Víðir


Víðir - 25.08.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 25.08.1951, Blaðsíða 4
VÍÐIR ílytur efni, sem ekki er annars staðar. Tíðarfarið fiefur verið einmuna gott hér sunnanlands í sumar. Tíð- in hefur leikið við þá, sem hafa verið að þurrka töðu og fisk. A Norðurlandi hefur ver- ið fremur óþurrkasamt. Þá hefur yeð'rið ekki verið ama- legt til ferð'alaga um landið, þó að það hafi nú verið minna um þau í sumar en oft áður. Þetta er nú til landsins. Til sjáyarins hefur tíðin einnig verið góð og þó einkum sunn- anlands. Það er varla hægt að segja, að nokkurn tíma hafi breytt svo til um veður, að ekki hafi verið sjóveður í venjulegri merkingu. Norð'anlands var ágæt tíð í júlímánuði. Ef tíðarfarið hefði verið eins í júlímánuði í sumar og í fyrrasumar, væri nú sáralítil síld komin á land norðanlands. Þegar kom fram yfir mánaðamótin, tóku veð- ur að spillast, og hafa land- legur verið tíðar í ágúst og oft kalt, og hefur síldin stöð- ugt verið að' fjarlægjast land- ið. En það er síldin, sem ríð- ur baggamuninn um afkomu þjóðarinnar sjálfsagt nú eins og fyrri daginn. Síidveiðarnar. Alls hafa veiðzt 400 þús. mál og tunnur af síld fyrir Norðurlandi fram að síðustu helgi. I fyrra voru þetta 228 þús. mál og tunnur, en það var Iíka langlélegasta árið um lengri tíma. Af þessu aflamagni hafa verið brædd 322 þús. mál (176 þús. og 78.500 (52.000) tunnur saltaðar. Nokkur skip hafa fengið á- gætis afla, en margir hafa heldur varla séð síld, afkom- an hjá þeim verður því sízt betri en fyrri daginn. Það er sérstaklega eftir- tektarvert, hve síldin gengur djúpt fyrir. Má segja, að svo til engin síld hafi komið á venjuleg síldarmið. Mikill hluti skipanna hef- ur mjög erfiða afkomu og nokkur þeirra tapað stórfé á sumrinu. Útgerðarkostnaður er orðinn æfintýralegur, ný nót kostar t. d. á milli 70 og 90 þúsund krónur, og nóta- bátar (með vélum) álíka mik- ið. Margir útgerðarmenn geta nú ekki gert upp við skip- verjana, og fellur þá sjóveð' á þá báta. Nu hefði verið eðli- legt,. að þessir menn hefðu fengið aðstoð hlutatrygging- arsjoðs, a. m. k. til þess að leysa út skipshafnirnar, en sagt er, að ekkert fé sé í’síld- veiðideild sjóðsins. Sam- kvæmt reglugerð sjóðsins á hann einmitt að vera til þess að mæta slíkum óhöppum. Aflabrögð. I sumar hefur afli yfirleitt verið heldur tregur hjá þeim báturn, 's'e'm hafa stundað bptnvörpu- og togveiðar frá Réykjavík, og þó hefur það vérið misjafnt eins óg gengur og gerist. Þótt nokkuð marg- ir bátar hafi stundað þessar veiðar, hafa þeir gert lítið betur en halda við með soð- fisk handa bænum, og þó nokkrum sinjium hafa fisk- salarnir orðið að grípa til varaforða. Framan af sumrinu var kolaaflinn dágóður, og komu bátar oft með yfir 1000 kg., en upp á síðkastið hefur hann gengið nokkuð til þurrðar. Þó hafa bátár núna undanfarið fengið upp í eina lest af flat- fiski. Þessir bátar hafa m. a. komið inn- með afla sinn í vikunni: Siglunesið með 10 lestir, Eggert Ólafsson 2% lest, Hermóður 31/2 lest, ís- lendingur 2 lestir og Bragi 10 lestir. Síld hefur ekki, þegar þetta er skrifað, enn borizt til Reykjavíkur, en nokkrir bát- ar munu leggja þar upp rek- netaafla sinn, sem verður þá saltaður og frystur. Togararnir. Mikill tvístiángur er nú á togurunum, margir eru að skipta um af karfaveiðum og yfir á ísfiskveiðar, og margir eru í hreinsun. A ísjiskveiðum eru: Hallveig Fróðadóttir, sem er á heimleið frá því að selja í Englandi. Var það fyrsta skipið, sem selur þar að þessu sinni. Var salan góð, þó að búizt hefði verið við meira verði eftir markaðinum und- anfarið og aflamagninu. Skúli Magnússon, Geir, Karlsefni og Harðbakur. A saltfislcveiðum við Græn- land eru: Austfirðingur, Pétur Hall- dórsson, Júní, Marz og Úran- us. Afli hefur verið mjög rýr undanfarið nema hjá þeim skipum, sem hafa verið við' Grænland, hjá þeim hefur verið sæmilegur afli. Búizt er nú við, að skipin fari að sigla á Þýzkalands- markað upp úr mánaðamót- unum. Á Þýzkalandsmarkað- inum er ekki fast verð, en verðið getur verið alveg sam- bærilegt við brezka verðið. Og það er gott við þýzka markaðinn, að ufsi og karfi eru þar oft í ágætu verði, karf- inn t. d. oft í svúpuðu vei’ði og þorskur. Eskiíjöröur. Afli hefur verið tregur í suinar. I vor komu þó tveir sæmilega góðir smástraumar. Sjór hefur nær eingöngu ver- ið stundaður á opnum smá- bátum, og hefur aflinn veiúð þetta 500—1000 kg. í róðri. Vélbáturinn Sindri hefur afl- að' sæmilega í sumar, t. d. fékk hann í einn smástraum- inn 'afla fyrir 36 þús. krónur. Sindri er nú farinn norður að Langanesi og rær þar með handfæri og línu. I frystihúsinu hefur í sum- ar verið unninn mikill karfi, um 5000 kassar. Var karíinn af Noi’ðfjarðartogurunum og úr einni veiðifei’ð Austfirð- ings, sem hann fór til reynslu, áður en hann fór á saltfisk- veiðarnar vúð Grænland. Ver- ið er nú að bæta við fiski- mjölsverksmiðjuna, " svo að hún geti unnið karfa, og á því að vei’ða lokið í haust. Síldar er að byrja að verða vart í net, fékk Þorgeir Clau- sen, gamall síldarsjómaður, 5% strokk í vikunni, senni- lega í 2 net. Síldin er stór og feit. Vestmannaey jar. Afli hefur verið óvenju rýr í sumar, mjög lítill koli, og kenna Vestmannaeyingar um miklum ágangi erlendra veiði- skipa á veturna og vorin, þeg- ar flatfiskurinn er að ganga. 10—20 bátar hafa stundað þessar veiðar í sumar. Einn togbátur, Vonin, var að nokk- uð lengi frain eftir, þar til hún fór á síld, og var afli sæmilegur. 24 bátar eru nú byrjaðir á reknetaveiðum, og þó eru að- eins 3 bátar kornnir að norð- an, og byrjuðu þessir þrír bát- ar strax á reknetunum. 34 bátar voru með reknet í fyrra, þegar þeir voru flestir. Byrjað var á miðvikudag- inn að salta á 2 stöðvum, en alls verða söltunarstöðvamar 3. Mannekla er nú mikil í Eyjum, og gerir það sitt til, að verið er nú jafnframt ann- arri vinnu að pakka öllum saltfiskinum, sem eftir er. Annars hefur mannekla verið í allt sumar, og er mjög blóm- legt atvinnulíf. Togararnir hafa lagt upp karfa í allt sumar. Elliðaey er nú nýfarin út á ísfiskveiðar eftir að hafa verið 10 daga í slipp. Verið er nú að steypa í hafnargarðinn eystri, þar sem hann hefur sprungið lítilshátt- ar. Ekkert hefur verið dýpk- að í höfninni í sumar. Grindavík. 30—50 bátar leggja nú upp daglega reknetasíld. Hingað til hefur öll síldin verið flutt í burtu, en nú er farið að salta af. heiiijabátum og nokkrijin aðkomubátum., 4 sciltunar- stöðvar eru ; þegar teknar til slai'fa, og ?u 5. er í þann veg- inn að byrja. Talað er ijjn, að söltunaj-stöðvaj'nar geti orðið 6—7. I siunai' var sjór ekkei-t stundaður af heiinabátum, íyrr en byrjað var ineð i’ek- netin. 5 bátar fóru norður til síldveiða og eru allir komnir aftur óg byrjaðir eða í þann veginn að byrja á síldveiðum með i'eknet. Þó að þetta margir bátar leggi afla sinn á land, gengur affermingin prýðilega og stendur ekkert á að losa. Bryggjurúm hefur aukizt frá því í fyrra, og er viðbótin fyr- ir sem svarar 5 báta. Þegar hátt er í, geta nú 8—9 bátar losað samtímis. Búið er að fi-ysta um 2000 tunnur af beitusíld. Beztur afli er nú austur á Banka, og er það um mið- svæðis milli Grindavíkur og Vestmannaeyja. Sandgeröi. T sumar hafa verið gerðir út tveir bátar á dragnótaveið- ar frá Sandgerði, og hafa þeir aflað vel. Annar þeirra lagði upp í ICeflavík. Reknetaveiðar hófust 25. júlí, og hefur bátunum verið að smáfjölga síðan, og er gert ráð fyrir, að 30 bátar muni leggja upp reknetasíld í Sand- gerði, þegar til kemur. Síldin hefur farið í bræðslu og nokk- uð í frystihús, þar til á mið- vikudaginn, áð Garður h.f. og Miðnes h.f. hófu fyrstu sölt- unina. 5 söltunarstöðvar munu starfa í Sandgerði. Keflavík. Dragnótabátar hafa yfir- leitt aflað vel í sumar, enda hefur tíðarfarið verið sérstak- lega hagstætt til þess veiði- skapar. 7—8 bátar hafa ver- ið með dragnót að staðaldri. Enginn bátur hefur verið með botnvörpu. Eggert Ólafsson úr Reykjavík hefur þó nokkr- um sinnum komið inn með afla sinn, enda er formaður- inn úr Keflavík. Reknetaveiði hefur verið stunduð af miklu kappi und- anfarið, og hefur veiðin verið góð, 75—100 tunnur að með- aítali í drift. Um miðja vik- una gerði sunnanbrælu, og gerði þá fljótt straum hjá Eldey, þar sem bátarnir voru, og dró þá þegar úr aflanum. A. m. k. 7 söltunarstöðvar eru teknar til starfa eða í þann veginn að byrja, og heyrzt hefur um fleiri, sem komið geti til mála, að salti. Goðafoss lestaði í vikunni 13.000 kassa af fiski og 100 lestir af fiskimjöli. Hafnarfjöröur. I sú'm'ar Var 'engin heima- útgerð frá Hafnarfirði, nerna eftir að bátárnir byrjuðu á rekrietum. 4 bátar eru nú kómnir heim af þeim, sem voru fyfir norðan, og eru siimir byrjaðir reknetaveiðar, en aðrir í undirbúningi með það. Búizt. er við mikilíi rek- netaútgerð í haust og áð margar söJtunarstöðvar muni starfa, jafnvel talað um, áð þær geti órðið alit að 12. Fram að þessu hefur rek- netasíldin eins og annars stað- ai' yerið látin í bræ.ðslu og lít- ilsháttar í frystihús, en nú er söÍtún bvrjuð. Togararnir hafa fiskað karfa fyrir frystihúsin og verksmiðjuna, og eru 3 þeirra enn á karfaveiðum, Röðull, Júlí og Surprise, sem hefur lagt upp afla sinn í Djúpuvík í sumar. Akranes. Allir bátar nenia tveir fóru norður á síldveiðar, og kom síðasti báturinn heim á fimmtudaginn. Hafa þeir all- ir farið um leið út á síldveið- ar. Tveir bátar stunduðu rek- netáveiðar heima í sumar. Engin önnur veiði var í sum- ar stunduð frá Akranesi. Hingað til hafa bátarnir safnað' síldinni í sig 3, 4. og 5 daga, þar sem hún hefur farið í bræðslu. Á miðvikudaginn voru fyrstu 133 tunnurnar saltaðar af Heimaskaga h.f. Þrjár stöðvar munu salta síld, Fiskur h.f., Haraldur Böðvarsson & Co. og Heima- skagi h.f. Aðalreknetaveiðin er nú 3 tíma austur frá Grindavík, og hefur veiðin yfirleitt verið sem svarar um 100 tunnur á dag. . . , Togarinn Bjarni Ólafsson hefur verið á karfaveiðum í allt sumar, þar til hann fór í slipp núna í Reykjavík. Óá- kveðið er, á hvaða veiðar hánn fer, þegar hreinsun á skipinu er lokið. Fylkir lagði einnig á land afla sinn í sum- ar, Nýlega keyptu Akurnes- ingar einnig karfa af Úranus og Röðli. Fólk er nú mikið í sumar- fríurn og verið að undirbua síldarsöltun, og er viðbúið, að nokkurt hlé geti orðið á karfa- frystingu í bili. Verið er að' vinna að nýrri bryggjugerð fram af þeim stað, þar sem sementsvérk- smiðjan á að standa, og verð- ur unnið fyrir 1 milj. króna í sumar. Bryggja þessi verður fyrir innan báðar bryggjLU'n- ar, sem fyrir eru. Mikil atvinna er, og hafa allir nóg að gera.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.