Víðir


Víðir - 06.10.1951, Blaðsíða 3

Víðir - 06.10.1951, Blaðsíða 3
VIÐIR 3 Nýr áfcsngi: „RIGOLETTO". Pólland eykur ekki kolaútflutninginn. Kolaútflutningur Pólverja til Evrópulanda mun varla aukast nú, bæði vegna þess að þeir þurfa á meiri kolum að háWa í heimalandinu og eru neyddir til að selja Rúss- um kol. Eftir því sem sagt er, átti þó kolanám Póllands að aukast úr 78 upp í 81 milj. lesta á þessu ári. En til hinna frjálsu Evrópulanda munu Pólverjar líklega ekki flytja út meiri kol en þarf til þess að greiða nauðsynlegar inn- flutningsvörur frá þeim lönd- um. Vegna hins háa verðs, sem Pólverjar fá fyrir kolin, hefur greiðslujöfnuðurinn gagnvart Svíþjóð og öðrum löndum batnað að mun. VerSbólga í Bretlandi? I Stóra-Bretlandi virðist stöðugt stefna að mikilli verðbólgu, sem að líkindum nær hámarki árið 1953 og verður ef til vill eins alvar- leg og verð'bólgan í Erakk- landi um 1920, segir í athygl- isverðri grein í Manchester Guardian eftir hinn kunna þjóðfélagshagfræðing Colin Clark. Olíuskip með gastúrbínu. í þessum mánuði gerir Shell tilraun með olíuskip, sem mun verða fylgzt með af mikl- um áhuga meðal skipafélaga um allan heim. f olíuskipinu „Auris“, sem er 12.000 lestir, er verið að skipta á fjórum dieselhreyflum fyrir 1200 hestafia Thomson-Houston gastúrbínu, og leggur það síð- an upp í ferð til Venezuela. Gastúrbínan hefur marga kosti fram yfir brennslu- hreyfla og gufutúrbínur. Hún hefur aðeins tvo hreyfanlega hluta, og er þess vegna ekki eins hætt við sliti og óhöpp- um í rekstri. Reksturskostn- aðurinn við hana er minni, hún vegur minna og minna fer fyrir henni en öðrum hreyflum. Gastúrbínan þarf engan ketil eins og gufutúr- bínan. 5.000 lestir af nautakjöti. Bandaríski herinn hefur nú gefið fyrirskipanir um, að' pantaðar verði rúmar 5.000 lestir af nautakjöti frá lönd- um, sem ekki eru í Sovétsam- bandinu. Kjötið á að nota til þess að birgja upp amerískar hersveitir erlendis. Engar upplýsingar eru um, frá hvaða löndum þeir óska að fá kjötið, en 2.000 lestum eiga þeir nú von á frá írlandi. Þýzkir bílar. Þjóðverjar smíða fólksbíla, sem kallaðir eru Taunus 51. Eru þeir með 34 hestafla vél, og hafa þeir getið sér góðan orðstír í evrópskum kapp- akstri. Bíllinn er smekklegur að utan og innan, þægilegur að sitja í og sparneytinn (eyð'- ir 8.1 I. af bensíni á 100 km). Þeirra. tímamóta í tónlist- arsögu okkar, er fyrsta óper- an var flutt í Reykjavík, verð- ur lengi minnzt, og það því fremur sem flutningurinn varð með miklum menning- arbrag. Til þess að stjórna þessu verki kom hér aðeins einn maður til greina, dr. Victor von Urbancic. Aðal- vandinn hvíldi á hans herð- um, og er hin velheppnaða fyrsta óperusýning fyrst og fremst afrek hans, sigur, sem hann sannarlega var vel að korninn. Forráðamenn Þjóð- leikhússins og þá fyrst og fremst þjóð'Ieikhússtjóri og ráðunautur hans um tónlist- armál virðast hafa valið rétt fyrstu óperuna, og eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir framtakssemi sína og áræði. Allir hlutir eiga sína sögu. Róm var ekki byggð á einurn degi. Forsaga þessarar glæsi- legu sýningar er að vísu furðustutt, en þó eftir atvik- um ekki. Hér hefur mikið ver- ið unnið að tónlistarmálum á undanförnum árum. Það væri mjög eðlilegt á þessum tímamótum okkar að rifja upp á helztu áföngum baráttu þá og fórnir, sem hér sem annars stað'ar er undan- fari mikilla ævintýra. Það væri freistandi að rifja upp starf Sigfúsar Einarssonar og jafnvel ennfremur ýmissa fyr- irrennara hans og kynnast þeirra afrekum og þeim skil- yrðum, sem þeir áttu við að búa. Saga íslenzkrar tónlistar- menningar nær að vísu ekki yfir sérlega langan aldur, en öllum má vera ljóst, sem séð hafa þessa sýningu, að hér hefur mikið verið unnið. Hér skal aðeins í fáum dráttum litið til baka til hátíðaársins 1930, er Tónlistarskólinn var stofnað'ur, en þar er að leita upphafs þessa máls í höfuð- drattum. SkóJinn var stofn- aður af áhugamönnum undir forystu dr. Páls ísólfssonar, sem verið hefur skólastjórí frá stofnun hans. Páll er vel menntaður tónlistarmáður í beztu merkingu orðanna og því engin tilviljun, að hann valdi sér í upphafi góða sam- starfsmenn. Má þar sérstak- lega nefna dr. Franz Mixa, hinn ötula kennara og hljóm- sveitarstjóra, sem vann hér á frumbýlisárum skólans ó- metanlegt menningarstarf. Arni Kristjánsson píanóleik- ari hefur þó verið lífakkeri skólans lengst af. Nýtur hann se meira trausts og virðingar allra sakir gáfna sinna og fá- gætra mannkosta. Hann hef- ur nú síðari árin lagt skólan- um alla starfskrafta sína með mjög auðsæjum árangri. Innan Tónlistarskólans sköpuðust smám saman möguleikar til þess að' hefja samleik á ýmis óskyld hljóð- færi undir handleiðslu færra manna. Hafa þeir Björn Olafsson, dr. Edelstein og dr. Urbancic þar jöfnum höndum unnið. Skólinn hefur smám saman fært út kvíarnar, bætt við nýjum kennurum með ný hljóðfæri, en jafnframt hefur Lúðrasveit Reykjavíkur stað- ið undir kennslu á ýmis blást- urshljóðfæri. Skólinn hefur nú í mörg ár haft kentislu í kammermúsík og innan hans verið starfrækt nemenda- hljómsveit. I fjölda mörg ár, einnig áð- ur en Tónlistarskólinn var stofnaður, hafa verið haldnir hér hljómsveitarhljómleikar, og hafa þá útlendingar skip- að flest erfiðustu sætin. Á vegum Tönlistarfélagsins, sem rekið hefur skólann frá önd- verðu, hafa verið fluttar hér óperettur og jafnvel ópera (Systirin frá Prag, undir stjórn dr. Franz Mixab Verulegur skriður kom ekki á hljómsveitarmálið fyrr en 1948, er þeir dr. Páll og Jón Þórarinsson náðu samstarfi við útvarpsstjóra og útvarps- ráð um rekstur sveitarinnar. Nú er þetta mál, að því leyti að vísu ekki komið í höfn, að enn hefur ekki tekizt að tryggja að fullu fjárhag henn- ar, en að' hinu leytinu öllum ljóst, að ekki er unnt að skilj- ast við þetta þýðingarmikla menningarmál á annan hátt en þann, að ríkið greiði hall- ann á rekstrinum á móti Reykjavíkurbæ. Þetta er aug- Ijósara mál en svo, að um það sé ástæða að eyða frekari orð- um í svip. Þjóð eins og ís- lendingar, sem veitir sér yfir- leitt meiri munað’ en margar hinna ríku menningarþjóða álfunnar, getur ekki leyft sér þann molbúahátt að eiga ekki eina frambærilega hljómsveit. Það er sannarlega ánægju- legt fyrir þá menn, kennara og skólastjóra Tónlistarskól- ans, sem plægt hafa hér jafð- veginn fyrir þann fagra gróð- ur, sem nú hefur skotið upp blómkrónunni, að minnast 20 ára starfsafmælis síns í sölum hins nýja og myndarlega þjóðleikhúss. Þjóðin færir þeim þakkir, þó alltaf bregði fyrir mönnum, sem ekki skilja eða vilja skilja, hvernig þjóð- ir byggja upp sína æðri menn- ingu. Það má kannske með' nokkrum sanni telja, að eld- vígsla hinnar nýstofnuðu sin- fóníuhljómsveitar liafi farið fram, er óperan Brúðkaup Figarós var flutt hér af lista- mönnum frá sænsku óper- unni, enda lét hinn sænski stjórnandi svo um mælt, að sveitin væri sambærileg við aðrar sveitir á Norðurlöndum, er frátaldar eru aðeins tvær. Fyrstu sýningunni á „Rigo- Ietto“ s.I. vor var tekið með áköfum fögnuði. Dr. Urban- cic er reyndur og vel mennt- aður tónlistarmaður og ákaf- ur vinnumaður. Hann hefur vel vitað, hvað hann var að gera, er hann réði liingað ung- frú Else Múhl til þess að fara með aðalkvenhlutverkið, Gildu. Ungfrú Múhl er lærð- ur fiðluleikari, hefur leikið í hljómsveitum og strokkvart- ett, áð'ur en hún hóf söngnám. Tök hennar á hlutverkinu voru í samræmi við menntun hennar. Ungfrúin hefur til- einkað sér þá hlédrægni í meðferð raddar og í látæði öllu, sem listin krefst af þeim, sem hafa heitið' að þjóna henni, og hún hefur hjartað á réttum stað. Ungfrúin var. sýnilega öllum öðrum fremur hin örugga stoð dr. Urbancic. Stefán Islandi fór yfirleitt afbragðs vel með' hlutverk hertogans, þó dálítið misjafn- lega, Stefán á sjaldgæfu dá- læti að fagna heima hjá sér, því rödd hans hefur hinn „hreina íslenzka fjallasvip“. Hún er tær og skær. Stefán hefur í mörgu eignazt svip- mót erlendrar listmenningar, en hann ræður ekki alltaf yfir þeirri höfuðdyggð listamanns- ins að láta „hjartað lesa í málið“. Guðmundur Jónsson fór með hlutverk „Rigoletto“. Miklar vonir hafa verið tengdar við þennan unga mann, en enginn mun þó hafa þorað að vænta þess, að hann skilaði þessu erfiða hlutverki á þann hátt, sem hann gerði. Þetta er mesti sigur íslenzks söngvara hér heima. Frú Guðmunda Elíasdóttir og Kristinn Hallsson skiluðu sínum hlutverkum með prýði, og aðrir söngvarar furðulega vel. Kórinn (úr Fóstbræðr- um) var ágætur. Þjóðleikhússtjóra mun hafa þótt öruggara að leita til æfðs óperusöngvara til þess að stjórna leiknum. Réði hann hingað þekktan norsk- an söngvara í því skyni, Sirnon Edwardsen. í höfuð- dráttum virðist honum hafa tekizt vel, enda höfðu tveir aðalleikararnir oft komið fram í þessum hlutverkum áður. Fyrst ekki var í neinu horfið frá troðnum leiðum um fyrirkomulag á leiksviði, hefði verið skemmtilegra að' fela þetta starf okkar frábæra og heimsfræga söngvara, Pétri Jónssyni, sem sannar- lega var sárt saknað þetta kvöld. Einnig hefði verið eðli- legt, að skólastjóri Tónlistar- skólans og aðalfrömuður okk- ar í tónlistarmálum, dr. Páll ísólfsson, hefði verið hylltur þetta kvöld ásamt hljómsveit- arstjóra og söngvurum. 1 K. N. KORN. Stúlka gerist loftskeytamaður. 17 ára gömul stúlka, Unni Hohnsen frá Bekkestuna í Bærum, hefur fært heim sanninn um það, að konur geta leyst þetta starf af hendi engu síður en karhnenn. Hún hefur þegar lokið 2. stigs prófi með ágætum árangri. ★ Afturstafninn einn siglir 200 sjómílur. Það lcom merkilegt atvik fyrir sænskt vélskip, „Clirist- er Salen“, í vor. 200 sjómíl- um fyrir utan Yokohama brotnaði skipið í tvennt framan við brúna í ofsaveðri. Afturstafninn, sem vélin var í, hélzt á floti og sigldi einn sér til Yokohama Hraðinn var aðeins 3 sjómílur — en samt sem áður — það geklc. ★ Fleiri dvergar fæðast nú í Hiroshima en eðlilegt er. Einnig er nokkuð mikið um lamanir í handleggj- um og fótum ásamt meðfædd- um þarmasjúkdómum. Hjá þeim, er voru innan 1500 metra, hefur blóðsjúkdóms- ins leukemi gætt nú mikið meira en áður. ★ „Skegg". Skipsbotn verður ekki „skeggjaður“, þ. e. a, s. ekki gróinn þörungum og þess háttar, meðan skipið er á ferð. ★ Verðbólga — verðhrun. — Við lifum á undarlegum tím- um. Nú geta húsmæðurnar látið peningana í inpkaupa- töskuna, en vörurnar í pen- ingabudduna. * Það er ekki hægt að kalla fólk vel menntað, ef það lít- ur á menntun sína aðeins sem safn af þekkingarbrotum, staðrevndum og upplýsing- um. Sá, sem er vitur, kann að velja með skynsemi, og hefur næman skilning á verð- mætum og kröfum, hefur val- ið sér lífsstarf og finnur til- ganginn í lífinu. ★ Nauðsyn er um kennt, í hvert skipti sem frelsi manns- ins er skert. Hún er röksemd harðstjórans og trúarjátning hins kúgaða, ★ Ilversu mikið sem ég hef ferðazt, og hversu mikið' sem ég hef gert hvern dag, þá hef ég þó alltaf verið ákveðinn í því, að ég yrði að skrifa milli 1000 og 1500 orð á hverjum degi. (Somerset Maugham). ★ • Winston Churehill segir: Ég hef verið neyddur til að' hlusta á margt, sem enginn rnaður ætti að heyra, fyrr en hann er dauður. ★ Gamalt orðtæki: Að sigra án þess að gorta; að tapa án þess að afsaka sig.

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.