Víðir


Víðir - 15.09.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 15.09.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 15. sept. 1951. 24. tölublað. Flofvarpan 09 kafkúlan. Nýjar rannsóknarctSferSir róðgerðor í Vestur-Þýzka- landi. í Hamborg er stofnun, sem fæst við rannsókn veiðar- færa. Hún hefur samvinnu við ýmsar verksmiðjur, sem framleiða vaði og garn. Stofn- un þessi gerir jafnframt til- raunir með ýmsum tækjum til þess að finna, hvar fiskur- inn hefst við í hinum ýmsu vötnum í Þýzkalandi. Nú er í ráði að hefja nýjar rann- sóknir með' sjálfvirkri vörpu úti á sjálfum miðunum. Vísindamennirnir við stofn- unina munu ekki láta sér nægja vatnsmælingar með dýptarmælum, sem settir eru á línur og op botnvörpunnar og flotvörpunnar til að á- kveða kraftana, sem hafa á- hrif á línurnar og vaðinn og til að mæla opnunarhæðina. Þeir vilja sjálfir sjá og full- vissa sig um, hvernig umhorfs er niðri í vatninu í kringum hina sjálfvirku vörpu og reyna að Ijósmynda allt, sem sjáanlegt er. Stofnunin hefur því með aðstoð bæjarstjórn- arinnar í Hamborg og sér- fróðra kafara látið' gera köf- unarkúlu úr gömlu tundur- dufli. Hún er 150 cm í þver- mál og hefur 8 mm þykka veggi, sem útbúnir eru sterk- um Ijóskösturum og mörgum smágluggum til þess að taka Ijósmyndir í gegnum niðri í vatninu. Rannsóknarskipið „Meerkatze" (sem var hér) hefur reynt kúluna við Fær- eyjar á 130 metra dýpi, mannlausa. Hún þoldi þrýst- inginn, svo að að ári má búast við, að í fyrsta sinn fari lifandi maður í heimsókn nið- ur til fiskitorfanna á leið þeirra eftir hafsbotninum til þess að ganga úr skugga um stærð' þeirra og hreyfingar ut- an við og framan við hina opnu vörpu. Dýrmætasla eignin Gamall fiskiskipaflofi. Fiskiskipafloti Norðmanna þykir nú orðið gamall. Ekki eru þó fyrir hendi nákvæmar skýrslur um aldur hans nema síðan 1940, en þá var yfir helmingur flotans yfir 20 ára, og þar af var % yfir 30 ára. Ríkið' hefur hönd í bagga með, hvað byggt er af skip- um, og þykir þar hafa skort nægilegan skilning á þessum málum og þá m. a. fyrir vönt- un á yfirsýn yfir ásigkbmulag og aldur fiskiskipaflotans. Hið þróttmikla, framsýna, hugsjónaskáld, Einar Bene- diktsson, hefur kveðið öð'rum betur um auðlegð íslands. Hvatti hann landa sína til dáða og ekki hvað sízt í efna- hagsmálum. Einar var maður glöggskyggn á hið hagnýta í atvinnulífi þjóðarinnar og benti á það á sterkan og á- hrifaríkan hátt. Þegar Einar er fulltíða maður og byrjaður að yrkja hvatningarljóð sín til þjóðar- innar, fara merkilegir fram- faratímar í hönd, sem hafa haldizt svo til óslitið fram á þennan dag. Munu framfarir þær, sem átt hafa sér stað' á Islandi á þessu tímabili, eiga fáa sína líka í veraldarsög- unni, þegar miðað er við fólksfjölda. I stað torfbæjanna, sem þjóðin lifði í mann fram af manni í 1000 ár og hver kyn- slóð varð að eyða starfsorku sinni í að endurbyggja, er hún nú að eignast góðan og varanlegan húsakost. I stað þýfð'ra túna, sem gáfu af sér fárra kúa fóður, og blautra engja, eru nú víða komin mikil, slétt tún, þar sem bóndinn aflar allra sinna heyja með nýtízku vélum. I stað götuslóðanna eru komnir vegir, sem liggja um landið landshornanna á milli, svo að nú er senn vart nokk- ur sveit, sem er ekki komin í vegasamband við höfuðþjóð- vegi landsins. Svo til allar ár hafa verið brúaðar og sumar á fleiri en einum stað, svo að þær eru ekki lengur farar- tálmi ferðamönnum eða lífs- hættulegar. í stað lítt haffærra smá- fleyta til að sigla á milli landa hefur þjóðin eignazt vandað- an og góðan kaupskipaflota, sem jafnframt því að full- nægja langt til þörfum þjóð- arinnar um siglingar, keppir við aðrar þjóðir á heimshöf- unum. Opnu róðraskipin, sem setja varð í hróf að hverri sjó- ferð lokinni vegna hafnleysis, eru horfin og í staðinn kom- inn vandaður og vel búinn fiskiskipafloti, og víðast eru komnar góðar og öruggar hafnir. Jafnframt þessu hefur þjóðin eignazt myndarlegan loftflota á fáuiri árum. I stað grútarlampanna, sem híbýlin voru lýst með, og FISKAFLINN skánar og mós, sem eldað var við, er nú sem óðast verið að virkja vatnsföll landsins, svo að' á næstunni verður raf- orkan komin í nær hverja sveit. Þá hefur heita vatnið og gufan verið beizluð til ó- metanlegra þæginda fyrir landsbúa. Og hvað er svo að segja um fólkið sjálft? Þar hafa fram- farirnar orðið ekki hvað minnstar. I stað mjög ófull- nægjandi menntunar, sem þjóðin varð að búa við, er nú komið' fullkomið skólakerfi, sem er hvöt fyrir alla, sem nokkurn vilja hafa í þá átt að mennta sig. A tæknilega og verklega sviðinu hefur þó þjóðin tileinkað sér jafnvel enn meiri kunnáttu. Fram- leiðsla hennar verður nú full- komnari og vandaðri með hverju árinu, sem líður, og stendur á ýmsum sviðum öðrum þjóðum ekkert að baki í þeim efnum. Og ef framþróunin heldur þannig áfram, hversu mikils má þá af þjóðinni *vænta næstu hálfa öld, og hversu búsældarlegt ætti þá ekki að' -geta orðið í landinu um næstu aldamót. Þá ætti Islendingum að hafa fjölgað um nálægt 100.000 með- sömu fólksfjölg- un og nú er, eða íbúatala landsins nærri tvöfaldazt. En f ramtíð þjóðarhmar velt- ur fyrst og fremst á því, að henni takist að vernda sjálf- stæði sitt. Lítil þjóð er í meiri hættu stödd af ágengni ann- arra þjóð'a en hinar stærri. Sterk frelsisþrá þjóðarinnar og einangrun landsins sem eyríkis er henni nokkur vörn í þessum efnum. En það er eins með þjóðar- skútuna og hverja aðra fleytu. Það veltur mikið á forystunni. Forystumenn þjóðarimiar ráða jafnan miklu um, hversu henni tekst að hagnýta sér starfsorku sína og landsgæði. Það er því jafnan mikil á- byrgð, sem hvílir á þessum mönnum, ekki aðeins gagn- vart samtíð' sinni, heldur og þeim, sem eiga að erfa landið. Dýrmætasta eign þjóðfé- lagsins eru starfsamir borgar- ar. Þess vegna er það blóð- taka, þegar horfa verður á bak ungum mönnum og kon- um í blóma lífsins fyrir fullt og allt af landi burt. Þessi l.sept.1951: l.sept.1950: Slægður fiskur með haus 251.710 lestir 200.000 lestir FREÐFISKURINN: Framleiðsla: 1. se.pt. 1951: l.sept.1950: Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna 893 þús. ks. 551 þús. ks. Samband íslenzkra samvinnufélaga 177 — — 68 — — Fiskiðjuver ríkissins 43 — — 17 — — i Samtals 1113 þús. ks. Aískipanir: SölumiðstöS hraðfrystihúsanna 512 þús. ks. Samband íslenzkra sambinnufélaga 68 — — Fiskiðjuver ríkisins 17 — — 636 þús. ks. Samtals 597 þús. ks. Þyngd kassanna er 50—56 lbs. SALTFISKURINN: Fullstaðinn saltfiskur (bátaf.) Fullstaðinn saltfiskur (togaraf.) l.sept.1951: 17.725 lestir 8.441 -^ l.sej>t.l950: 29.884 lestir 16.774 — Samtals 26.166 lestir 46.658 lestir Þurrfiskur Blautfiskur Afskipanir: 7.599 lestir 14.247 — 577 lestir 13.198 — Markaðurinn í USA. Sú verðhækkun, sem átti sér stað á matvörum í Banda- ríkjunum í desembermánuði s.I., hélt áfram næstu 3 mán- uðina eftir áramótin og dreifðist jafnt yfír. Því var hins vegar öðru vísi farið með smásöluverðið á fiski. Það hækkaði um mánað'amótin febrúar, marz og átti svo fyr- ir sér að falla um mánaða- mótin marz og apríl. Eins og heitasti hluti árs- ins er sá tími, sem mest veið- ist af fiski í Bandaríkjunum, er hann einnig sá tími, þegar minnst eftirspurn er eftir frosnum og nýjum fiski. Seg- ir þetta til sín í lægra verð- lagi. Aftur á móti er þá tölu- verð eftirspurn eftir niður- soðnum fiski. Fiskframleiðsl- an nær venjulega hámarki sínu á þriðja ársfjórðungin- um og er þá um 40% af árs- framleiðslunni. Með haustinu hækkar fiskverðið' svo venju- lega. Byggingu kæligeymsla fleygir ört fram, og er álitið, að það muni hafa áhrif í þá átt, að þeir varaforðar, sem þar eru geymdir, dragi úr verðhækkunum. Kaup ríkisstjórnarinnar á fiski hefur ekki haft nein teljandi áhrif á markaðinn, helzt er það þá á niðursoðinn lax og einstaka niðursoðnar tegundir. hætta er alltaf fyrir hendi, þegar atvinnuleg þróun staðn- ar. Það er minni hætta með andlegu þróunina, hún fylgir venjulega í kjölfar þeirrar efnahagslegu. Fram á leið, og það sem hröðustum skrefum, hlýtur því að vera hvatning leiðtog- anna til þjóðarjnnar jafnt á atvinnu-, fjármála- sem stjórnmálasviðinu. 10 fiskiskip til Tyrklands. Skipasmíðastöðin Schichau á að smíða 10 fiskiskip, sem fara eiga til Tyrklands. Tvö eru þegar haffær. Þau eru 21 m á lengd, taka 35 lestir, skipsskrokkurinn er klæddur stáli, og þau hafa 180 hest- afla dieselvél. Stýrishúsið er fram á skipinu, þannig að hinn hluti skipsins er fyrir lestina, veiðarfærageymslu og olíu- geymi. Þau eru útbúin dönsku trollspili, lestirnar eru ein- angraðar og klæddar alúminí- um. Á skipinu er siglutré, sem draga má niður. Skipin á að nota til veiða í Miðjarðarhaf- inu við strönd Tvrklands. ÍSFISKSÖLUR: Dagar milli S'óludagv,r: Slápmafn: iöíu: Sölust.: Latir: Meðalv. kg. 7. sept. KarLsefni, Reykjavík Grimsby 142 £ 4662 kr. 1.50^ 11. — Elliðaey, Vestm. Grimsby 112 £ 4936 — 1.90 12. — Harðbakur, Akureyri , Grimsby 213 £10164 — 2.15 13. — Hallveig Fróðad., Rvik Hull 163 £ 5116 — 1.40 13. — Goðanes, Norðfirði Grimsby 143 £ 5039 — 1.60

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.