Víðir


Víðir - 29.09.1951, Blaðsíða 2

Víðir - 29.09.1951, Blaðsíða 2
2 VÍÐIR keinur út á laugardögura Fylgirit: GAMALT OG NÝTT Ritstjóri: EINAR SIGURÐSSON Sími 2685 Er Alþingi kemur saman. Upp á síðkastið er oft talað unt, að þingið sé áhrifaminna og láti minna að sér kveða en hér áður fyrr. Það kann vel að vera, að jafnmikils skör- ungsskapar gæti nú ekki hjá þingmönnum yfirleitt og oft áður, er mál voru rneira rædd og útkljáð fyrir opnum tjöld- um en nú, þegar öll meirihátt- ar ntál eru brædd á flokks- fundum í hliðarsölum ])ings- ins og því einatt formsatrið'ið eitt sjálf afgreiðslan í þing- inu. Engu að síður er það ó- umdeilanlegt, að þingmenn- irnir marka stefnuna hverju sinni í málefnum þjóðarinnar. Og ekki orkar það tvímælis, að þingið er virðulegasta stofn- un þjóðarinnar, og þangað er að leita vaxtarbroddanna að mörgu góðu máli, þó að ýmis mál hefðu líka mátt vera óaf- greidd, sem frá þinginu hafa komið. Og á meðan þingið heldur í heiðri lög og rétt og starfar í anda þjóðarinnar, er ósómi að kasta rýrð á það. Það sem hefur einkennt stefnu alþingis og ríkisstjórna þeirra, er setið hafa, síðan stríðinu lauk, er rík tilhneig- ing til þess að aka seglum ef't- ir vindi og hugsa fyrst og fremst um það að leysa í svip- inn vandamál líðandi stund- ar, en minna um að fylgja l'yrirfram ákveðinni stefnu. Því er það, að rifið oft hefur verið niður í einn tíma það, sem byggt hefur verið upp í annan. Á þetta einkum við um efnahagsmálin. Þessu hafa svo fylgt hatrammar deilur, og hefur þannig farið mikið forgörðum af starfsorku þjóð- arinnar, sem hefði nýtzt bet- ur með nánara samstarfi. Það eru viðsjárverðir tím- ur í heiminum eins og er. Og þrátt fyirr alit friðartal, reyna nú allar þjóðir að einbeita kröftuni sínum að því að búa sig undir þann hildarleik, sem fáum blandast hugur um, að yerð'i ekki umflúinn að öllu óbreyttu. En hvað gera íslendingar í þessum efnum? Þeir eru ekki hernaðarþjóð og þurfa, sem betur fer, ekki að eyða starfs- orku sinni í vígbúnað. En þurfa þeir ekki annars vígbún- aðar við, ef til styrjaldar fl 0+ ' ' 9 wmaí. VerSlagiS í U. S. A. I Bandaríkjunum hefur verðlagið verið mjög stöðugt undanfarið, og lengiir er varla rætt um nýja snögga verð- bólgu. Framfærslukostnaðui'- inn lækkar mjög.hægt. Sala er næstum nákvæmlega sú sama að upphæð til og fyrir einu ári. kynni að draga? Er land þeirra nægilega birgt að ýmsum nauðsynjum, sem einangraðri þjóð er ómissandi á ófriðar- tímum, eins og matvælum og eldsneyti. Er enn ekki ýmis- legt ógert, sem menn vildu gjarnan, að' búið væri að gera, ef þessi ógæfa yrði ekki um- flúin, t. d. eins og virkjanirn- ar, áburðarverksmiðjan og sementsverksmiðjan eða aukning kaupskipaflotans. Eða hefur íbúum bæjanna verið séð fyrir nægu öryggi. Oft hefur þjóðinni verið ])örf á að einbeita starfsorku sinni að vissu marki, en sjald- an meira en nú. Og fátt væri mikilvægara nú en að hugsa fram í tímann. Einna mikil- vægast verður þá að gera á- ætlun um að auka framleiðsl- una verulega, svo að þjóðin gæti veitt sér það, sem hana vanhagar mest um með tilliti til ástandsins í heiminum. Því er það, að þegar alþingi kemur nú saman, myndi það verða vel metið af almenn- ingi, að þingið gerði það, sem í þess valdi stæði, til þess að búa þannig í haginn fyrir þjóðina, að hún væri ekki al- veg á flæðiskeri stödd með nauðsynjar og annað, sem að gagni mætti koma, hvað sem í skærist. Það eru þó ýmsir, sem stöð- ugt eru þeirrar skoðunar, að vígbúnaðaráformin leiði fyrr eða seinna til nýrrar verð- bólgu og aukins framfærslu- kostnaðar. Menn í atvinnu- lífinu eru þó almennt á ann- arri skoðun. Eftir að ICoreustyrjöldin brauzt út, kej^pti almenning- ur óhemju mikið af ýmsum tækjum, svo sem ryksugum, þvottavélum og útvarpstækj- um, svo ah tala þessara tækja fjórfaldaðist síðan 1940. Bif- reiðum fjölgaði úr 26 milj. í 40 milj., kæliskápum úr 14 milj. í 34 milj. og sjónvarps- tækjum úr 7.000 í yfir 10 milj. En nú hefur dregið úr þessum kaupum. Tekjur bænda hafa hækk- að um nálægt 20% á fyrri hluta ársins 1951 og laun verkamanna um nálægt 10% frá því í fyrra um þetta levti. ísrael fær stórlán í U. S. A. Israel hefur undanfarið verið að selja ríkisskuldabréf í U. S. A. og seldi fyrstu fjóra mánuðina bréf fyrir, sem svarar 825 milj. ísl. króna. IJm helmingur af fénu fór til rafstöðvabygginga, og á raf- magnsframleiðslan þannig að fylgja eftir vexti iðnaðarins. Um 2/i af láninu var notaður í iðnaðinn og til námuvinnslu. í staö tins. I Bandaríkjunum hefur fundizt efni, sem á að geta komið í stað tins. Er þetta geysimikilvægt og getur orð- ið til þess að lækka mikið verð á tini. Variega skyldi van- meta rússneska stálið. Sovétlýðveldin framleiða um 27,6 milj. lesta af óunnu stáli á ári og er þar með, eftir því sem Times segir, stærsti stálframleiðandi heimsins á eftir U. S. A. Auk þess ræður Sovétsambandið yfir stál- framleiðslu Austur-Evrópu- landanna, sem er um 7.5 milj. lesta, og á þannig aðgang að framleiðslu, sem er hér um bil álíka mikil og Þýzkalands Hitlers 1943. Stálframleiðsla Vestur-Evrópu nemur nú um 30 milj. lesta á ári. og ef Kreml skyldi geta hagnýtt sér þessa framleiðslu til sinna þarfa, ætti hún að liafa yfir að ráða minnst lielmingi meira stáli en Hitler hafði, þegar hernaðar- aðgerðir hans voru livað mestar, segir blaðið. Stálframleiðsla Ameríku er tal- in 87.7 milj. lesta á ári, Stóra- Bretlands 1G.0, Vestur-Þýzka- lands 12.1, Frakklands 8.7 og Belgíu og Luxemborgar saman 6.2 milj. lesta. Frjálsa pundiS fellur. Sterlingspund, sem boðin eru til sölu á frjálsum mark- aði, t. d. í Sviss og Ameríku, hafa undanfarið fallið og eru nú seld 10% fyrir neðan hið opinbera gengi. Aðalástæðan er talin versnandi afstaða gagnvart dollarnum. I, G. Farben hlutabréfin verður nú byrjað að selja á ný, þar sem Vesturveldin hafa afnumið bann við sölu ldutabréfa þessa fræga þýzka fyrirtækis, en það hefur verið í gildi síðan 1945, þar sem þau vildu, að hringurinn leyst- ist upp í smærri fyrirtæki. Sumarleyfin hafa áhrif á iSnaSinn. Vegna sumarleyfanna féll framleiðsla Svía um 33%, í júlí. Mest féll hún í skó- og leðuriðnaðinum og varð 53% lægri en í júní. Það sem af er árinu, hefur framleiðslan auk- izt um 5% í Svíþjóð frá því í sömu mánuðum í fyrra. I Svíþjóð eru nú uppi til- lögur hjá því opinbera um að undanþiggja þá gjaldendur skatti að einhverju leyti, sem leggja til hliðar einhvem liluta af tekjum sínum næsta ár. Ötflutningur Þýzkalands. Vestur-Þýzkaland hefur fjórfaldað verðfnæti útflutn- ings síns á einu ári og setti met í útflutningi í júlí s.l. með 315 milj. dollurum, en 6 fyrstu mánuðina nam hann 1.930 milj. I sumum iðngreinum eru erlendir viðskiptamenn farn- ir að kvarta undan of háu verðlagi, m. a. á ýmsum mæli- tækjum, sjóntækjum og ýmsu byggðu úr stáli, þar sem Bretarnir eru að verða ódýrari. U. S. A. stál til Englands. Það er talið, að tíaitskell, fjármálaráðherra Breta, hafí fengið loforð í Bandaríkjun- um fyrir 2.000.000 lestum af stáli til þess að ná því, sem á vantar í stálframleiðslunni. Á móti eiga Bretar að hafa lofað að auka kolaframleiðsl- una, svo að draga megi úr út- flutningnum frá Þýzkalandí til hagsbóta fyrir Ruhr-iðn- aðinn. Mikil afköst. Framleiðslumagnið í ame- rískum stálsmiðjum er milli 50 og 90% meira en í ensk- um stálsmiðjum. Ferðin til Lourdes. Eftir ÖNNU CARREL Framh. „Mér líður alveg ágætlega“, svaraði hún lágri röddu. „Ég er enn máttfarin, en ég finn, að mér er albatnaðÁ Það var ekki lengur nokkur efi. Heilsufar Maríu Ferrand hafði tekið þeim breytingum, að hún var naumast þekkjan- leg fyrir sömu manneskju. Lerrac stóð þarna steinþegjandi og algerlega ráðþrota og ruglaður og vissi ekki, hverju hann aétti að trúa. Þetta íyrirbæri, sem var algerlega þvert á móti því, sem hann hafði búizt við, gat bókstaflega ekkert verið annað' en draumur. Ungfrú d’O. bauð Maríu Ferrand mjólkurbolla. Hún tæmdi hann í botn. Eftir fáar mínútur lyfti hún höfðinu, leit í kring um sig, hreyfði ögn útlimina og sneri sér svo á hliðina, án þess að á því bæri, að þetta ylli henni nokkurs minnsta sársauka. Lerrac þaut skyndilega brott. Hann ruddi sér braut gegnum pílagríma þvöguna og héyrði trauðla hinar há- væru bænir þeirra og yfirgaf Hellinn. Nú var klukkan um 4. Enn hafði hann ekki rannsakað' hana til fullnustu. Hann gat enn ekki vitað um aðalorsakirnar að sjúkdómsmein- semd hennar. En hann hafði með eigin augum horft á rót- tækan bata. Það út af fyrir sig var kraftaverk. Og, hve yfirlætislaust og í leyndum hafði þetta. gerzt. Allur hinn inikli mannfjöldi í Hellinum hafði reyndar ekki tekið eftir því. Stúlkan, sem var í andarslitrunum, hafði fengið fullan bata. Það' var upprisa frá dauðum. Það var kraftaverk. Lerrac sneri aftur til gistihússins og fyrirbauð sjálfum sér að draga nokkrar ályktanir af þessu, fyrri en hann gæti örugglega rannsakað og upplýst, hvað fyrir hefði komið. Samt vaknaði djúp og heit ánægjutilfinning hjá honum, þegar honum varð hugsað til þess, að ferð hans hafði borið' árangur. Hann rifjaði upp fyrir sér í huganum alla grein- ingu á sjúkdómi Maríu og gat sagt sjálfum sér, að með jafnáberandi og augljósum sjúkdómseinkennum og hennar, hefði honum verið algerlega ómögulegt að kveða upp rang- an úrskurð'. Samt var hann enn ákaflega áhyggjufullur. Klukkan hálfátta hraðaði hann sér til sjúkrahússins, eins og festur upp á þráð og kominn að spreng af logandi for- vitni. Það var einungis ein spurning, sem ólgaði og vall í huga hans: Hafði hin ólæknandi María Ferrand hlotið lækn- ingu? Hann opnaði dyrnar að sjúkrastofu Hinnar óflekkuðu Guðs móður og hraðaði sér að rúmi Maríu. Hann snar- stanzaði, yfirkominn af undrun, og glápti. Brevtingin var furðuleg, stórfurðuleg. Sat ekki María Ferrand þarna sjálf, Ijóslifandi, í hvítri treyju uppi í rúminu? Þótt andlit hennar væri gráfölt og magurt, Ijómaði það af Hfi, og augu hennar geisluðu, og veikur roði flögraði um kinnar hennar. Það andaði svo óræð'ri heiðríkju frá henni, sem virtist uppljóma alla dapurlegu sjúkrastofuna með heilögum fögnuði. „Dokt- or“, mælti hún, „mér er alveg batnað. Ég finn, að ég er

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.