Víðir


Víðir - 26.05.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 26.05.1951, Blaðsíða 4
VÍÐIR flytur efni, sem ekki er annars staðar. •DiZÍr- Þeir, sem vilja fylgjost vel með. lesa VÍDI. Gæftir hafa verið ágætar, hæg austanátt. Aflabrögð. Afli hefur verið ágætur í grunnflóanum og miklu meiri en i fyrra og fleiri undanfariri ár, hvað lengi, sem þetta helzt, en útlitið' er gott eins og er. Þessir bátar hafa m. a. komið inn með afla sinn í vik- unni: Hafdís með 13 lestir, ís- lendingur 7, Hermóður 4, Bragi 29, Otur 25, Þristur 4, Stígandi (Ólafsfirði) 9, Egg- ert Ólafsson 5%, Siglunesið lÍY->, Arinbjörn 16, Drífa 9 og Stella (Austfj.) 4. Skógarfoss fékk í dragnót- ina 3 lestir og Hilmir í.% lest. Var þetta útdrátturinn. Bátar, sem eru á lúðuveið- um, hafa yfirleitt ekki komið inn og vafasamt, að þeir komi mikið inn fyrr en eftir helgina. Togararnir. Aflabrögðin hafa verið' mjög treg undanfarið hjá þeim, sem hafa verið á þorsk- veiðum, og karfinn hefur ver- ið tregari seinustu dagana. Tíðin hefur verið góð. Einir 4 togarar eru nú á ísfiskveiðum, Maí og Jón for- seti, sem eru á heimleið, og Egill Skallagrímsson og ÉIl- iðaey, sem eru á útleið. Egill selur á mánudag og Elliðaey á þriðjudag. Allir að'rir togar- ar eru á veiðum fyrir heima- markað. Það er hugsanlegt, að þýzku togararnir fari á síld- veiðar með fyrra móti og ís- lendingar geti þá byrjað að sigla til Þýzkalands fyrr en 1. ágúst, sem gert hefur verið rá.ð fyrir, ef þeir' þá kæra sig um það. Salan hjá Jóni forseta var góð með tilliti til þess, að' hann var með um 1000 kítt af svokölluðu rusli. Þorskur- inn seldist á 62—66 shillinga, ýsan á 100 sh., ufsinn á 20 sh. og steinbítur á 30 sh. Vestmannaeyjar. Norðaustanstormur hefur verið þessa viku og lítið hægt að komast á sjó. Afli var á- gætur fram að síðustu helgi, en sjómenn óttast, að' fiskur hafi tvístrazt í austanrumb- unni, þó kom Suðureyjan inn með 15 lestir eftir 1—2 daga útivist. Hjá dragnótabátunum var ágætisafli, 2—4 lestir yfir daginn. Koli sést varla í afl- anum. Hefur mjög lítið geng- ið af þykkvalúru í vor. Lítið heyrist minnzt á að fara norður, undanfarið hafa íarið einir 18 bátar. Ekki er enn búið að taka saman vertíðaraflann. Tefur það mikið fyrir, að' sumt af fiskinum'var vegið með slóg- inu, og þarf að breyta þung- anum yfir í slægðan fisk. Mik- ill mismunur er á fiskinum slægðum og óslægðum eftir fisktegundum og eins á hvaða tíma hann var veiddur og í hvaða veiðai'færi, eða frá 5V-% upp í 30%, lúða t. d. .5%%—7%%. Þorskurinn frá 18.2% upp í 30%. í sílisfisk- inum undan Sandi var slógið 30%,, í netafiskinum, í apríl var það 22—24%,, í línufísk- inum var það 18—19%,. Grindavík. Allir bátar eru nú hættir þorskveiðum, en tveir eru byrjaðir að veiða lúðu. Hæsti báturinn á vetrar- vertíðinni var Grindvíkingur, og fékk hann 580 lestir í 69 róðrum og um 53.000 1. af lifur. Mikill hugur er í mönnum að byrja snemma á rekneta- veiðum, en enginn minnist á að fara norður, þó að ein-, hverjir kunni að fara það'. Undanfarið hafa 5—6 bátar farið norður. Sandgerði. 2 bátar eru að ennþá með línu, Mummi og Muninn II., en sennilega munu þeir hætta núna um helgina. Afli hefur verið tregur, 5—6 lestri í róðri, og leit út fyrir síðustu daga vikunnar, að aflabrögð- in væru alveg að fjara út. Þeim bátum, sem hættir eru, er lagt, og alveg óvíst, hvað við tekur. Það er heldur dauft hljóðið í mönnum með að' fara norður, fyrr en sést, hvort síldin ætlar að koma. Eini báturinn, sem hefur verið á reknetaveiðum, Har- aldur, er nú hættur, hafði Undirritaður óskar eftir að gerast áskrijandi að Víði. Nafn ...................................... Heirnili .................................... Póststöð ........................ TU vikublaðsms Víðir, Reykjavík. (Sími 2686) hann ekki vonir um að geta selt meira af þessari síld, en hann var búinn að afla. Heildaraflinn er um 8000 lestir hjá 21 bát í 1460 sjó- ferðum. Meðalafli er því tæp- ar 400 lestir hjá bát. Hæstir eru: Mummi, 89 sjóf., 557 Iestir. Muninn II., 82 sjóf., 520 1. Pétur Jónss., 90 sjóf., 512 1. Gæftir hafa veirð óvenju- lega góðar, eins og sést á róðrafjöldanum, þar sem ekki var byrjað fj^rr en í endaðan janúar. Keflavík. I verkfallinu var stöðvun í 2—3 daga. Bátar reru þó, og gerðu skipverjarnir sjálfir að aflanum og söltuðu hann. Enn er svipaður reytingur og undanfarið, 5—7 lestir á bát í róðri. Þó var aflinn minni síðustu daga vikunnar, um 4 lestir. Er að' verða hvev sein- astur með róðra, aðeins 4 bat- ar eru enn að, og sennilega hætta þeir núna um holgina. Færaveiðar hafa lítið verið stundaðar undanfarið. I drag- nótina hefur verið sæmilegur afli. Bátur, Tjaldurinn, fékk t. d. um daginn 9 lestir eftir nóttina, en það var líka lang- bezt. 5 bátar eru á botnvörpu- veiðum og fá 4—6 lestir yfir sólarhringinn. 2 bátar, Kefl- víkingur og Hilmir, eru á lúðuveiðum, og fleiri fara inn- an skamms á þær veiðar. Það Iiggur heldur létt í mönnum hljóðið. Það er óá- kveðið, hvort menn fara al- mennt á síld. Ef gott verð verður á reknetasíldinni, á- kveða menn sig ekki almennt með norðurferð, að svo komnu máli. Þeir ætla að eiga allt tilbúið', nætur og báta í lagi, ef síld kemur eitthvað, sem heitir, og geta þá brugðið við skjótt, en almennt ætla menn ekki að hætta á norðurferð, ef eitthvað annað gagnlegt verður hægt að gera heima. Olíusamlagið er að byrja á nokkuð stórri byggingu niðri við höfnirfa. Þar verður skrif- stofa, afgreiðsla og geymsla o. þ. 1. Hafnarfjörður. 5 bátar eru nú byrjaðir á botnvörpuveiðum og hafa aflað sæmilega, 3—4 lestir eft- ir nóttina, Hafbjörg kom einn daginn í vikunni með 12 lest- ir eftir 2 nætur. Aflahæstur af Hafnarfjarð- arbátum var Illugi. Var hann með 556 y2 lest af fiski, 58.417 h'tra af lifur. Hann tók upp netin 8. maí. Fór hann síðan norð'ur fyrir land 3 dögum seinna og reyndi í Húnaflóa og Skagafirði, en fékk ekkert. Það hefur áður aflazt vel í net fyrir norðan, en það hefur verið nokkru fyrr á thna, þegar loðnan hef- ur gengið. Þetta hefur þó ekki verið reynt í nokkur ár. Á híðuveiðum eru Bjarnar- ey og Dóra, og hefur afli ver- ið lítill. Akranes. Allir bátar eru nú hættir þorskveiðum, og fóru þeir síð- ustu í róður 18. maí, ,var þá afli svipaður og undanfarna daga, 2—6 lestir á bát. 5 bátar stunda lúðuveiðar, og einn er að búa sig út til viðbótar. Aðrir bátar liggja, enginn bátur er á botnvörpu- veiðum eða dragnótaveiðum. Menn hafa viljað byrja á reknetum, því að þeir vita af nógri síld, en enginn markað- ur er fyrir síldina ennþá. Bát- ar verða hafðir tilbúnir til að fara norður, ef fréttist um veiði, en ekki heyrist nefnt að fara út í óvissu. Á vetrarvertíðinni reru 15 bátar, og öfJuðu þeir 4424 lestir af fiski í 833 sjóferðum. I fyrra voru bátarnir 18 og öfluðu þá 5889 lestir í 1065 sjóferð'um. Afli' Akranesbáta í vetur var, talið í lestum: Sigufari 68 sjóf., 430 lestir. Ásmundur 65 sjóf., 410 1. Sigrún 69 sjóf., 3921/? lest. Ól. Magnúss. 61 sjóf., 343 1. Fram 64 sjóf. 329 lestir. Farsæll 63 sjóf., 327 lestir. Aðalbjörg 59 sjóf., 299 1. Svanur* 52 sjóf., 295 lestir. Ásbjörn 63 sjóf., 293 lestir. Fylkir 59 sjóf., 290 lestir. Sv. Guðm.s. 54 sjóf., 277 1. Bjarni Jóh. 51 sjóf., 248 ]. Keihr** 40 sjóf., 212 lestir. Valur 44 sjóf., 165 Iestir. Frigg 21 sjóf., 203 lestir. 'Ýmsir 9 lestir. 1 Ólafsvík. Bátarnir eru nú hættir róðrum og er verið að búa þá alla 8 út á dragnótaveiðar. 3 trillur eru á handfæraveiðum og hafa aflað'sæmilega. Afl- inn hefur verið þorskur, milli- fiskur, 16—18 þumlungar. Nýja fiskimjölsverksmiðjan vann í vetur 150 lestir af mjöli. Verið er nú í undirbún- ingi með að' flytja beinin frá Sandi, sem hafa safnazt þar fyrir í vetur. Eru það um 300 lestir af blautbeinum. Á Sandi er nú einn þilfarsbátur á handfæra- og lóðarveiðum og einar 5 trillur. Hefur afli ver- ið sæmilegur. Það stendur nú til að fara að lengja varnargarðinn og gera bryggju innan á honum. Þar geta þá legið 6 vélbátar. Svo er fyrirhugað að byrja í sumar á virkjun Fossár, sem er rétt fyrir innan kauptúnið, ** Hætti 23. apr„ fór ú lúðuveiftar. "5 Hætti 3. maí, fór á lúðuveifSnr og fær þá Sandur einnig raf- magn þaðan. Aflahæstir voru í vetur, tal- ið' í lestum, vegið með slóg- inu: Hafaldan 72 sjóf., 333 lestir. Egill 67 sjóf., 290 lestir. Erhngur 64 sjóf., 243 lestir. Víkingur 72 sjóf., 245 lestir. Björn/Snæf. 59 sjóf., 273 L Grundarfjörður. 2 bátar eru nú hættir, ann- ar þeirra, Runólfur, er farinn á lúðuveiðar, og hefur afli verið heldur tregur, hinn, Far- sæll, er farinn á dragnóta- veiðar, og fara ekki fleiri 'á þær veiðar. Hinir 3 fara norð- ur á síldveiðar. Viðbúið er, að allir verði hættir núna um helgina. Reytingsafli hefur verið á línuna undanfarna daga, þetta 6 lestir í róðri. 5—6 trillubátar eru á hand- færaveiðum, og hefur afli hjá þeim verið góður. Trillurnar verða 10—12, sem stunda veiðar, þegar til kemur. Grundfirðingur hafði feng- ið 403 lestir í vetur fram til 20. þ. m., og er hann afla- hæstur. Frystihúsið hefur fryst 18.- 000 kassa af fiskflökum. í Grafarnesi í Grundarfirði eru nú rúmir 200 íbúar. ísafjörður. ísborgin kom inn í vikunni með 300 lestir af karfa. Fóru 200 lestir af honum í frysti- húsin í bænum og nágrenn- inu, en 100 lestir varð hún að fara með suður og losa þær þar. Frystihúsin voru treg til að taka meiri karfa, þar sem óvíst var, hvaða verð þau gætu gert sér úr úrganginum, en svo sem kunnugt er skemmdist fiskimjölsverk- smiðjan nýlega mikið af eldi. Er helzt ráðgert að' flytja úr- ganginn með skipi eitthvað þangað, sem verksmiðja er,' sem getur unnið hann. Allir stærri bátarnir eru nú hættir. Trillubátarnir hafa aflað sæmilega á kúfisk, en þó mjög misjafnt. Smásíld hefur veiðzt tvisv- ar í lás, 200—300 tunnur, fyrst í Seyðisfirði og svo 1000 —2000 tunnur í Álftafirði. Er sú síld enn í nótinni, og er verið að tala um að selja hana í verksmið'ju til Siglufjarðar. „Nótabrúkið" á Brynjólfur Jónsson. Er það sá eini, sem hefur verið með „nótabrúk'^ á ísafirði undanfarið. Rœðið við Imnningja ykkar og vini um blað- ið. Sendið því nÖfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál og blaðið rœðir.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.