Víðir


Víðir - 13.10.1951, Blaðsíða 1

Víðir - 13.10.1951, Blaðsíða 1
XXIII. Reykjavík, laugardaginn 13. október 1951. 28. tölublað. Mefsfór hvalveiðifloti. Stærsti floti í sögu hval- veiðanna mun á næstu ver- tíð taka þátt í veiðunum í Suðuríshafi. Alls eru það 19 fljótandi bræð'slustöðvar og þrjár á landi ásamt 280 hval- veiðibátum, og næstum 12.- 000 manns taka þátt í veið- unum. Norðmenn hafa gert út tíu leiðangursflota til úthafs- ins, sem fara eiga á veiðar með 132 hvalveiðibáta og 4.894 manns. Alls eru 7.874 Norðmenn skráðir á flotann við Suðurheimsskautslandið. Auk norsku og brezku leið- angursflotanna munu eitt hollenzkt, tvö japönsk, eitt rússneskt og eitt hvalbræð'slu- skip frá Panama taka þátt í veiðum þessum. Þetta er mesti og öflugasti floti, sem nokkurn tíma hefur lagt út á veiðar eftir hvalnum. Vaxandi samkeppni frá Rússum. Svíar smíða 84 fiskveiði- skip fyrir Sovétsambándið, þar af eru 45 togarar, 700 lesta með 800 hestafla vél, og eru fiskimjöls-, lýsis- og niður- suðuverksmiðjur um borð í togurunum. 50 þessara skipa eiga að vera tilbúin fyrir lok ársins 1952. Áhöfnin verður um 43 manns á hverju skipi, og eiga þau einkum að veiða í Ishafinu. Ennfremur verða smíðaðar fyrir Rússa í Sví- þjóð 29 fiskiskútur, 45 lesta, fyrir lok ársins 1952, og einnig 4 olíuskip, hvert 1275 lesta, og 6 kæliskip, 1100 lesta, til að flytja í frosinn fisk og kjöt. í Hollandi á að smíða alls 32 skip fyrir Sovétsamband- ið, þar af 6 olíuskip, 1 hval- bræðsluskip og 10 fiskibáta. I Belgíu á að smíða 5 vöru- flutningaskip og 7 togara fyr- ir Sovétsambandið. Flestir togararnir hafa þegar verið afhentir. I Danmörku á að smíða m. a. 5 kæliskip, 5—6000 lesta, og 8 selveiðiskip, 250 lesta (mun hvert kosta sem svarar 3.4 milj. ísl. kr.) fyrir Sovét- sambandið. Skulu þau vera tilbúin innan tveggja ára. Vertíð byrja þarf að sneittitici* Undanfarin ár hefur staðið í stöðugu stappi milli útgerð- armanna og ríkisstjórnarinn- ar um að fá starfsgrundvöll fyrir vélbátaútveginn fyrir vertíðina, sem þá og þá fór í hönd. Oftast hefur það ver- ið látið dragast alveg fram undir hátíðir að vinna með atorku að lausn þessara mála og lausnin þá oft viljað þæf- ast fyrir, og hefur því tíðast verið komið fram í janúar, og það stundum fram undir janú- arlok, þegar loks hefur náðst samkomulag. Meðan á slíkum samning- um hefur staðið, hafa útgerð- armenn átt mjög ógreiðan að'- gang að útgerðarlánum. Margir hafa því ekki getað leyst út veiðarfæri sín, fyrr en komið var fram í janúar, og hefur slíkt seinkað, að þeir kæmu bátum sínum af stað. Þannig hefur það einnig ver- ið um ýmsan annan útbúnað til vertíðarinnar, eins og lag- færingu á skipi og vél. Allur fjöldinn af bátum kerast því ekki af stað, um leið' og þessi mál leysast, og má ekki láta það villa sér sýn, þó að nokkrir bátar, sem sæmilega stæðir útgerðar- menn eiga, komist þegar af stað, strax og lausnin er feng- in. [ Þannig hefur allur janúar- mánuður oft farið forgörðum. En janúar hefur oft verið eins góður hvað aflabrögð snertir og hinir mánuðir vertíðarinn- ar. Hér áð'ur fyrr var það al- gengt, að byrjað væri fyrir Fiskiðnaður í Ameríku. Áffa nýir rússneskir fogarar voru í sumar við Álasund. Aðeins einn þeirra lagðist við bryggju, en hinir lágu úti á firðinum. Öll áhöfnin varð að vera undir þiljum, meðan skipið lá við bryggju, nema einn einkennisklæddur varð'- maður stóð vörð í brúnni. BANKARNIR : 1. okt. 1951: l.okt.1950: Seðlar í umferð milj. kr. 202 192 Heildarútlán — — 1288 1081 Heildarinnlán — — 891* 085** Hagstæð gj.eyrisafstaða gagnv. útl. — — 24 -í-16 Mótvirðissjóður milj. kr. 222. Mótvirðissjóður milj. kr. 00. áramót, í desember og jafnvel nóvember, og fiskaðist þá oft sæmilega. Að vísu ekki eins mikið og eftir áramótin, enda var þá verið með styttri línu. Þessi útgerð var ódýr, þar sem notuð var gömul lína, stutt sótt, og fáir menn. Vest- firðingar vilja líka byrja sína vertíð fyrir áramót, þar sem fiskur gengur þar fyrr en hér sunnanlands. Nú þegar allur fiskur er seldur og dágóð eftirspurn eftir honum, er það mjög mik- ilvægt, að hægt sé að koma flotanum af stað sem allra fyrst, og má því ekki dragast, að farið verði að vinna að þessum málum. Það væri mjög skaðlegt fyrir alla aðila og þjóðfélagið í heild, ef allt væri látið reka á reiðanum fram undir áramótin, og þá færi allt í strand eins og svo oft áður. Og fjórði hlutinn af vertíðinni færi forgörðum, og kannske vel það. Það má ekki koma til, að svo fari að þessu sinni. Útgerðarmenn og aðrir, sem þetta einkum snertir, svo sem frystihúsaeigendur, ættu því að halda sína árlegu haustfundi í fyrra lagi og tala sig niður á þessum málum. Það fer varla hjá því, að þau verði að ræðast við ríkis- stjórnina, og væri gott, að öll- um slíkum samningum væri lokið tímanlega. Jafnframt væri séð fyrir, að útgerðar- menn gætu fengið sín útgerð- arlán, í síðasta lagi fyrir mán- aðamótin nóvember—desem- ber, fyrir vertíðina hér sunn- anlands og fyrr fyrir vertíðina fyrir vestan. Gæti þá svo far- ið, að einhverjir gætu hafið veiðar í desember, og að allir væru a, m. k. tilbúnir strax eftir áramót. Það þarf harðfylgi til, þeg- ar um bað er að ræða að skera upp herör fyrir aukinni fram- leiðslu og lagni við að sam- stilla þá krafta, sem að henni eiga að vinna. Verður það að vera hlutverk ríkisstjórnar- innar. Og nú, þegar markaðs aðstæður eru góðar, má ekki láta neitt tækifæri ónotað' þeim efnum. Árið 1949 var skipað á land í Bandaríkjunum 2.5 milj. lestum af fiski, en það' er átta sinnum meira en á íslandi, tíu sinnum meira en í Dan- mörku og tvisvar sinnum meira en í Noregi. Fiskurinn var veiddur bæði við strend- ur og á hafi úti. Á hverjum kílómetra við strönd Ame- ríku var fluttur á land að jafnaði fjórfalt meiri fiskur en á hverjum km við strönd Noregs. Og fiskurinn heldur sig að mestu í stórum torfum á fiskisvæðunum. Á þeim stöðum hefur hafizt stóriðn- aður. Sardínur og túnfiskur eru yfirgnæfandi við Kyrrahafs- ströndina. Ameríski túnfisk- urinn fer að mestu til niður- suð'uverksmiðja, sem eru í námunda við hin mikhi fiski- mið við suðurhluta Kali- forníu. Laxveiðarnar, sem- stundaðar voru í norðurhltita Bandaríkjanna og í Alaska, gáfu einnig af sér góðan arð. Mestur hluti laxins fór einnig til niðursuðuverksmiðja, og verksmiðjueigendurnir hafa unnið að' því með dugnaði, að æði vörunnar yrðu sem mest. í Seattle hefur stjórn verksmiðjanna komið á fót mikilli efnarannsóknarstofu. þar sem höfð er nákvæm um- sjón með niðursuðu á laxi. Slíkt hefur mikið að segja fyrir laxniðursuðuiðnaðinn. Af öllu fiskmagninu, sem var, eins og áður segir, 2.5 milj. lestir 1949, var selt nýtt 32%, 11% var fryst, 2% reykt, saltað eða þurrkað, Framh. á 4- síðu. Auðæfi hafsins. Norsk fiskiskip veiddu alls 1.240.000 lestir af fiski árið 1950, og var verðmæti aflans upp úr sjó um 330 milj. norsk- ar krónur. Flutt var út fyrir meira en 560 milj. kr., en af því fengust 140 milj. fyrir út- flutning á fiskniðursuðuvör- um, sem voru rúml. 35.500 lestir. Bandaríkin keyptu um þriðjung af þessu magni. Hinar miklu laxveiðar í Kanada. Hinar miklu laxveiðar í Kanada munu færa Brezku Columbiu og Kanada í þjóð- arbúið um 35 milj. dollara, og er það sem svarar 570 milj. ísl. kr. Yfir 300 snyrpu- og pökk- unarbátar og yfir 6000 lax- veiðibátar stunda þessar veið- ar. Snyrpubátarnir eru öflug timburskip, um 65 fet, en pökkunarbátarnir eru nokkru minni. Laxveiðibátarnir eru einnig úr timbri og eru um 30—40 fet. Þeir eru allir í einkaeign, og á flestum bát- unum er aðeins einn maður. Fiskasafn fyrirhugað í Bergen. Norðmenn hafa mikinn á- huga á að' koma upp fiska- safni þessu og hafa góðan skilning á því, hversu þýðing- armikið það kann að verða sem mikilvægur þáttur í rann- sóknastarfsemi, engu síður en það verður mönnum til á- nægju og fróðleiks að skoða það. Bæði fiskasafnið' í Kaup- mannahöfn og fiskasafnið í Gautaborg, sem er þó heldur minna, reyna að gefa ljósa mynd af dýralífinu í sjónum allt umhverfis hnöttinn, eftir því sem mögulegt er, og eru þaii mjög skemmtileg og at- hyglisverð. I Kaupmannahöfn skoða safnið árlega nokkur hundruð þúsundir manna. í Bergen eru mjög góðar að- stæður til að koma upp ný- tízku fiskasafni, og má því búast við, að 'það geti orðið mjög giæsilegt og fullkomið. Þegar hafa 'safnazt til safns- ins sem svarar IV2 milj. ísl. króna. ÍSFISKSÖLUR: Söludagur Skipsnafn: Sölust.: Lestir: MeSalv. kg.. 8. okt. Egifl Skallagrimss., Rvk. Cuxhaven 100.4 £7230 kr. 1.95 9. — Kaldbakur, Akureyri Bremerhaven 243 £9465 — 1.75 9. — F.lliðaey, Vestmamiae. Hamborg 216.8 £7700 — 1.65 9. — Keflvíkingur, Keflavík Cuxhaven 2S4..5 £8627 — 1.65 10. — Askur, Reykjavík Bremerhaven 247 £7877 — 1.45 10. — Goðanes, Norðfirði Grimsby 243 £ 10416 — 1.95

x

Víðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðir
https://timarit.is/publication/600

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.