Víðir


Víðir - 26.05.1951, Qupperneq 2

Víðir - 26.05.1951, Qupperneq 2
2 VIÐIR || Ifiðir \ kemui út á laugardögum jí !1 Fylgirit: !j GAMALT OG NÝTT !j Ritstjóri: ■! EINAR SIGURÐSSON ■! j i Sími 2685 ji ] i Víkingsprent l WrfVWWVWVWVWVJVA"! Aðkallandi vandamól. Skorturinn á íbúarluisnæði er að verða eitt mesta vanda- mál þjóðarinnar. Bygginga- framkvæmdir dragast saman af fjárskorti og takmörkun- um á leyfi til fjárfestingar. Ti.1 þess að byggja yfir fjölgun landsmanna og til að koma í staðinn fyrir þær íbúð- ir, sem úr sér ganga, þarf ekki minna en 500 nýjar íbiiðir á ári. Verði ekki reynt að halda nokkurn veginn í horfinu í þessum efnum, leiðir húsnæð- iseklan til hreinustu vand- ræða áður en varir. Og það er stórhættulegt að láta þessi mál komast í óefni, hvað svo sem líður öllum stefnum i fjárfestingarmálum og lána- starfsemi. Flestir vilja byggja svo, að þeir geti .verið út af fyrir sig. Mikil hreyfing er nú í þá átt að byggja lítil einbýlishús og hefur raunar alltaf verið'. í Reykjavík hefur þó oft óbein- línis verið staðið í vegi fyrir því með því að úthlúta ekki nægilegum lóðum undir slík hús. Það er hægt að byggja stórt á uppgangstímum, þeg- ar allt flýtur í peningum og eignin verður verðmeiri með hverjum mánuðinum, sem líður. En þegar þröngt er um fjárhag og lánsstofnanirnar lokað'ar, að því er varðar lán út á fasteignir, þá laga menn sig eftir kringumstæðunum og byggja minna. Er það svo, að stefnan í fjárfestingarmálum standi enn, þrátt fyrir hinn mikla húsnæðisskort, í vegi fyrir, að menn, sem það geta, byggi íbúðarhús? Það væri illa far- ið. Það verður fyrr að neita sér um margt, áður en það' er látið sitja á hakanum, að þegnarnir geti komið þaki yf- ir höfuð sér. Það væri nær að spyrja, hvort einstaklingarnir þyrftu ekki uppörfun og aðstoð til þess að byggja, eins og erfitt er nú um lán, þó að langt bil sé á milli þess að banna að byggja og þess að' hvetja til þess og veita beina aðstoð. En svo skjót geta þó umskipt- in orðið, að það verði gert, ef það er dregið á langinn að ®Vez&twn oíj f já t mdf. Verð á húseignum hefur verið heldur hækkandi und- anfarið og óvenju lítið um sölur. Þrengri fjárhagur al- mennings dregur úr sölu fast- eigna. Menn eru ófúsir að selja húseignir, nema fá að fullu útborgað það, sem þeir eiga í eigninni, vegna hins minnkandi verðgildis pening- anna, og vilja þá geta fest sér eitthvað annað í staðinn. Það eru því einkum smærri hús og eldri, sem hafa verið seld og einstakar íbúðir. Það er yf- irleitt mjög lítið um sölu stærri og dýrari húsa. Um lán út á fasteignir er yfirleitt ekki að ræða hjá bönkunum. Veðdeildin lánar mjög lág 1. veðréttarlán og greiðir lánsféð aðeins í veð'- deildarbréfum. Svo eru lán til verkama nnabústá ða og bygg- inga í sveitum, sem lúta al- veg sérstökum reglum. Það er mjög lítið um, að einstaklingar láni út á fast- eignir. Það sem það er, eru það stutt lán, tveggja til fimm ára með nokkrum af- föllum. Yfirleitt vilja þeir, leyfá einstaklingsframtakinu að njóta sín í byggingarmál- um almennings. Það á ekki aðeins að vera óátalið af því opinbera, að ahnenningur verji sparifé sínu óg tómstundavinnu til þess að byggja sér íbúð, heldur beinlínis hvetja til þess og að- stoða, því að borgararnir verða sjálfstæð'ari og ham- ingjusamari fyrir það að eiga eigin íbúð. sem lána þannig fé, miða við, að þeir fái sem svarar allt að' 9% í ársvexti. Á ótti við minnkandi verðgildi pening- anna sinn aðalþátt í þessari háu rentu. Annars eru vextir af almennum bankavíxlum 634% p. a., þegar urn lengiá víxla eða framlengingarvíxla er að ræða, auk stimpilgjalds- ins. I lánsviðskiptum manna á milli eða fyrir milligöngu fyr- irtækja og lögfræðinga, sem hafa slíkt með höndum, ber yfirleitt á, að menn vilja draga inn fé, sem er í útlán- um og breyta lengri lánum í stutt lán. Ameríkcr og verðlagið. Verðlagsstjóri Bandaríkj- anna, Mr. Di Salle, hefur lát- ið í ljós sem álit sitt, að verð- lagið þar muni haldast ó- breytt þetta ár, en verðlagið er nú 2—3% fyrir ofan það, sem það var, er verðlagseftir- litinu var komið á í janúar síð'astliðnum. Mr. Di Salle er ekki hag- fræðingur, og hinir lærðu hagfræðingar eru ekki al- mennt á sömu skoðun og hinn bjartsýni verðlagsstjóri, að því er varðar útlitið um verð- lagið, það sem eftir er af ár- inu. Þeir benda á, að áhrifa vígbúnaðarins á efnahagslífið' muni fyrst verulega fara að gæta í sumar og er líður á haustið. Ilinn þekkti hag- fræðingur, Mr. Dexter M. Keezer, benti t. d. nýlega á, að fulltrúar, sem koma fram fyrir áhrifamestu aðilana, verlcamenn, bændur og iðn- aðinn, hafi í hendi sér efna- hagsleg örlög landsins. Þessir aðilar hafi þvingað fram verð- bólguna, og það sé lítið' útlit fyrir, að þeir muni leggja nauðsynlegar hömlur á sjálfa sig til að stöðva hana aftur. ! Ýmsar tegundir vara lækka nú í verzlunum í Banda- ríkjunum, t. d. vörur úr bóm- ull, ýmsar vefnaðarvörur, út- varps- og sjónvarpstæki. Nemur lækkunin frá 20— 40%. Á þetta rætur sínar að rekja til þess, að framboðið hefur verið meira en eftir- spurnin. Það er t. d. sagt um Chicago, að hún sé að' drukkna í vörum. Þar er ekki ferþumlungsrúm að fá fyrir vörur í öllum bænum segir ,.Time“. Á hliðarsporunum á járnbrautunum eru vagnarað- ir með vörur, sem er skýlt aðeins með yfirbreiðslum úr segldúk. Allir skúrar eru full- ir af vörum. Smásalarnir eru nú hættir að draga að sér og selja nú birgðir sínar, og það er álitið’, að smásöluverðsvísitalan muni lækka á næstunni. 90% af framleiðslunni er enn í þágu almennings. Fram- leiðslan er nú meiri á öllum vörum en á sama tíma í fyrra, einnig á bílum, þrátt fyrir vígbúnaðinn. Shell byggir nú 41 tankskip, samtals 900.000 lestir. Eru þetta mestu skipasmíðaáform, síð- an Kóreustyrjöldin brauzt út, og hafa þau þó mörg verið stór. Skipin verða byggð í Bretlandi og Hollandi. Sam- anlögð smálestatala tankskipa Shell, ’verður eftir þessa við- bót 3% milj. lestir. Það má nokkuð marka hina geypilegu aukningu olíúskipa í eigu Shell á því, að árið 1930 var skipaeign félagsins ekki meiri en sem nemur þess- ari nýju aukningu. Bjart útlit er nú hjá Vestur-Þýzka- landi í efnahagsmálum og hef- ur batnað mjög upp á síð- kastið. Fjármálasérfræðingur Manehester Guardian . segir, að það komi mjög á óvart, hve ástandið sé heilbrigt. Að vísu var dregið' mjög úr inn- flutningnum fyrir nokkrum mánuðum, en þá var hka bú- ið að fullnægja hráefnaþörf- inni, og síðan hefur verið rnjög mikil framleiðsla og út- flutningur. í marzmánuði var greiðslujöfnuðurinn hjá Greiðslubandalagi Evrópu hagstæður um 11 milj. doll- ara, og í apríl um 20 milj. dollara. Það má búast við, að áframhald verði á þessu næstu mánuðina. Miklar byggingafram- kvæmdir eru nú í Vestur- Þýzkalandi, og ekki sízt á íbúðarhúsum. Iðnaðarfram- leiðslan er nú 30% meiri en hún var árið 1936 og útflutn- ingurinn 20% meiri. I Þýzkalandi eru mjög tak- markaðar lánveitingar. Verzl- unin verður að greiða um 11% í vexti p. a., og bæði verzl- unin og framleið'slan eru oft þvinguð til að selja allt að því með tapi. TRÚARHETJAN Eítir Alexis Kivi. (Kafli úr sögunni Sjö bræður eftir finnska skáldið Alexis Kivi. Bræðurnir sitja á háum steini umlcringdir af trylltri nautahjörð, sem setið hefur um líf þeirra dægrum saman. Hungrið sverfur að' þeim. Juhani biður Aapo, bróður sinn, að segja þeim einhverja sögu, sem dreift geti hug þeirra frá hungrinu). Aapo: Ég kann eina sögu, sem hungrið kemur mér ein- mitt. nú til að minnast. En hún fær okkur naumast til þess að gleyma nauðsynjum og næringu líkamans, heldur þvert á móti minnir okkur á mat og drykk. Juhani: Þú átt við manninn í fjallinu. Eg hef heyi-t hana. Timo: En mér er hún nýnæmi, segðu hana, Aapo bróðir. Simeoni: Segðu hana, segðu hana bara. Aapo: Já, það er saga af manni einurn, göfugri trúar- hetju, sem um nokkurt skeið var fangi í hellum Háuhlíðar, eins og forð'um daga fölva meyjan, en af annarri ástæðu. Og Aápo sagði þeim þessa sögu: Fyrrum þegar heiðni og kristni háðu enn harða baráttu í Tavastalandi, var í hópi hinna kristnuðu mikils metinn maður, frómur og ötull boðberi hinnar nýju trúar, sem hann lét sér umhugað um að breiða út í skjóli hins sænska vopnavalds. En skyndilega urðu brynjaðir hermcnnirnir að halda aftur til heimalands síns, og hinir skírð'u Tavastar voru ofsóttir grimmilega af heiðnum bræðrum sínum. Sum- ir voru drepnir á hryllilegasta hátt, aðrir reyndu að bjarga sér með flótta á villigötur skóganna eða í fjallahella eða annars staðar. Hinn frómi maður komst undán í gilin í Háuhlíðum, en óvinir hans, sem eltu slóð hans fullir hefndarþorsta, upp- götvuðu brátt, hvar han'n hafði falið sig. „Við skulum loka úlfinn inni í holu sinni“, kölluðu þeir illkvittnislega og sigri hrósandi. Þeir fylltu rarmnbyggilega upp, í hellismunnann, til þess að maðurinn veslaðist upp í hungri og myrkri. Hann hefði nú hlotið aumlcunarverðan dauðdaga, ef drottinn hefði ekki látið gerast kraftaverk. Varla var síðasta skíma dagsþóssins horl'in í hellismunn- anum, er víðáttumikill hellirinn var uppljómaður af dá- samlegum og silfurskærum bjarma. Og inni í miðju, köldu fjallinu varð þannig hjá manninum himneskur dagur. Og fleiri kraftaverk gerðust. Því sjá, skyndilega spratt upp úr hellisgólfinu himintær lind, sem aldrei þraut, liversu milcið sem maðurinn drakk úr henni, og þarna hafði maðurinn stöðugt í fjallaskýli sínu hressandi drykkjarvatn. En því næst hófst upp á lindarbarminum fagurt, grænk- andi tré, er bar dýrlegustu ávexti, sem aldrei þurru, hversu oft sem hann las þá, og þarna hafði maðurinn Ijúffenga fæðu. Þarna eyddi hann dögum sínum, dásamandi drott- inn sinn, og hér svaf hann um nætur og dreymdi sælunnar land. Og dagar lians voru hlýir og bjartir, eins og sumar- dagar, og næturnar dýrlegar rökkurstundir. Þannig leið ei'tt ár, og blóð kristinna manna í Tavasta- landi flaut í straumum. En þegar þetta hræð'ilega styrjald- arár var liðið á enda og úti brosti við fagur september- morgunn, barst hetjunni til eyrna hávaði frá hömrum og járnkörlum í áttina frá lokuðum hellismunnanum. [ gegn- um grjóturðina byrjaði bráðlega að lýsa fyrir deginum, og á sömu stund hvarf hið dásamlega Ijós úr hellinum og Hndin og ávaxtatréð á lindarbarminum.

x

Víðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.