Víðir


Víðir - 01.09.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 01.09.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR | 2>i*ir 11 kemur út á laugardögum [i |i Fylgirit: [' i | GAMALT OG NÝTT ![ 11 Ritstjóri: ■[ ! I EINAR SIGURÐSSON [[ || Sími 2685 [! 11 Víkingsprent [i ■ I«m^rt/wwwwwwvw\^v5 VondamáL sem ekki þolir bið. — Eftir síldarúthaldið í sumar stend ég í svipuðum sporum og áður en skulda- skilin komu til. Og nú hefi ég engin tök á að ná mér í rek- netaútbúnað, hversu mikla þörf, sem ég hefi fyrir það, því að hann kostar nú um 80 þús. krónur, þegar kaupa þarf allt að nýju, — verður mörgum útgerðarmanninum að orði. Sumarið í sumar hefur far- ið illa með margan manninn. Þó að aðrir geri það sæmilegt og sumir ágætt, hafa sorglega margir tapað öllu sínu. Undanfarið hefur þeim út- gerðarmönnum, sem verst hafa verið leiknir af veiði- brestinum fyrir norðan, verið veitt aðstoðarlán. Einnig hef- ur þeim verið veittur frestur gagnvart kröfuhöfum, svo að þeir yrðu ekki stöðvaðir mitt í atvinnurekstri sínum. Nú eftir að skuldaskilin eru kom- in til, er ekki um neitt slíkt að ræð'a, enda vafasamt, hversu æskilegt slíkt fyrir- komulag er gagnvart útgerð- inni, og það getur heldur ekki verið hjálp, þegar til lengdar lætur. Hvað bíður nú þeirra manna, sem verst hafa orðið úti fyrir norðan í sumar? Þeir skulda mannahlutinn að meiru eða minna leyti, fæði o. fl., sjóveðskröfur. Verður nú gert sjóveð í skipunum og þau auglýst á nauðungarupp- boði. Og hverjir verða þá til að kaupa. Ætli þeir, sem kynnu að eiga eitthvert fé, vildu leggja það í útgerð, eins og nú horfir. Það er næsta ó- líklegt. Stofnun hlutatryggingar- sjóðs bar vott um mikinn fé- lagslegan þroska. Þeir, sem betur gekk, réttu þeim, sem illa höfðu orðið út.i, hjálpar- hönd. Hlutatryggingarsjóður á að tryggja menn fyrir ó- höppum af veiðibresti. Hann hefur aldrei tekið almennilega til starfa, því að fé hefur vantað í hann. Oft er þörf, en nú er nauðsyn, þegar öll sund eru lokuð fyrir útgerðar- mönnum, að sjóðurinn verði fær um að leysa hlutverk sitt af hendi og bjarga því, sem bjargað verður hjá þeim, sem tí-l n u ocj Ijdumdl. Það mun sjálfsagt vekja at- hygli margra, að útlán bank- anna eru réttum 500 milj. kr. hærri í ágúst í ár en á sama tíma í fyrra, eða um 60%. Það mundu fáir hafa trúað því eins mikið og talað er um, hve útlán úr bönkunum séu takmörkuð og eru það áreið- anlega til vissra greina. Hér er ekki aðstaða til þess að greina frá, í hverju þetta liggur, en sjálfsagt á aukin framleiðsla sjávarafurða frá því í fyrra sinn verulega þátt í þessu. Ennfremur sjálfsagt lán til litgerðarinnar í sam- bandi við síldveiðarnar bæði fyrir norðan og eins sunnan- lands. Það þarf orðið óhemju fé í allt, sefn heitir veiðarfæri. Eitthvað kann einnig að hafa verið lánað í verzlunina fram yfir það, sem var í fyrra. Eft- ir því sem afkoma ríkissjóðs hefur verið, ætti þar ekki að hafa verið bætt við skuldim- ar, en ríkissjóður var áður frekur á jötunni hjá bönkun- um, og er það enn. Ef mótvirðissjóður er dreg- inn frá, hafa innlán aukizt um 39 milj. króna. Það er gott og rétt eiga til greiðslu úr sjóðn- um. Landssamband íslenzkra útvegsmanna verður að taka forystuna í því, að síldveiði- deikl hlutatryggingarsjóðs taki til starfa sem allra fyrst. Þegar hægt er að selja allar sjávarafurðir jafnóðum úr landi fyrir sæmilegt verð og aflabrögð eru ekki verri en nú er, er nauðsynlegt, að allur fiskiskipaflotinn geti verið að veiðum. í rétta átt, en ekki verður það talið mikið eins og ástatt er. Það vekur athygli, hversu tekizt hefur að halda seðla- veltunni í skefjum, að hún skuli aðeins vera 13 milj. kr. meiri en fyrir ári síð'an þrátt fyrir hina gífurlegu vaxandi dýrtíð, sem hlýtur að kalla á aukna veltu. Það er langt síðan gjald- eyrisafstaða bankanna hefur verið jafnerfið og nú, og eins og sakir standa er sjálfsagt ekki hægt að yfirfæra sam- stundis allt, sem menn óska eftir, og harðir skilmálar eru oft settir fyrir opnun ábyrgð- ar, en það er samt alveg furða, hvað lítil fyrirstaða hefur ver- ið á yfirfærslu hjá bönkun- um, t. d. í sambandi við frí- listann. Verð á ull og bómull er mikilvægast, þegar um framleiðslu á vefnað'arvöru er að ræða, þó að vinnulaunin hafi þar sitt að segja. Verð á ull hefur nú fallið um 60% frá því sem það komst hæst í janúar sem afleiðing af Kóreustyrjöldinni. Nú eru uppboðin á haustmarkaðin- um í Nýja-Sjálandi nýbyrj- uð, og er ekki búizt við frek- ara verðfalli. Ameríkanar geta ekki til lengdar dregið sig í hlé með innkaup og verða fyrr eða seinna að hefja stór innkaup á ný, og mun það gera verðið á ull trygg- ara. Hvað bómullina snertir er útlit fyrir mikið framboð. I fyrra var eitthvert lélegasta uppskeruár, sem lengi hefur komið í Bandaríkjunum, eða 10 milj. ballar. í ár er álitið, að uppskeran verði 17*4 milj. ballar, eða þriðja mesta upp- skeran í sögunni. Vegna hinn- ar lélegu uppskeru takmörk- uðu Ameríkanar í fyrra út- flutninginn á bómull með þeim afleiðingum, að verðið hækkaði geysilega í Egypta- landi og Brasilíu og víðar, þar sem framboð er á bómull, jafnvel upp fyrir U. S. A. verðið. Sem afleiðing af hinni miklu uppskeru í Bandaríkj- unum hefur verðið fallið svo mjög á bandarísku bómull- inni, að það er aðeins lítil- ræði fyrir ofan það verð, sem stjórnin ábyrgist bændum sem lágmark. Þegar svo Bandaríkin hafa afnumið út- flutningstakmarkanir á bóm- ullinni, er útlit fyrir, að verð á bómull yfirleitt verði í ná- inni framtíð lágt og nokkuð stöðugt. Það eru nokkrir erfiðleikar hjá vefnaðarvöruiðnaðinum eins og stendur, því að enn eru til miklar birgðir frá fyrra kapphlaupi, en á næstunni er a. m. k. útlit fyrir lækkandi verð á vefnaðarvöru, einkum þó þeirri, sem er úr bómull, svo að vefnaðarvara verður ódýr samanborið við aðrar vörur. Það er einnig útlit fyr- ir harða samkeppni í vefnað- arvörum, því að næstum öll Seðlar í umferð Heildarútlán Heildarinnlán Ohagstæð gj.eyrisafstaða gagnv. útl. lönd Evrópu hafa eftir stríð- ið aukið mjög afkastagetu sína í framleiðslu vefnaðar- vara, og nú þegar allt útlit er fyrir, að nægilegt verði af hráefni, er ekki að efast um, að framleiðslan verður mikil. Hráeíni lækka. Hin fræga vísitala Moodys í New York, sem er fræg um allan heim og sýnir m. a. breytingar á verði hráefna, hefur verið að lækka undan- farið. 14. júní náði hún há- marki sínu, 494 stigunr. 1. ágúst var hún komin niður í 465 stig, og eftir miðjan mán- uðinn var hún komin niður í 458 stig. Stál hækkar í Bretlandi. Eftir því sem „Financial Times“ skýrir frá mun stál hækka í Bretlandi um 20%. Hækkun á öðru járni mun fylgja í kjölfarið. Þannig er verð á þakjárni komið upp í £ 150 lestin, en var í sumar £ 130. Kolaútflutningur Breta var 18 milj. árið 1950, eða 1.4 milj. lesta minni en árið áður. Aftur á móti jókst inn- anlands notkunin um 6 milj. lesta, í 201 milj. jestir, og þannig jókst framleiðslan á árinu. 533 milj. lesta af olíu eru framleiddar árlega í heiminum. Af þessu magni er álitið, að Sovétríkin framleiði um 44 milj. lesta, eða tæp 9%. Amerísk, ensk og hol- lensk félög framleiða 480 milj. lesta, eða 88%. l.ág.1961. l.ág.mö. milj. kr. 103 180 _ _ 1205 795 — — 851* G7S** — — 35 0.4- * Mótvirðissjóður milj. kr. 193. ** Mótvirðissjóður milj. kr. 54. BANKARNIR: Ferðin til Lourdes. Eftir ÖNNU CARREL Framh. „Ég kemst aldrei til Lourdes“, andvarpaði hún í eymd sinni. „Við skulum gefa yður sprautu“, sagði Lerrac, og hjúkr- unarkonan ýtti upp erminni á holdlausum handleggnum. „Kvalirnar verða horfnar á fimm mínútum. En á meðan skuluð þér lofa mér að líta á magann á yður og rjóða á hann ofurlitlu af ópíumseyði“. Hjúkrunarkon'an fletti með æfðu handbragði ofan af hin- um sprengþanda kvið sjúklingsins. Glampandi hörundið var teygt eins og útspýtt skinn, og rifin í síðunum sköguðu út eins og spenntir bogar. Orsök þess uppblásturs var ber- sýnilega geigvænleg bólga og fyrirferðarmikill poki, graft- arsullur undir naflanum. Þetta voru augljósir lífhimnu- berklar. Ennfremur voru fótleggirnir stokkbólgnir og blóð- hitinn upp úr öllu valdi, og bæði hjartaslög og öndun var með meira en eðlilegum hraða. Þarna komst Lerrac að raun um það, sem nunnan, sem komið hafð'i með sjúklinginn í lestina, hafði sagt honum,: að' foreldrar Maríu Ferrand hefðu dáið úr svipuðum sjúk- dómi og María sjálf hefði verið heilsulaus alla sína ævi. Á 17. ári hafði hún hóstakjöltur, þurran hósta, og spýtti blóði. Þegar hún var á 18. ári, fékk hún brjósthimnubólgu, og gröftur var tekinn úr vinstra lunga hennar. Þó að henni skánaði þetta, hafði hún aldrei náð fullum bata. Og fyrir átta mánuðum, þegar hún lagð'ist á sjúkrahúsið, tók kvið- urinn að bólgna, hún fékk hita og læknirinn, sem rannsak- aði sjúkdóminn, kvað upp úr með það, að hún hefði líf- himnuberkla. Fám dögum fyrir pílagrímsförina kom upp- skurður til álita, en yfirskurðlækni virtist ástand hennar svo ískyggilegt, að ættfólki hennar var tjáð, að lækning á sjúkdómi þessum væri vonlaus. En hún hafði verið' svo ákveðin að fara þessa ferð til Lourdes, að það var að lok- um samþykkt. Allar þessar upplýsingar voru nákvæmlega í samræmi við athuganir Lerracs sjálfs. Þegar hann virti fyrir sér kvið sjúklingsins, flaug honum í hug eins til tveggja þumlunga skurður, rétt fyrir ofan naflann, og cocain-deyfing. Hann afréð með sjálfum sér, að þetta skyldi reynt, — ef hún kæmi lifandi aftur heim frá Lourdes. Morfínið' var farið að verka. „Mér líður betur“, hvíslaði María Ferrand. Lerrac var ómögulegt að fá sig til að fara aftur inn í sinn eigin vagn, þangað til lestin næmi staðar. Hann settist því á bekkinn og beið. Komið var að sólrisi. Sætur ilmur angaði af ökrunum, en þessi fyrsti morgunblær hreinsaði þó ekki né gegnsýrði fúla óloftið innilokaða, þar sem sjúklingarnir áttu svo bágt með að draga andann. Þarna lá nú María Ferrand með þrútið andlit og andaði einnig að sér hinu daunilla lofti. Blá augnalokin afturlukt. Það virtist hafa runnið á hana blundur eftir morfínsprautuna. Hjúkrunarkonunni,■ sem virti fyrir sér sjúklinginn, er hvíldi þarna í ró, hafði ber- sýnilega létt mjög fyrir brjósti. Rósfingraðir geislar morgunsólarinnar lyftust mjúklega yfir brúnir grænna hæð'anna, komu snöggvast við í vagn- dyrunum, námu svo staðar á andliti sjúku stúlkunnar og gældu við hana.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.