Víðir


Víðir - 26.05.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 26.05.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 Meðal brúttóálagning smásöluverzlana í Dan- inörku reyndist við athugun 17.6%. Lægst var álagningin á matvörum, 15%, á fatnaði i og byggingarvörum reyndist hún 20%, á húsgögnum og , búsáhöldum 25%. Tekjur alþjóðabankans á níu mánaða tímabili, sem lauk 31. marz, námu 11% milj. dollurum á móti 10 milj. á sama tíma í fyrra. Tekjurn- ar vom lagðar við varasjóð bankans, sem nemur nú 38% tnilj. dollurum. Miklar tekjur af siglingum. Árið 1949 námu tekjur Bandaríkjanná af siglingum 500 milj. dollara meira en þau þurftu að greið'a öðrum þjóð- um. / FiskverS í U. S. A. 2. maí s.I. var meðalfisk- verð í U. S. A. á frosnum fisk- flökum í 10 punda öskjum. Lúðuflök 37 cent pundið'. Ysuflök 24 oent pundið. Karfaflök 29 cent pundið. Danir í markaSsleit. Sammenslutningen af Danske Fiskifiletfabriker, sem í eru 18 danskir framleið- endur, eru nú með áform um að vinna markað fyrir frosin fiskflök í Bandaríkjunum. Búið verður um flökin í 1 og 5 lbs. öskjum. LýsisverS hefur verið heldur fallandi í Bandaríkjunum, þótt það sé ekki mikið, verð á síldar- og karfalýsi hefur hins vegar verið stöðugra. „Meerkatse", aðstoðarskip við þýzka tog- ara, sem eru að veiðuin í norðurhöfum, var hér í fyrri viku. Var blaðamönnum sýnt skipið. Er það rúmar sex hundruð lestir að stærð, um- byggt á s.I. ári, er með 1000 ha. vél og gengur 12 rnílur, er sterkbyggt og gott sjóskip. Skipið er búið ýmsum tækj- um og útbúnaði, sem má koma fiskiskipum, sem eru fjærri heimalandi sínu, í góð- ar þarfir, m. a. 32 sjúkrarúm- um, veðurstofu, hafrannsókn- artækjúm, viðgerðarverk- stæði,' dráttarútbúnaði o. fl. Á skipinu er læknir og hjúkr- unarmaður. I skipinu eru röntgentæki og tannlækn- inga. Sérstakur fleki er not- aður til þess að flytja sjúka menn á milli skipa, þegar vont er í sjó. Þá er þar veðurfræð’- ingur, sem sendir út veður- lýsingar og veðurspár, fiski- fræðingur og kafari. Hér \’ið land eru nú 24 þýzkir togarar frá Vestur- Þýzkalandi, en alls eru vest- ur-þýzku togararnir 50. Skipið stendur stundum í sambandi við annarra þjóða skip, þótt það sé hér fyrst og fremst til þess að aðstoða þýzk fiskiskip. Öll slík aðstoð er ókeypis og eins hjúkrun. Loftskeytamennirnir á „Meer- katzé“ stóð'u t. d. nýlega í sambandi við tvo íslenzka togara með loftskeytunum. Höfðu þeir sérstakt orð á því, hve færir loftskeytanaennirnir íslenzku hefðu verið í þýzku og talað hreint mál. Skipstjórinn heitir Bött- cher. Hann lét í Ijós ánægju yfir þessu starfi, þeir sæju oft menn fara alheila frá borði, sem hefðu komið þangað mjög illa haldnir. Skipið er eign vestur-þýzka ríkisins og rekið af matvæla- og fiskimálaráðuneytinu. Með skipinu voru tveir farþegar, ung stúlka, sem er starfsmað'- ur á skrifstofum ráðuneytisins í Bonn, og ritstjóri frá þýzku fiskimálablaði. Skipasmíðin yfir í járniS. Fyrir nokkru var skýrt frá því hér í blaðinu, að Norð- menn hefðu byggt sinn fyrsta vélbát úr járni — Signrdsson — og var hann um 30% ó- dýrari. Nú hafa þeir byggt úr járni fyrsta smábátinn eða doríuna, sem þeir kalla. Er hann 30 fet, á lengd eða senni- lega á stærð við snyrpubát. Er nú umtal um að smíða slika báta í fjöldaframleiðslu. Alþjóða fiskimála- ráðstefna hefur staðið yfir í Washing- ton, þar sem ræddar voru fiskveiðarnar í norðanverðu Atlantshafinu og Grænlands- veiðarnar. Þar átti að reyna að' ná samvinnu vísinda- manita meðal þeirra þjóða, sem þar hafa einlcum liags- muna að gæta, svo sem ICana- da, íslands, Portúgals, Spáns, Englands, Frakklands, Italíu og Noregs. Verð á fiskimjöli, innfluttu til Bandaríkj- anna, var um síðustu mán- aðamót $130, lestin (70%) þar á staðnum. Verð á síldar- mjöli (70%) var sama. Eftir- spurn eftir fiskimjöli hefur verið þar dræm undanfarið, en verðið þó stöðugt. Þýzkir síldartogarar, aðallega frá Bremen, fóru í marzmánuði á síldveiðar í Norðursjóinn í tilraunaskyni, þar sem vestur-þýzka fiskiðn- aðinn vantaði hráefni. Hinir fyrstu fjórir af þessum smá- togurum komu inn eftir % mánaðar litivist, og höfðu þá hver 20—30 lestir af ísaðri síld. Verðið var gott eftir gæðunum. Togararnir fóru aftur á veiðar. Hinir sex togararnir komu inn seinna og með minni veiði. Þeir höfðu verið úti 18—26 daga og höfðu hver um 25 lestir. Einn fékk þó aðeins 5 lestir. Hvalkjöt í mat- sölu í U. S. A. I fyrsta sinn í sögunni hef- ur hvalkjöt verið á matseðli í matsöluhúsi í Bandaríkjun- um. Stór almenningsmatstofa í .Tersey City, New Jersey, hefur á miðvikudögum á boð- stórum „Pot Roast“ af hval, vegna þess að þúsund starfs- menn hjá Bell símafélaginu, sem eru vanir að borð'a þarna hádegisverð, hafa mótmælt hinu háa kjötverði. Gjafabílarnir í Danmörku. Lögreglan í Danmörku hef- ur hagt halda á 77 gjafabíla. 30 eigendur hafa verið kvadd- ir til að mæta fyrir rétti. Aðr- ir eigendur og þeir, sem hafa selt bíla, verða að' mæta síð- ar. Eru þeir ásakaðir um að hafa brotið gjaldeyrislögin og krefst lögreglan, að bílarnir verði gerðir upptækir og sekta og í sumum tilfellum, að við- komandi verði dæmdir í fang- elsisvist. Mikil fiskneyzla. Það er áfram búizt við mik- illi fiskneýzlu í Bandaríkjun- um. Birgðir eru þar nokkuð miklar af frosnum fiski. Enn til Chile. Það hefur verið skýrt frá því hér áður, að Þjóðverjar hafi sent fiskiskip til Chile. Nú hafa þeir nýlega sent þangað þrjú skip í við'bót, um 50 lestir hvert, með 250 ha. vélum. Bátarnir munu sigla alla leið upp á eigin spýtur gegnum Panamaskurðinn til Chile. __________ Norsku togararnir nýju, sem nýlega liefur ver- ið minnzt liér á, kosta sem svarar 4.6 milj. ísl. kr. Þeir eru 630 lestir. Þeir eru með vél- uin til að framleiða 20 lestir af fiskimjöli á dag, lifrar- bræðslu og kæliútbúnaði. Skipin eru byggð' í Kiel í Þýzkalandi. Aukin útgerð frá Spáni. Spánverjar liafa í hyggju að stórauka útgerð sína í ár að fiskiskipum. Þeir áforma að senda með flotanum á mið'- in 500 lesta flutningaskip, sem verður með frystivélum og kæligeymslum og lýsis- bræðslu. ________ Norska síldardælan mun spara margar miljónir króna árlega, þegar til kemur, segir dr. Anfinn Refsdal. Verðið verður sem svarar 60 þús. ísl. krónur. Viti náttúrunnar. Eyjan Stramboli í Miðjarð- arhafi er 900 m há klettaborg. Er þar eldgýgur, sem hefur gosið stöðugt í 3000 ár, 10.— 15. hverja mínútu og er stund- um nefndur „viti þýrenska hafsins“. ★ Truman forseti sagði ný- lega: Það getur allt farið í bál og brand í heiminum, hve- nær sem er, og við verðum að nota hvern einasta dag til hins ýtrasta. ★ Dr. Adenauer kanslari lief- ur sagt í sambandi við Slés- víkurmálin, sem hafa verið mikið hitamál i Danmörku: Við viljum ekki breyta landa- mærunum, en byggja brú yf- ir þau. ★ VerzJunarfloti Vestur- Þýzkalands var 1. marz 683.- 583 lestir brúttó. * Það er haft eftir japönsku blaði, að 17 norskir sjómenn á skipinu Tomar hafi gefið hálfan líter af blóði hver til blóðbankans í Yokohama lianda særðum hermönnum í her Sameinuðu þjóðanna. ★ Konur vinna nú aftur í brezkum höfnum við af- greiðslu skipa eins og á stríðs- árunum. En hvað olli hávaðanum og skarkalanum þarna úti fyrir hellismunnanum? Þar stóð stór flokkur heiðingja, og á meðal þeirra nokkrir kristnir bandingjar, sem dæmdir voru til hungurdauða í dimmri klettagjánni. Þeim datt ekki annað í hug en maður- inn, sem þeir höfðu fyrir ári síðan lokað inni í þessum helli, hefði orðið þeim forlögum að bráð. En stór varð undr- un þeirra, þegar kom í Ijós bjart og geislandi enni hetjunn- ar, er þeir opnuðu hellinn. Og rödd þrungin heilögum hljóini, sem gekk gegnum merg og bein, ómaði frá vörum hans: „Heilir þér vinir og bræð'ur, heill þér gullna sól, og þið þysmiklu skógar, heilir þér“. Þá féll hópurinn fyrir framan hann á kné, og lofaði þann guð, sem hann trúði á og hafði bjargað honum frá hrylli- legum dauðdaga. En með hárri raust sagði hann þeim frá hinum dýrlegu kraftaverkum, sem orðið höfðu í iðrum fjallsins, og með einum rómi kallaði fólkið' til hans: „Skírðu okkur einnig, skírðu okkur líka til trúarinnar á guð þinn“. Þ.annig lcölluðu þeir honum til stórrar gleði og leystu fjötr- ana tafarlaust af dæmdu föngunum. Þá gekk hinn frómi maður fram á lækjarbakkann, og honum fylgdi flokkurinn, sem hér snerist frá heiðni og lét skírast til kristinnar trúar. En uppi við hhðina; stóðu ennþá mennirnir, sem átt hafði að fórna, og sungu honum lofsöng, er frelsað hafði þá og hinn fróma föður þeirra frá kvalafullum dauða og leitt heiðninnar börn úr myrkri til Ijóss. Síðan sungu þeir og horfðu upp til himinhæða. Aapo: Svona er sagan um hinn fróma mann. Juhani: Og skírn heiðingjanna fór fram einmitt á þeim stað, þar sem nú er úlfagerðið okkar. Simeoni: Trúin veldur kraftaverkum. Ég er þess fullviss, að maðurinn hefur ekki haft neina lind og ekkert ávaxta- tré í hellinum, og ekkert skínandi ljós sýnilegt jarð'neskum augum hefur uppljómað klefa hans, heldur aðeins það, að honum nægði trúin, hin trausta og óbifanlega trú, til allra sinna líkamlegu nauðsynja. Kraftur andans var honum hressandi lind, bragðgóði ávöxtur og bjarta ljós. Hvernig sagði ekki gamli veiðifélagi minn, Tervakoski-Tuomas? „Ef þú hefur skjöld trúarinnar og sverð andans, þá gétur þú jafnvel dansað polka við djöfulinn“. Þannig voru orð liins fróma öldungs. Juhani: En magi fullþroska manns lætur sér ekki nægja einskæra trú og tómt loft, það máttu vera viss um. Og það get ég svarið, að hann hefur troðið í sig kjarnmeiri mat en ávöxtum og vatni. Þess krefst líkami manns, sem orðinn er stór og sterkur á kjöti og rúgbrauði. Jú, jú, sagan er líka sögð með öðrum hætti. Sagt er, að allt í einu hafi fimm svört nautshorn komið í Ijós á hellisveggnum. Þegar maðurinn sneri upp á fyrsta hornið, þá vall fram suðandi hið bezta og tærasta brennivín, sem vissulega hefur komið vatninu fram í munninn á manninum. TJr öðru horninu dró hann svo álnum skipti fellingamikla, hressandi lifrarpylsu. LTr hinu þriðja þrýstist fram í stinnum boga bezti vellingur og úr hinu fjórða mjólkurhlaup út á vellinginn, mjólkur- hlaup þykkt eins og tjara. Og þegar hann hafði fyllt kvið- inn eins og blóðmaur, opnaði hann í skyndi fimmta hornið og tók út úr því munntóbak, ágæta, danska tuggu, sem þandist út í munni hans eins og sjúgandi blóðsuga. Hefði þrevttur maður getað óskað sér betri beina? Timo: Hann var á himnum. En við? Tuomas: Það gengur manni að lijarta. Timo: og truflar höfuðið. Juhani: Þúsund dali fyrir slíka máltíð. Þúsund sinnum þúsund dali.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.