Víðir


Víðir - 15.09.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 15.09.1951, Blaðsíða 3
VÍÐIR 3 25% framleiðslu- aukning. Efnahagssamvinnustofnun- in í París (OEEC) hvetur nú til 25% framleiðsluaukningar hjá Vestur-Evrópulöndunum á næstu 5 árum. M. a. er það álit stofnunarinnar, að Vest- ur-Evrópa eigi að geta verið sjálfri sér nóg, hvað kol snert- ir og ekki þurfa að flytja inn hin dýru kol frá Ameríku. Þessi áform koma fram í 20 punktum, þar sem rætt er um hinar ýmsu ákvarðanir, sem nauðsynlegar eru til þess að ná þessu marki. Skýrslurnar. Freðfiskurinn. Það er eftir- tektarvert við framleiðslu frosna fisksins, að framleiðsl- an hefur nærri tvöfaldazt, það sem af er árinu. Frystihús Sambands ísl. samvinnufélaga og Fiskiðjuverið hafa meira en tvöfaldað framleiðslu sína, en frvstihús Sölumiðstöð’var liraðfrystihúsanna hafa aukið hana um rúmlega 60%. Rétt rúmur helmingur af * frosna fiskinum hefur þegar verið fluttur úr landi. Bankamir. Gjaldeýrisaf- staða bankanna hefur á ein- um mánuði, ágúst, batnað um 77 milj. króna, var óhagsætð um 35 milj. króna 1. ágúst. Mótvirðissjóður hækkaði um 25 rnilj. í ágústmánuði, og virðist því svo sem þessi bætta aðstaða sé ekki öll að þakka auknuin útflutningi. Inn- og útflu tningurinn. 1. sept. var verzlunarjöfnuður- inn óhagstæður um 179 milj. króna. Fiskaflinn var 1. sept. s.l. 25% meiri en á sama tíma í fyrra. Saltfiskframleiðslan hefur gengið mjög mikið saman miðað við 1. sept. í fyrra, svo að hún er nú rétt um 20.000 lestum minni. Dönsku frystihúsin í Eged- esminde og við Sukkertoppen á Grænlandi hafa nú tekið til starfa og vinna nú með full- um afköstum. Nokkrir danskir sjómenn ætla að hafa vetursetu á Grænlandi og stunda fisk- veiðar. BANKARNIR Seðlar í umferð Heildarútlán Heildarinnlán Hagstæð gj .eyrisafstaða gagnv. útl. * Mótvirðissjóður milj. kr. 218. l.sept.1951: l.sept.1950: milj. kr. 197 183 — — 1278 1066 — — 907* * 682** — — 42 -t- 20 ** Mótvirðissjóður milj. kr. 62. ÚTFLUTNINGURINN: Heildarútflutningur í ágústlok 1951 milj. kr. 383 Heildarúlflutningur í ágústlok 1950 — — 190* * Nokkuð annað gengi. INNFLUTNINGURINN: Heildarinnflutningur í ágústlok 1951 milj. kr. 562 Heildarinnflutningur í ágústlok 1950 — — 318* * Nokkuð annað gengi. Islenzki fiskurinn íUSA. Það eru aðallega þrír aðil- ar, sem selja íslenzka frosna fiskinn til Bandaríkjanna, amerískt fyrirtæki, sem Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hefur sett á stofn í New York og Jón Gunnarsson verkfræð- ingur veitir forstöðu, amerískt fyrirtæki, sem selur fisk Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga mjög á sama hátt og fyr- irtæki SH, og svo firma Garð- ars Gíslasonar, sem sjálfsagt mun einnig vera amerískt firma. Það er ekki auðvelt fyrir útlendinga að starfa á annan hátt í Bandaríkjunum en að stofna amerísk fyrir- tæki, þó að þau séu eign út- lendinga. Og ef um félög er að ræða, sem þannig eru til- komin, verða Ameríkanar að vera meira og minna í stjórn þeirra. Það, sem hefur mest háð sölunni á íslenzlca frosna fisk- inum í Bandaríkjunum, er það, hve illa hefur gengið að hafa nóg úrval af helztu teg- undunum, sem markaðurinn kallar eftir. Hér kemur til greina gamla lögmálið í við- skiptum, að sá, sem hefur lít- ið úrval, verður lit undan í samkeppninni, því að auðvit- að vill viðskiptavinurinn að öðru jöfnu skipta, þar sem hann getur fengið á einum stað það, sem hann vanhagar um. Nú hefur t. d. söluumboð Hraðfrystíhúsanna eimingjis á boðstólum 1 og 5 punda karfaflök í öskjum, sem hef- ur verið framleitt mjög mikið af hér í vor og sumar, stóra lúða og 15 punda öskjur með Iþorski, þó að nokkuð sé að' rætast úr í þessu efni þessa dagana við komu nýrrar send- ingar. Af einum eða öðrum ástæð- um virðist vera lítið til af þorskflökum og verðið því mjög stöðugt. Það er verulegum erfiðleik- um bundið að selja jafnmik- ið magn af karfa í Bandaríkj- unum og nauðsynlegt er. Fyrst og fremst hefur þessi vara ekki verið þar á mark- aðinum af Islendinga hálfu og svo hitt, að íslenzki karf- inn er miklu stærri en sá, sem veiðist við strendur Ameríku, og það tekur sinn tíma fyrir neytendurna að venjast þessu. Hér þyrfti því á mik- illi auglýsingastarfsemi að halda. Eins og skýrt var frá í vor féll verðið á stórlúðunni þá mjög á markaðinum, og hélzt það lágt í allt sumar. Ef ekki hefði dregið úr lúðuveiðinni hér, er fram á sumarið kom, hefðu frystihúsin annað hvort orðið að hætta að kaupa hana eða lækka verðið. Til þess kom þó ekki, því að lúðuveið- in var þá búin að þessu sinni. Nú hefur lúðuverðið lagazt lítils háttar. Sáralitið hefur verið selt af íslenzku lúðunni í sumar í von um, að verðið hækkaði aftur. Ennþá helzt þó verðið óbreytt í sumum ríkjunum. íslenzki, frosni fiskurinn er nú orðinn mikilvægur á ame- ríska markaðinum, og fer það magn, sem Islendingar selja þar, stöðugt vaxandi. Þeir menn, sem hafa valizt til þess að selja hann, hafa reynzt Klukkan var um 2, þegar Lerrac kom til laugarinnar, en sjúklingarnir voru enn ókomnir. En þarna hjá stórum hlyntrjám og fossandi vatni úr æðandi straumnum stóðu hinar blámáluðu byggingar, þar sem sjúklingarnir voru baðaðir. Hálfhringurinn, sem ætlaður var fyrir sjúkrabör- urnar og hjólakerrur sjúklinganna, var aðgreindur frá píla- grímaflokknum með járngirðingu. Lerrac gekk inn og settist á bekk nálægt dyrunum á stúlknalauginni. Allt umhverfis var kyrrð, fögnuður og frið- ur. Hann naut með ánægju hins einkennilega unaðar af þessari Lourdes, þar sem svo margar skelfingar voru saman komnar og úr þeim bætt og þær útskýrðar í svo miklu ljósi. Flokkur pílagríma kom í Ijós. A. B. og annar sjálfboða- liði báru á milli sín sjúkrabörur. A þeim lá María Ferrand. Ungfrú d’O hélt hvítri sólhlíf yfir dánargrímunni á andliti hennar. Slík eymdarsjón, sem er svo algeng í hverju sjúkra- húsi, vakti ógurlegan hrylling utan dyra, þar sem allt birt- ist í svo skæru, brennandi Ijósi. Burðarmennirnir settu sjúkrabörurnar á jörðina augna- blik, áður en þeir gengu að lauginni. Sjúka stúlkan var bersýnilega meðvitundarlaus. Lerrac lagði hendina á úln- lið hennar. Æðin sló hraðar en nokkru sinni áður, og and- litið var öskugrátt. Engum gat dulizt, að unga stúlkan var að gefa upp öndina. Hann fór að brjóta heilann um, hver áhrif það myndi hafa á pílagrímana, ef hún dæi í lauginni. Hvað myndu þeir þá halda um kraftaverkin? Kirkjuklukkan sló 2. Fjöldi af smákerrum, sem burðar- mennirnir drógu, nálguðust, og fylgdu þeim fleiri og fleiri hópar pílagrima. Fyrrum hafði Lerrac orðið hrærður af að sjá þessar þjáningar, en nú, þegar hann leit yfir allan þenn- an þjáða skara og sá hina staðföstu trú, sem ljómaði af asjónum þeirra, varð hann var undursamlegrar, nýrrar kenndar í sál sinni. Saman borið við þessa krossbera var María Ferrand ekki í raun og veru eins ógæfusöm og hún virtist vera, Það var vegna þess að hún fól Kristi alla sál sína og alla sína von. Lerrac hugsaði með sjálfum sér, að dauð'i trúaðs manns hlyti að vera friðsæll dauði. Hann bauð sérhverjum kross- bera huggun eilífðarinnar. Ó, hversu viturlegra var að trúa því. Ný trúarþrá vaknaði í brjósti Lerracs, þrá eftir að trúa eins og þetta ógæfusama fólk, sem hann var nú stadd- ur hjá, Og hann fór að biðja, biðja fyrir Maríu Ferrand, sem hafði kvalizt svo óbærilegum kvölum. Hann bað hina heilögu Maríu Mey að endurreisa hana til lífsins og sjálfan hann til lifandi trúar. En trúaræsing Lerracs varð fremur endaslepp. Hann beitti sjálfan sig hörðu og rak sig öfugan inn á hinar öruggu koppagötur samræmdra vísindalegra rannsókna og strengdi þess heit að vera algerlega óhlutdrægur. Hann vissi, að María Ferrand var ólæknandi, að lækning á æðandi líf- himnuberlclum var ómöguleg. Og, livað sem gerðist, ætlaði Lerrac að reynast læknaliðsveit sinni trúr og var reiðubú- inn að samþykkja sönnunargildi hvaða fvrirbæris, sem hann hefði sjálfur rannsakað. Sjúklingarnir voru enn að flykkjast inn í umgirta svæðið, og nú voru allir sjúkir menn úr spítalanum komnir og lágu á jörðinni. Þeir voru allir mjög rólegir. S. M., foringi sjálf- boðaliðanna og sjálfskipaður helgisiðastjóri, gekk nú fram með miklum fyrirgangi og skipaði flokki sínum að gera beina röð sjúkrabaranna. Þá staðnæmdist ungur prestur fyrir framan börurnar. Nú var stundin komin, er syngja skyldi hinn hátíðlega bænasöng, litaniuna. Á bak við bekk- ina teygðust gáróttir bylgjukambar af hvítum andlitum og hattlausum höfðum upp úr ólgandi mannhafinu, — alla leið fram á fljótsbakkann. Lerrac sá, að María Ferrand var borin síðust. Hann hraðaði sér til hennar. Líðan hennar var óbreytt. mjög dugmiklir í starfi sínu og leyst af héndi erfitt verk, sem var að ryðja íslenzka frosna fiskinum braut á þess- um kröfuharðasta markaði heimsins, bæði hvað gæði og útlit umbúða snertir, en frystihúsaeigendur og verka- fólkið hefur einnig sýnt, að hér var fólk, sem var þeim vanda vaxið að framleiða vöru, sem þoldi samanburð við hið bezta í þeirri grein. En það verður aldrei brýnt nógsamlega fyrir framleiðend- um frosna fisksins að hafa á- vallt fjölbreytt úrval. Að vanta einhverjar tegundir eða vissar stærðir a-f umbúðum er það sama og að tapa við- skiptavinum og tapa góðri að- stöðu, sem hægt' er að hafa. Sölumöguleikar í höfnum í Vestur-Þýzkalandi fara yfir- leitt versnandi, þar sem um það bil helmingur fyrri kaup- enda búa nú í Austur-Þýzka- landi, en engir möguleikar eru á innflutningi þangað. Þau rúmlega 600 fyrirtæki, sem eru í hinu sameinaða hags- munafélagi fiskverzlunarinn- ar, munu eiga við mikla örð- ugleika að etja, ef ekki tekst að opna markað fyrir fiskinn á rússneska yfirráðasvæðinu í Þýzkalandi. * „Rök" erfðavenja. Sem kunnugt er eru marg- ar erfðavenjur í sambandi við það, að skipum er hleypt af stokkunum. I Englandi var það siður i gamla daga, að skipstjórinn drakk heill skips- ins, og síðan hellti hann staupi fullu af rommi á þilfar hins nýbyggða skips. Ef til vill kalla menn þetta eyðslu- semi, en rétt er að geta þess, að áhöfnin hlaut einnig sinn skerf af vökvanum, því að' á þeim tímum voru engir skatt- ar lagðir á áfenga drykki. Jafnvel áhorfendur fengu dropa. Ef einhver neitaði að drekka, var það álitinn illur fyrirboði um framtíð skipsins. ★ Allt að 98% af öllum fiski, sem veiddur er í heiminum, kemur frá veiðistöðum á norðurhelmingi jarðar. Við erum því auðugri en við höld- um. ★ Það er eins með rigninguna og þegar sósa er hrist úr flösku. Lengi færð þú ekki neitt, en svo færð þú allt í einu allt of mikið. ★ Menn verða stöðugt háðari ríkinu. Nýr maður kemur í stað hinna gömlu. Fjallstind- urinn er enn sveipaður þoku. Þeir, sem hafa ekkert hug- myndaflug, láta sér á sama standa, þótt þeir verði teinar í hjóli hinnar nýju vélar skrif- finnskunnar. Þessi vél er orð- in undirstaða lífsins. Og hún er orðin sem guð, sem guð- last þykir að gagnrýna og glæpsamlegt að vinna gegn.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.