Víðir


Víðir - 08.09.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 08.09.1951, Blaðsíða 4
VÍÐIR flytur efni, sem ekki er annars staSar. ----------------------------] Þeir, sem vilja fylgjast vel með, lesa V í ÐI. Vélbátur til sölu. 57 lesta vélbátur er til sölu. Bátnum geta fylgt netaveiðarfæri. Upplýsingar gefur ritstjóri blaðsins, sími 2685. TÍSin hefur verið heldur stirðari þessa viku, og hafa verið ein- ir tveir, þrír landlegudagar. Afli hefur verið rýr hjá þeim fáu bátum, sem stunda dragnóta- og botnvörpuveiðar, skást var hjá Braga einn daginn 7 lestir og Siglunesinu 5 lestir, sem báðir eru með botn- vörpu. Fiskur sá, er veiðist, fer all- ur í bæinn og hrekkur vart til. Hann er mjög smár, nema þá kolinn, sem er heldur að glæðast, og er það eins og vant er í Bugtinni, úr því þessi tími er kominn og nótt farið' vel að dimma. Nú er svokallaður Ilöfuð- dagsstraumur, stærsti straum- ur ársins, og taka þá fiski- göngur oft breytingum, og eru menn að vona, að fiski- ganga komi upp úr straumn- um. Reknetabátar hafa varla sézt í höfninni með veiði, en þó er nokkur söltun, en sú síld hefur mest verið flutt að. Niðri við höfnina eru tvær söltunarstöðvar við eystri verbúðirnar. En þar er þröngt og erfið aðstaða til þess að salta að nokkru ráði. Auðvelt er að fá kvenfólk til þess að salta, en minna um húsrúm til þess að vinna í. Söltun er nú hætt í bili, og fer sú síld, sem veiðist, í bræðslu og til frystingar. Verðið er kr. 120.00 málið, þegar aflinn er lagður á land, þar sem verksmiðja er, |nn- ars kr. llö.OO. Um 400—500 kg. af síld seljast daglega í bæinn, þeg- ár hægt er að' ná í síld, en það er stundum erfitt, og ekki sízt, þar sem þetta er ekki meira magn, og þá oft dýrt að senda bíl eftir síldinni í aðrar verstöðvar. Síldin er seld á kr. 2.50 kg. Dagblöðin ættu að hvetja almenning til meira síldaráts. Þetta er hollur og góður mat- ur og ekki er verðið hátt a. m. k., ef það er borið saman við ýmis önnur matvæli. Toqararnir. TJranus, Neptún.us, Jón Baldvinsson, Þorsteinn Ing- ólfsson, Júní og Austfirðing- ur eru allir við Grænland á saltfiskveiðum. Marz er á heim leið með saltfiskfarm, og Pétur Halldórsson er á leið frá Danmörku, þar sem hann losaði saltfiskfarm. Skipið kemur hingað' og er með um 4000 tómar síldar- tunnur. Ingólfur Arnarson og Bjarni riddari eru á leið til Grænlands og ætla að veiða í ís og sigla með aflann til Bretlands. Harðbakur og Ilaflveig Fróðadóttir eru hér við land á veiðum í ís. Elliðaey er ný- farin út með ísfisk. Ýmsir togaranna eru nú í hreinsun. Skip þau, sem eru að veið'- um hér við land, eru flest fyrir Vesturlandi, og hafa aflabrögð verið léleg. Hins vegar er ágætur afli við Grænland. Áður fyrr var þetta einhver bezti tíminn á Halanum fyrir togarana, en nú virðast miðin þar vera að smáþorna upp, enda er þar alltaf mjög mikil ágengni af skipum. Það bíður margur með eft- irvæntingu eftir að sjá, hvern- ig fer með' ísfisksölu þeirra skipa, sem farin eru til Græn- lands, og hvernig fiskurinn líkar. Hann er talinn særni- lega feitur núna, en sá galli kvað vera á fiski frá Græn- landi, að þaralykt sé af hon- um, sem getur nokkuð spillt fyrir sölu á honum, ef mikið er af öðrum fiski á markaðin- um. Uranus, sem fór á saltfisk- veiðar til Grænlands nýlega, fór með 270 lestir af salti. Það eru nokkrar líkur fyr- ir því, að hámarksverð kunni að verða sett á ísfisk í Bret- landi. Er talað um 55 shill- inga kíttið af þorskinum slægðum með haus, eða um kr. 2.00 kg. Ef svo fer, að þetta verður ofan á í Bret- landi, kann svo að fara, að það dragi úr siglingum til Bretlands, því eins og afla- brögðum er nú háttað hér við land, myndi það þykja rýr afkoma að eiga aldrei von á hærri sölu. Vestmannaeyjar. Sæmileg síldveiði hefur verið þessa viku, en mjög misjafnt, síðustu daga frá 30 —100 tunnur og bátar kom- izt upp í 150 tn. í róðri. 32 bátar stunda nú reknetaveið- ar. I dragnótina hefur verið rýr afli. Enginn bátur stund- ar nú botnvörpuveiðar. Sjómenn hafa orðið varir við mörg rússnesk síldveiði- skip, á að gizka 20—30 og 2 móðurskip. Hafa skipin stundum legið' mörg inni á Vík, vtri höfninni. SandgerSi. Róið' hefur verið alla daga nema tvo' Afli hefur verið tregur og mjög misjafn. Bát- ar hafa aðallega verið að veið- um í Grindavíkur- og Mið- nessjó. Þó að veiðin hafi verið þetta tregari upp á síðkastið, telja sjómenn ekki vafa á, að mikið síldarmagn sé við Suð- vesturlandið. Tíðin hefur ver- ið heldur óhagstæð þessa síð- ustu daga og síldin breytt sér eitthvað, og virðist þá draga úr veiðinni. Yfirleitt er heklur dauflegt eins og er. Það er mikill fjöldi af bátum á miðunum og vafa- samt, að allur sá fjöldi geti alltaf fengið góða veiði á ekki stærra svæði. Veiði er nú mildu minni en um sama leyti í fyrra. Þá var afbragðsgóður afli um þessi síðustu mánaða- mót. Þeir sem eru með beztu dýptarmælana, lóða fyrir síld, en þó er það ekki mikið komið til ennþá, og verður iniklu meira um það, er lengra líður á haustið og síld- in fer að hnappa sig meira. Rússnesku síldveiðiskipun- um virðist fjölga á miðunum. Á þriðjudaginn var m. a. rússneskt móðurskip í Mið- nessjónum, en flest eru skipin fyrir sunnan land. Grindavík. Veiði hefur yfirieitt verið Iftil. Það hafa verið dagaskipti að veiði og eins mjög mis- jafnt hjá bátunum. Annar veiðiskapur en síld- veiðár er ekki stundaður, nema hvað einn maður hefur róið ineð handfæri á lítilli trillu, og hefur afli verið mjög rýr, 50—100 kg. í róðri. Keflavík. Undanfarið hefur verið lítil veiði, þó hefur bátur og bát- ur fengið góðan afla. T. d. einn daginn í vikunni fékk helzt enginn bátur neitt sem hét nema fjórir bátar, en þeir fiskuðu líka ágætlega, einn báturinn fékk t. d. 192 tn. í 50 net. Hjá dragnótabátum hefur verið rýr afli undanfarið', enda stirð tíð' fyrir þá og mik- ill straumur. Lagarfoss kom í vikulokin og tók 11.000 kassa af frosn- um fiski, sem fara á til Ame- ríku. Hann kom einnig með síldartunnur. Hafnarfjörður. Veiði hefur verið heldur treg þessa viku, enda storma- samt. Um 16 bátar stunda nú reknetaveiðar frá Hafnaríirði, og aðkomubátar eru eitthvað að bætast við'. Mest af afla bátanna er flutt á bílum, einkum úr Grindavík, rétt einstaka bátur kemur til heimahafnar og þá lielzt, þegar er að breyta til um veður. Fiskþurrkun hefur gengið vel í sumar. Um % hlutar af þurrfiskinum eru enn ófarnir. Ekkert er til af óverkuðum saltfiski. Akranes. Afli hefur verið tregur í reknet þessa viku. 17 bátar stunda veiðarnar, og hefur daglegur afli verið þetta 600 —800 tn. Sjómönnum er illa við rússnesku skipin á miðunum, þau leggja á milli bátanna, og komið hefur fyrir, að rekið hefur hjá þeim yfir þeirra net, án þess að þeir hafi viljað segja, að það hafi verið gert af ásettu ráði. Verið er nú að byggja mjólkurstöð, sem er allmikil bygging. Áforma bændurnir að taka sjálfir í sínar hendur mjólkursöluiia. Söltunarstöðvunin. Á miðvikudaginn var búið að salta 37.379 tunnur af Faxasíld, eða það magn, sem fyrirframsamningar voru um. Pólverjar og Finnar kaupa þessa síld. I fyrra keyptu Finnar 30.000 tunnur af Faxasíld og Pólverjar 20.000, eða samtals 50.000 tunnur, svo það er ekki ólíklegt, að þessar þjóðir myndu fáanleg- ar til þess að kaupa meira í haust en þær hafa þegar gert, ef mið'að er við það, sem þær keyptu í fyrra. Enn hafa ekki tekizt nein- ir samningar við Svía um kaup á Faxasíld, en í fyrra keyptu þeir 60.000 tunnur. Það er talið, að Svíar vilji kaupa Faxasíld að þessu sinni, en enn sem komið er hefur staðið á innflutnings- leyfi. Hvort samningar takast við Svía að þessu sinni eða ekki, slcal ósagt látið, en frek- ar má telja það líklegt. En með' tilliti til þess, að síldar- söltun var mun meiri í sum- ar Norðanlands en í fyrra, og Svíar hafa því fengið meira af Norðanlands síld i ár, má telja það vafasamt, að þeir kaupi jafnmikið af Faxasíld nú og s.I. ár. Þó þurfa kaup Svía á Faxasíld ekki eingöngu að velta á því, hvað þeir hafa fengið af Norðanlandssíld. Þeirra eigin veiði á Fladen- grunn miðunum getur sjálf- sagt haft þar nokkur áhrif. Síldarútvegsnefnd hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir að stöðva síldársöltun, á með- an sala var ekki komin í kring. Sjómenn og útgerðar- menn munu ekki óánægðir með þessa ráðstöfun Síldarút- vegsnefndar. Þá langar ekkert til að fara að salta síld út í ó- vissu, þeir hafa hér á árunum fengið nóg af því. Það er ekki hægara að selja, þegar það er haft fyrir augum að ná góðu verði, með því að hafa mikið magn liggjandi, sem verður að seljast hverju sem tautar. Það er að vísu alltaf fvrir hendi sú hætta, að veiðin minnki eða þverri alveg, en það er ekki eins og útgerð- inni og sjómönnum sé á kot. vísað, þegar þeir fá sama verð fyrir síldina til frystingar og söltunar og rétt um 10% lægra verð fvrir hana í bræðslu. Hins vegar kemur þessi stöðvun sér mjög illa fyrir verkafólkið', og ekki sízt að- komufólkið, sem hefur farið út í verstöðvarnar í atvinnu- leit og nú stendur uppi að- gerðarlaust. Sérstaklega getur þetta orðið óþægilegt ef um langvarandi stöðvun yrði að ræða. Nokkur atvinna verður þó við frystinguna, þó að það' sé lítið á móti söltuninni. Von- andi tekst Síldarútvegsnefnd bráðlega að koma í kring nýrri sölu, svo að söltun geti hafizt sem fvrst á ný. Perlon-síldarnet. Perlon-síldarnet. hafa feng- izt hjá Jónsson & Júlíusson. Slöngurnar eru um helmingi dýrari en hampslöngur, eða frá 900—1400 krónur, eftir gildleika. Það er ekki ósenni- legt, að þessi net eigi eftir að rvðja sér til rúms. — 1 Ræðið við kunningja yklcar og vini um blað- ið. Sendið því nöfn þeirra, sem hafa sömu áhugamál ræðir. og blaðið t — Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi að Víði. Nafn .......................................... Heimili ....................................... Póststöð ........... TU vikublaðsins Víðir, Reykjavik. (Sími 2685)

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.