Víðir


Víðir - 01.09.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 01.09.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 Kaupendur VÍÐIS! Muniö eítir aö innleysa póstkröfuna fyrir fyrri helming ársins. Hafnarfjörður. A fimmtudaginn voru allir togararnir, sem eru heimilis- fastir í bænum, í höfn nema Júní, sem er við' veiðar við Grænland, en það eru Röðull, Surprise, Júlí, Bjarni riddari og svo Maí, sem hefur legið, síðan hann kom af síld að norðan. Yfirleitt er verið að hreinsa skipin og lagfæra ýmislegt smávegis. Júlí fór á ísfiskveið- ar fyrir frystihúsin og verk- smiðjuna á fimmtudaginn. Reknetábátarnir hafa veitt vel og lagt afla sinn á land í Grindavík, og hefur hann all- ur verið fluttur þaðan á bíl- um til Hafnarfjarðar, þar sem síldin hefur verið söltuð' og fryst. Um miðja vikuna voru sendir 3—4 bílar norður á Skagaströnd eftir tunnum. A hvern bíl eru látnar 100 tunn- ur með því að ldaða fram á húsið eins og hægt er, og eru flekar lagðir á bílpallinn, sem standa langt aftur af honum, til þess að hlaða á. Fyrir nokkru eru komnir til bæjarins 3 bátar, sem hafa verið leigðir, 2 af Jóni Gísla- syni, Leifur Eiríksson frá Djúpuvík og Freyja frá ísa- firði, og svo Birgir frá Vest- mannaeyjum, sem er leigð'ur öðrum. Akranes. Afli hefur verið mjög mis- jafn þessa viku, 50—130 tn., heldur tregur framan af, en glæddist síðari hlutá hennar. Faxaborg kom inn á mið- vikudaginn með 370 tunnur, og fóru 100 tunnur til söltun- ar og hitt í bræðslu. Hún var þá búin að afla frá um mán- aðamót 1600 tunnur. Fiski- málasjóður hefur bátinn á leigu til 10. sept., og var hann í hafrannsóknum í sumar. Skipstjóri er Eggert Kristj- ánsson frá Siglufirði. Ekki hefur enn borið á tunnuskorti, voru allmiklar fyrningar til frá því í fyrra. Báðir togararnir, sem lagt hafa upp afla sinn í sumar, eru nú í slipp í Reykjavík og óráðið um útgerð Bjarna Ólafssonar í haust,. Allt er nú sauð'Iaust í Borg- arfirðinum, og lifa menn nú í voninni um að fá ný lömb til ásetnings að vestan í haust. Tíðin hefur leikið við menn og heyskapur gengið vel. Spretta hefur verið í meðal- lagi. í matjurtagörðum er rýr spretta af völdum þurrkanna. Ólafsvík. 7 bátar stunda nú drag- nótaveiðar og hafa aflað sæmilega, tíðin hefur verið góð og róðrarnir margir. Bát- arnir hafa haft afla fyrir upp í 65 þús. krónur á mánuði, og einn komst upp í 70 þús. króna afla í ágúst. Mikið af aflanum er 16—18 þumlunga þorskur, nokkur skarkoli og lúða, þó að flat- fiskur hafi verið með minna móti í sumar. Annars hafa bátarnir lagt sig meira eftir bolfiskinum, þar sem hann hefur verið fljótteknari. Verið er nú að byggja tré- bryggju innan á norðurgarð- inn, sem kemur til með að veita mikil þægindi. Þegar bryggja þessi er fullgerð, geta bátarnir strax haft samband við land, en hingað til hafa þeir orðið að sæta sjávarföll- um og ekki komizt upp að nema um hálffallinn sjó. Allir bátar í Grundarfirði og Hólminum eru nú á rek- netum. Voru þeir þrjár, fjór- ar lagnir á miðunum fram af Ólafsvík og fengu þar 40—200 tn. í lögn. Lögðu þeir þá afl- ann upp í frystihúsin og í fiskimjölsverksmiðju Sigurð- ar Agústssonar. Nú virðist síldin vera horfin, og eru allir bátarnir farnir suður aftur. Aflabrögð á Hornafirði síðastliðin 5 ár. Kristján Imsland, Höfn í Hornafirði, hefur sent blað- inu skýrslu yfir aflabrögð í Hornafirði s.l. 5 ár, og er hún hin fróðlegasta. Skýrslan er mjög ítarleg, og getur blaðið ekki birt hana í heild rúms- ins vegna, en hér fer á eftir smáútdráttur úr henni: HéíldarafU: Fiskur: Lifur: 1947 3973 lestir 287.075 ltr. 1948 2251 lest 167.046 — 1949 1877 lestir 161.597 — 1950 2748 — 205.278 — 1951 1011 — 129.233 — Útgerðartímabilið' 1951 er aðeins til 30. maí. Aflahæst þessi 5 ár er Auð- björg frá Neskaupstað með 1.344 lestir af fiski og 95.234 ltr. af lifur, eða tæpar 270 lestir af fiski og 19.000 ltr. af lifur á vertíð að meðaltali. Meðalafli á bát hefur verið 227 lestir. Meðalafli hefur verið 4—5 lestir í róðri, tæp- lega sum árin, og rúmlega önnur. Norska landhelgisdeilán, sem allir fylgjast vel með, sem áhuga hafa á fiskveið- um, kemur fyrir rétt í Haag 25. sept. Norsku fulltrúarnir fara af stað viku áður. Það er talið, að þessi mála- rekstur taki um mánaðar- tíma. Norðmenn flytja málið á frönsku, en Bretar á ensku, svo að þýða verður málflutn- inginn einnig þann munnlega. Risasíld, 1.3 kg. að þyngd og 30 sm löng, veiddist nýlega við Nor- eg í laxanet. Það er álitið', að þetta sé svonefnd mörsíld, sem einkum veiðist við strendur Ameríku. 300 sænskir bátar tóku í sumar þátt í hinum svonefndu Fladen veiðum, en þar eru stundaðar síldveiðar af helzt öllum þjóðum í norð- anverðri Evrópu nema Is- lendingum. Þetta er met þátttaka hjá Svíum. Áður hafa þátttakendurnir verið flestir 272 bátar. Saltíiskurinn írá Grænlandi var að einhverju eða öllu leyti sendur beint til Italíu. Verðið' á honum var eitthvað um 3 krónur kg. Norðmenn seldu 5000 lestir af Græn- landsfiski til Ítalíu og 3000 lestir til Grikklands. Fiskur- inn var fyrst fluttur til Nor- egs, en sendur þaðan svo jafnóðum og hann kom. Fiskneyzlan eykst í U. S. A. Það sem af er þessu ári hef- ur fiskneyzla aukizt miðað við íbúa frá árinu áður. Neyzla á frosnum fislci var þar 10% meiri í mánuðunum janúar—marz en árið áður. Verðið var um 6% hærra en árið áður á sama tíma. Það barst meira á land af nýjum fiski en árið áður, og var það einkum vegna betra tíðarfars. Bandaríkjamenn hafa í ár fryst meira af aflanum en ár- ið áður. „Meerkatze", þýzka björgunar- og spít- alaskipið, sem var hér í vet- ur og sagt var þá frá í blöð- um bæjarins, bjargaði 9 mönnum og fann 7 lík þeirra, er fórust af norska skipinu ,,Bess“, sem fórst í Norður- sjónum um miðjan ágiist. „Meerkatze“ fór inn til Kristiansand með mennina og líkin. Hvalurinn velti bátnum. Fyrir rúmum mánuði voru tveir menn á sjó við Bodö í Noregi. Ilvalur kom í ljós skammt frá bátnum og varð nokkuð nærgöngull við' bát- inn, en þó ekki svo, að hætta stafaði af. Einu sinni, þegar hvalurinn er nærri bátnum, lcastar ann- ar maðurinn einhverju í hrygginn á honum, og þá var úti friðurinn. Hvalurinn tók viðbragð, og áður en menn- irnir vissu af, renndi hvalur- inn sér á bátinn, sem var 24 feta langur opinn vélbátur, með þeim afleiðingum, að hann sökk. Dýpið var 70 m. Nærstaddir bátar björguðu mönnunum, en báturinn tap- aðist fyrir fullt og allt. Það’ er sjaldan, sem slíkt kemur fyrir, sem betur fer. Vatn viS Jan Mayen. Norðmenn hafa leitt vatn niður af eynni og lagt slöng- unum við dufl, þannig að bátar geta tekið vatn, í hvern- ig veðri, sem er. Menn í veð- urathugunarstöðinni gæta leiðslunnar. Marshall-sýning í eimlest. Stj órn Marshall-aðstoðar- innar hefur um nokkurt skeið haft sýningu í eimlest með 7 vögnum, hin svonefnda Evr- ópulest. Hefur hún farið um nokkur lönd, sem eru þátt- takendur í efnahagssamvinn- unni. í lestinni er sýnt það, er áunnizt hefur með Marsliall- aðstoðinni, með kvikmynd- um o. fl. Endalok snekkju Hitlers. Þýzka þjóðin gaf á sínum tíma Adolf Hitler skemmti- snekkjuna „Grille“. Snekkjan er talin 4 milj. dollara virði (65 milj. króna). Á nú að rífa þetta 2500 lesta skip í New Jersey og nota efnið úr því í framleiðsluna. Fuglamir voru byrjaðir að syngja. Angandi heyilmur sveif upp af jörðinni. Allir staðir héraðsins stigu skírari og afmarkaðri upp úr lýsandi dagrenningunni. Andspænis þessari himnesku fegurð virtist þessi hryllilegi járnbraut- arfarangur sjúkra manna og örkumla, sem bugðaðist yfir geislaljómandi sveitina, vera eins og ógurlegt hamranátt- tröll. Ó, hversu meðaumkunarvert var ekki þetta umkomu- lausa, grindhoraða andlit vesalings ungu stúlkunnar, Maríu Ferrand. Lífsdyr hennar voru lokaðar alveg á þröskuldin- um að lífsþroska hennar. Ó, hve þetta stakk í stúf við hina ósigrandi heiðríkju náttúrunnar. Klukkan var orðin 2 síðdegis. Járnbrautarlestin var að ná áfangastað. Hið heilaga land, bær kraftaverkanna, tak- mark þessarar löngu og erfiðu ferðar — sjálf Lourdes — myndi brátt koma í Ijós í geislandi dýrð vordagsins. Stór og hvít ský hengu hreyfingarlaus uppi yfir línumjúkum hæðum Pyreneafjallanna, og í fjarlæg teygði sig grannvax- inn turn, yndislegúr og stílhreinn, upp úr tíbránni. Lestin nam stað'ar, áðúr en hún rann inn á stöðina. Út úr hverjum glugga horfðu andlit, björt af fögnuði og fjálg- leik, til að heilsa fyrirheitna landinu, þar sem hörmungar þeirra attu að hverfa eins og ský fyrir stormi. Enginn tal- aði orð. Allir starblíndu á basilikuna — kapelluna í róm- verskum stíl — þar sem hjartans bænum hvers og eins gæti orðið svarað á yfirnáttúrlegan hátt. Ave maria stella. (Heil hafsins stjarna) ... Dei mater alma. (Lífgjöfula, milda Guðs móðir) ... Vagn úr vagni var tekið undir bænina og sungið fullum hálsi. Greina mátti barnaraddir innan um söngvælið', há- værar, rámar prestaraddir og kvenraddir. Þetta var ekki venjulegur kórsöngur hljómglaðra söngmeyja við kirkju- guðsþjónustu. Þetta var bæn vesalinganna, sem þjáðust af hungri í brauð lífsins. I hverjum vagni jókst æsingin meir og meir. Lestin skrönglaðist áfram og silaðist inn á stöðina í Lourdes, í fylgd með þessum lofsöng ánægjunnar og von- arinnar. Það var um hádegisbil, að Louis Lerrac kom út úr gisti- húsinu og gekk í hægðum sínum niður strætið í áttina til fyrirferðarmikla sjúkrahússins, sem stóð þar í nokkur hundruð tilna fjarlægð. Sjúkrahús þetta hét: Frú vor, hinna sjö sorga, og það var þar, sem sjúkir menn, sem fluttir voru í pílagrímsjárnbrautarlestunum til Lourdes, áttu að saínast saman í eina hjörð. Hann kom brátt að háa hliðinu á girðingunni, sem aðgreindi sjúkrahúsið frá götunni. Iun- an við það var afarmikill húsagarður brunasviðinn í sólar- ljósinu eins og eyð'imörk. S. M., foringi sjálfboðaliða — með rauða borðann, hina hátignar-páfalegu skreytingu í hnappgatinu, sem sönnun hinnar guðrækilegu Jþónustu — stóð í anddyri sjúkrahúss- ins, umkringdur af fjölmennum hóp sjúkrabera. Hann gaf þessum mönnum fyrirskipanir sínar ákveðið, áhvggjufullur og þó eins og í ofsakæti, eins og hershöfðingi, sem skipar til áhlaups. Sjálfboðaliðar, úr öllum áttum heims og af öllum þjóð- félagsstéttum, koma til Lourdes á hverju ári og dvelja þar nokkrar vikur til að hjúkra sjúkum mönnum og þjóna þeim. Þetta starf þeirra er ákaflega þreytandi, en þeir vinna það með hinni einlægustu guðrækni. Á meðal þess- ara sjálfboðaliða hafði Lerrac fundið fyrrverandi bekkjar- bróður sinn, A. B., sem var einn af þeim, sem báru sjúkra- börurnar. Hann beið Lerracs á tröppum sjúkrahússins. Og Lerrac spurði hann:

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.