Víðir


Víðir - 01.09.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 01.09.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 1. sept. 1951. 22. tölublað. Lofofen að sumarlagi. Lofoten á veturna og Lo- foten að sumarlagi er sitt hvað. Lítið bara á Vestur- fjörðinn, hversu einmana og yfirgefið allt er, næstum eyði- legt. Eitt eða annað gufuskip þarf að fara inn til Narvíkur eftir málmfarmi, eða skip, sem hafa verið fermd þar inn frá og eru á leið til einnar eða annarrar fjarlægrar hafn- ar til þess að fullnægja málm- hungri heimsins. Þá sést þar ef til vill einn pg einn hval- íangari, sem veiðir smáhvali, anriars verða þeir að taka sér frí um miðsumarið um þriggja vikna tíma, á meðan veiði- svæði þeirra eru lokuð með lögum. Mafarnir fylgja skip- unum fram og aftur um f jörð- inn. Máfarnir eru hinir tryggu fylgisveinar allra skipa. Kokkurinn hellir úr rusla- fötunni, og um leið eru þeir komnir í hörkuáflog. Barátt- an um „brauðið" er jafnein- beitt og hörð alls staðar. Sofandi fiskiver. Fiskiverin sofa þyrnirósu- svefni. Verbúðirnar eru lok- aðar, bryggjurnar teygja sig fram í sjóinn, en þar er ekk- ert um að' vera, höfnin er tóm. Sama er að segja um allar fiskikrærnar, þær eru tómar og yfirgefnar. Það er varla einu sinni lykt, eins og er þar þó svo gamalkunn frá vetrin- um og vorinu, einnig sjóloft- ið, þetta megna, sem tekur í nefið, er á bak og burt, svona næstum því. Þurrfiskurinn metinn. Það er byrjað að meta þurr- fiskinn í Lófótverstöðvunum. Það er mikil vinna, þegar þarf að vanda sig, og það borgar sig ekki þar að slá slöku við, og það er fallegur fiskur í ár. Meðan grasið grær. Þeir bátar, sem hafa ekki farið' til heimahafna sinna annars staðar, liggja svín- bundnir eða eru í skipa- smíðastöðvunum, þar sem verið er að ditta að þeim. Að- eins einn og einn er á „heima- fiski". LTfsinn, sem lengi fram eftir vorinu og fyrri hluta sumarsins, lét bæði menn og báta hafa nóg að gera, er nú farinn burt, og síldveiðar stunda aðeins f áir við Vestur- Lófóten. Hér byggist allt á þorskinum. Og þó er síldin þétt utan til í firðinum, — fer við bæjardyrnar. Og hvað er þá verið að Hugleiðing um fiskveiðar. Ur bréfi Jóns Björnssonar, Akjareyri. Karfinn og karfaveiðar. Héðan er ekkert að frétta. Togararnir, sem hér eiga heima, moka upp karfanum, sem allur eða mest allur fer í bræðslu. Og væntanlega er ekki nema gott um það að segja, því ekki veitir af, allt- af vantar gjaldeyri. Og svo er mjög hentugt fyrir togara- flotann að fara á karfaveið'ar og moka karfanum upp í bræðslu, þegar annað hentar ekki fyrir hann. Ég er þannig hugsandi, að ég sé eftir hverjum togara- farminum, sem fer í bræðslu. Getur ekki svo farið, að verði hann til lengdar veiddur jafn- gegndarlaus og nú, að sömu örlög bíði hans og annars fisks, að hann gangi til þurrð- ar, og erfitt reyndist að afla nóg fyrir Ameríkumarkaðinn og annan markað', því gera má ráð fyrir, að aðrir komi til með að kaupa karfann frosinn, því karfi er herra- mannsmatur. Einn togara- farmur af karfa, sem fer til frystingar, færir þjóðinni á- líka mikinn gjaldeyri og tveir farmar, sem fara til bræðslu. Af þessu má öllum vera ljóst, hvílíkt gífurlegt tjón það væri, ef svo kynni að fara, að ekki fiskaðist það magn, sem þyrfti til frystingar. Maður, sem lengi var bú- inn að vera á togara, sagði mér, að fyrst þegar byrjað var að fiska á Halanum, hefðu þeir oft verið í vanda staddir, því varpan fylltist á skömmum tíma af eintómum karfa, sem vitanlega var öll- um fleygt. Nú er víst orðið mjög lítið af karfa á Hala- miðum. Þegar fyrst var farið að fiska karfa í bræðslu, var það' á gömlu togurunum, sem ekki voru þó jafnstórtækir til veiða sem þeir nýju. En ekki var þó lengi búið að stunda þá veiði, þegar farið var að tala um, að farinn væri hann að treaðast. starfa? Bíða eftir, að grasið og kartöflurnar vaxi. „Eigum við ef til vill ekki að fá mjólk, kjöt og ull eins og annað al- mennilegt fólk", segir íbúinn í þessari stærstu bátaverstöð Noregs, Lófóten. Rányrkja — offiski. Af því, sem að framan er sagt, má öllum vera ljóst, að karfinn sem annar fiskur þol- ir ekki offiski. Það er ekki hægt að álíta annað en að' með þessari takmarkalausu rányrkju, sem nú er framin með þessum stórvirku tækj- um, sé öllum fiskstofni stefnt í bráðan voða, ef ekkert verð- ur að gjört og það sem fyrst. Raddir eru enda víða að farn- ar að heyrast um, að eitthvað verði að gera, ef allt á ekki að fara í auðn. Með stórvirkri klakstarf- semi mætti ef til vill auka stofninn eða halda honum við. En stækkun landhelginn- ar er það tryggasta. Bátaflotinn og togararnir. Það er sárt fyrir sjómenn á bátaflotanum að sjá ís- lenzka og erlenda togara í hundraðatali á miðunum, þar sem bátaflotinn leggur veið- arfæri sín. En eins og allir vitatrufla togarar fiskigöng- ur, þar sem þeir eru að veið- um. Líka skafa þeir burtu all- an botngróður og gjöra oft stórtjón á veiðarfærum bát- anna. Verða því bátar oft að fara í land með mjög rýran afla og stór töp af völdum togara. Ekki má líta svo á, að ég geri lítið úr togurunum, en bátaflotinn þari ^'ka að geta starfað, ef vel á ao' fara. Landhelgin og landgrunnið. Nú líður óðum að þvi, að farið verður að ræða um rýmkun landhelginnar. Mér finnst, að allir landsmenn verði þar að leggjast á eitt, hvar í stétt eða stöðu sem þeir eru, og hvernig sem þá greinir á í stjórnmálum. Krefjast verður þess, að land- helgin verði rýmkuð til stórra muna, alls ekki minna en það, að hún verði 5 sjómílur frá yztu nesjum, og jafnframt verð'i allir firðir og flóar frið- aðir fyrir togveiðum og drag- nóta. Þetta finnst ef til vill mörg- um nokkuð mikið, en minna má það ekki vera til þess að bjarga þjóðinni, svo að hún geti lifað sem sjálfstæð þjóð og þurfi ekki að þyggja gjafa- fé frá öðrum. En þetta verð'ur að vera byrjunarkrafa okkar, 5 sjó- mílna landhelgi og firðir allir og flóar friðaðir. Sókninni verður að halda áfram, þar til 10 sjómílur frá yztu nesj- um eru viðurkenndar sem landhelgislína eða jafnvel allt landgrunnið umhverfis landið. Það tók langan tíma að fá fullt sjálfstæði þjóðarinnar viðurkennt, þótt ekki væri nema við einn aðila að semja, en nú verður allt erfiðara, þar sem margar þjóðir verða að gefa samþykki sitt. Sumar þeirra hafa eiginhagsmuna að gæta í þessu máli, en skiln- ingur ef til vill takmarkaður séð frá þeirra sjónarhóli. Ég tel, að við værum litlu nær, þó að einni sjómílu væri bætt við það, sem nú er, og allir mættu fiska inni á fló- um og fjörðum eins og.nú. Þó verður að viðurkenna, að það er mikil bót í stækkun landhelginnar fyrir Norður- landi, sem gjörð var í fyrra. En það verður bara að gera betur. Landhelgislínan verð'- ur að vera beih lína frá yztu nesjum og allt friðað þar fyr- ir innan. En þótt svo færi, að 5 sjó- mílna landhelgi yrði sam- þykkt, sem er víst fullmikil bjartsýni að halda, þá er, eins og áður segir, landhelgismál- inu ekki lokið. Áfram verður að halda, þangað til 10 sjó- mílna landhelgin er viður- kennd, eða helzt allt land- grunnið. Það' verður þó víst að gera ráð fyrir því, að slík landhelgi fáist ekki á fáum árum. Við þyrftum að geta hag- að okkur eins og sumar stór- þjóðirhar og sagt án nokkurra samningá eða samþykkis annarra: Allt landgrunnið um- hvei-fis ísland er okkar eign, og þar mega engar útlendar þjóðir fiska. Gætum við þannig boðið öð'rum þjóðum byrginn og búið einir að fiskimiðum okk- ar, gætum við horft vongóðir til framtíðarinnar. Útbreiðid „Fíðir" Mafur úr hafinu. Danska hafrannsóknaskip- ið Galathea segist hafa fund- ið líf á 10.000 metra dýpi, á botninum á dýpsta hafi heimsins, við austurströnd Midanao við syðri hluta Filippseyjaklasans. Á rannsóknaskipinu hafa annars verið gerðar merkileg- ar tilraunir með radiovirkum efnum, atómum frá kjarn- orkustöðinni í Oak Ridge, sem hafa verið send til Gala- thea í Htlum innsigluðum blýkössum. Tilgangur þessara tilrauna er sá að komast að raun um, hvort hagnýta megi fram- leiðslu hafsins á lífrænum efnum sem fæðu eftir beinni leiðum með því að sleppa fiskinum sem millilið. Tilraunirnar hafa hingað til gefið vonir um árangur. Kongavaínið í Bæheími. I hinum suðurþýzka König- see í Bayern hafa nýlega ver- ið gerðar nýjar tilraunir með veiðar með rafmagni. Vegna hins mikla dýpis í vatninu, upp í 602 m, og vegna þess hve kyrrt það er milli hárra fjallanna og hve tært það er, er það vel fallið til slíkra til- rauna. Atlas bergmálsdýptar- verksmiðjurnar í Bremen vinna að þessum tilraunum ásamt veiðarfæratilrauna- stofnuninni í Hamborg. Rafmagnsveiðitæki, sem komið er fyrir á botni skips- ins, sendir frá sér sterk raf- magnsstraumhögg. A þennan hátt fælast fiskitorfurnar upp að yfirborðinu og lenda í net- unum. Fiskifræðingur nokkur reyndi ýmsar tegundir hamp-, bómullar- og perlon- veiðarfæra með kafara, sem ljósmyndaði árangurinn. Til mikillar undrunar var meira að segja í þessu tæra vatni ómögulegt að sjá eða ljós- mynda perlon-netin. Það er þess vegna skoðun manna, að fiskurinn geti heldur ekki séð þetta nýja, endingargóða net. Eini ókosturinn við perlon- þráðinn er, að'hann kostar 3—4 sinnum meira en venju- legt efni úr hamp og bómull. F R A M L EID S L A N : l.ág.1951. l.ág.1950. Saltfiskur (vélbátamir) 17.413 lestir 29.157 lestir Saltl'iskur (togararnir) 8.127 — 14.677 -- Samtals 25.540 lestir 43.834 lestir

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.