Víðir


Víðir - 22.09.1951, Side 2

Víðir - 22.09.1951, Side 2
2 VÍÐIR kemur út á laugardögum Fylgirit: GAMALT OG NÝTT Ritstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 2685 Víkingsprent Dæma ber sem sannast og réltasl og helzt að lögum. Afkoma íslenzku þjóðar- innar hefur öldum saman byggzt öðrum þræði á sjáv- arútvegi, þó að hinn höfuð- atvinnuvegurinn, landbúnað- urinn, hafi verið henni jafn mikilvægur. Og frá sjávarút- veginum hefur fyrst og fremst runnið það, sem lyft hefur undir hinar stórstígu framfar- ir í landinu. Það myndi sjálfsagt kosta mikla lífsvenjubreytingu, ef fiskimiðin við strendur lands- ins yrðu þurrausin. Fyrst í stað myndu íslenzku sjó- mennirnir sækja á fjarlægari mið, en kæmi ekki að því til- tölulega fljótt, að þeim þætti eins þægilegt að búa í meiri nálægð við fiskinn, og flyttu sig um set. Og hvað yrði um þá, er eftir byggju, þegar kjarninn úr þjóðinni væri far- inn? Fjarstæðukennt finnst sjálfsagt mörgum að tala um, að fiskimiðin eyðist, en hvað hefur skeð hér fyrir sunnan okkur. Einu sinni voru auðug fiskimið við Færeyjar og í Norðursjónum, svo að ekki sé farið svo langt aftur í tím- ann að tala um Eystrasaltið, þar sem voru miklar síldveið- ar. Við Noreg fer fiskur þverr- andi og í höfunum þar norð- ur af. Við Island sér greini- lega mun frá ári til árs. Það er engum Islending svo farið, að hann vilji ekki gera allt, sem hægt er, til þess að friða fiskimiðin við strendur landsins, svo að fiskistofninn hafi þar góð uppvaxtarskil- yrði og leiti á fornar slóðir upp að ströndum landsins, þegar hann er orðinn kyn- þroska, eins og eðli hans er. Og aldrei hefur verið jafnal- menn hreyfing og nú í þá átt að láta til skarar skríða í þeim efnum að færa út landhelg- ina. En á hverju stendur þá? Það eru aðrar þjóðir, sem eiga . hér hagsmuna að gæta, þjóðir, sem búa í löndum, sem fiskurinn hefur lagzt frá, fyiftt og fremst vegna gegnd- arlausra veíða. Og af því að sumar þessara þjoða eru mikl- ar viðskiptaþjóðir íslendinga og þeir eiga mikið undir að ^Vez&luu 0(j íiúzuváí Sölutregða er mikil í verzl- unum, og hafa þær mikið' af vörum. Smásöluverzlanir munu yfirleitt hafa notað rekstrarfé sitt til fulls og fest það í vörum. Heildsolubirgð- ir eru nokkrar, en ekki neitt óeðlilega miklar og síður en svo. Yfirfærslur ganga heldur greiðlega, þó að það fari nokk- uð eftir vörutegundum og löndum, hve fljótt þær ganga. Mikið er af vörum liggj- andi á skipaafgreiðslunum, eða engu minna en þegar inn- flutningurinn var mestur. Vestur-þýzk framleiðsla hefur minnkað um 2% s.I. mánuð eða álíka og mánuð- inn áður. Það er talið, að þessi samdráttur stafi aðallega af skorti á kolum og mikilvæg- um hráefnum. Aðeins í bygg- ingariðnaðinum var um lítils háttar aukningu að ræða. En þrátt fyrir þetta var um 19% framleiðsluaukningu að ræða, frá því Kóreustyrjöldin skall á fyrir rúmu ári. halda vinsamlegum samskipt- um við þær, þá hika þeir. Þegar forráðamenn þjóðar- innar standa nú augliti til auglitis við það, hvort þeir eigi að lýsa yfir útfærslu landhelginnar eða bevgja sig undir vilja annarra í þeim efnum, jafnvel þótt þeir beri fyrir sig alþjóðalög, þá verður fyrst og fremst að líta á það, sem er sannast og réttast. Og í þessu máli getur það verið tilvera þjóðarinnar, sem um er að ræða, og þá getur ekki leikið vafi á um úrskurðinn. Það er ekki ófróðlegt að at- huga, hver munur er á fram- leiðsluvístöiu ýmissa landa. Sé fyrirstríð'ssvísitalan sett 100 er hún nú þessi: V.-Þýzkal. (með Berlín) 106 Frakkland 128 Stóra-Bretland 133 Bandaríkin 194 Það er vert að áthuga, að framleiðslukerfi Þýzkalands var eyðilagt meira í stríðinu en hinna landanna. Tala at- vinnuleysingja fer minnkandi í Þýzkalandi og var aðeins 34.000 í júlí eða helmingi minni en mánuðinn áður. Bílainnflutningur Norðurlanda. Svíþjóð flutti inn 1950 þrisvar sinnum fleiri bíla en Danmörk, Noregur og Finn- land samanlagt eða 73.000 vagna, þar af 10.000 fólksbif- reið'ar og 10.000 dráttarvélar. Fyrstu 7 mánuði þessa árs voru Svíar búnir að flytja inn 51.000 vagna. Bifreiðaeign Svía hefur vaxið úr 250.000, 1939, og í 400.000 í dag. Innflutningur Finna var 12.000 vagnar, Dana um 8000 og Norðmanna 4000 (í ár eru þar veitt leyfi fyrir 12.000 vögnum). I fyrra voru hér fluttir inn 211 bílar og dráttarvélar fyr- ir 3% milj. kr. Það er talið að um 60 Skodabílar séu rétt ó- komnir frá Tékkóslóvakíu og verðið verði rúmar 40 þús. kr. Skortur á skipum til timburflutninga er nú mikill. Þannig eru miklar birgðir í Svíþjóð, sem bíða eftir að verða fluttar úr landi. Salan í Svíþjóð er mun meiri í ár en í fyrra, en þó hef- ur verið flutt minna út nú en þá. Verzlunarfloti Noregs. 1. janúar 1951 var aldur dönsku verzlunarskipanna að meðaltali 21.9 ár. Til saman- burðar má geta þess, að með- alaldur norsku skipanna var á sama tíma 11.5 ár, en fyrir stríð 12.5 ár. I norska verzl- unarflotanum starfa 37.000 manns, og eru um 5—6000 þeirra útlendingar. „Stella Polaris" seld til SvíþjóSar. Hið þekkta norska skemmti- ferðaskip „Stella PoIaris“ hef- ur nú verið selt útgerðarfé- laginu „CIipper“ í Málmey, og mun það verða afhent því í október. „Stella Polaris“ er byggð fyrir skemmtiferð’ir og tekur 175 farþega. M. a. er í skipinu sundlaug, kvikmyndasalur og danssalur. Ódýrar vínþrúgur. Grikkir hafa boðið Dönum vínþrúgur fyrir 1 kr. danska kg. (danska krónan er kr. 2.36 ísl.), en Danir hafa afþakkað þetta lága boð með þeirri for- sendu, að vinþrúgur séu mun- aður, sem þeir geti ekki leyft sér. Áður en mjög langt um líður, fara sjálfsagt að koma vínþrúgur hingað frá Spáni. Fjárhagskreppa í V estur-Þýzkalandi? Bæði þýzkir sérfræðingar og frá Vesturveldunum eru sammála um, að búast megi við fjárhagskreppu á kom- andi ári, nema Bonnstjórnin geti ausið úr hingað til ó- þekktri tekjulind. Þessí kreppa stafar af stöðugt vaX- andi fjárhæðum, sem stjórnin verður að greiða til almenn- ingsþarfa og í hernámskostn- að. Þýzkaland vanhagar nú mjög um lán. Vitinn í kirhjuturninum. í turni Notre Dame kirkj- unnar í Marseille er geysistór viti. Kirkjan stendur rnjög hátt, og frá henni er dýrðlegt útsýni yfir Miðjarðarhafið- Hún er að mestu leyti byggð fyrir fé, sem fengizt hefur með frjálsum samskotuni- Sjómenn lögðu einna drýgst- an skerf til byggingarinnar, og í viðurkenningarskyni var vitinn gerður í kirkjuturniu' um. ★ Sjávarföll. Mestu sjávarföll á hnettin- um eru í Baffinsflóa, hafinU milli Grænlands og Baffins- lands. Munurinn á flóði og fjöru er þar yfir 20 metrar. ★ Sænska útgerðarfélagið hef' ur í fyrsta sinn í ár veitt 10.000 kr. styrk til sænskra blaðamanna, sem rita um siglingar. Styrkurinn mun gefa blaðamönnunum tæki- færi til að kynnast. siglingunr nánar með því að ferðast með sænskum verzlunarskipum. ★ Kinvershir áttavitar. Víða í Kína er það venja að mála aðaláttirnar á átta- vitanum ýmsum litum, og er það gömul siðvenja. Norður er hvítt, suður rautt, austur gult og vestur svart. ★ íbúatala Danmerkur hefur aukizt um 200.000 síðustu 5 árin og er nú 4% milj. Ferðin til Lourdes. Eítir ÖNNU CARREL Framh. A hinum kneyfða líkama hennar undir línvoðinni bar enn mest á uppblásnum kvið hennar. „Við gátum einungis hellt nokkru vatni á kvið' hennar“, mælti ungfrú d’O. „Við þorðum ekki að kaffæra hana. Nú förum við með hana til Massabiellu Hellisins“. „Eg slæst í förina eftir augnablik“, mælti Lerrac. „Ég sé enga breytingu. Ef þið þarfnizt að'stoðar minnar, skuluð þið senda eftir mér“. Lerrac sneri aftur inn í almenninginn. Presturinn kraup og sneri andlitinu að sjúklingunum og mannfjöldanum að baki þeirra. Ilann lyfti handleggjunum og hélt þeim þann- ig, að hann leit út eins og krossmerki. „Heilaga mær, lækna sjúklinga vora“, hrópaði hann, og munnur hans geiflaðist og skældist af geðshræringu. „Heilaga mær, lækna sjúklinga vora“, svaraði mannfjöld- inn með ópi, sem líktist drunum í æðandi hafróti. „Heilaga mær“, tónaði presturinn, „heyr vorar bænir“. „Jesús, vér elskum þig. Jesús, vér elskum þig“. Söngur mannfjöldans var eins og þrumuhljóð. Hingað og þangað fórnaði fólkið höndum tli himins. Sjúklingarnir hálfrisu upp á börum sínum. Andrúmsloftið var hlaðið eft- irvæntingu. Þá stóð presturinn á fætur. „Bræð'ur mínir, látum oss fórna höndum vorum í bæn“, kallaði hann. Heill skógur af handleggjum lyftist mót himni. Vind- kviða virtist þjóta gegnum mannfjöldann. Óhandsamanleg, þögul, voldug, ómótstæðileg þaut hún yfir fólkið og keyrði það á kné eins og ógurlegur fjallastormur. Lerrac fann þungan þrýstinginn. Það var ómögulegt að lýsa því, en það olli andköfum, og það fór um hann skjálfti frá hvirfli til ilja. Skyndilega fannst honum, að hann yrði að' æpa. Ef sterkur, heilbrigður karlmaður gat orðið svo miður sín, hver hlutu þá ekki áhrifin að verða á sjúkt fólk og þjáð í allri þess eymd? Hann gekk fram með röðum hjólakerranna, gegnum mannfjöldann, í áttina til Hellisins. Hann nam andartak staðar á lækjarbakkanum og leit yfir manngrúann. Ungur heimamaður frá Bordeaux, hr. M., sem Lerrac hafði hitt daginn áður, heilsaði honum. „Hafa ykkur fénazt nokkrar lækningar?“ spurði Lerrac. „Nei“, svaraði M. „Nokkrir af hysteríu-sjúklingunum hafa fengið bata, en það hefur ekki skeð neitt óvænt, ekk- ert, sem hver og einn sér ekki daglega á venjuleguin sjúkra- húsum“. „Komið og lítið á sjúklinginn minn“, sagði Lerrac. „Sjúk- dómur hennar er ekki óvenjulegur, samt held ég, að hún sé að dauða komin. Hún er í Hellinum“. „Eg sá hana fyrir nokkrum mínútum“, mælti M. „Hví- lík hörmung, að' fólkið skyldi láta hana koma til Lourdes“- Klukkan var nú orðin um hálfþrjú. Undir Massabielk' klettinum ljómaði Hellirinn í Ijóshafi þúsund kerta. Á bak við háa járnrimlagrind var líkneski hinnar heilögu Meyjar, stóð það í klettaskútanum, þar sem Bernadotte hafði eitt

x

Víðir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.