Víðir


Víðir - 08.09.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 08.09.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR j MWWtNWWWWWWVWMV || lfiðir ]i kemur út á laugardögum ji j i Fylgirit: I' GAMALT OG NÝTT !j j Ritstjóri: i! EINAR SIGURÐSSON j| | j Sími «685 j! J i Víkingsprent Ji Opinber íhlufun og hröfur. Afskipti þess opinbera af einstaklirignum aukast með' ári hverju jafnframt því sem skattar og gjöld eru þvngd. Þetta gengur svo langt, að borgararnir eru farnir að mynda samtök til þess að veita valdhöfunum nokkurt aðhald. Skattgreiðendafélag- ið er til komið á þann hátt. Það má segja, að bæjarstjórn- armeirihlutinn hafi borið sig- ur úr býtum í viðureigninni við félagið í fyrstu lotu. Hann kom fram áformum sínum um aukaútsvarið, en svo lær- dómsríkt hefur þetta verið', að ólíklegt er, að fitjað verði upp á því sama á næstunni. Það er þó svo, að munurinn er ekki allur, hvort útsvör eru lögð á einu sinni á ári og þeim mun hærri þá eða tvisvar. Hitt er aðalatriðið að fara vel með fé og íþyngja ekki at- vinnuvegunum og borgurun- um um skör fram. Það má segja, að' þeir flokk- ar, sem fara með stjórn lands- ins, séu í orði á móti miklum afskiptum þess opinbera. Þeir telja sig líka fylgjandi rétt- látri skatta- og tollalöggjöf. En á borði hafa þeir hingað til ekki verið neinir eftirbát- ar hinna flokkanna við að koma á fót nefndum og skrif- stofubáknum, svo að segja á hverju ári. Og þá hefur ekki verið mikill ágreiningur á þingi, þegar um það hefur verið að ræða að leggja æ þyngri og þyngri fjárhagsleg- ar byrgðar á borgarana í gamalli eða nýrri mynd. Afleiðingin af ósjálfstæði borgaranna við sívaxandi í- hlutun þess opinbera hefur það í för með sér, að til þess eru gerðar kröfur svo að segja um allt milli himins og jarð- ar. Þegar einhversstað’ar er atvinnuleysi er úrræðið að gera út nefnd á fund ríkis- stjórnarinnar og fá hana til þess að ráða fram úr vand- ræðunum. Þegar illa árar til lands eða sjávar, eru gerðar kröfur til þess opinbera um hallærishjálp. Og ríkið er hinn góði hirðir, hvort sem það er nú af einlægri um- hyggju fyrir velferð lands- manna eða af ótta við’ að missa atkvæði við næstu d'i'zAww 0(j fjaiAnát. Heildarútlán bank- anna 1. ágúst 1950 voru í síðasta blaði talin 795 milj. króna. Þetta voru almenn lán, en þar fyrir utan voru verðbréf og lán stofn- lánadeildarinnar, sem námu 244 milj. króna. Heildarútlán- in voru því 1. ágúst í fyrra 1039 milj. króna og höfðu því aukizt um 256 milj. króna á einu ári, til 1. ágúst 1951. Skiptir nokkuð í tvö horn. Erlander forsætisráðherra Svía og Bertil Ohlin formað- ur Eolkeflokksins héldu ný- lega ræður, þar sem skiptir nokkuð í tvö horn. Erlander er tiltölulega bjarsýnn, en það sama verður tæplega sagt um Ohlin. Erlander segir: Þegar línurit yfir verð- hækkanir í útlandinu sýnir, að þær séu í þann veginn að hætta og þegar þeir bjartsýnu kosningar, þá er venjulega í slíkum tilfellum veitt óspart úr ríkissjóði, en borgararnir almennt fá á eftir að borga brúsann í nýjum sköttum og tollum. Þessi stefna hlýtur að leiða til þess, að ríkið verði meira og meira allsráðandi í einu og öllu, eða svo kann að fara, að' borgararnir rísi gegn því, þeg- ar þeirn þætti áþján þess op- inbera keyra úr hófi fram. Hvorutveggja myndi hafa í för með sér aukið einræði. voga sér að vænta verðlækk- ana, verður það verðugt hlut- verk fyrir okkur að reyna að hindra, að öfl í landi voru valdi hættu á útbreiðslu verðbólgu. Verðlagið á innfluttu vör- unum hefur hækkað, en það hefur það einnig gert á þeim útfluttu. Það er líklegt, að við getum aukið innflutning vorn og jafnframt aukið gjaldeyr- isforðann. Hann var í maí ekki nema 899 milj. króna. Þetta var ekki mikið, og margir báru kvíðboga fyrir, að við værum að verða fá- tækir og við' gætum ekki keypt jafnmikið af vörum er- lendis frá og við gjarnan vild- um. Nú hafa útflutningstekj- urnar hækkað það mikið, að 13. ágúst áttum við gjaldeyr- isforða, sem nam 1350 milj. króna. Bertil Ohlins fórust m. a. orð á þessa leið: Svíþjóð hefur notið góðs af hinum almenna vígbúnaði. Land vort hagnast um hundr- uði milj. króna á, að útflutn- ingsverðið hefur stigið langt um meira en innflutnings- verðið. En samt sem áður hef- ur verðbólgan í Svíþjóð sein- ustu árin verið miklu meiri en í flestum öðrum löndum, sem standa á svipuðu stigi og vér. Framfærslukostnaður í Svíþjóð hefur síð'an Kóreu- styrjöldin brauzt út, vaxið, og búizt er við, að í haust nemi hækkunin 15—20%, þar sem hún hefur aðeins numið 10% í Bandaríkjunum og Bretlandi og verulega miklu minna í Sviss. Þessi þróun sýnir veikleika stjórnarinnar. Tilkostnaður danskra verzlana hefur hækkað um 1.6% í ár. Þetta kemur í ljós af kostnað'ar- og veltuyfirliti 700 verzlana þar. Verður þessi aukna útgjaldahækkun að greiðast af 11.6% brúttóhagn- aði og 5.2%, nettóhagnaði. Danskir smásalar hafa far- ið fram á rýmkun á álagn- ingu hjá verðlagseftirlitinu, en sem stendur er 63% af veltunni háð afskiptum verð- lagseftirlitsins. Verðlagið í U. S. A. hækkar. Framfærslukostnaður í U. S. A. náði nýju hámarki í júlí, og komst þá vísitalan upp i 185 stig yfir meðaltal áranna 1935—1939. Met uppskera af hveiti. Samkvæmt bráðabirgðayf- irliti verður hveitiuppskeran í Vestur-Kanada meiri en nokkru sinni í sögunni, eða 556 milj. skeppur. Hækkun á New- York-kauphöllinni. Það að slitnað' hefur upp úr samningaumleitunum í Kóreu, hefur haft í för með sér hækkun á mikilvægum matvælum og mörgum hrá- efnum á New York-kauphöll- inni. Einnig hækkuðu hluta- bréf í fyrirtækjum, sem hafa samninga um framleiðslu á því, sem heyrir vigbúnaðin- um til. Verður togara- byggingum hætt? Stjórn evrópisku Marshall- samvinnunnar, sem fjallar um fiskveiðarnar, hefur rætt um hina stöðugt vaxandi erfið'- leika á að selja fisk í Mars- hall-löndunum. Sérfræðingar ráða ein- dregið til að stöðva frekari togarabyggingar. Ef ekki verður séð fyrir nýjum mörk- uðum, versna sölumöguleik- arnir við hvern nýjan togara, sem byggður er. I öllum Marshalllöndum hefur verið byggt mikið af fiskiskipum, og í Þýzkalandi einu hafa 10 nýir togarar bætzt við' á þessu ári, sem rúma hver um 250 lestir af ísuðum fiski. Danskt útgerðar- félag gjaldþrota. Tuxen & Hageman hefur lýst sig gjaldþrota. Það var einkum* útgerð kæliskipsins „Brisk“ sem reið baggamun- inn. Hvert óhappið hefur rek- ið annað í útgerð þessari, og nú liggur skipið með' brotna vél niður á Flórídaskaga í Bandaríkjunum. Þetta félag átti „Capitana“, sennilega sama skipið og Magnús And- résson átti. Það átti einnig kæliskipið ,,-Jane Lolk“, sem var í fömm hér við land og var lítið tréskip. I fyrra, þeg- ar það kom með frosinn fisk frá Grænlandi, var það rétt rekið upp í Urðirnar í Vest- mannaeyjum með um 50 manns innanborðs. Þessi tvö síðasttöldu skip var þó félag- ið nýbúið að selja. Ferðin til Lourdes. Eftir ÖNNU CARREL Framh. „Hvenær fara þeir með sjúklingana í Iaugina?“ „Við byrjum klukkan hálftvö“, svaraði A. B. „Allt í lagi, klukkan er ekki alveg 12 núna“, svaraði Lerrac. „Við höfum alveg nógan tíma. Við skulum fá okk- ur göngutúr". Þeir gengu saman hlið við hlið eftir sólljómaðri götunni, þangað til þeir komu að litlu kaffihúsi, sem hafði hreiðrað' um sig í friðsælum skugga undir háum steinvegg. Þar námu þeir staðar og báðu um kaffi. A. B. bað um blek og pappír og fór að skrifa ungu konunni sinni, sem beið hans heima í París. Lerrac hallaði sér aftur á bak upp að veggnum og virti fyrir sér andlit vinar síns. Þetta kom svo flatt upp á hann, að ungur heimsmaður eins og A. B. skyldi -af sjálfsdáð'um hafa ferðazt alla þessa löngu leið í þriðja vagns farrými, með öllum þessum viðbjóðslegu, ósjálfbjarga, munaðar- lausu örkumlamönnum, og fórna sjálfum sér í þrotlausri guðsþjónustu til að hjúkra þeim, og aka svo þessum litlu sjúkrakerrum hverri af annarri gegnum fjölförnustu stræti borgarinnar og syngja bænarsálma hárri röddu. Það gat verið vegna þess, að un^jp konan hans átti von á barni. Líklegast hafð'i hún sent hann til Lourdes til að ákalla bless- un hinnar heilögu Meyjar yfir barnið. Það gat enginn efi á því leikið, að það var þess vegna, sem hann hafði tekizt þetta kvalræðisfulla starf á hendur. Trú A. B’s var enn- þá einlæg og laus við allan efa eins og trú smábarnsins. Lerrac tók að' hugleiða, hve þroskaferill hans sjálfs hefði verið ólíkur þessu, þrátt fyrir það að hann og A. B. voru framleiðsla eins og sama skóla og höfðu fengið hina sömu trúarlegu menntun og uppeldi. Lerrac, sem var á kafi í vís- indanámsgrein sinni, hafði orðið stórhrifinn af þýzka trúar- vísindajátninga fræðikerfinu um gagnskyggna rannsókn og skýringar. Trúhneigð hans og trúarhugsjónir höfðu verið malaðar mélinu smærra í rannsókna- og skilningsskýringa- kvörninni og loks fokið yeg allrar veraldar og látið honum einungis eftir elskulegar minningar um unaðslegan og dá- samlegan draum. Og svo hafði hann leitað hælis í umburð- arlyndri efasýki. Rationalisminn, skynsemisstrúin, full- nægði prýðisvel gáfnafari hans, en í djúpum hjarta hans lá falin kvöl, nístandi sársauki yfir því að vera keyrður í bóndabeygju inn í þröngt stállunga, og óslökkvandi, ósval- andi þorsti í öryggi, hvíld og i'rið og elsku. Honum fannst, að hann hefð'i lært svo lítið og það á kostnað fegurðar- forðans, sem lagður var í birgðaskemmu hans innra manns á æskustund. Hann hugsaði með sjálfum sér: sannleikur- inn er ætíð sorglegur og ljúfsár. Hann var vansæll maður. Hann sneri sér til A. B., sem nú hafði lokið við að skrifa bréf sitt, og spurði: „Veiztu, hvort nokkur sjúklingur hefur læknazt við' laugina í morgun?“ „Nei“, svaraði A. B. „En ég varð sjónarvottur að krafta- verki í „Hellinum“. Gömul nurina, sem hafði fengið ólækn- andi meinsemd í fótinn vegna liðskekkju fyrir 6 mánuðum, hlaut fulla lækningu og varpaði frá sér hækjum sínuin“. Lerrac leit í snatri yfir blöðin í minnisbók sinni. „Er það ekki nunnan, sem var kölluð systir D. og var hjúkrunar- kona í Guð's-gistihúsi í Lyon?“ spurði hann. „Jú, sú hin sama“, svarað'i A. B. „Einmitt það. Lækning hennar er athyglisvert dæmi um sjálfsefjun", sagði Lerrac. „Það vildi svo til, að hún var ein af sjúklingunum, sem ég rannsakaði. Sinateygði fótur- inn hennar, sem ég rannsakaði samvizkusamlega, var 1 himnalagi. En þessi góða systir taldi sjálfri sér trú um, að /

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.