Dýpi er þar frá 230 föðmum og upp í 320 faðma. Þarna er víða harður botn, kórall og festur, en sums staðar líka leir. Ekki er hægt að stunda þessar veið'ar nema með dýpt- armæli. Dýpi er þarna ot' mik- ið, til þess að hægt sé að fylgj- ast með því með handlóði. Lína slitnar ekki mikið í sæmilegu veðri. Beitt er síld og ljósabeitu. 700—1000 krókar eru í kasti, sem kall- að er, og eru 2—3 köst höfð úti í einu, og fer það eftir veðri og öðrum aðstæðum. Það getur ekki heitið, að ann- ar fiskur sé á línunni en lúða, lítils liáttar keila og blálanga. 8 bátar stunda nú lúðu- veiðar frá Reykjavík, og fleiri eru að búast á þessar veiðar. Lúðuveiðar í USA. í Bandaríkjunum er einnig mjög mikil lúðuveiði, en liún er næsturn eingöngu við Kyrrahafsströndina, því að einar 200 lestir veiddust við Atlantshafsströndina. V eiði bandarískra fiskimanna á vesturströndinni af lúðu árið 1950 fór að'eins fram úr veiði Kanadamanna, þótt mikil væri, með því að þeir veiddu þar 9000 lestir. „Dronning Ingrid" hin nýja Stórabeltisferja Dana, kom í fyrsta sinn til Kanpmannahafnar um miðj- an s.l. mánuð. Ferjan er 3000 br. lestir og tekur 1500 far- þegar og 80 bifreiðir eða járn- brautarvagna. Hún fer á 55 mín. yfir Stórabelti milli Ný- borg og Koi’sör á móti 75—85 mínútum, sem fljótustu ferj- urnar fóru áður. Hraðinn er 16V2 míla eða álíka og hjá Gullfossi. Fisksjáin og Norðmenn. Tala þeirra skipa í Noregi, sem hafa fengið sér fisksjá, er nú komin upp í 20. 500 króna helgi- dagabrot. Það var einliverju sinni í vetur á sunnudegi í febrúar, að nokkrir norskir fiskimenn sóttu um það til eftirlitsins með fiskveiðasamþykktinni að' mega vitja um veiðarfæri sín. Eftirlitið neitaði um leyf- ið, þar sem ekki var útlit fyr- ir slæmt veður, en nokkrir fiskimenn fóru samt. Málið kom fyrir rétt. Fisikimennirn- ir höfðu engar málsbætur, þar sem þeir höfðu sjálfir óskað eftir helgidagafriðuninni og rætt hana áður á fundum víðs vegar um landið, og dæmdi rétturinn þá brotlegu í sem svai'ar 500 ísl. króna sekt.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.