Víðir


Víðir - 22.09.1951, Blaðsíða 4

Víðir - 22.09.1951, Blaðsíða 4
~"l VÍDIR flytur efni, sem ekki er annars staðar. Vttir- 1 Þeir, sem vilja fylgjast vel með, lesa VÍÐI. J Tíðin. Framan af vikunni vár norðanstormur, en um miðja vikuna, þegar lygndi, gerði ágætis sjóveður síðari hluta hennar. Aflabrögð hafa verið sæmileg upp á síð'kastið og farið heldur batnandi og fiskurinn stækk- andi. Töluvert er af kola í aflanum. Afli nokkurra báta í vik- unni: Hermóður 4 lestir (þar af 700 kg. koli), íslendingur 5 lestir (koli 800 kg.), Siglunes- ið 4V2 lest (koli Y2 lest) og Bragi 6 lestir (1100 kg. koli). Skógafoss, sem er með drag- nót, hefur aflað vel, upp í 4 lestir á dag, og þar af % lest af kola. Eldey kom inn í vikunni með ágætan síldarafla, 160 tn., og eins Faxaborg á ann- að hundrað tunnur. Þeir láta bezt yfir aflanum, sem láta reka dýpst. Togararnir. Hjá þeim togurum, sem hafa verið á veiðum fyrir ís- fiskmarkað' fyrir Vesturlandi, hefur afli verið mjög tregur. Svalbakur, sem hefur verið að veiðum fyrir Norðurlandi, hefur fengið þar reitingsafla. Helgafellið hefur verið fyrir Austurlandi, og er um það bil að fara til Þýzkalands með sæmilegan afla. Hvalfellið fer til Englands í dag frá Reykja- vík. Við Grænland hafa afla- brögð'in gengið vel. Á salt- fiskveiðum eru þar Neptúnus, Jón Baldvinsson og Marz. A leið til Grænlands á saltfisk- veiðar eru Ólafur Jóhannes- son, Pétur Halldórsson og Þorsteinn Ingólfsson. I höfn og nýbúnir að losa saltfisk frá Grænlandi eru Akurey og Austfirðingur. Allir 3 ísfisktogararnir við Grænland eru á leið til Bret- lands. Voru þeir 6—8 daga að fá fullfermi. Vestmannaeyjar. Ótíð hefur verið þessa viku og lítil aflabrögð. Á miðviku- dag fengu 3 bátar nokkra síld. Sumir bátarnir voru heima undir Eyjum, en aðrir voru vestur í Grindavíkursjó. Bát- ar hafa reynt austur í Bugt, en ekki orðið þar síldar varir. I dragnótina hefur verið tregur afli og Htið stundað. 2—3 bátar stunda lúðuveið'ar og hafa aflað sæmilega. Hafa þeir fengið um hálfa lest eftir daginn. Þorlákshöfn. Biskuparnir 4 og Viktoría frá Reykjavík stunda nú síld- veiðar frá Þorlákshöfn. Hæst- ur er Þorlákur með 1500— 1600 tunnur. Bátarnir veiddu vel framan af, en upp á síð- kastið hefur veiðin verið treg. Aðstaða er ágæt til þess að losa síld, og geta-3—4 bátar athafnað sig í einu. Síð'ustu dagana, síðan hætt var að salta, hefur síldin verið send á bílum til Reykjavíkur til frystingar og til Hafnarfjarð- ar til bræðslu. Fer bíllinn með 35—40 tunnur í ferð. Yfir- leitt fara bílarnir Hellisheið- ina, því að þeim vegi er bet- ur við haldið, og er hann mjög lítið lengri. Það' síðasta af blautfiskin- um fer með Arnarfellinu núna um helgina. Þurrfiskurinn er sem sagt allur ófarinn, nema smásending, sem farið hefur til Spánar. I sumar hafa verið byggð 3 íbúðarhús fyrir tvær fjöl- skyldur hvert. Grindavík. Dauf veiði hefur verið þessa viku og mikið meira af smárri síld en yfirleitt hefur verið' í haust. Það er engu lík- ara en að annað tveggja'hafi skeð, að komið hafi á miðin smærri síld eða að stærri síld- in ha.fi farið, og er líklegra að svo sé, því það hefur aldrei komið verulega góð veiði síð'- an 10. september. Enn eru mjög margir að- komubátar í Grindavík, en þeim hefur þó nokkuð fækk- að síðustu dagana. Af Grinda- víkurbátum er Hrafn Svein- bjarnarson með mestan afla, annars eru heimabátarnir, sem byrjuðu veiðar um leið, með mjög svipað aflamagn. Fyrir nokkru kom vélbát- urmn Svala inn af hámera- veiðum. Hafði hún þá fengið alls 400 hámerar. Skipverjar gáfu mönnum að smakka á hámerakjötinu. Er það líkast á bragðið og stór lúða og Ijúffengt. Á litinn erþað líkt og kjÖt, ljósrautt, en þegar það hefur verið steikt, verð- ur það hvítleitara. Áður fyrr var hámerakjöt allt að því talið eitrað. Sandgerði. Síldarafli hefur verið treg- ur þessa viku, enda hefur ver- ið erfið veð'rátta og tíðar landlegur, rytjuveður. Aflinn hefur verið 60—70 tunnur, einstaka bátur hefur fengið yf- ir 100 tunnur og allt upp í 150 tunnur, en fjöldinn hefur líka fengið sáralitla veiði, 10,20, o^ 30 túnnur. Síldin, sem veið- ist, er stór og fallég, og menn jgera sér góðar vonir um, að veiðin lagist aftur. Það kom svona millibilsástand í fyrra um mánaðartíma og lagaðist svo aftur. Það er sami söng- urinn í mönnum um, að bát- arnir séu margir, og dragi það úr aflamagninu. Yfirgnæfandi fjöldi bát- anna er með dýptarmæli, en borið hefur yfirleitt minna á síld í mælinum en í fyrra, en þó er það að athuga, að menn voru ekki almennilega komn- ir upp á að lóða fyrir síld um þetta leyti í fyrra. Aðalreynsl- an kom á mælana í október. Það er líka eins og síldin hnappi sig 'meira, eftir því sem meira líður á. Keflavík. Það er dauft yfir veiðun- um. Á miðvikudaginn komu t. d. 33 bátar inn, en aðeins einn þeirra var með góða veiði, Asbjörn frá ísafirði, sem hafði 234 tunnur. Al- mennast var 20—70 tunnur. 4—5 bátar stunda drag- nótaveiðar, og hafa þeir afl- að sæmilega. I fyrradag kom t. d. einn inn með 2 lestir af skarkola eftir nóttina. Ollum bátum er nú haldið til fiskjar frá Keflavík. Hafnarfjörður. Það er dauft yfir síldveið- unum sem stendur, bátarnir koma lítið inn, síldinni er þá heldur ekið á bílum úr nær-' Hggjandi verstöðvum. Skip kom í vikunni og tók 800 lest- ir af fiskimjöii. Akranes. Afli hefur verið rýr upp á síðkastið. Á miðvikudaginn komu t. d. 13 bátar með 911 tunnur, og höfðu aðeins tveir bátar yfir 100 tunnur. Síldin fór til frystingar, og um 500 tunnur voru saltaðar á veg- um Haraldar Böð'varssonar & Co., og eiga þær að fara til Hollands á vegum barnahjálp- arinnar. Sjómenn álíta, að miklu minni síldargengd sé nú en í fyrra. Talið er, að um 20.000 tunnur af saltsíld hafi verið seldar í viðbót, aðallega til Danmerkur, en dregið er að hefja söltun í þeirri von, að Svíar bæti einnig við ein- hverju magni, svo að ekki þurfi strax að stöð'va söltun aftur, þegar hún er nýbyrjuð. ísafjörður. Aflabrögð eru mjög rýr hjá þeim 4—5 trillum, sem róðra stunda. Meiri hlutinn af afl- anum er stútungsfiskur og ýsa, og fer hann allur í bæinn. ísborg liggur enn, eftir að hún kom af síldveiðunum, en fer suður um helgina í slipp. 2—3 af síldarbátunum á ísafirði og 1—2 frá Bolunga- vík eru í þann veginn að fara í fjárflutninga til Akraness. Vitað er um einn bátinn, að hann fer a. m. k. tvær ferðir.- Tekur hann 500 fjár í ferð, svo þetta' verða nokkur þús- und fjár, sem þannig verða flutt. I vikunni fóru 20 manns suður til Keflavíkur til þess að vinna þar á vellinum. Var þetta fyrir tilstuðlan bæjar- stjórnarinnar. Margir af þess- um mönnum voru fjölskyldu- menn. ÞaS var í brariunni á sunnudaginn, að þeir voru að tala saman í talstöðvun- um um kvöldið, eins og geng- ur og gerist. Menn voru í vomum með að leggja og ótt- uðust að ná ekki inn netun- um í sama, og hvað þá, ef veð- ur versnaði. Þá var það einn af Akranesformönnunum, sem var að tala við annan, og sagði, um leið' og hann hló við kuldalega: Einn RúsSinn er búinn að leggja alla dræsuna hroðalega grunnt, ég held hann hafi lagt netin á vað- stígvélunum. Þegar haustar að. Það er sjaldan komið svo niður að höfn, að ekki sé þar á stjái einn eða annar gamall sjómaður niðri á bryggjunum til að spyrja um aflabrögðin og hvar þeir hafi verið', niðri á Ægisgarði til að skyggnast um, hvað þar sé um að vera, hvort nokkuð sé farið að eiga við Hæring eða hvaða togara sé verið að þrífa, eða þeir standa undir verbúðunum tveir, þrír, stinga saman nefj- um um veðurútlitið, hvort blíðan muni nú haldast á- fram; það sé engu líkara en veðurguðinn sé búinn að gefa upp öndina, það blakti aldrei hár á höfði viku eftir viku og næstum því mánuð eftir mán- uð. En nú er farið að hausta að, og lengur þarf ekki að ef- ast um, að veðurguðinn er við góða heilsu. Skýin eru svört sem sót og haustrigningin hellist úr loftinu, eða hann rífur allt af sér og rýkur með garra upp í norður. En svo getur allt dottið jafnskyndi- lega í dúnalogn. Ennþá er bara september og haustið rétt'að byrja og veðrin ekki orðin hörð, eins og þegar kem- ur fram á jólaföstuna. Ennþá getur því komið góð tíð til að' stunda veiðar, hvort heldur það.eru síldveiðar eða botnvörpu eða dragnót. Og stóru togararnir mega hafa það, hverju sem á gengur, en varlega þurfa þeir að fara við veiðarnar við Grænland, ef þeir ætla að verða þar að fram í skammdegið. Þetta er allt óreynt, og ísinn er ekkert lamb að leika sér við', það þekkja þeir af Halanum, og er það þó sjálfsagt ekkert á UTVEGSMENN! Utvegum frá Bretlandi og Belgíu: Manila kaðla, allar stærðir. Sisal kaðla, allar stærðir. Sisal línur, 5, 6, 7, 8, og 9 m.m- Manila teinatóg, rétt- og rang- snúið. Manila botnvörputvinna allar- stærðir. Grastóg 4", 5", 6", 7", 8", 3 og 4 snúið. Stálvíra, allar gerðir. Hessian 7J/2 og 8 únsu 50". Fiskimjölspoka, saltpoka. Fiskábreiður, þorskanetaslöngur. Fljót afgreiðsla, verðið er viðráð- anlegt, greiðsluskilmálar eftir samkomulagi. Oígeir Jónsson & Co. Sími 6225 — Pósthólf 343, Reykjavík. móti því, sem verið getur við Grænland. En það er von, að Græn- landsveiðarnar freisti. Aldrei hafa þeir sjálfsagt komizt 1 annað eins síðan fyrstu árin á Selvogsbankanum, síðaD Eldeyjarbankanum og loks á Halanum. Fiskurinn er einS og krap í sjónum. Togararnir fá allt upp í 300 lestir af salt- fiski á hálfum mánuði. Það eru um 600 lestir af hausuð- | um og slægðum fiski upp úf sjó, eða upp undir 50 lestir a dag. Og það stendur ekki 3 öðru en rífa úr honum hrygg' j inn. Enn er eins og menn séf ekki til fulls búnir að átta sig á þeim mokstri, sem þarna &¦ Og- svo er það, hvað þessi mið þola mikla veiði? Og enn eitti hvað þolir markaðurinn? Getur þetta ekki orðið full' mikið fyrir saltfiskmarkaðim1 á næsta ári? Öllu eru tak' mörk sett, og það er ekki eins og íslendingar séu þeir einii) sem ausa þarna upp fiskinuif1 í ár. Aðrar þjóðir, eins oi Norðmenn, setja í ár ný^ met í Grænlandsveiðum síf' um. Það er ekkert nýtt l markaðsmálum íslending3, frekar en annarra þjóða, a° mikill afli hefur oft orðið v> þess að fella verðið. Og «r skemmst að minnast vertíð' arinnar 1930, þegar allt æ& aði að drukkna í fiski, en ek^1 fékkst svo meira fyrir hann d1 sem svaraði verkunarkostr1' aði. Það er gott að vera bjart' I sýnn, en það er engu síðFjl nauðsynlegt að hafa í hug9: reynslu liðinna ára og dra^3 af henni alyktanir. Rœðið við kunningja yhkar og vini uni blað- ið. Senclið því nöfn þeirra, sem hafa s'ómu áhugamál og blaðið rœðir.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.