Víðir


Víðir - 22.09.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 22.09.1951, Blaðsíða 1
Xxin. Reykjavík, laugardaginn 22. sept. 1951. 25. tölublað. Fiskurinn fælist ekki bergmálsdýpfarmæli. Athyglisverðar athuganir við biologisku tilrctuna- stöðina í Þrándheimi. Þegar mörgum bergmáls- dýptarmælum er komið fyrir á einum stað, virðist svo sem fiskurinn fælist hljóðið frá ''teim. En því er ekki þann- ig farið að sögn sérfræðinga í bergmálsdýptarmælingum, heldur fælast fiskarnir fjölda bátanna, sem fyrir eru. Þann- ig hefur einu verið haldið fram gegn öðru, án þess að' komizt hafi verið að nokkurri niðurstöðu. Fiskurinn við vesturströnd Noregs hefur styrkt skoðun sérfræðinganna, en aftur á móti virðist hún mjög vafa- söm norðanlands, einkum hefur sú skoðun orðið ofan á við Lofoten, að bergmáls- dýptarmælirinn fæli fiskinn. Nú hafa verið hafnar miklar tilraunir í hinum stóru fiska- söfnum við biologisku til- raunastöðina í Þrándheimi og þessu viðfangsefni sérstak- Ur gaumur gefinn. 4t Tilraunin, sem er sú fyrsta, sem gerð er í safni lifandi fiska, tókst mjög vel frá sjón- armiði sérfræðinganna. Það var ekki minnsti vottur um hreyfingu niðri í körfunum, þegar tækið var sett af stað. Óbreytt ásland. Stærsta frysfihús Noregs og brautryðjandi í frysti- iðnaðinum, Statens frysteri í Álasundi, hefur nýlega verið stækkað og endurbætt. Það var upphaflega byggt 1918— 1920 og þá senl kæligeymsla. Grunnflötur hússins er nú 800 m og mundi ekki þykja mjög mikið hér, en húsið er 27 m hátt. Kæliklefarnir eru alls 2300 m að flatarmáli. FisklandaniríÞýzkalandi. 220.000 tonnum af nýjum úthafs- og grunnsasvisfiski var á fyrri helmingi ársins 1951 skipað á land í fiskveiði- bæjum í Vestur-Þýzkalandi, að verðmæti, sem svarar 250 milj. ísl. krónum. Þetta er mikill vöxtur, 23% að verð- mæti og 47% að magni, í hlutfalli við það, sem var á sama árshelmingi 1950. Á- stæðan fyrir þessari miklu aukningu er fleiri landanir togaranna, en söluverðmæti Ný og ný úrræði hafa ver- ið reynd vélbátaútveginum til hjálpar í baráttunni við aflabrest og vaxandi dýrtíð. Upp úr því að Bretar hættu að kaupa 1947, var komið á ríkisábyrgð á fiski, sem tryggð'i ákveðið verð á frosn- um fiski og söltuðum frítt um borð. Að vísu var eitt ár eft- ir stríðið, 1946, sem þessi mál voru alveg frjáls. Fiskábyrgðin stóð í rúm 3 ár. Þá var gengið lækkað og ábyrgðin afnumin. Verðið á erlenda gjaldeyrinum var ekki í neinu samræmi við verðmæti hans. Gengið' var í raun og veru fallið, m. a. með' fiskábyrgðinni og niður- greiðslunum, löngu áður en það var formlega fellt. Var það búið að dragast óheppi- lega lengi að samræma þetta. I byrjun þessa árs var svo gripið til nýrra ráðstafana, að láta vélbátaútveginum í té svonefndan bátagjaldeyri. Það' er ekki komið fyllilega í ljós, hvernig þetta reynist út- gerðinni, en vonir standa til, að það reynist sæmilega. Þessi ráðstöfun hefur vakið furðulitlar deilur. Það gerði hins vegar hinn svonefndi hrognagjaldeyrir. Því er auð- vitað ekki að neita, að þetta hefur orðið til þess að' gera marga vöru dýrari en ef hægt hefði verið að flytja hana inn á venjulegan hátt. En það var öllum ljóst, sem ekki neita staðreyndum, að það varð að gera einhverjar ráðstafanir til þess að skapa vélbátaflotan- um starfsskilyrði; því elia hefð'i meginhluti hans ekki farið af stað, og atvinnuleysi og hrun hefði siglt í kjölfar þess. Þessi ráðstöfun með báta- gjaldeyrinn kom, eftir því sem um var að gera, vægara við álmenning en aðrar ráð- stafanir, sem ella hefði orðið að grípa til, en veitti hins vegar nýju lífi í útgerðina og fiskiðnaðinn, svo að í ár hef- ur varla nokkur fleyta staðið ónotuð í naust. Þetta fyrirkomulag með gjaldeyrinn fehir það í sér, að þegar ástandið í gjaldeyris- þeirra jukust um 32%, og magnið var 57%, meira. Þetta eru um % hlutar af afla ís- lendinga að magni til. málum þjóðarinnar hefur komizt í jafnvægi og meira framboð er orðið af gjaldeyri en eftirspurn, þá eiga að falla mikið til niður skilyrði fyrir aukaálagningu á gjaldeyrinn. Og fyrir þessu atriði verða framleiðendur að vera vel vakandi, ef þeir eiga ekki að fá af því skell. Senn hvað líður fara út- gerðarmenn og framleiðendur frosna fisksins og saltfisksins að haldá haustfundi sína og gera sínar athuganir á út- gerðar- og framleiðslukostn- aði. Vissulega verður erfið út- gerðin í vetur með óbreyttu fiskverði, þegar allt verðlag á útgerðarvörum hefur hækk- að að mun ásamt verulegum kauphækkunum, jafnframt því sem aflamagn getur minnkað', eins og það hefur gert ár frá ári, síðan stríðinu lauk. Auk þess hefur svo all- ur kostnaður við fiskfram- leiðsluna, kaupgjald, umbúð- ir og annað hækkað mikið á árinu. Allt rýrir þetta afkomu þeirra aðila, sem fást við út- gerð og vinnslu úr sjávaraf- urðum. Hvaða sjónarmið sem ríkja kunna á væntanlegum fund- um þessara aðila, þegar þeir koma saman, þá er það að at- huga, að boginn verður ekki spenntur mikið hærra varð- andi bátagjaldeyrinn, ef hann á að ganga út eða valda ekki allt of óbærilega háu verðlagi á vörum þeim, sem keyptar eru fyrir hann. Þetta mun ekki hvað sízt koma í ljós hér eftir, þegar sárasta vöruhungrinu hefur verið full- nægt og vörurnar eru að hlað'ast upp í búðunum, og salan gengur jafnvelilla nú orðið. Það getur því farið svo, að útgerðin og fiskframleiðendur verði að búa við óbreytt á- stand næstu vertíð, hversu erfitt sem það kann að reyn- ast. Aðrar stéttir virðast held- ur ekki baða í rósum. Það sýnist þrengja að öllum. En það gæti þó orðið ennþá verra, ef atvinnulífið lamað- ist af langvinnum deilum um skiptingu þjóðarteknanna. En sýni stéttirnar nú sér- stakan þegnskap, þá verður jafnframt að gera þá kröfu til ríkisvaldsins, að það' beiti borgarana ekki þrælatökum, heldur mæti þeim í erfiðleik- Verksmiðjutogararr framtíSin. Hinar miklu kröfur, sem í dag eru gerðar til þess, að gæði vörunnar séu framúr- skarandi, og ekki sízt að því er varðar matvæli, einkum í þeim löndum, þar sem lífsaf- koma er góð eins og í IJ. S. A., Svíþjóð og Sviss, og þar sem menn eru líka fúsir til þess að greiða vel fyrir það að fá það bezta, hafa það í för með sér, að' meira og meira mun verða stefnt að því að vinna fiskinn að öllu leyti um borð í fiskiskipunum, um leið og hann kemur Jifandi inn fyrir borðið. Því fljótara sem hægt er að taka fiskinn því meiri verða vörugæðin, og verðinu er hægt að haga eftir því. Þó í smáum stíl sé og óvíð'a sé styttra á fiskimiðin en hér, má sjá þess nokkur merki, að framvindan verður sú sama hér. Togarinn Ólafur Jóhann- esson var fyrsta skipið, sem hraðfrystir var settur í, og nú er verið að setja frystitæki í tvo síðustu togarana, sem í smíðum eru í Bretlandi. Þó nokkuð annars eðlis sá, má einnig í þessu sambandi geta þess, að margir af þeim, sem stunda rækjuveiðar frá Vest- fjörðum, sjóða rækjurnar á þilfarinu á bátunum, um leið og þær koma inn á þilfarið. Má oft í góðu veðri sjá reyk- inn leggja í loft upp af rækju- pottunum úti á miðunum. Þegar í land kemur, eru rækj- urnar frystar og sendar þann- ig úr landi. En menn komast fljótt að ratm um, að framleiðsla á fiski, sem tilbúinn er að fara beint á pönnuna og selja þarf í hinum snyrtilegustu um- búðum, krefst mikils rúms. Og þó að slíkri framleiðslu verð'i komið fyrir í þessum þremur togurum, þá er það fyrirkomulag ekki til fram- búðar. Skipin eru of lítil, þó að þetta séu nýjustu skipin í flotanum. Og af því hvað skipin eru lítil, þegar nógur afli berst að, og afköst tækj- anna eru sáralítil, borið sam- an við aflamag-nið, getur svo farið, að mönnum finnist þau frekar til trafala en hitt. Þannig getur farið með fiski- mjölsverksmiðjurnar í togur- unum við Grænland, að þær verði ekki notaðar. Þeir á Þorsteini Ingólfssyni ráðgerðu t. d. núna, þegar þeir fóru, að nota ekki verksmið'juna, en rífa upp þeim mun meira af fiski. Sjálfsagt er það heldur ekki álitamál, að það er betra að koma með 50—75 lestum meira af saltfiski en 30—40 lestir af fiskimjöli. Reynslan leiðir því í ljós, að framtíðarfiskiskipin þarf að byggja í upphafi með það fyr- ir augum, að sett verði í þau fullnægjandi vinnslutæki. Á þennan hátt voru hval- bræðsluskipin byggð á sínum tíma. Kemur þá ekki á óvart, að togarar framtíðarinnar þurfi að vera miklu stærri en nú gerist. um þeirra með því að létta af þeim drápsklifjum tolla og skatta. Væri þá vel til fallið að byrja á því að afnema hinn illræmda söluskatt, auka per- sónufrádrátt manna við skattaálagningu til mikilla muna og samræma skattana breyttu peningagildi, svo að það óheilbrigða ástand haldi ekki áfram að rýra þjóðar- tekjurnar, að' menn hætti að vinna eða dragi af sér, þegar vissum tekjum er náð, vegna þess að allt eða mestur hlut- inn fer þá í opinber gjöld. Á sjó í sumarleyfinu. Hinn atorkusami kennari Opstrup hefur komið' því til leiðar, að Kaupmannahafnar- börn hafa komizt til sjós í sumarleyfum sínum. Stúlkur og piltar hafa farið bæði stuttar og langar ferðir með ýmsum skipum og einnig starfað við hafnarþjónustuna. Börnin hafa á þennan hátt unnið fyrir sér og auk þess fengið dálitla vasapeninga og jafnvel góðan fatnað. Þessi starfsemi er nú aðeins á byrj- unarstigi, en á vafalaust eftir að færa út kvíarnar í fram- tíð'inni. Orðið' yacht stafar frá hol- lenzka orðinu „Jacht", og var skilgreining á skipi, sem not- að var til veiða. ISFISKSÖLUR: Dagar milU Söludagur: Skipsnafn: s'ólu: Sölust.: Lestir: 17. sept. Keflvíkmgur, Keflav. Bremerhaven 167 £ 18. — JElliði, Sighifirði Cuxhaven 202 £ Meðalv. kg.: 5709 kr. 1.55 7376 — 1.65

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.