Víðir


Víðir - 19.05.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 19.05.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 19. maí 1951. 19. tölublað. Fiskirannsóknir og vorvertíð. Nú eru bátarnir, sem stund- að hafa línuveiðar, að hætta, og nú liggur ekki annað fyrir en þeir liggi, þangað til farið verður norður til síldveiða eftir hálfan annan mánuð eða á reknetaveið'ar hér sunnan- lands eftir tvo mánuði. Þeir bátar, sem ætla sér á lúðu- veiðar, eru sjálfsagt flestir byrjaðir á þeim. Hér er um allmikinn flota að ræða, sem gæti aflað mik- ið, ef fisk væri að fá. Hér áð- ur fyrr var haldið áfram að veiða með línu allt fram und- ir Jónsmessu, eð'a rúman mán- uð eftir að vetrarvertíðinni lauk. Aflaðist þá oft vel. En nú er eins og enginn vilji leng- ur sinna þessum veiðum, enda sjálfsagt ekki mikiðað hafa. Þó hefur verið sæmilegur afli á línu alveg fram undir þetta. En er ekki hægt að finna auðugri fiskimið lengra í burtu? Bátarnir eru nú orðnir svo stórir og ganggóðir, að það' ætti að vera vel vinnandi vegur að sækja þó nokkuð langt á þeim um þetta leyti árs. Hvað þarf t. d. að fara langt vestur, til þess að kom- ast þar í fisk? Hryggur liggur frá Vestfjörðum vestur til Grænlands. Er engan fisk að hafa á því grunni nema á svo- nefndum Halamiðum. Tunga Hggur einnig vestur af Reykjanesi langt vestur í haf, þar sem er ekki ýkja mikið dýpi. Er ekki unnt að veiða þarna fisk? Hvernig er líka með hin eldri mið núna út af Jokli og á Selvogsbanka. Gætu útilegubátar ekki fengið sæmilegan afla á þessum slóð'- um? í fyrra tóku íslendingar fyrst fyrir alvöru að hagnýta sér ný lúðumið, eftir að út- lendingar höfðu áratugum saman stundað þau, og eru þó sjálfsagt ýmis þeiira ó- könnuð enn af íslendingum, eins og út af Vestfjörðum. Veiddu Ameríkanar þar ekld mikla lúðu á sínum tíma? Þannig geta víða legið ónot- uð tækifæri til þess að ausa auðlegð' úr djúpum hafsins. Þá er það síldin. Einn bátur stundar :nú reknetaveiðar" og aflar vel, en enginn markaður er talinn fyrir þessa síld nema sem beita fyrir þá, er veiða lúðu, og það er takmarkað. Síldin er ekki nógu feit, til þess að hægt sé að bræða hana og gefa það verð fyrir hana, sem þarf, til þess að' út- gerðin beri sig. * Fyrir Norðurlandi er síldin mjög misjöfn að fitumagni. Hún er feitari eftir því sem vestar dregur. Getur þessu ekki verið eins háttað með síldina sunnanlands, að hún sé misfeit, eftir því hvar hún veiðist. „Haglendið" getur verið misjafnt, átan meiri í sjónum á einum staðnum en öðrum. En hvað er gert til þess að kanna þetta? Það er látið sitja við' veiðar þessa eina báts, sem hefur vita- skuld önnur sjónarmið en að kanna. veiðisvæðin fyrir allan flotann. Þá má minnast hér enn á eitt, sem áreiðanlega býr í mikil auðlegð fyrir lands- menn, ef þeir fást til a.ð hag- nýta sér það, og það' eru rækjuveiðar. Það er nokkurn veginn vissa fyrir því, að á milli Grænlands og fslands eru mikil rækjumið. Rækjur eru að verða stór útflutning- ur hjá Grænlendingum. Þetta er mjög dýr vara alls staðar í heiminum og veitir mikla at- vinnu í landi. Hér eru mikil verkefni fyr- ir litgerðina. Núna þyrfti að láta báta reyna fyrir þorsk með linu á nýjum og gömlum miðum og einkum þó nýjum og vita, hvort ekki væri hægt að framlengja með því vertíð'- ina fram að síld. Þá þarf að láta báta kanna svæði, þar sem vorsíld fæst og vita, hvort hún er ekki misfeit og hægt væri einhvers staðar að hefja veiðar, þar sem hún væri það feit, að viðunandi verð feng- ist fyrir hana. En það er ekki von, að einstakir útgerð'ar- menn geti lagt hér fé í rann- sóknir, sem vafasamt er, að beri árangur. Það þarf að fá þrjá til fjóra báta og góða fiskimenn til þess að leita að nýjum fiskimiðum og tryggja þeim, að þeir verðj ekki fyrir tjóni við þessar tilraunir og þá fyrst og fremst með því að greiða það', sem á kynni að vanta, að hefðist fyrir tryggingu skipverja. Hvar er hlutverk Fiskimálasjóðs, ef ekki hér. Þeir menn, sem þar stjórna, mega ekki dotta á verðinum. Hér eru einnig margháttuð verkefni fyrir fiskifræðingana. Það væri ekki of mikið, þó að þjóð eins og íslendingar, sem á svo mikið undir gjöful- leik hafsins, hefði alltaf skip í hafrannsóknum eins og Norðmenn. Það myndi áreið- anlega koma margfalt aftur. Skatttekjum þjóðarimiar er áreiðanlega varið í einhvern meiri óþarfa. Aflas-bergmálsdýplarmælar. Getum útvegað' þessa þekktu dýptarmæla með stuttum fyrirvara. Verkfræðingur er vænt- anlegur frá verksmiðj- unni í næstu viku til að setja niður fyrstu mæl- ana. Veitir hann allar frek- ari upplýsingar á skrif- stofu vorri. Jónsson & Júlíusson Garðastræti 2, Reykjavík. Sími 5480. Lof otveiðunum lokið. Finnmerkur- veiðarnar taka við. Eftirlitinu við Lófóten lauk 25. apríl, og þá var í raun og veru vetrarvertíðinni þar lok- ið. Þegar þessum veiðiun var að' ljúka að þessu sinni, kvein- aði margur og kvartaði, bæði manna á milh og eins í blöð- unum. Aðallega voru það þeir, sem voru með handfærin og línuna, sem báru sig illa og þurftu að létta á sinninu, og þá einkum hella sér yfir þá, sem voru með næturnar, sem þeir ásökuðu um að vera or- sök þess, að fiskveiðarnar gengu ekki sem bezt hjá þeim. Sumir lýsa nótaveiðunum svo sem þær stríði á móti lög- málum náttúrunnar, sem fyrr eða seinna hljóti að enda með skelfingu, og eigi fiskinæturn- ar að verða framtíðar veiðar- færi við Lófóten, verði að flytja minnst 10.000 fiski- menn, sem nú stundi þar fisk- veiðar, yfir í aðrar atvinnu- greinar. Aðrir geta um þá ringulreið, sem komizt hafi af stað við notkun þessa veið- arfæris, og aðrir segja, að eigi fiskinótin að vera í notkun við Lófóten, verði að minnsta kosti að heimta, að hún fái sitt eigið svæði eins og netin og línan. f gmáblöð'unum úti á land- inu þarna norður frá er alltaf verið að skrifa um þessi mál, og beiskjan virðist vera mikil. Fiskimennirnir, sem voru með handfærin, kenna nótinni og bergmálsdýptarmælinum um, að ufsinn hefur ekki viljað taka hjá þeim í ár. En það rödd frá þeim sömu, sem lýs- ir meira jafnvægi og sem við- urkennir fúslega hina framúr- skarandi eiginleika fiskinótar- innar. Og ef þetta sé þróunin, þá sé að taka því, og þeir verði að fá sér nætur, annað' hvort með því að slá sér sam- an eða ríkið veiti þeim að- stoð til þess að eignast nætur. „Við megum bara ekki berja höfðinu við steininn og gef- ast upp". Einn .þeirra heldur því 'fram, að ef byrjað' hefði verið að veiða með nót fyrir 30 árum frá Finnmörkinni og Lófóten, þá hefði verið veidd- ur svo mikill fiskur þar fyrir brezkan markað, að ekki einn einasti enskur togari hefði nú verið þar til að keppa við Norðmenn á þeirra eigin fiski- miðum. Jæja, ætli það nú? Skoðanirnar eru skiptar og misjöfnu haldið fram. Berg málsdýptarmælirinn hefur ekki hvað sízt orðið fyrir barðinu á þeim, sem hafa orð ið út úr því: Aflabresturinn stafar af því, að rafmagns- straumur frá bergmálsdýptar- mælinum fer niður í fiskitorf urnar og gerir fiskinn ruglað- an og firrir hann matarlyst- inni. En þegar þessi rök voru borin á borð fyrir gamlan handfærafiskimann í Stam- sund, spýtti hann um tönn og sagði: „Nei, hættið' nú, strák- ar, við skulum nú ekki verða eins ruglaðir og þorskurinn". Aflamagnið \dð Lófóten náði sennilega 120.000 lestum áður en.Iauk. Margur skip- stjórinn fékk það tvöfalda á við það, sem hann fékk í fyrra En aflinn var misjafn, sem bezt sést á því, að þeir, sem voru með næturnar, fengu 59% af aflanum, neta- bátarnir 19% og línu- og handfærabátarnir 11% hvor- ir. Á línu- og handfæraveið- unum er þó skipt í flesta staði, og er þá auðskilið, að. allir hlutirnir hafa eklri verið stórir. Mestan afla hafði bát- ur, sem var með nót, 390Iest- ir. Ekki blöskrar mönnum það sjálfsagt hér, þegar afla- hæsti báturinn er með 668 lestir. Var hann með net. Að vísu var hann mun hæstur yf- ir flotann. f lok vertíðarinnar, þegar aflinn fór að minnka, fóru fiskkaupmennirnir að bjóða í fiskinn eins og á uppboði, og fór hann upp í 60 aura norska kg., eða sem svarar ísl. kr. 1.37. Á það sennilega við hausaðan fisk og slægðan. Nú hefur verðið fallið aftur niður í það venjulega, um 52 aura norska kg. Það er mikil þátttaka í Finnmerkurveiðinni, sem nú er nýbyrjuð. Verð á hákarlalifur er mjög hátt í Noregi eða sem svarar 3 krónum ísl. líterinn og jafn- vel enn hærra verð. Það' er búizt við, að margir verði til þess að stunda hákarlaveiðar. ÍSFISKSÖLUR: Dagar milli Söludagur: Skipsnafn: sölu: Sölast.: Lestir: Meðalv.kg.: heyrist þó einnig, VÍð Og VÍð ia. maí.. . Guir, Beykjavik ,., 21 v Grimsby .. 192. £6725 kr. 1.60

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.